Vísir - 22.12.1944, Page 12
12
JÓLABLAÐ VlSIS
ScnaJjapin í hluiverkinu Don
Basilo í Rakaranum frá Sevilla eftir
Rossini.
hlotið í Pétursborg og Moskvu,
mátti ekki líta á sem lokatak-
mark, enda þótt landar mínir
lofuðu mig á hvert reipi og
slíkt hið sama væri einnig uppi
á teningnum erlendis von bráð-
ar i ræðu og riti. . Auðvitað
gjörðu þeir langt of mikið úr
afrekum mínum. Samt sem áð-
ur var rnikils um vert, að ég
hafði farsællega valið hina einu
réttu stcfnu. En ég var hvergi
nærri markinu ennþá. Ég hefi
keppt að þessu marki alla æfi
mína, og ég er sannfærður um,
að það' er enn nákvæmlega jafn
fjarri mér sem þá. Vegir til full-
komnunar líkjast vegunum til
stjarnanna. Þeir verða eigi
mældir á mannlegan mæli-
kvarða. Til Síríusar mun æ
verða ómælisvegur, svo fram-
arlega sem maðurinn getur ekki
teygt sig, ekki aðeins sextán,
heldur eitt hundrað og sextiu
kílómetra upp í háloftin.“
Hættulegustu óvini lista-
manna telur Schaljapin þá, sem
oftlega glepja þeim sýn og
trufla dómgreind þeirra til eig-
in vinnubragða með fagurgala,
skrumi og fávíslegu smjaðri. Er
hann sannfærður um, að þetta
hefir komið mörgu góðu lista-
mannsefni á kaldan klaka.
Sjálfur var hann æðsti dómari
eigin vinnubragða, vægðarlaus
í kröfum sínum.
Árið 1899 réðst Schaljapin til
Keisaralegu óperunnar í Mosk-
vu og söng jafnframt við Keis-
aralegu óperuna í Pétursborg.
Voru laun hans nú orðin rif-
legri en forðum daga, er hann
varð að sofa undir tuskuábreið-
unni í kjallaraíbúð þvottakon-
unnar í Ufa. Árstekjur hans við
óperuna í Moslcvu voru sextíu
þúsund rúblur eða á annað
hundrað þúsund gullkrónur.
Hér ber þess að geta, að sú upp-
hæð hefir einungis verið nokk-
ur hluti af raunverulegum
tekjum hans sökum þess, að
hljómleikar, flutningur óperu-
hlutverka annars staðar, söng-
ur á grammófónplötur o. s. frv.
juku hana stórlega. En hitt má
heldur ekki gleymast, að oft-
lega liafa þær fjárupphæðir
ekki runnið í eigin sjóð, held-
ur gaf hann þær til styrktar
bágstöddum.
I byrjun síðustu styrjaldar
(1914—1918) setti Schaljapin á
stofn i ættlandi sínu tvö sjúkra-
liús fyrir særða og óvíga her-
menn. Hús þessi rúmuðu útta-
tíu manns og voru fullskipuð
til stríðsloka. Stóð Schaljapin
að öllu leyti straum af kostn-
aðinum nema það, sem læknar
hlupu undir bagga með ertdur-
gjaldslausar læknisaðgerðir.
Vildi hann með þessu bæta það
upp, að sjálfur var hann ekki
í vígaferlum. Sjúklingum á sín-
um vegum stytti liann stundir
og lét þeim líða eins vel og föng
voru til. Hann heimsótti sjúk-
lingana iðulega, rabbaði við þá
um alla heima og geima og
söng fyrir þá.
Með þessu eina dæmi vildi eg
sýna litla mynd af manninum
Schaljapin.
I Milano i sönghöllinni Scala,
söng Schaljapin Mefistófeles
árið 1901, þá tíu sinnum með
skömmu millibili. Er þar eitt
allra mesta og fullkomnasta
óperuhús heimsins. Og þar var
um langt skeið höfuðmeistari
allra hljómsveitarstjóra: Arturo
Toscanini (f. 25. marz 1867) og
undir stjórn hans söng Schal-
japin að þessu sinni.
Schaljapin var söngvari Me-
trópólitan óperunnar í Ne\v
York árin 1921---1925 og söng
auk þess víðsvegar í stærri
áönghöllum utan Rússlands.
Mjög margir, bæði karlar og
konur, þótt unnið hafi sér al-
mennar ástsældir með frammi-
stöðu sinni í óperum, eru í litl-
um eða engum metum sem ein-
söngvarar í hljómleikasal. Til
eru þó snillingar, sem eru jafn-
vígir í báðum þessum greinum,
þótt ólíkar séu að ýmsu leyti.
