Vísir - 22.12.1944, Page 30

Vísir - 22.12.1944, Page 30
30 JÓLABLAÐ VlSIS í stéttinni, þá skaltu bara segja upp.“ Perry svaraði og sagði: „Gott og vel. Eg segi upp. Eg sagði Rusty, að eg mundi segja upp hér, fremur en láta senda mig út i bæ. Hana langar til að — “ „Þú ert sannarlega skyn- samur,“ svaraði Court, „og svo byrjar þú aftur á lágmarkslaun- um, sem eru meira en helmingi lægri en þau, sem þú hefir nú.“ Perry Brown hikaði og Court liélt sókninni áfram, þvi að hann kunni lagið á piltum sín- um: „Heyrðu vinur,“ sagði hann, „eg er í vanda staddur. Heldur þú, að eg hafi gaman af því að láta nota blaðamennina mína sem sendisveina? Þetta er leiðindakvenmaður, sem við eigum í höggi við, en við getum bara ekki ráðið við hana.“ Hann ypti öxlum. Perry stundi þungan. „Jæja, Tex, eg skal fara. En Rusty seg- ir mér upp.“ „Vitleysa,“ svaraði Wyatt. „Hún skilur, liún er blaðakona.“ „Nei ekki í kveld þvi að núna er hún krakki sem langar til að eiga skemmtileg jól.“ Wyatt tók upp penna sinn og ávísanahefti. „Hvað þarftu mik- ið?“ „Eitt þúsund,“ svaraði Perry. „Ertu brjálaður?“ En Perry var ákveðinn. „Eg sagði þúsund,“ sagði hann kuldalega. „Viltu að eg hafi upp á geitunum, eða hvað? Veiztu hverju eg get lent í? Svo getur farið, að eg verði að kaupa geiturnar í dýragarðinum.“ Court skrifaði ávísunina. „Þú lætur til þin heyra, ef þú þarft á hjálp að halda. Eg verð hérna.“ Pgrry snéri sér að næturrit- stjóranum og sagði: „Þú verður að hringja til hennar Rusty fyr- ir mig. Ég þori það ekki. Segðu henni, já, segðu henni eins og satt er. Vogel, þú ferð lieim til hennar og hjálpar henni.“ McKabe, næturritstjórinn, sagði alvarlega: „Hlakkaði hún ekki mikið til kveldsins?“ Perry kinkaði kolli. „Hún heldur, að þú sért á því,“ sagði McKabe. „Eg verð það lika,“ svaraði Perry og gekk til dyra. McKahe kinkaði kolli til Vogels, sem tók upp Ijósmynda- vélina sína — þvi að hann skildi hana raunar aldrei við sig — og kallaði á eftir Perry: „Heyrðu, Perry, það er bezt að eg fari með þér. Ég þekkti einu sinni mann, sem átti geitur?“ Þeir Perry og Vogel stigu upp í Ford-tíkina, sem Perry nefndi luxusbílinn sinn og óku yfir til Manhattan. Það hafði snjóað nýlega og jólasnjórinn var einmitt að bætast við gamla snjóinn. Jólin voru að ná tökum á stórborginni og Perry raulaði „Heims um ból, hvar á eg 'að finna geitur?“ Þeir voru komnir út á miðja Brooklyn-brúna, þegar gríðarlegur blossi gaus allt í einu upp af einni bryggj- unni, sem teygði sig út í kol- svart fljótið. Þeir heyrðu ekki sprenginguna vegna hávaðans í umferðinni, en andartaki síðar stóðu öH hús á bryggjunni í ljós- um Ioga. „Perry, Perry, sjáðu,“ öskraði Vogel og greip ósjálfrátt til myndavélarinnar. ' „FaÍlegasti bruni,“ sagði Perry. „En hvað það er leiðin- legt, að við skulum ekki getað brugðið okkur þangað.“ „Við hvað áttu? Við getum ekki farið þangað? Ertu genginn af vitinu?“ „Alli minn,“ sagði Perry al- vörugefinn. „Athugaðu bara, livernig ástatt er um okkur. Við erum í þjónustu auðvaldsins. Við erum bara þjónar frú Pet- onsall og þjónar horfa ekki á eldsvoða. Hvað heldur þú að frúin segði ef við stælumst til að fara þangað. Við eigum að finna tvær geitur og rauðan vagn. Við megum ekld gleyma því, að hann á að vera rauður, Sko, þarna kemur önnur spreng- ing.“ ' Vogel var farinn að kjökra. „Hægðu örlítið, elsku Perry minn. Eg get þá kannske náð mynd, Perry, gerðu það fyrir mig, vinur!