Vísir - 24.12.1956, Page 30

Vísir - 24.12.1956, Page 30
30" JÓLABLAB VISIS Endurtn ititi intf€i v — Framhald af 8. síðu. Stjórnaði einnig simcilagningu allvíða þar um sveitir. Hinar tvær Austurlandsdeild- irnar héldu áfram með „Agli“ til Vopnafjarðar, ásamt verk- fræðingunum og öllum verka- mör.num þeim, er til Norður- lands áttu að fara. Smjörvatns- heiðardeildinni stjórnaði Aust- urdælinn Sönsteby, og Dimma- fjallgarðs- eða Haugsdeild Cliristian Björnæs. Allt voru þetta þaulvanir símamenn og úrvaislið mesta. Kynntist ég þeim öllum allnáið þetta sumar, þar sem ég var fastráðinn til sendiferða milli símadeildanna á þessum vettvangi allt sumarið, og fór nær vikulega með síma- línunni fram og aftur frá Seyð- isfirði til Grimsstaða á Fjöllum. VIII. Verkið hefst. Ole Vestad stóð hér bezt að vígi. Hann var þegar kóminn á áfangastað, er hann steig af skipsfjöl með menn sína. Gátu þeir þegar hafið verk sitt, þar eð simastöðin væntanlega stóð skammt ofan við bæjarbryggj- una. Voru þeir enda að 5 dögum liðnum komnir inn undir Fjarð- arheiði, um 4 km. leið. Þeir „flugu“ áfram inn eftir dalnum og þótti það létt verk að stinga staurum 5 fet niður í íslenzka jörð, þótt frosin væri, þar sem ekki þurfti að bora eina einustu holu né sprengja, svo að kíló- metrum skipti. — En þó kom nú auðvitað að því, öðru hverju, er Fjarðarheiði tók við. Heyerdahl verkfræðingur átti að sjá um verkið milli Seyðis- fjarðar og Jökulsár á Fjöllum. Hafði hann farið með „Agli“ ásamt hinum til Vopnafjarðar. En þar höfðu Smjörvatnsheiðar- og Haugsdeildir stigið á land og hafið starf sitt í sveitum, en haldið síðan áleiðis til fjalla. Og er „Egill“ hafði lokið Norður- landsferð sinni, kom Heyerdahl með honum aftur til Seyðis- íjarðar. Nú bjó hann ferð sina póst- leiðina til Grímsstaða á Fjöll- um, um Jökuldalsheiði og Möðru öalsöræfi, og var ég fylgdar- maður hans, eins og til stóð. Hafði ég að vísu aldrei farið Ieið þessa áður, en hún var enn sæmilega vörðuð og þvi ekki vandrötuð. Höfðum við hvor sina tvo til reiðar, og fylgdi Þorsteinn ritsjóri Skaptason •'okkur upp á Fjarðarlieiðarbrún íEfri Staf) til að líta á verkið. Var þá að því komið að strengja vírana neðan frá stöð, og síðan öðru hverju jafnóðum. Þetta var ,14. júní'. Á þessari ferð okkar til Grímssíaða fengum við ein- hverja tvo fegurstu og beztu góðviðrisdagana á öllu þessu .sumri, serri varð svo algerlega úiikt sumrinu 1905. Þetta varð sem sé mesta kuldasúmar, og snjóaði í fjöll í hverjum mán- uði. og gerði stundum jafnvel íannkingi, t,d. á Haug. Var því ékki heiglum hent að ganga •þar að verki, hvernig sem viðr- aði, og var það þó gert. Vík ég lítillega að því síðar. Á Möðrudalsöræfum fengum við Heyerdahl á okkur svo sterka hitabylgju, að hestur lagðist niður undir öðrum okk- ar, er numið var staðar. Við áðum á Rangárlóni við norður- enda Sænautavatns i mesta blíðviðri. Urðum við þar þess óvænt varir, að þangað myndu einhverjir vera að flytja sig bú- ferlum. Á grænni grundinni undir einum kofaveggnum lá alls konar flutningur og m.a. búsáhöld