Vísir - 22.12.1944, Page 11

Vísir - 22.12.1944, Page 11
JÖLABLAÐ VlSIS 11 við Keisaralegu óperuna í Pét- ursborg. I bók sinni — Minningar —, sem hér er notuð sem aðal- heimild, fer hann um þetta svo- felldum orðum: „Leikárið við Maríu-söngleikhúsið var liðið nær lokum, og enn þá hafði eg ekkert afrekað. Dapur í bragöi hugsaði eg til loka þessa árang- urslausa tímabils og var í þann veginn að glata sjálfstrausti 'mínu. En þá bar svo við skyndi- lega, að starfsbróðir einn —, sannur starfsbróðir, fágætur drengskaparmaður, bauðst til að gefa mér tækifæri til þess að vinna fyrsta stórsigur minn, á síðasta dégi leikársins. Um þessar mundir var óperan Rúss- alka mjög oft flutt. Enda þótt leikhússtjórnin vissi fyrir víst, að ég hafði í Tíflis þráfaldlega farið með hlutverk Malarans, kom engum hinna háu embætt- ismanna til hugar að ætla mér það, þótt ekki væri nema aðeins í eitt skipti. Á siðustu sýningu ársins átti sem fyrr bassasöngv- arinn K a r j a k i n að fara með hlutverkið. Hinn göfugi Kar- jakin, sem vissi upp á hár, hversu mjög ég þráði að syngja einu sinni Malarann, (þ. e. aðal- bassahlutverkið í Rússalka), gerði sér upþ lasleika á siðustu stundu. Söngkraftar til skipt- anna voru eigi til taks. Leik- hússtjórnin ákvað þess vegna nauðug viljug að láta mig fara með hlutverkið. „Er hann fær um það?“ Hún sagði sem svo, að þetta væri hvort sem væri síðasta leiksýning. „Látum kylfu ráða kasti.“ Ég veit ekki enn, hvað var því valdandi, að þessari síðustu sýningu, með þriðja flokks listamönnum, var tckið með þvílíkri hrifningu af áheyrend- um, að fyrir mig varð hún ó- gleymanleg hátíðarsýning. Lófataki og hyllikveðjum ætl- aði aldrei að linna. Kunnur ritdómari skrifaði síðar, að þetta kvöld liafi al- menningi í fyrsta skipti opin- berazt hið undursamlega verk Dargomyshskys, að þá fyrst liafi tilheyrendum skilizt hinn sorgþrungni mikilleikur Malar- ans og orðið ljósar hinar frá- bæru listgáfur hins unga söngv- ara, sem flutti hlutverlc hans, og nú sé rússnesku söngsviði ó- liætt að fara að undirbúa flutn- ing nýrra og stærri verka.“ „Ræður af líkum“, segir Schaljapin enn fremur, „að eft- ir þessa velgengni tók leikhús- stjórnin einnig að líta mig hýr- ara auga.“ Flestum ungum listamönnum mundi hafa stigið til höfuðs slíkt meðlæti. En svo var þó ekki um Schaljapin. Þrátt fyrir hrósið gagnrýndi hann strang- lega mcðferð sína á Malaran- um. I öngum sínum leitaði hann á fund frægs leikara, og bað liann um leiðbeiningar. Benti leikarinn honum á að blæbrigð- um orðanná og áherzlum væri sumstaðar mjög áfátt. Varð honum að nýju Ijós nauðsyn þess að leggja enn meiri rækt en áður við meðferð málsins og leiklistina. Um þessar mundir munu Rússar hafa átt einhverja fullkomnustu leikara álfunnar. Schaljapin tók nú að sækja leik- húsin, þegar hann fékk því við komið, en sótti óperuhúsin minna en áður. Schaljapin hefir ekki fundizt hinn rétti jarðvegur fyrir sig við Keisaralegu óperuna. Öræk- ustu sannanir þess voru þær, að hann riftaði samningum við han'a og greiddi stórfé í sekt. Eins og fyrr er að vikið, hafði hann aldrei kunnað við þann andblæ, er þarna átti heima* Er hann átti þess kost að gjör- ast óperusöngvari í Moskvu við nýbyggða einkasönghöll auð- kýfings, sem Mamonton*) hét, tók hann því boði, þótt um- skiptin væru áhættusöm. En það kom brátt upp úr kafinu, að þarna ríkti andblær, sem var honum að öllu leyti geðfelldari. Þarna kynntist hann mörgum gáfuðum listamönnum, félags- lyndum og einlægum, og röbb- *) Mamonton ók saman auð- æfum sínum á stórfyrirtækjum , við járnbrautalagningar. uðu þeir i In’óðerni sín á milli um leyndardóma