“ „Nei, Alli,“ sagði Perry en varð þá einmitt að draga úr hraðanum vegna umferðarinn- ar. Hann tók ekki eftir þvi, að Vogel hleypti af, þegar stór flykki úr vöruskemmu tókust silalega á loft yfir uppfylling- unni. En þessi mynd varð fræg, því að eldbjarminn sást á milli stálrimla girðingarinnar og hún fékk önnur verðlaun í næstu keppninni um beztu mynd árs- ins. „Við megum ekki láta neitt tefja okkur,“ sagði Perry og tók aftur að raula beims um ból. „Við erum ekki blaðamenn, nei, eg lield nú ekki, karl minn. Við erum aumir þjónar auð- valdsins.“ En Vogel stundi hvað eftir annað: „Við hefðum átt að fara á brunastaðinn.“ Litlu síðar var leigubifreið næstum búin að rekast á bíl þeirra, en tók þess í stað upp á þvi að rekast á ljóskersstaur. Þar valt hún, önnur aftari hurðr in opnaðist og kona hrökk út á götuna. Maður stökk út úr bíln- um. Andlit hans var blóði stokk- ið og svipurinn lýsti angist og sársauka. „Æ, Perry,“ öskraði Vogel. „Perry!“ Hann liallaði sér út úr bílnum, fitlaði með angistar- hraða við myndavélina og hleypti af um leið og þeir brun- uðu framhjá slysstaðnum. „Heyrðu, Alli minn,“ sagði Perry. „Þú verður að hætta þessum barnaskap undir eins.' Hvað heldur þú, að blesáunin hún frú Petonsall mundi segja, ef hún fyétti það til þín, að þú sért alltaf að skjóta á fólk með myndavélinni þinni? Svei, svei. Eg þakka mínum sæla fyrir að eg kann mannasiði.“ Þeir óku æ lengra inn i Brooklyn, komu við i fjórum knæpum og brögðuðu á jóla- púnsinu þar. Perry var sann- færður um að hann mundi helzt fá fregnir af geitum í einhverri knæpunni. Þeir voru í þeirri þriðju, þegar Perry liringdi á ritstjórnina og bað McKabe að segja sér, hvað Rusty liefði sagt, þegar hún fékk skilaboðin frá honum. McKabe hikaði og spurði svo, hvort hann vildi heyra hennar óbreyttu orð. Perry jankaði. „Hún sagði, að, þú þyrftir ekki að koma.“ „Gleðileg jól,“ sagði Perry. „Þú getur sagt það,“ svaraði McKabe reiður. „Hér er allt vitlaust. Sprengisandurinn sprakk í ldft upp og það varð að að kalla fjórar slökkviliðsdeildir á vettvang. Þetta verður meiri nóttin.“ „Eg veit það, góði. Eg sá sprenginguna. Alla langaði til að ná myndum, en eg vissi sem var, að það var nauðsynlegra að hafa upp á geitunum. Skilaðu kærri kveðju til Courts.“ Svo lagði hann tólið á, en McKabe lireytti úr sér blótsyrðum hin- um megin. Hann lét spyrjast fyrir um það, hvaðan Perry liefði hringt. í fimmtu knæpunni var þeim sagt, hvar geit mundi helzt að finna. Þeir óku heim til ítala nokkurs og börðu að dyrum. Kona ein, feit og myndarleg á velli kom til dyra, en að baki hennar var stór barnafans, sem lék sér á gólfinu eða hékk í pils- um hennar. „Gleðileg jól,“ sagði Perry. „Eigið þið geit hérna?“ Konan kallaði skrækri röddu á Alberto sinn og skipaði honum að koma með geitina. Perry spurði þegar um verðið, en eig- andann grunaði, að Iiann mundi geta grætt og heimtaði hundrað dollara. Konan var mótfallin sölu og reiddi steikarpönnu til liöggs, en Alberto vék sér undan og var bersýnilega vanur slíkum tilræðum. „Hérna eru peningarnir,“ sagði Perry og stakk seðli í lófa mannsins. „Þér getið barið karl- inn, þegar við erum farnir, frú jnín góð. En-livað heitir geitar- garmurinn ?“ Hún hafði aldrei verið vatni ausin, svo að það varð fyrsta verk þeirra félaga að gefa henni nafn. En þetta var hafur, svo að þeim fanst bezt að kalla liana eftir Rudolf, endurskoðanda Dagblaðsins. „Komdu nú Rudolf,“ sagði Perry og tók í snærið, sem þeir liöfðu bundið um liáls hafrin- um, en hann reis upp á aftur- fæturna og reyndi að kyssa Perry. „Hann hefir þegar tekið óst- fóstri við þig,“ sagði Vogel. „O, svei-attan,“ sagði Perry og reyndi að losa sig úr faðm- lögum hafursins. „Hættu þessu, karl minn.