og nokkrar matar- birgðir. Tókum við þar kaffi- áhöld traustataki og bjuggum okkur til góðan kaffisopa. En smávegis nestisbita höfðum við sjálfir meðferðis. Skildum við eftir sæmilega borgun í annarri undirskálinni og hvolfdum báð- um bollunum yfir. — Áratugum síðar komst ég af tilviljun að því, að það hafði verið góðvinur minn frá hrein- dýraslóðum og víðar, Jón Aðal- steinn Stefánsson í Möðrudal, og kona hans, Þórunn Vilhjálms- dóttir, þá ung hjón og bjartsýn, sem voru að flytjast að Rangár- lóni þennan fagra sumardag. — Og þessa stundina var „fagurt á fjöllum" og sumardýrð um- hverfis heiðarbýlið litla. — En þégar vetur lagðist fram á hramma sína með blindhríð og fannkingi um öll öræfi, svo að allar leiðir lokuðust og yfir fjöll að fara til næstu bæja, mun heldur hafa daprazt dýrð- in. Þarf þá þrek til að „þreyja þorrann og góuna.“ IX. Á Smjörvatnsheiði. Þar voru Austurdælir að verki. Karlar í krapinu og ókul- vísir. Skógarhöggsmenn að erfð- um, vanir útilegum og vinnu í 30 stiga frosti og þar yfir. — Hef ég eitt sinn á æskuárum farið þar um sveitir með járn- braut í 43 stiga frosti. — Þá er skógarviðurinn gaddfrosinn og axarstálið eins og gler, og traust þarf þá höndin að vera og högg- viss, svo! að eigi hljótist siys að skógarhögginu. Og auðvitað kemur slíkt fyrir öðru hverju. Og þá venjulega stórslys. — Ég kom eitt sinn til þeirra á Smjörvatnsheiði í hríðarveðri, 2. ágúst, að mig minnir, og hvildi þar um hríð. Varð þó inn- an skamms að halda áfram til Vopnafjarðar sökum hestanna, því að ekki er haglendinu til að dreifa á þeirri heiði. Mun þvi ei$ria bezt lýst í eins konar lang- loku, er ég setti saman þar við tjöldin nokkru áður í fögru veðri með dásamlegt viðsýni: Steingrátt og nakið, ógnar- autt, alstaðar kringum mig, fjær og nær, háfjalla-eyðimörk, — alltsam- an dautt, — — ein við_ mér spegilskær fannatjörn hlær! En háfjöllin standa í heiðblá- um hring hringinn í kring. --------- Marga línu má hér líta mjúka, fagra, bláa, hvíta! Yfir Tunguheiðar hæðir Herðubreiðar skautið bjarta hilli ég í hvítri fegurð! — Himinbláma-feldi vafið gnæfir Snæfell geysihátt, gullnir lokkastraumar falla! Sólskinshvítt og sumarblátt sést það yfir heiði alla! Mig minnir það vera hríðar- stundina þá arna, meðan ég dvaldist í tjaldinu á Smjörvatns- heiði, að Sönsteby . verkstjóri sagði mér eftirfarandi sögu um einn piltanna. En hann var ný- genginn út með nokkrum piltum úr öðru tjaldi. Þetta var í mat- arhléi. Piltur þessi var á tvítugs- aldri. Stór piltur og myndarleg- ur — og óvenjustillilegur og fáorður. Því miður hef ég gleymt nafni hans. — Þetta e:: nú dugnaðardreng- ur, skal ég segja þér, mælti Sönsteby. — Hann er sonur fá- tækrar ekkju uppi í afdal og á nokkur ung systkin, sem hann þarf að mestu að sjá fyrir. Hefir hann því stundað skógar- högg á vetrum síðustu árin. Svo var það í fyrravetur, að hann var einn lagt uppi til heiða að ljúka ákvæðisvinnu. Þetta var í brunafrosti, 35 stig eða enn meira, og þá veiztu nú, hvernig stál og stokkar eru viðfangs. Öxin hrökk