Vísir - 20.06.1935, Page 40
40
VÍSIR
Austan Þvergötu í Reykjavík, þar sem fyrir rúmu ári
síðan gat að líta grýtt liolt, er nú risið stórhýsi, 450 fer-
metrar að flatarmáli. f þessu húsi tók til slarfa um síð-
ustu áramót verksmiðja, sem nefnist Hampiðjan h/f, og
hýr hún til vörpugarn og bindigarn úr Manila- og Sisal-
hampi, sem fluttur er hingað til lands algerlega óunninn,
í stað þess að áður voru þær vörur, sem Hampiðjan býr
til, fluttar inn unnar af erlendum verksmiðjum, einkum
breskum.
Það dylst engum, sem skoðar þessa nýju verksmiðju,
að þar er um stórmyndarlegt fyrirtæki að ræða. Þegar
komið er inn í hinn geysimikla vélasal, þar sem naumast
heyrist mannsins mál fyrir háreysti, blasa við 8 vélar,
sem á skammri stund breyta hampinum í þær vörur, sem
að ofan greinir. Hin stórfelda starfsemi Hampiðjunnar er
eins konar stækkuð mynd af íslenskri tóvinnu. Fyrst er
hampurinn kembdur átta sinnum, áður en hamplopinn
þykir spunahæfur. En þvínæst fer liann í spunavélina,
sem breytir honum i gam. f þessari spunavél eru 18
snældur, sem snúast með 2300 snúninga hraða á minútu.
Úr spunavélinni fara spólurnar síðan í tvinningarvélarn-
ar, sem eru 6 að tölu, og tvinna þær garnið. Siðan fer hið
tvinnaða gam í lóskurðarvél, sem fágar það og gerir það
snögt og útlitsfallegt. Og að lokum er það sett i vél, sem
vindur það í linykla (rúllur) af ákveðinni þyngd, og eru
því næst 10 hnyklar settir í poka saman, og þannig er
þessi vara seld.
Eins og sjá má af þvi, sem nú hefir verið sagt, byggir
verksmiðja þessi starfsemi sína á þörfum íslenskra út-
gerðarmanna, einkum botnvörpuútgerðar vorrar, þvi að
vörpugamið er aðal-framleiðsluvara Hampiðjunnar.
H/F Hampiðjan var stofnuð í aprílmánuði 1934 fyrir
forgöngu Guðmundar S. Guðmundssonar (áður verk-
stjóra hjá vélsmiðjunni „Héðni“ i Reykjavík). Hafði
Guðmundur áður kynt sér þessa iðju rækilega erlendis,
og er hann þóltist hafa gengið úr skugga um, að þess hátt-
ar fyrirtæki ætti sér framlíð hér á landi, fékk hann í lið
með sér nokkra menn, og stofnuðu þeir siðan Hamp-
iðjuna.
Hampiðján hefir Jægar náð miklum viðskiftum hér
og hefir hvarvetna átt skilningi að mæta. Starfsemi henn-
ar vex nú hröðum skrefum, enda hafa vörur hennar lík-
að ágætlega. Standa þær síst að baki erlendum vörum
af sömu tegund og eru um verð fyllilega samkepnisfærar
við þær. í verksmiðjunni starfa nú 10 manns, og með
auknum viðskiftum við íslenska útgerðarmenn, er auð-
sýnt, að hið unga fyrirtæki á fyrir sér að auka starfslið
sitt að mikliim mun. Verkstjóri hjá Hampiðjunni er Jón
Guðlaugsson vélsmiður, sem einnig er meðeigandi í fyr-
irtækinu.
Það er auðsýnt, að starfsemi Hampiðjunnar sparai
kaup á erlendum gjaldejæi i allstórum stíl. Mun láta
nærri, að hráefnin til þessarar iðju, nemi helmingi af
verðmæti þeirrar vöru sem hún framleiðir, en þau eru
það eina, sem lcaupa þarf frá útlöndum. Hefir gjaldeyris-
nefnd og sýnt hinn mesta skilning á þessu máli og jafn-
an vikist vel við umleitunum Hampiðjunnar.