“ Svo leit lianu á úrið sitt og bætti við: „Hólf sex og aflinn aðeins ein geit. Við skul- um koma.“ Þeir gengu yfir margar auðar byggingalóðir og Rudolf rölti á eftir þeim. Þegar þeir voru að koma fyrir liornið á trégirðingu, nam Perry skyndilega staðar. Það var Rudolf, sem hafði skyndilega spyrnt við fótum og þá stríkkaði á spottanum, sém bundinn var um hálsinn á hon- um. „Komdu, Iasm,“ sagði Peri-y. „Við megum ekki vera að því að slæpast.“ En Rudolf stóð eins og klettur úr hafinu. „Það er ekki hægt að bifa þeim, ef þeir taka það í sig,“ sagði Vogl. Perry gekk til hafursins, sem hafði numið staðar við svarta þústu, sem þeir félagar höfðu ekki tekið eftir. Það var sýni- legt, að hafrinum var ekki um að fara framhjá þústunni. Perry tók upp vasaljós sitt og kveikti á því. Hárin risu á höfði lians og kuldáhrollur fór um hann. Þetta var stór poki og það var eitthvað í honum. Við pokann var nældur miði með þessum orðum: GLEÐILEG JÓL FRA STRÁKUNUM! Perry tók hníf úr vasa sínum og risti gat á pokann. Þeir komu auga á mannslík. Perry kann- aðist ekki við manninn strax. „Hann virðist vera dauður,“ sagði Vogel. „Þú hefir lög að mæla,“ svar- aði Perry, „hann er það. Þetta er hann Progauer, sem vinnur hjá ákæranda liins opinbera. Hann var að rannsaka hernað- araðgerðir eins bófafélagsins i bænum. „Gleðileg jól frá jstrák- unum!“ Þetta er meiri rosa- fréttin. Leitt að við skulum ekki mega vera að þvi að sinna henni.“ „Þú ert að gera að gamni þínu,“ svaraði Vogel. Perry hristi höfuðið. „Eink- unnarorð mín eru: Skyldan gengur fyrir skemmtunum.Okk- ur vanhagar enn um eina geit. Progauer biður hér eftir okkur, nú, og svo. á Rudolf forgangs- rétt að honum, því að hann fann hann. Spurðu Rudolf, hvað hann vilji gera við hann. Eg er far- inn. „Hvaða púki hefir eiginlega lilaupið í þig, Perry?“ sagði Vogel. Hann tók fram ljós- nryndavélína og tók tvær mynd- ir við ljósblossa. Svo sagði hann við Perry og andvarpaði: „Far þú bara, eg kem strax.“ Perry draslaði Rudolf með sér og’ þegar hann var búinn að ganga svo sem tuttugu skref kom Vogel másandi á eftir þeim. Þeir gengu þögulir í átt- ina til bílsins. Gatan var mann- laus, en allt í einu gekk maður til þeirra félaga, utan af einni af auðu lóðunum. „Sælir, drengir," sagði hann rólegri röddu. „Eg býst við því, að þið vitið, hvað þið eigið að gera.“ Hann hafði telcið skammbyssu úr vasa sínum og Perry og Vog- el réttu upp hendurnar. „Heyrðu, félagi,“ sagði Perry, „heldurðu ekki, að við getuin komizt að samkomulagi?“ „Við eigum ekkert vantalað,“ sagði maðurinn. „Hreyfið ykkur bara ekki.“ Perry hafði sleppt spottanum, sem bundinn var um bálsinn á Rudolf svo að haf- urinn rölti til mannsins og fór að þefa af honum. „Burt með þig!“ sagði mað- urinn, tók sígarettu út úr sér og rak hana á nasir Rudolfs. Hafurinn jamiaði aumkunar- lega og hörfaði aftur á bak. Maðurinn fór ofan i vasa Perrys og tók upp seðlafúlguna. „Þú ert eklci alveg blankur, lagsmað- ur,“ sagði hann. „Þessir aurar ættu að nægja mér í svip.“ Hann gelck aftur á bak frá þeim, en Vogel smellti af myndavél- inni. svo að Ijósblossinn blind- aði manninn. Hann hleypti af skammbyssunni, en um leið þeyttist eitthvert flykld eins og

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.