frá gaddfreðnum viðnum og í innanvert hægra hnéð á honum og særði hann alldjúþu og ljótu sári, svo að fóturinn var honum ófær. Hann reif sundur eitthvað af fötum sínum og reyrði um sárið. Og nú var annaðhvort að duga eða drepast. Hér var lífið í veði. Lægi hann úti um nóttina, var dauðinn vís, og óvist, að hann fyndist, þótt leitað væri. Heim til bæjar voru 25 km. og litlar líkur til, að hann næði þangað. En svo varð honum hugsað til móðurinnar, sem var ein heima með ung börnin, og hann var fyrirvinna þeirra allra. Og svo lagði hann af stað. Og heim skreið hann og skreiddist um nóttina í 35° frosti og fannkingi, 25 km. leið. — Hann bjargaði bæði lífinu og fætinum. — Og heimilinu líka, mælti Sönsteby að lokum. — Ég fór um Smjörvatnsheiði í hríðarveðri einu sinni eða tvis- var eftir þetta. Af einhverjum mistökum eða misskilningi hafði um veturinn verið flutt 20—30 staurum of mikið þessa afar erfiðu leið upp á háheiðina. Or aukastaurum þessum reistu símamennirnir „sæluhús", áður en verki þeirra lauk. Hve lengi það stóð þar, veit ég ekki. En símalínan var síðar flutt út á Hellisheiði sökum ísingarhættu og símslita á Smjörvatnsheiði. X. Á Dimmafjallgarði. Það var all-löng leið frá Seyð- isfirði til Grímsstaða, þegar fylgt var símalínunni, alls um 320 km. Fór ég hana venjulega í þremur áföngum með tvo til reiðar. Og er leið á sumarið og dimma tók á kvöldum, var at- hvarfs að leita hjá símamönn- um, — en þó aðeins ■ neyðarúr- ræði vegna hestanna. Þó gisti ég eitt sinn hjá Björnæs að „Haugs- gili“, er ég hafði orðið seint fyrir og þótti of langt að gaufa niður til Grímsstaða í myrkri. Christian Björnæs var Raums- dæli að uppruna og liðlega fer- tugur um þetta leyti. Minnir mig, að hann hefði þá áður verið símaverkstjóri á Finnmörku og piltar hans værú Finnmerk- ingar. En hvað sem þvi líður, þá voru það harðneskjumenn og dugnaðardrengir ótrauðir. Enda reyndi á þau þolrifin, áður en yfir lauk. -— Dreg ég þessa ályktun mína af því, að Forberg var sjálfur Finnmerkingur að uppruna og hefur því getað kynnzt Björnæs og dugnaði hans á þeim vettvangi. Og hér voru réttir menn á réttum stað. — Á þessum hluta símalínunnar munu haía orðið svo miklar tafir sökum snjóa og illviðra, bæði í ágúst og september, að Forberg hefur talið tvisýnt um leikslok, eftir þvi sem áhorfðist. Símaði hann því til Óslóar og bað símastjórnina þar að senda sér nokkra- menn til viðbótar, og munu einir 7 hafa verið send- ir. Reyndust þetta engir úrvals- menn, heldur teknir af handa- hófi „uppaf götunni“, eins og Björnæs komst að orði. En i tæka tíð komu þeir, er Björnæs og piltar hans áttu skammt eitt eftir á Haugi. Var þar nú unnið í hríðarveðri dögum saman. Þótti hinum nýkomnu þetta hart aðgöngu. Og einn hriðardaginn lögðust þeir fyrir inni í tjaldi. En sú saga var mér sögð á Haugi — og henni trúi ég vel, — að þá hafi Björnæs vikið sér úr hríðinni inn í tjaldið til verk- fallsmanna, með gildan kaðal- spotta í hendi, og mælt svohljóð- andi orðum: — Þið skulutf svei mér fá að kenna á þéssum, ef þið hypjið