Vísir - 24.12.1956, Side 10
Jft
JÓLABLAÐ VÍSIS
Skömmu fyrir aldamótin síð-
xistu var ég staddur í Flatey á
Breiðafirði, og þurfti að fá
ferð upp yfir sundin að Brjáns-
læk á Barðaströnd. Þetta var í
kauptíðinni. Allt iðaði af h'fi
og fjöri í eyjunum á þessum
árstíma. Döggin glitraði á
hverjum blómknappi, því þetta
var árla morguns; sól skein í
heiði og hvergi sá ský á lofti.
Morgunreykirnir stigu upp úr
hverjum reykháfi í kaupstaðn-
um og karlmenn gengnir að
slætti fyrir stundu. Stúlkurnar
flekkjuðu og rifjuðu, sumar,
aðrar sátu við að hreinsa dún
eða gegna öðrum heimilis-
störfum, og árvakra húsfreyj-
an gekk hvikum skrefum milli
búrs og eldhús og leit eftir öllu
úti og inni. Og þarna úti á
sundunum voru fiskibátar að
koma að landi, það blikaði á
vot árablöðin við hvert áratog,
og senn renndu þeir upp í
fjöruna innan við „Silfurgarð-
inn“, og óðar. en kendi grunns
stukku hálsmennirnir fyrir
borð og brýndu bétnum lítið
eitt. Húsfreyjumar höfðu veð-
ur af þessu og komu óðara að
fá sér glöenýjan fisk í soðið.
Inni á sundunum voru bátar
landbændanna að koma, hlaðn-
ir af ull og annari sumarvöru
í kaupstaðinn, og rendu nú
hver af öðrum út í Hafnar-
sundið og lentu í „þýzkuvör"
rétí niður af verzlunarhúsjnu.
Drengírnir þyrptust fram á’
bakkana við sundið og skýrðu
toátana um leið og þeir runnu
framhjá í logninu, svo heyra
mátti orð eins og þessi: „Þorsk-
fírðingar á „Gesti.“ „Þetta er
Jón Þórðarson á Skálmarnes-
múla“ og „þarna inn á sundinu
er „Vagninn“ frá Reykhólum,
og við stýri er Bjarni á Reyk-
hólum“. Þetta og annað eins
mátti heyra til drengjanna.
Á stakkstæðunum fyrir inn-
an verzlunarhúsin voru geysi-
stórir flekkir af saltfiski, og
fólk að breiða hann til þerris.
Því alstaðar var önn og starf.
—r Ég leit inn í búðirnar. Þar
var blindös af fólki og allir
vildu komast að sem fyrst.
Búðarþjónarnir voru á þönum
aftur og fram við afgreiðsluna,
seildust í stranga upp í hill-
linni, vörpuðu þeim á borðið og
sögðu við blómarósirnar:
„Hvernig líkar yður þetta efni.
Þetta er nú nýtízku kjólaefni“
og svo tóku þeir að mæla
„kramvörurnar", eins og það
var kallað. í Flatey var þá
engin sérverzlun, heldur varð
verzlunin að hafa til allt sem
viðskiptamennina vanhagaði
um, allt frá saumnál og fing-
urbjörg, alla leið að trjá- og
borðvið til húsabóta. Allt þetta
þurftu menn að geta fengið hjá
sínum kaupmanni, svo að vel
væri; en út af þessu bar nú
'.oft, og urðu rnenn þá að leita
annað, og þá oft í fjarlæga
verzlunarstaði.
Ég sá að hér var mér ofauk-
ið að þessu sinni, og var lika
annað í hug. Ég gekk því suður
á eyjuna í nánd við kirkjuna
þeirra Vestureyinga sem þar
hefur nú staðið um aldaraðir.
Er þaðan útsýni mikið og fag-
urt, og vítt til veggja alla vegu
í góðu veðri. í austri er Gils-
fjöi'ður, Skarðsströnd í suð-
austri. Helgafell í suðri, og
pnæfellsnes með jöklinum,
yzt í suðvestri, og þá hið mikla
hlið 1 fjarðarins allt að Siglu-
nesi í vestri og.loks hin sólríka
Barðaströnd. Innsveitirnar sá-
ust óglöggt í blárna fjarlægð-
arinnar. Hér, þar sem kirkjan
strendur, er frjálslegast útsýni
til alira átta í góðu veðri.