I tölu slíkra afburða manna var
Schaljapin. Hann var einhver
allra atkvæðamesti og vinsæl-
asti konsertsöngvari samtíðar
sinnar.
Nú mun ef til vill einhver
vilja spyrja, gat hann einnig
þar komið við töfrabrögðum
leildistar sinnar? Að sjálfsögðu
ekki í sama stíl og í óperunni.
En einnig þar var öruggur bak-
hjarl að hafa fágaða framkomu
og tiginmannlega, hnitmiðaða
hverja hreyfingu og þar við
bættist hinn glæsilegi söngur
með þaulhugsuðum og slípuð-
um raddbrigðum, sém breiddu
úr efninu á listrænasta hátt. I
stærstu söngsölum Rússlands
bar það einnig við, að hann lét
alla áheyrendur sína rísa úr
sætum og taka undir í vissum
lögum, sem almenningur kunni
vel. Það er mjög erfitt að gera
sér í hugarlund, hversu loftið
gat orðið þrungið streymandi
lífsafli, þar sem þúsundir Rússa
með sínu eldlega sönggeði kyrj-
uðu einum rómi í samstilltri
hrifningu. Einna minnisstæð-
astur varð Schaljapin einn slík-
ur samsöngur, er fram fór í
Kief, 'þar sem fimm þúsundir
manna tóku heldur liressilega
undir. Væri einskær barnaskap-
ur að ætla sér að lýsa með orð-
um áhrifum slíkra stunda. En
hitt mun sanni nær, að fátt
eða ekkert geti hafið mennina
hærra en tónlistin, ef þeir vilja
aðeins vera svo lítilþægir að
leyfa henni um stundarsákir að
svífa með sig út lir gráum
hversdagsleikanum inn á lönd
morgunroðans.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að Schaljapin hafi verið
stórfelldur umbótamaður í leik-
list. Er slikt, eftir því sem ég
bezt veit, einsdæmi um söng-
mann. Þótt allir óperusöngvar-
ar verði að sönnu að leika mik-
ið, hvílir þó meginþungi hlut-
verks þeirra að jafnaði bein-
línis á tónflutningi. En í leik-
gervum, leikfágun og frábær-
lega frumlegri, cn jafnframt
sannri, eðlilegri leikaðferð hef-
ir Schaljapin myndað nýjungar,
sem af bera í sömu grein.
Hann hefir skapað fyrir-
myndar stil og stefnu í leiklist
fyrir aðra að keppa að.
Hann gjörði sér þess fulla
grein, að meðfædd gáfa er eins
og rótslitin björk, sé eigi sífelld-
lega með alúð og árvekni hlynnt
að henni og blásið með and-
vara í glæðurnar. — Án þessa
er hann sannfærður um, að hið
bezta efni biði ósigur, hverfi
sem lind eyðimerkurinnar út í
sandinn.
„Hin ósjálfráða mótun, sem
margir leikarar skrafa svo
mjög um“, segir Schaljapin,
hefir aldrei freistað mín. Góð-
ur leikari lærir grandgæfilega.
I veröldinni er að sönnu til list-
gáfur, þekking og vinna. En
meginkjarninn ' er og vei’ður
samt sem áður: iðkun (o: fram-
kvæmd) og reynsla. Ef leik-
gáfan er móðirin, sem hlæs lífs-
anda í hlutverkið, þá er það
reynslan, sem elur liana við
brjóst ,sér.“
I tómstundum fékkst Schal-
japin mikið við teiknnigar og
myndhöggvaralist. Og hann
unni mjög málaralist. Á fyrstu
starfsárum sínum komst hann
í vinfengi við helztu upprenn-
andi listmálara Rússlands. Fyr-
ir áhrif þeirra jókst honum
þekking á gildi þessarar teg-
undar listar. Telur hann mál-
aralistina öruggan bakhjarl
leiklistar sinnar: „Til þess að
öðlast fullkomnun þess, sem ég
áleit fegurð og sannindi þess
leikræna“, segir Schaljapin,
„hlaut ég einnig afdráttarlaust
að skilja til hlítar skáldskap
liins sanna í málaralistinni."
Snjöllustu bókmenntafræð-
ingar Rússa veittu honum oft
mikilsverðar bendingar og skýr_
Schaljapin i hlutverkinu Boris Goduno'w.