ykkur ekki út til vinnu eins og annað fólk! — Og þannig mun verkfallsmönnum þessum hafa litizt á svip Björnæss, að þeim myndi hollast aö „aflýsa verk- fallinu." Og það gerðu þeir líka. Og verkinu var lokið, hiklaust og tafalítið, þrátt fyrir veðrátt- una. Það mun hafa verið um þetta leyti, að ég kom að austan í hriöarveðri, og á Haugi var hríð in svo dimm, að mér ætlaði ekki að takast að finna tjöldin í Haugsgili. Loks barst mér þó til eyrna hávaði mikill og Ijótur munnsöfnuður, og heyrði ég óð- ar á sóninum, að þar rnyndi „uppbótarmennina“ að finna. enda var ég þá rétt kominn að tjaldi þeirra. Var þá topptjald þeirra hálffullt af snjó. Fökk ég síðan góða hressingu i Björnæsstjaldi og hélt svo áfram til Grímsstaða, þvi að óhugsandi var að gista á fjalli með hesta í því veðri. XI. Lokaspjali. Margs væri að minnast frá þessu sumri og ekki sízt frá þessum hluta simalínunnar. Hef ég ‘hér aðeins drepið á nokkur aðalatriði, sem sannarlega éru þess virði, að eigi falli algerlega í gleymsku. Hér var á einu stuttu sumri og erfiðu lokið dæmafáu þrekvirki. Og um símamennina norsku má með fulium rétti segja, eins og sagt hefur verið um landpóstana gömlu: „Þeir eiga það sannarlega skilið, þessir karlar, að þeirra sé minnzt.“ Andrés G. Þormar, aðalgjald- keri Landssímans, segir fahega,. og hiklaust réttilega í minning- argrein sinni á 50 ára afmælí Landssímans á þessa leið: — Það má telja víst, að þá festu, sem Hafstein sýndi i þessu máli, þegar öldurnar risu sem hæst, megi m.a. þakka trausti þvi, er hann bar til þessa Norðmanns (Forbergs). Og hon- um brást það ekki. Þessi Norð- maður — er síðar byggði síma- stofnunina frá grunni, — leystí af hendi afreksverk með iagn- ingu ritsímalinunnar frá Seyð- isfirði norður um land til' Reykjavikur á nokkrum mán- uðum sumarið 1906. En sú saga er of stórbrotin til að verða sögð í stuttu máli. — , hefi viljað fylla litillega í sumar eyðurnar með þessu endurminn- ingahrafli mínu. — Og Þormar segir ennfremur ' að lokum í hinu greinargóða yfirliti sínu: — Og þegar Hannes Hafstein stóð andspænis þessu afli á bændafundinum 1905, þá strengdi hinn ungi -Norðmaður þess heit að beita allri sinni miklu lífsorku til þess að sigr- ast á því með honum. — Og þann sigur vann Oiav For- berg glæsilega. Um þetta segir A. G. Þormar einnig réttilega: — Þegar For- berg ferðaðist um landið sumar- ið 1905 til að rannsaka línustæði,. uxu honum ekki í augum tor- færur íslenzkra heiða og jökul- vatna. Með isíenzka hestinn að: förunaat takli hann engin tor- merki á að yfrstíga þær. — Hér hefur þá í þéssum endur- minningum minum verið sagt í stuttu má.li frá ýmsu því, sem gerðist þpssi tvö sumur á eystri helmingi símalínunnar og hver afrek Olav Forberg vann þar á hestbaki. — Og óefað á „For- bergs-Skjóni“ sinn þátt í þeim heiðri. « Helgi Valtýsson Frá upphafi hafa regnhlífar verið nokkurn veginn kringlóttar að lögun. Nú hefur verksmiðja ein í Dublin farin að framleiða ferhyrndar regnhlífar, eins og sjá má á myndinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.