Vísir - 24.12.1956, Side 18
18
JÓLABLAÐ VlSIS
Einar lék á munnhörpuna og
Eiríkur á litla harmoniku, sem
hann átti. Varð þetta raunar
upphaf af merkilegu samstarfi
þessara ungu tónlistarmanna.
Sumarið 1930 komu hingað
harmonikusnillingarnir Gellin
og Borgström. — Heilluðu
þeir fólk með leik sínum og
segist Eiríkur hafa fengið
„miklar hugmyndir" er hann
hlýddi á leik þeirra. Skömmu
síðar gengur hann á fund
frænda sjns Bjarna Jónssonar
bíóstjóra, sem reyndist honum
frábærlega vel frá fyrstu tíð.
Verður það nú úr að Bjarni
lánar honum fyrir fyrstu full-
komnu harmónikunni sem Eirík-
ur eignaðist. Afburðarhljóðfæri,
„Hohner", þýzk, kostaði 980
krónur og voru það mörg lambs-
verð í þá daga. Og nú tekur
Eiríkur frá Bóli að æfa af
kappi.
,i *
Ungan dreymdi Eirík að
„ganga menntaveginn“, en hin
miklu veikindi hans. komu að
sjálfsöguð í veg fyrir nánari
heilabrot í þá átt. En ýmsum
góðum kostum mun sveinninn
hafa verið búinn tii þess að
ganga þennan veg. Það fór vel
á með þeim Eiríki og Þorsteini
Bjarnasyni, eins og áður er
drepiö á og mun Þorsteinn
gjarnan hafa viljað halda sam-
starfi þeirra áfram. Eiríkur var
þó með þeim ósköpum gerður
að hann langaði til að yerða
sjálfstæður og öðrum óháður.
Nú þegar hann hafði „Hohner"
liarmónikuná góðu milli hand-
anna tók hann merkilega
Akvörðun og afdrifaríka upp á
allt hans líf. Liggja nú leiðir
þeirra aftur saman músikkant-
anna frá Bólsheiði og Úthliðar-
engjum í Biskupstungum. Einar
Sigvaldason er einnig miklum
tónlistar-gáfum gæddur. Nær
hann sér nú einnig í öndvegis
harmóníku og þeir „stilla sam-
an“ á ný, gömlu félagarnir.
Þannig gengur það um stund,
þeir æfa sig og spila. Þrátt fyrir
allt er lífið mikils virði. Það
er markmið að keppa að, einnig
fyrir mann, sem litur um þessar
mundir; síðustu sólargeislanna
í bókstaflegri merkingu.
„Eiiikur og' Einar.“
Rennur svo upp árið 1933.
Enn gengur Eiríkur á fund
Bjarna frænda sins í Nýja-Bíói.
Að þessu sinni falar hann
af honum húsið. Það er auo-
fengið og fyrsti harmóníkku-
Qúett landsins „treður upp.“
Þeir Eirikur frá Bóli og Einar
Sigvaldason, sem í daglegu tali
nefndist „Eiríkur og Einar“
fylltu húsið 4 sinnum í röð og
gerðu „stormandi lukku“. —
Það er dálítið gaman að fletta
dagblöðunum frá þessum tím-
um. Fréttirnar af hljómleikum
þeirra félaga eru raunar mestu
stórfréttirnar á eftir fréttunum
af valdatöku Hitlers. Og um-
mælin eru öll á einn veg fþ-----
þ.e.a.s. um þá félaga. Um Hitler
eru þá þegar dálítið skiptar
skoðanir! 1 lesbók Morgunblaðs-
ins má lesa langa grein um
hljómleika þeirra Eiríks og Ein-
ars og dylst engum að hér hafi
verið um vinsælan tónlistarvið-
burð að ræða.
Eftir þessa vel heppnuðu tón-
leika í Reykjavík, liggur leið
þeirra félaga út á land. Þeir
halda tónleika í flestum kaup-
Eiríkur á Bóli með „nikkuna“ góðu.
stöðum á Vestur-og Norðurlandi.