Hallar hér eyjunni suður að
sundinu, og þar stendur bær-
inn Hólsbúð, þg,r sem hinn
milili héraoshöfðingi Ólafur
Sivertsen prófastur bjó (um
miðja 19. öld) rausnarbúi að/
þeirra tíðarhætti, og var um i
margt á undan samtíð sinni. I
Hér fyrir austan kirkjuna er
lítið hús í 19. aldarstíJ og er
hér bókasafn evjarmanna sem
Olafur prófastur var forustu-
maður um að stofna á sinni tíð,
og á það ýmsar fágætar bækur.
Voru þá og.ýmsh' merkir m.enn
í Fla.te.y í þann mund, svo sem
þeir Brynjólfur Benediktsen
kaupmaður, Sigurður Johnsen
kaupmaður, Gísli ságnritari
Konráðsson, Eiríkur Kúld, og
svo Jón Thoroddsen skáld, sem
þá bjó i Haga, en var tíður
gestur þeirra Flateyinga. Mun
honum þá þegar hafa verið
farið að þykja vænt um ef
rýmkað var um svartan flösku-
háls, og þá fer Matthías að
syngja um velmegun og fegurð
þessarar yndislegu eyjapara-
dísar-
Björt á firði breiðum
brosir Flatey við
eins og á eyöiheiðum
inndælt hagasvið;
þar var glatt á góðri tíð,
flytur gleði, fjör og arð
fjaðrasveitin blíð.
Þá var blómlegt athafnalíf
í eyjunum og dugandi forustu-
menn um fjörðinn, bæði á landi
og í eyjum.-------
En þarna rennur bátur inn
með Hafnarkletti. Það freyðir
hvítu löðrinu um stefnið og
mennirnir falla fast á árarnar
og var auðséð að fast var sóttur
róðurinn. Þetta mundi þó aldréi
vera Snæbjörn í Hergilsey? Ég
hætti að láta mig dreyma um
löngu liðnar hetjur Breiða-
fjarðar, og gekk í skyndi niður
til strandar, og þarna birtist þá
víkingurinn í Hergilsey, og
menn hans. Ég sagði honum
þegar frá áformi mínu. En
hann kvað velkomið far með
sér ef ég vildi þekkjast það, en
gat þess um leið að hann mundi
eigi geta greitt för mína sam-
dægurs og lét ég það gott heita.
Eftir skamma viðdvöl í Flat-
ey var Snæbjörn búinn að ljúka
erindum sínum,.og sigldum við
nú léttan byr til Hergilseyjar
í glaða sólskini og bezta verði.
Þegar þar kom var fólk bónda
á vellmum að þurrka töðuna,
og önn mikil sem vænta mátti.
Þá var í kaupavinnu hjá Snæ-
birni læknanemi Sigurður
Pálsson, síðar bóndi á Auðs-
haugí á Hjarðarnesi. Hann
sló á vellinum rösklega en
kvartaði um að illa biti á í
þurrkinum. Snæbjörn brosti
við og tók í orfið, og kvað eigi
nýlundu, því nú væri æ&ar-
sandurinn sem gler fyrir egg-
inni er svo væri þurrt.
Snæbjörn gekk til bæjar og
bauð þegar til stofu, og var
okkur þegar unninn beini. —
Kona bónda gekk um beina, en
hún var Guðrún Hafliðadóttir
frá Svefneyjum, mesta mynd-
arkona eins og hún átti kyn
til, því föðurafi hennar var
Eyjólfur Einarsson dannebrogs-
maður í Svefneyjum. Dóttir
þeirra Hergilseyjarhjóna,
Ólína, var þá heimasæta for-
kunnar fríð og myndarleg. Um
hana mátti kveða það s'em ort
var um aðra breiðfirzka stúlki
á díkum aldri:
„Há og grönn og hýr á brá
horskum mönnum vekur þrá
bein sem hvönn af hvirfli að tá
hrein sem fönn af nýjum snjá.“
Æskan sér ávallt æskuna —
gegnum gler — gegnurn gler
sinna fegurð^.-drauma. Ólína
varð síðar kona séra Jóns Þor-
valdssonar á Stað á Reykja-
nesi, mesta mætiskona í sjón
og raun. Verkhög og vel mennt
á allt kvenlegt handbragð.
Eftir veitingar heima á bæn-
um skipaði bóndi fyrir verkum.
