Vísir - 24.12.1956, Síða 1
Jéiablað
1956
ígj
lÞrói\ lluffn ús 3.iíír JLtíruss&n
Ofarlega er ávarp þetta í huga mér, nú er líður
að’ jólum. Er það af vana, að óskað er gleðilegra
jóla, eða eða er ávarp þetta í huga mannsins raun-
veruleg ósk, sem felur í sér míklar og göfugar hug-
sjónir? Er litið erá allan jólaundirbúninginn, þá sést,
að sterkar venjur hafa skapazt um gleðskap og til-
breytni í hinu daglega lífi. Miklum f jölda manna eru
jólin mesta tilbreytni og stærsti fagnaðartími árs-
ins. Þá eru keyptar gjafir, oft um efni fram, handa
vinum og vandamönnum, náskyldum og fjarskyld-
um. Húsmæðurnar eiga þá annríkast á árinu að
undirbúa heimili sín, svo að þar verði fágað og prýtt
og gleðskapur geti ríkt í mat og drykk. Það er svo,
áð jólin eru orðin mesta gleði- og fagnaðarhátíð árs-
ins. Hitt er svo það, áð spyrja mætti, hví fögnuður-
inn væri svo mikill. Er það vegha þess, að nú er
jólaleyfi? Er það vegna umsetningarinnar í verzlun-
um? Er það vegna þess, að jólin eru haldin á
dimmasta tíma skammdegisins og menn þrá þá birtu
og yl sterkast og reyna að veita sér þau með fagnað-
inum og birtu jólanna?
En hætt er við, að jólin verði ekki alls staðar
haldin í þeirri mynd, er við þekkjum frá síðari ár-
um hér á íslandi. Og það er spurning, hvort jól í
þeim mynd munu vera alis kostar heppileg til
lengdar.
Heimurinn er orðinn allmiklu minni, en hann áður
var. Nú eru heimsviðburðirnir orðnir kunnir öllum
meginhluta mannkyns strax og þeir hafa átt séi
stað. Hvort sem mönnum er það nauðugt eða viljugt,
þá má segja, að viðburðirnir eða vitneskjan um þá
eru fluttir samtímis inn í dagstofúna með útvarps
og blaðafréttum. Hvert sem maöurinn fer, verður
hann ekki laus við að fá vitneskju um aðalviðburð-
ina í einhverri mynd, réttri eða rangri. Og þáð er
jafnvel svo, að honum kann að þykja nóg urn allan
austurinn.
Sú saga er sögð af bönda einum, sem var and-
snúinn því, að sími væri lagður um sveit hans, sem
er í nokkurri fjarlægð frá Reykjavík, að' til hans
hafi komið maður og sagt honum frá bruna miklum,
sem orðið hafði í hofuðstaðnum dagihn áður. Þá
varð bónda að orði: „Og gátuð þið nokkuð hjálpað?“
Þetta tilsvar var auðvitað sprottið af kaldhæðni.
Samt er það athyglisvert. Fréttirnar berast um slys
og hrakfarir, stríð og dauða. Hefur það nokkra þýð-
ingu að veita þeim viðtöku? Er þetta ekki aðeins
að auka óróa og kvíða lífsins, sem eru nú orðnir
nógu þungbærir fyrir mannkynið? Og hvað koma
fréttir jólunum við? Á jólunum linnir þó fréttaflutn-
ingi útvarps og blaða.
Og þó snertir þetta jólin, því ekkert mannlegt er
jólunum óviðkomandi. Og jafnvel hin fyrstu jól yoru
boðuð sem frétt, því var ekki sagt: „Sjá, yður er
í dag frelsari fæddur.“
Hér höldum við jól, sem mest líkjast heiðinni fórn-
arhátíð. Vér bjóðum mönnum gleðileg jól, án þess
að hyggja, að í ávarpinu felist annað meira en það
að fá nógu mikið af hangikjöti og aðrar góðgerðir,
er tíðkast í gleðskap. En hvernig skilja menn kveðj-
una gleðileg jól, þar sem kúgun og ofsókn, stríð og
dauði ráða? Er kveðjan þar ósk um að fá að setjast
einhvern tíma að kjötkötlunum soðheitum aftur og
gera sér glaðan dag? Eða er þaö svo, að kveðjuávarp-
ið hjá oss er orðið að tömum vana og misskilningi?
Nýverið hafa borizt hinar öhugnanlegustu fréttir
utan úr heimi. Fréttir, sem æpa til himins um rán
og rangsleitni, kúgun og píslir. Hér er sagan forna
um Kaín og Abel í nýrri mynd. Hví þurfti þetta að
verða? Það er von, að svo verði spurt, er fréttirnar
berast og flytja skelfingarnar heim í dagstofuna. Er
hvergi undankomu auðið? Og það má bregða fyrir
sig tilsvari bóndans: „Og gátuð þið nokkuð hjálpað?“
Það er víst, að menn hafa fyllzt hjálparþrá og það
er víst, að mikil og ósérplægin hjálp hefur verið auð-
sýnd. Fjársafnanir, matvælasendingar, lyf og hjúkr-
un, ati't hefur þetta verið boðið fram af fúsum vilja
einstaklinga.
Það getur farið svo, að menn velti fyrir sér spurn ■
ingunni um það, hvort. heimurinn sé nú Vérri eða
betri en áður var. Eru morð nútímans meiri og þyngri
á metunum en kunnáttan til lækninga? Er hið sið-
lausa dýrseðli rikísins meira en siðferðisviðleitni
einstaklinganna? Þetta eru hinar mikilvægustu
spurningar nútímans, en svarið við þeim fær ekki
lífgað milljónirnar, sem faiizt hafa síðustu áratugi.
Það er því raunalegra, sem svarið hlýtur að vera
á þá leið, að aldrei hefur mannkynið lifað við betri
skilyrði til betra íífs. Hinar miklu uppgötvánir hafa
gert mögulegar svo stórfelldar framfarir, að aldrei
hefur annað eins átt sér stað. Og þekking manna
er mun miklu meiri og menntun almennari, þótt enn
megi við bæta.
En gleymzt hafa gömul og sönn sannindi. Hjá oss
á íslandi skortir skilning á réttu eðli jólaávarpsins
og svo mun víða vera með þeim þjóðum, er telja
sig kristnar. Aðrar þjóðir hafa lagt niður, eða eru 'í
Framhald á næstu síðu.
gp
oLoÍ