Vísir - 24.12.1956, Side 7

Vísir - 24.12.1956, Side 7
JÓLABLAÐ VtSIS «1 HELGI VALTÝSSDN: Sðl 0£ sumar. Það var 40CC. hiti undir bæj- arveggnum á Egilsstöðum 15. júní 1905, og þó var sól komin miðja vegu milli nóns og mið- aítans. — Sannarlega getur líka ver- ið heitt á Isiandi, sagði Forberg og hló við. Við lágum í grasinu 'sunnan undir bæjarveggnum, en 'Björn var einhverstaðar á tali við húsbændurna. Við höfðum komið seint kvöld- jð áður, þreyttir eftir gönguna yfir Fjarðarheiði i blíðviðri og ‘bru.nasóiskini. Nú höfðum við búið allt undir langferðina, en. ætluðum okkur ekki iengri leið en að Fossvöllum um kvöldið. Biðum við nú þess, að Björn léti safna hestunum og gengi frá farangri öllum. Og einnig þess, að ofurlítið drægi úr mesta sólarhitanum: — Það var alveg ótrúiega heitt svona snemma sumars. Blæjalogn og Lögur- inn blikandi bjartur. Um morg- uninn hafði ég setið aleinn um hríð uppi á ásnum norðaustan við bæinn og virt fyrir mér, frá mér numinn og með undrunar- fullri aðdáun, þetta fagra hérað feðra minna og mæðra um aldir. Og í morgunkyrrðinni varð víð- sýnisfegurðin að stakrímuðu stefi og stuðlavöltu, en þó með eins konar háttbundinni hrynj- andi: Egilsstaðir! — áói og sumar -syngur yfir byggð og Fijóti, skelfur heitt í heiðblám Öidum, sveipar gulli hæð og hiíðar, hrmgsýn töfrar, fjær og nær: Fljótsdalsheiði í bláum bylgj- um ber við loft með hvitum jaðri. Fell í háum hamrabárum, hrjóstrug, grá, með grænum brjóstum. Snæfell rís í fjarska-fegurð sveipað björtum sölkinshjúpi. Bringuhvítir lómar ieita Lagarfljóts í bláu djúpi. — Sólbað! — Heitur sumardagur syngur yfir Egilsstöðum. Olav Forberg og Björn Bjarn- arson frá Grafarholti höfðu kom- ið ríðandi alla leið frá Reykja- vík til Seyðisfjarðar með all- margt hesta. Hafði Forberg at- hugað væntanlega ieið símans og merkt hana með gulum bambusstöngum á hólum og hæðum, svo að sá á miili. Var Björn fylgdarmaður hans og leiðbeinandi á vegum ríkis- stjórnarinnar. Og nú áttum við að mæía símalínuna frá Seyðis- firði til Akureyrar. H. Þáttaskipti. Við höfðum lagt af stað frá Seyðisfirði alisnemma daginn áður. Ég var þá skólastjóri barnaskólans, og hafði Forberg ráðið mig aðstoðarmann við mælingarnar. Mældum við gang- andi yfir Fjarðarheiði með grannri 25 m. langri hlekkja- festi. Gekk Forberg á undan með festarendann, en ég stóð kyrr, unz hún var á enda. Hóaði ég þá, Forberg stakk niður 1. stönginni af 3, sem hann bar í hendi sér. Tók ég síðan steng- urnar jafnóðum og ég kom að þeim, og er fylltir voru 100 m., beið hann eftir stöngunum þremur, og síðan byrjaði leik- urinn á ný. Voru þannig 10 um- ferðir í hverjum km., og skrif- aði Forberg fjölda þeirra jafn- óðum i vasabók sína. Þetta var fyrirsjáanlega frem- ur seinlegt ferðalag. Og yrði á eða stór lækur á vegi okkar, urðum við að kalla á Björn og fá hesta okkar, því að leiðir okkar lágu alloft alls ekki sam- an. En til Egilsstaða komum við um kvöldið og lögðum af stað þaðan síðdegis daginn eftir. Þegar við vorum komnir yfir hina ársgömlu Lagarfljótsbrú og áttum fremur greiðfæra leið fyrir höndum þvert yfir Tung- una (Hróarstungu), stakk ég upp á því, að við skyldum reyna að mæla af hestbaki. Gangandi yrðum við ekki komnir til