Vár fiirt mikil taða um kvöld-
ið enda var hinn bezti þerrir.
Bað ég Snæbjörn að fá mér
verk að vinna, en hann kvað
það ekki vanda sinn, að íá
gestum verk að vinna þótt þeir
dveldu stund úr degi. „Nú fer
ég heim til bæjar og geri að
seglum mínum í kvöld því nú
er þurrt og gott, og skulum við
nú ræðast við meðan ég bæti
seglin; en fyrst ætla ég að
sýna þér það sem hér er að
sjá markvert á eynni og eru
menjaí frá söguöld.“ Leiddi
hann mig suður fyrir bæinn, og
sýndi mér stað þann sem
fylgsni Gísla Súrssonar var til
E
N
B
II
M
M
I
N
N
I
N
G
FR/l
forna, er hann dvaldi í skjóli
Ingjaldar. Kvaðst hann hafa
grafið þar til og fundið
hleðsluna á byrgi Gísla. Gerði
Snæbjörn það upp og var sem
ávalur grasbali utan að sjá, en
inn mátti skríða þar sem lítið
bar á. Þaðan gengum við suð-
ur á Vaðsteinabjarg og sýndi
Snæbjörn mér dæld þá sem
sagt er að fíflið Ingjalds væri
geymt í, sem segir í sögn Gísla
Súrssonar. Ber Vaðsteinabjarg
hátt yfir, og er þaðan víðsýnt
til allra átta í björtu veðri, og
nú glóðu sundin í sólskininu þar
sem þeir Ingjaldur og Gísli
voru á veiðum á tveimur bát-
um, en í sögu Gísla segir svo:
„Nú sér Ingjaldur, að skip sigl-
ir sunnan og mælti: Skíp siglir
þar og hygg ég að þar muni
vera Börkur hinn digri.“ „HvacS
er þá til ráða takandi“, sagði
Gísli. „Ég vil vita hvort þú!
c-rt svo hygginn sem þú ert
drengur góður.“ „Skjótt er til
ráða að taka“ sagði Ingjaldur>:
„Þó ég sé enginn vitur leik-
maður: Róum sem ákafast til
eyjarinnar, og göngum upp á
Vaðsteinabjarg og verjumst.
þaðan meðan vér megum uppi
standa.“ „Nú fór sem mig
varði“, sagði Gísli, „að þú
mundir hitta það ráðið að þút
mættir drengurinn af verða1
sem beztur, en verri laun sej
ég þér þá fyrir liðveizluna, ert
ég hafði ætlað, ef þú skalt fyrir,
mínar sakir lífið láta. Nú skal.
það aldrei verða, og skal ann-
að ráð taka.“
Síðan þetta gerðist hefur þaS.
þótt sem kynfylgja eyjar-
skeggja að vera drerigskapar-
menn og hjálpsamir með af*
birgðum og mætti í því efni
minna á ga.mla Eggert Ólafsson,
sem barg 50 farandmönnum frá
hungurdauða eitt vorið í harð-
indum úti í Oddbjarnarskeri,
og öllum var kunnugt um.
drengskap Snæbjarnar við
smælingja og vinum sínum hið
mesta tryggða tröll. Einn a£
vinum hans kvað svo til hans:
„Hraðskreitt líður loftsins fley
léttur er vindsins þytur.
En hálfu fyr í Hergilsey
iiugurinn mig flytur," <ij :
Snæbjörn.hafði alla æfi mik-
inn áhuga fyrir öllum .• sagna-
fróðleik, og var vel heima. £
íslendingasögunum, og hvers-
konar karmennsku, íþróttum og
vopnfimi til forna. Á mann-
dómsskeiði sínu var harin allra
nianna nxestur og styrkastur,
mikilúðlegur á yfirbragð, og
engan hef ég séð víkingslegri,
eftir því sem ég hef gert mér
húgmynd um þá í öllum her-
klæðum. Og þarna stóð nú
þessi mikli maður á Vaðsteina-
bjargi og .skýri fyrir mér allt
um gang sögunnar þarna á
stundum, og um forh kenni-
leiti víðsvegar um fjörðinn. Það
var engu líkara en sögulegri
kvikmynd brygði fyrir augu
mín. Svo vel var Snæbjörn
heima í öl.lu sem varðaði sög-
una. I
Að þessu loknu gengum við
til bæjar og bóndi tók til við
Framhald á bls. 29. .