listarinnar og voru hollráðir og samrýmdir. Þarna sat vinnugíeði og frelsi á valdastóli, en þrælsótti átti þar ekki heima. Þarna sátu ekki i öndvegi úreltar, kaldar venj- ur, þar var gróandi, lífrænt og listrænt starf. Við þetta einkaleikhús Mam- ontows í Moskvu, hefst hin mikla frægð Schaljapins árið 1896. Fyrsta óperuhlutverkið, sem hann flutti þar, var Me- fistofeles í Faust Goethes með tónlist eftir franska tónskáldið G o u n o d. Mefistófeles er, svo sem kunnugt mun, hinn neikvæði andi — myrkrahöfðingihn —, táknræn mynd hins illa anda í mannssálinni. Þessir eiginleikar þykja mjög erfiðir til meðferð- ar og eigi á færi miðlungslista- manna að móta þá í glæsilegt form göfugrar listar. Þessi per- sóna í höfuðskáldverki Goethes varð í flutningi Schaljapins, bæði livað snerti gervi, leikbún- ing og anda, að nýjum og vold- ugri höfðingja í ríki sínu en áður hafði þekkzt í þessum sama söngleik. Hljómplötur, sem Schaljapin hefir sungið á lög úr söngleik þessum, hafa oft verið leiknar í Rikisútvarpið. Þótt margt megi af þeim læra, ber þó eigi að dyljast hins, að hlutverk sem Mefistófeles í Faust hefir á sér langt of leikrænan blæ til þess að njóta sín til fúllnustu af hljómplötum. Svipuðu máli gegnir að vísu um mikinn hluta óperutónlistar. Schaljapin söng Mefistófeles Scchaljapin i gerfi Mefistofeles i Faust Goethes. opinberlega i meira en fjóra áratugi. Mun hann vart í öðru hlutverki hafa notið betur leik- kunnáttu sinnar og frábærra yfirburða. En eftirfarandi um- mæli hans sanna, að hann hef- ir þó ekki þótzt geta sagt hug sinn allan: „I huga mínum geymi ég aðra mynd af Mefistó- feles (þ. e. a. s. aðra en þá, sem hann hefir sýnt í leik sínum), sem mér, þrátt fyrir alla við- leitni, hefir eigi enn heppnazt að móta réttilega. I samanburði við þessa hugmynd mína er sú, sem ég raunverulega sýni, að- eins svipur hjá sjón.“ Mamontoíw skar eigi við negl- ur sér fjárframlög til æðri tón- listar og veigraði sér ekki við að ryðja nýjar brautir. Meðal merkra nýjunga i umbótastarfi hans má minna á, að hann opn- aði sönglcikhús sitt fyrstur manna fyrir tónlist hinna yngri, snjöllu tónskálda Rússa. En afturhaldssamari söngleikhús höfðu virt tónlist þeirra að vett- ugi. I þessu sambandi má nefna Rimsky-Korsakow og verk Mus- sorgskys voru endurvakin. Schaljapin tók þarna að syngja opinberlega verk áður lítt kunnra tónskálda Rússa og víð- frægja þannig þessa tegund bókmennta. Þegar Schaljapin hafði starf- að tvö ár við hin þroskavæn- legustu skilyrði við söngleikhús Mamontows, fór hann ásamt söngliði óperunnar til Péturs- borgar til opinbers söngs. Þótt nokkur óheilbrigður metnaður og rígur væri viðloðandi milli listamanna í Moskvu og Péturs- borg á þessum árum, var þó list Schaljapíns í þetta skipti tekið með fádæma hrifningu og aðdáun bæði manna á meðal og i ritdómum. Voru dómbærustu menn sem stcini lostnir af undr- un yfir hinni næstum ofur- mannlegu vinnu, sem lá að baki listaafrcki þessa unga manns'. Sjálfur segist Schaljapin í unggæðingshætti sínum liafa haft mætur á skemmtúnum og Imeigð til hóglifis, til þess að sitja áhyggjulaus við drykkju- borð með vinum sínum. En þeg- ar til vinnunnar kom, var hann fullur áliuga og einlægni og beitti sér af alefli að hlutverki sínu. Með ráðnum huga gjörði hann Vodka, kampavín og set- ur með vinum útlægt úr vinnu- degi sínum og, eins og hann kemst að orði: hið skaðvæn- lega í rússneskum hugsunar- hætti: „Flýtur á meðan ekki sekkur“, og beindi athöfnum sínum óskiptum að frjóu starfi. „Það er auðskilið mál, að hinn góða árangur, sem ég hafði 6

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.