Þá fara þeir suður með sjó,
leika í kaupstöðunum þar. Síðan
austur yfir Fjall og alstaðar
eru móttökurnar á einn veg, af-
burða góðar og eftir að þeir,
hafa komið nokkrum sinnum
fram í útvarpinu kannast hvert
mannsbarn á Islandi við þá
„Eirík og Einar.“
Síðan fara þeir félagar að
leika á' dansleikjum og alltaf
koma þeir öðru hverju fram í
útvarpinu. Nú þykir það ekkert
ball, nema þeir félagarnir séu
þar mættir með „nikkurnar."
Nú er önnur öldin en þegar
Eiríkur var að „stauta sig“ fram
úr fyrstu völsunum á Vatns-
leysuböllunum forðum, já jafn-
vel orðin mikil breyting á síðan
þeir félagar stilltu saman á
engjunum þar eystra. Og gera
má ráð fyrir að um þetta leyti
hafi þessir vinsælu harmóníkku-
leikarar drjúgar tekjur.
„Eiríkur frá Bóli.“
Þeir Eiríkur og Einar léku
saman all-langan tíma, en loks
skildu leiðir. Var þá Einar
farinn að hugsa til utanfarar,
til frekara náms, enda fór
hann skömmu fyrir stríð. Fór
þá Eiríkur að spila einn á dans-
leikjum og er nafn „Eiríks frá
Bóli“ tengt mörgu ballinu frá
þessum árum, því Eiríkur var
ákaflega vinsæll og eftirsóttur.
Milli jóla og nýjárs lék hann
fyrir dánsi á hverri nóttu og
voru þá böllin beinlínis ákveðín
með hliðsjón af því hvénær
Eirikur gæti Ieikið. Og tekjurnar
gátu orðið alldrjúgar á köflum.
★
Á árinu 1937 kemur fyrsta
lagið hans Eiríks frá Bóli . á
markaðinn. Það er lagið „Ég
minnist þín“ eða „Ljósbrá", sem
þegar varð vinsælasta danslagið
og fór sigurför um allt landið.
Síðan komu nokkur danslög frá
hendi Eiríks og njóta lög hans
mikilla vinsælda á þessum árum
og má í því sambandi minna á
Geysisvalsinn. Carl Billich hefur
löngum haft mætur á lögum
Eiríks, enda „útsetti hann þau
fyrir hljóðfæri, á sínum tima.
Hefur hann stundum leikið þau
í útvarp, meðal annars i „ljúfu
lögunum" sínum.
Eitt fyrsta
ferðabíó Iandsins.
Nú liður fram á það afdrifa-
rika ár, árið 1939. Enn gengur
Eiríkur á fund Bjarna frænda
síns og nú dreymir hann stóra
drauma ef til vill hefur Bjarni
eitthvað verið búinn að tala utan
að því málefni, sem nú er á
dagskrá. Og nú er tekin mikil
ákvörðun. Eiríkur ræðst í að
kaupa kvikmyndavélar fyrir 20-
þúsund krónur. Öðs manns æði
segja menn, hvað á blindur mað-
ur að gera við kvikmyndavélar.
En þeir sem þekkja piltinn vita
að í þetta skipti muni einnig
allt fara vel, enda á Eíríkur
hauk í horni þar, sem Sigríður
kona hans er, og öðlaðist hún
sýningarréttindi skömmu síðar.
Framhald á bls. 23.
SJÓKLÆÐAGERÐ ÍSLANDS H.F.
?%, Skúlagötu 51, Reykjavík. — Símar 2063 & 4085.
Framiei5£r ne5anta!dan vammg:
Sjóklæði úr gúmmí- og plastefnum („GalonefRum")
SíSstakka, kápur, treyjur, buxur, svuntur, pils,
sjóhatta og fl.
ga, einíaída og tvöfalda, 3 stæröir
úr hvítum og brúnum loðstrigá og prjónavoð.
UHarbuxiir sjómanna („Trawlbuxmlf)
og ýmsan kápuvarnig, fyrir konur og karla úr
Ullargaberdine, Collongaberdine, Poplín &
Rayonefnum.
Ath.: Sióklæði ór sænsku „Ga5onefnunum“
eru landsþekkt fyrir gæði.
Aðebs framleidd hjá Sjóklæðagerð Islands h.f.
Híisqufjii
t'trttíli mppln§ilm
hröfur iétttmtts
Ljósatæki allskonar,
Finnskur kristall
eirsson h.f.
Laugavegi 13 — Reykjavík
Síitii 3879 - 7172