Vísir - 24.12.1935, Page 21
VÍSIR
21
Jólakveöj 111»
sjómanna.
FB. 23. des.
Óskum vinum og ættingjum
gleðilegra jóla og góðs og far-
sæls nýárs. Vellíðan. Kveðjur.
Skipshöfnin á Venusi.
Óskum vinum og vanda-
mönnum gleðilegra jóla og far-
sæls nýárs með þökk fyrir það
liðna.
Skipshöfnin á Sindra.
Konum, börnum, foreldrum,
systkinum og öðrum velunnur-
um óskum við gleðilegra jóla
og góðs nýárs.
Skipverjar. á Sviða.
Gleðileg jól. Bestu kveðjur.
Skipverjar á Karlsefni.
Skipulags-^
breytingai* í
landher Bpeta
, London, 23. desember.
Hermálaráðuneytið tilkynnir,
að átta riddaraliðsherdeildir
verði lagðar niður, en í þeirra
stað verða stofnaðar jafnmarg-
ar herdeildir útbúnar nýtísku
liergögnum, svo sem skriðdrek-
um o. s. frv. Skipulagi þrettán
fótgönguliðslierdeilda verður
ennfremur breytt á sama hátt.
(United Press. - FB).
Fjögur ríki
heita Bretum aðstoð,
ef ítalir ráðast á breska
flotann á Miðjarðarhafi.
t Osló, 23. desember.
Bresk blöð hirta fregnir um
það, að Tyrkland, Grikkland,
Rúmenía og Júgóslavía hafi
svarað játandi fyrirspurn
Bretastjórnar um aðstoð, ef til
þess kæmi, að Italir réðust á
Breta á Miðjarðarhafi, vegna
ref siaðgerðanna.
(NRP. - FB.)..
Loftárásir ítala.
Italir hafa gert loftárásir á
tjaldbúðir Abessiníumanna
fyrir sunnan Makale. Loft-
árásirnar stóðu yfir í sam-
fleytt 10 klukkustundir.
i Osló, 23. desember.
Italskir flugmenn liafa gerl
loftárásir á tjaldhúðir abess-
inskra hermanna fyrir sunnan
Makale. Loftárásirnar stóðu
yfir í 10 klukkustundir.
(NRP. - FB.).
Sjö klukkustunda
orusta hjá Tembien.
ítalir segjast hafa hrakið
5000 Abessiníumenn á
flótta.
Rómaborg, 23. des.
.Samkvæmt opinberri tilkynn-
ingu frá herstjórninni hröktu It-
alir 5000 manna lið Abessiníu-
manna á flótta fyrir norðaustan
Tembien, að afstaðinni sjö
klukkustunda orustu síðastlið-
inn sunnudag.
(United Press. - FB.).
London 23. des. FÚ.
Samkvæmt ítalskri fregn,
iiefir orðið liroðaleg orusta í
nágrenni við Makale i dag.
Fimm þúsund abessinskir her-
menn réðust á ítölsku herlín-
una í nágrenni við Addi Addi,
Er landslag þarna Abessiniu-
mönnum i vil. ítalir höfðu
hæði stórskotalið og flugvélar
og brutust áfram til norðurs.
til aðstoðar fótgönguliði sínu,
en brátt lenti þarna i höggor-
ustu. Badoglio telur, í tilkynn-
ingu sinni, að Abessiníumenn
hafi loks verið reknir á flótta.
Ekkert er getið um mannfall
á hvoruga hlið.
Frá Abessiníumönnum eru
enn engar fregnir komnar um
þessa orustu, þvi að fréttir eru
svo lengi á leiðinni til Addis
Abeba.
Cjleðilegra jóla
óshar V/sir öllum les-
öndum sínum.
Næsta blað Vísis
kemur út föstudaginn 27. þ.
m. (þriðja í jólum).
Jólamessur:
I dómkirkjunni: Aðfanga-
dagskveld kl. 6, dr. tlieol. Jón
hiskup Ilelgason. — Á jóladag:
Kl. 11 síra Bjarni Jónsson. —
Kl. 2 dönsk messa, dr. theol. Jón
bisku]) Helgason. — Á annan
dag jóla: Kl. 11, síra Bjarni
Jónsson. —- KI. 5 e. li. próf.
Magnús Jónsson.
, I fríkirkjunni: Aðfangadags-
kveld ld. 6: Sr. Árni Sigurðsson.
— Jóladaginn kl. 2: Sr. Árni
Sigurðsson. — Annan dag jóla:
Kl. 5, sr. Árni Sigurðsson.
'ék
GLEÐILEG JÓL!
m
n
Verslunin Baldursbrá.
^M^. ^Mfc. jMfe
góí. ^M/j. ^M/í. vM^. ^M4j. .$»&.
GLEÐILEG JÓL!
& Verslun
%
Sigurðar Halldórssonar.
Verkfallið.
Vísir átti tal við vörubíla-
stöðina „Þrótt“ í gærkveldi og
spurðist fyrir um það, hvort
nokkrar sáttaumleitanir væri
hyrjaðar, en fékk þær upplýs-
ingar, að svo væri ekki. —
Ilinsvegar mun ekki loku fyr-
ir j)að skotið, að einhverjar
umræður fari fram bráðlega,
um deiluna, en ekkert ákveðið
varð sagt um þetta í gærkveldi.
Verkfallsmenn liafa áfram
varðlið á sömu stöðum og verið
. hefir, siðan er verkfallið hófst.
£ GLEÐILEG JÓL!
Verslun
Davíðs Iíristjánssonar,
Skólavörðuslíg.
Seinlæti í fréttaflutningi
útvarpsins.
Um kvöldmatarleyti á sunnu-
daginn vildi svo til, að eg var
að leita fyrir mér á útvarps-
tæki minu, hvort eg lieyrði
nokkuð nýtilegt. Lcnti eg þá
á enskri stöð, sem lieyrðist
mjög greinilega til, og var þá
verið að segja þar frá skipun
Anthony Edens í utanríkis-
málaráðlierr aemhættið ensk a.
Mér þótti fregnin stórmerk, og
þar sem eg heyrði liana ekki
alla, en þetta var góðri stuiid
áður en erlendar fréttir átti að