Akureyrar fyrir Mikjálsmessu! (29. september). — Og ráð er við öllu nema ráðaleysi. Við gætum gert okkur broddstafi úr bambusstöngum! — Féllst Forberg þegar á að gera þessa tilraun. Var nú hóað í „birgðastjórann“ Björn. Á hestunum var margvís- legur farangur og nauðsynlegur á slíku ferðalagi, stengur, vei’k- færi ýmisleg og hitt og þetta, m.a. 5 þml. naglar ferstrendir. Söguðum við nú bút af grennri enda mælistanganna, um 2 þml. fyrir neðan lið og stungum I naglahausunum þar upp í til j botns/ klufum síðan gætilega j upp í slíðrin (hólkinn) og þræl- j reyrðum svo með sterkum vafn-1 ingsvír utan um. Þannig út-1 bjuggum við hæfilega marga j broddstafi og hæfilega liáa í hendi á hestbaki (2-214 m.). , Nú tókum við reiðhesta okkar úr lest Bjarnar og stigum á bak og riðum á stað hægt og gæti- lega. Gekk þetta óðar vel og satt að segja prýðilega. Aðeins gat komið .fyrir, ,að broddstafur Forbergs hitti á stein eða hellu- flögu og dytti niður. En það skipti litlu. Ég var léttur á mér Seyðisfjörður. Þangað var sæsíminn lagður og þaðan var mælt fyrir landsímanum vestur um til Reykjavíkur. Grímsstaðir á Fjöllum, en þar var oft áningastaður bæði þeirra sem niæidu fyrir símanum og eins símalagningamanna sjálfra. Á Möðrudalsöræfum. Herðubreið í baksýn til hægri. og fyrir skömmu kominn úi allströngum íþrótta- og skylm ingaskóli i Ósló (herforingja- skóla), og var því harla lítil þraut að bregða sér af hestbaki og á bak islenzkum hesti. Og Rauður minn var fremur lítill hestur. 1 stuttu máli: Þetta gekk prýðilega, og vorum við fljótir yfir Tunguna, frá Lagarfljóts- brú að Jökulsárbrú, enda vorum við báðir verknæmir, — og, hest- arnir engu síður. Riðum við víða allgreitt, og hraðinn jókst i sífellu eftir skamma stund. Þó kom auövitað fyrir, að Skjóni Forbergs vildi fá að spretta al- mennilega úr spori. Þetta var prýðilegur gæðingur og falleg- ur, stór hestur, föngulegur og bráðfjörugur, og rétt að For- bergs skapi.1 1) , .Sltjóni var vœnn vexti oq mjög fallegur, reistur og íjörmikill. Hann var gœddur íjölhceíum og gcöum gangi og iramúrskarandi skeidhestur........*’ — Ásgeir Jónsson irá Gcttorp: ..Horínir góöhestar" I. — Skagíirzkir góöhestar. Forbergs-Skjóni, bls. 36V III. Sundlileypt í Hofsá. Við komum snemma að Foss- völlum um kvöldið, en þótti þð of seint að ieggja á Smjörvatns- heiði. En þar var annar hæsti fjallvegurinn á símaleiðinni og erfiður á marga vegu. Daginn eftir var sama sól- skinsblíðan og brunahiti. Var lagt snemma af stað á heiðina, og gekk allt að óskum í Vopna- fjörð. En nú fyrst urðum við þess greinilega varir, að allar ár og lækir voru í ofsa-vexti frá morgni til kvölds, en sljákkaði ofurlítið í þeim upp úr miðnætt- inu. Þó sinntum við þessu lítið, fyrr en komið var að Hofsá i Vopnafirði. Hún var í geysi- vexti. Simalínan var ákveðin all- langt fyrir ofan næsta vað, og þar þurftum við helzt að komast yfir til að spara okkur stóran krók. Eg reið á undan til að kanna. ána. En satt að segja var ég íremur glapskyggn á straumvötn um þær mundir. Hafði ég • hvorki riðið djúp straumvötn né sundriðið, síðan „Lögurinn — blikandi bjartur“. Morgunstund við Lagarfljót í námunda við EgilsstaSi,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.