Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 1
 „Hér eru gestir sjaldséðir, og maður verður að taka mynd af þelm fáu sem sýna sig.' Biaðamennirnir kölluðu þetta Hótel Arlh Hllton. Hér sjást nokkrir ráðast til Inngöngu. þ.e.a.s. niður í fönnina. (Tímamyndir JHM) VÍSINDAMIÐSTÖÐ UNDIR • • JHM—Reykjavík, föstudag. Eins og skýrt hefur verið frá liér í blaðinu, þá hafa handarísk ir vísindamenn dvalið á stórri ís- eyju í Norður-fshafinu í rann- sóknaskyni siðan í maí 1964. fs- lenzkum fréttamönmim var boð ið í heimsókn á íseyjuna Arlis II, í gær fimmtudag, og komu þeir til baka í dag. Þessi fljót andi rannsóknarstöð er nú um 400 mílur norðvestur af íslandi, og rekur í áttina að Atlantshafinu meðfram strönd Grænlands. Arlis II. er rannsóknarstöð sem rekin er af háskólanum í Alaska fyrir hafrannsóknardeild Banda- ríkjaflotans. Allar vistir hafa ver ið fluttar til Arlis frá Point Barrow í Alaska, en nú hefur flug vélin verið flutt til Keflavíkur, og þaðan eru allar samgöngur við íseyjuna. Fréttamenn blaða og út- varps fóru með þessari flugvél til Arlis II. ásamt blaðafulltrúa Upp lýsingaþjónustu Bandaríkjanna í Reykjavík. Upphaflega var gert ráð fyrir Framhald á 14. síðu pi Það snjóaði mikið á Arlis II snjó, og menn verða að skríða Pew, jarðeðlisfræðingur, skríða flesf öll gegnum lúgu til húsin eru göng. Hér að komast (Tímamynd KING LYSIR ALABAMA I BANN NTB—Baltimore, föstudag. Dr. Martin Luther King sagði á blaðamannafundi í kvöld, að jafn- réttishreyfing hans myndi berj- ast fyrir því, að Alabamaríki verði sett í takmarkað efnahags- legt bann, og myndu aðgerðir blökkumanna skiptast í þrjá á- fanga. Fyrsti áfanginn, sem á að hefj- ast þegar í stað, felst í því, að skorað verður á öll fyrirtæki að stofna ekki útibú í Alabama, né heldur að auka atvinnurekstur sinn þar. Auk þess mun hreyfing dr. Kings fara fram á það við Bandaríkjastjórn, að hún hætti allri efnahagslegri aðstoð við Ala- bama í samsvari v}ð bandarísk lög. Ef þessi fyrsti áfangi bætir ekki aðstöðu blöikkumanna í Alabama til þess að fá kosningarétt, þá mun annar áfanginn hefjast. Munu blökkumenn þá einnig hvetja einkaaðila til þess að hætta fjár- festingum sínum i Alabama, og einnig reyna að koma i veg fyrir, að sambandsfé verði látið í banka í Alabama, sagði King. Þriðji áfanginn ,sagði King, fel- ur í sér viðskiptabann á vissar neyzluvörur, sem framleiddar eru í Alabama. Er ætlunin að koma á fót nefnd ,sem mun ákveða, hvaða framleiðsluvörur skuli sett ar í viðskiptabann. King sagði, að allar þessar aðgerðir yrðu fram- kvæmdar, er nauðsyn bæri til. King lagði áherzlu á ,að það væri alls ekki ætlunin að eyði- leggja efnahag Alabamaríkis. Hér væri þvert á móti um að ræða til- raun til þess að gefa efnahag Ala- bama nýtt líf með því að gefa þeim mönnum, sem hafa ábyrgðar- tilfinningu og þjóðfélagslega sam vizku, tækifæri til þess að styrkja aðstöðu sína og bjarga heimaríki sínu úr greipum kynþáttahaturs, fáfræði og óréttlætis. King lagði áherzlu á, að bréf um þessar fyrirhuguðu aðgerðir yrðu send til a.m.k. 25 stórra at- vinnurekenda, sem vitað væri, að hefðu áætlanir uppi um að hefja atvinnurekstur í Alabama eða að auka atvinnurekstur sinn þar. Hindra Berlínar- feröir NTB-Berlín, föstudag. Ferðir óbreyttra borgara frá Vestur-Þýzkalandi til Vestur-Berlínar gengu hindr unarlaust fyrir sig síðdegis í dag, en síðan á fimmtu- dagskvöldið höfðu austur- Iþýzkir landamæraverðir tor- veldað mjög ferðir á þjóð- veginpm til Vestur-Berlínar. Telja fréttaritarar í Vestur- Þýzkalandi, að búast megi við svipuðum aðgerðum aust ur-þýzkra landamæravarða aftur mjög bráðlega. Austur-Þjóðverjar byrj- uðu að torvelda íerðir ó- breyttra borgara á þjóðveg- inum milli Vestur-Þýzka- lands og Vestur-Berlínar á fimmtudagskvöldið og héldu þeirri iðju áfram í morgun. Aftur á móti munu þeir ' ekki hafa hindrað á neinn hátt hérflutningalestir Vest- urleldanna. . Eiginkona og einkaritari prófessors Ernst Meyer, sem er þingmaður jafnaðar- manna, ætluðu að fara með bifreið frá Berlín til Vestur- Þýzkalands í dag. Austur- þýzkir landamæraverðir stöðvuðu þau og héldu þeim í óvissu í sex klukkustundir, en þá var þeim skipað að snúa við. Þau fóru síðar með flugvél frá Berlin til Hannover. Fréttaritarar í Vestur- Berlín telja, að búast megi við nýjum hindrunum á þjóðvegunum milli Vestur- Þýzkalands og Vestur-Berl- ínar, og að þessum hindr- unum muni aðallega beitt gegn vestur-þýzkum þing- mönnum, sem aka til Berl- ínar til þess að sitja fund þingsins. í yfirlýsingu frá Bonn- & stjórninni segir, að ef ný deila rísi upp út af ferðum óbreyttra borgara til Vest- ur-Berlínar, þá sé það á á- byrgð austur-þýzku stjórnar- innar. Talsmaður stjórnar- innar, Giinther von Hase, Framhald a 14. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.