Vísir - 24.12.1935, Page 13
VÍSIR
13
Ekki er Tobba betri!
Ásbjörn og Þorfinnur voru
nágrannar. — Ásbjörn var öl-
kær nokkuð og drakk sig æfin-
Iega fullan þegar hann fór i
kaupstaðinn. — Þorfinni þótti
gott að bragða vín, en drakk i
hófi.
Ásbjörn var vaskur maður
og glaður, sæmilega viti borinn
og einstakur háðfugl. — Þor-
finnur var ósnjall og litilsháttar
um vitsmuni, en vinnugóður og
^seigur.
Báðir voru kvæntir. Ásbjörn
álti konu þá, er Svanlaug hét.
Hún var kölluð góð kona og
skifti sjaldan skapi. Fór vel á
með þeim hjónum að jafnaði,
en kæmi Ásbjörn heim fullur,
urðu tiðum árekstrar og stund-
um svo harðir, að vinnukonun-
um blöskraði.
Svanlaug hafði megna óbeit á
drykkjuskap. Hún tók kulda-
lega á móti bónda sínum, er
hann var við öl og hljóp þá ein-
att í svarra með þeim. — Fór
þá svo, sem oft vill verða, að
eitt hrakyrðið bauð öðru heim,
uns alt komst í bál og blossa.
— En styrjöldinni. lyktaði ávalt
með tárum og kossum og faðm-
lögum — og loforðum um bót
og betrán. —
Kona Þorfinns bónda hét
fullu nafni Anna Maria Ástrós
Þorbjörg. En fólkið greip í
skottið á Iiinu mikla nafni og
kallaði hana bara Þorbjörgu. —
Og Þorfinnur kallaði hana
aldrei annað en Tobbu, þegar
hann var orðinn ofurlítið hreif-
ur af víni. — Anna María Ást-
rós Þorbjörg var hin mesta
myndarkona og búforkur. Þótti
hún mjög f}rrir bónda sínum
um alla hluti.
Þeir urðu jafnan samferða i
kaupslaðinn nágrannarnir, Ás-
björn og Þorfinnur. Og Ásbjörn
gat haft það til, að bíða stundum
dögum saman eftir Þorfinni, til
þess að verða ekki af skemtan-
inni. — Báðir voru sæmilega
efnum búnir og fluttu kaup-
staðar-varninginn á mörgum
hestum. Og það var föst venja,
að Ásbjörn bóndi væri slomp-
fullur á heimleiðinni.
En Þorfinnur ætlaði sér af og
fór liægt í sakirnar. Hann var
bara dálítið hýr og gætti lestar-
innar. Og það veitti svo sem
ekki af því, að líta eftir. Klár-
arnir höfðu það til, ef staðar
var numið, að leggjast undir
böggunum. Og sumir reyndu að
velta öllu af sér. — Þá gat vit-
anlega farið illa. Og Þorfinnur
sá í hendi sér, að ekki væri til
nokkurs hlular að treysta þvi,
að Ásbjörn liti eftir neinu. —
Hann varð þvi sjálfur að tak-
ast á hendur alla umsjón og eft-
irlit.
Ásbirni leiddist klyfjagangur-
inn. Hann kvað og söng og veif-
aði flöskunni. -— Hann átti er-
indi heim á hvern einasta bæ og
hlífði engum, þó að komin væri
rauða-nótt. —- Hann barði ekki
að dyrum, þegar þessi gállinn
var á honum, heldur óð inn í
baðstofu með söng og hávaða,
reif stúlkurnar fram úr rúmun-
um, bauð þeim koss og brenni-
vín og heimtaði kaffi upp á
stundina.
Þorfinn langaði óneitanlega
lil þess, að mega vera með í
leiknum. — Hann hugsaði mál-
ið i kyrþei, velti þvi fyrir sér
árum saman, og komst loks að
þeirri niðiu’stöðu, að ráðlegast
mundi að hafa ungling með i
lielstu kaupstaðarferðum árs-
ins — baggafæran strák, sem
litið gæti eftir öllu og haldið
áfram með lestina. — Þorfinni
fanst ekkert vit í því og engin
sanngirni, að hann væri að
morra þetta einn með marga
trússahesta, þegar Ásbjörn væri
alt af í loftköstum — alt af að
skemta sér og kyssa stúlkurnar
á bæjunum. — Hann væri líka
kaffi-maður, söngmaður og
kossa-vinur, þó að hann færi
hægt og þyrði varla að sleppa
sér út í flangsið. En gaman
hlyti þó að vera að því, að
kitla stúlkur í myrkri, lauma
að þeim kossi, kveða stöku eða
raula sálm, meðan beðið væri
eftir kaffi.
Ásbjörn hafði komist að því
eitthvert sinn, að Þorfinnur
mundi ekki allskostar ánægður
ineð konuna —- hina ágætu Þor-
björgu. Hún væri nokkuð svæs-
in stundum og umsvifamikil og
ráðrík lieima fyrir. — Hún
bafði það blátt áfram til að
ónýta ráðagerðir hans sjálfs,
Þorfinns Þorsteinssonar, og
hyltist jafnvel til þess, að sem
flestir yrði þess varir, að
liún bæri hann ráðum. Ilon-
um sárnaði þetta, en lét þó
á engu bera, svona dags daglega.
— En væri hann glaður af vini
horfði málið öðruvísi við. —
Þá var einna helst á honum að
beyra, að hin mikla og sköru-
lega Anna María Ástrós Þor-
björg væri einhver allra lakasta
lcona veraldarinnar. Og væri
minst á stórgallaðar konur, svo
að Þorfinnur heyrði, þá greip
hann ávalt fram í og sagði:
m
ii
'ék
Éé
m
m
GLEÐILEGRA JÓLA
óskar öllum
BLÓM & ÁVEXTIR.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmM^
'M
GLEÐILEG JÓL!
GLEÐILEG JÓL!
Hf. Efnagerð Reykjavíkur.
n GLEÐILEG JÓL!
GLEÐILEG JÓL!
Raftækjaverslunin Jón Sigurðsson.
&