Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. apríl 1965 TÍMINN Kristján skipstjórj gefur skipan- ir i hátalara þegar Gullfoss legg- ur frá í Kaupmannahöfn. í ákafa, þegar hann sá dag nokkurn fáeinar kaupglaðar sálir gægjast inn í búð hans við Princess Street, og svo hrópaði hann: The Goldfish are coming! (Gullfiskarnir eru komnir og eflaust drógu þeir uafii aí heiti skipsins.) Eitt er víst, að undirrituð var spurð að því, hvenær Gullfoss færi aftur, þegar hún hætti á að fara inn í verzlun og at- huga verð á ýmsum hlutum. Svo batnaði það heldur ekki, þegar hún tók sér far með strætisvagni frá . Edinborg og niður til hafnarborgarinnar Leith. Þá var reyndar vel hægt að greina þjóðernið af nokkr- um pinklum af ólíkum stærð- um og úr ólíkum verzlunum, og samferðamenn þurftu held- ur ekki frekar vitnanna við. Farþegi hlaðinn pökkum á leið til Leith. Hér gat aðeins verið um að ræða gullfiska af Gull- fossi. Þegar gullfiskurinn, í þessu tilfelli blaðamaður Tím- Framhald á 12. síðu Yfjrmatsveinninn á Gullfossi er glaðlyndur maður, eins og sjá má. og hann getur Ifka verið ánægður, þvj fáir menn búa tjl jsfri góðan mat og hann. ÞAR FÆDIST EIN TUNNA Á MÍNUTU LITIÐ INN I TUNNUVERKSMIÐJUNA Á AKUREYF Á árunum 1923 til ‘24 var hafin tunnusmíði hér á Akureyrir, og var það Hjalti Espólín sem hóf það verk. Þá var verksmiðjan staðsett í skúrbyggingu í Aðal- stræti, gegnt Hótel Akureyri. Árið 1929 var verksmiðjan flutt í það húsnæði, sem hún er enn í, en það er sjávarmegin við Hafnar- stræti 22, við Höffnersbryggjuna gömlu. 1932 er svo stofnað hlutafélag um verksmiðjuna og hún rekin í því formi til 1935, er Akureyrar- bær keypti hana. Ríkið keypti svo Ragnar Árnason við sútun. verksmiðjuna af bænum og fóru þau kaup fram árið 1945, en þá hafði engin starfsemi farið þar fram í fjögur ár, eða öll stríðsár- in. En að þeim frádregnum hefur verksmiðjan starfað óslitið frá stofnun. Verkstjóri frá 1948 hefur verið Björn Einarsson og við hitt- um hann að máli og spyrjum hann: — Hvenær hófst vinna í verk- smiðjunni í vetur? — Vinnan hófst hér í febrúar við tunnusmíðina, og vorum við búnir að vinna í átta vikur um síðastliðna helgi. Hvað vinna margir hér? komi frá Siglufirði eða frá útland- inu nú á næstunni. — Hafið þið góðan véiakost? — Já við höfum allan þann vélakost sem þarf tii smíðarinnar, alls fjórtán vélar. — Hvað greiðir þú í vinnulaun? — Það er allgóð búbót fyrir bæinn og þá verkamenn, sem hér vinna, því við greiðum á viku hverri 125 þúsund krónur. — Hvernig er með geymslu fyr ir tunnurnar? — Já, það er nú ljóta sleifar- lagið á því, segir Björn og ér þungbrýnn. — Ég er búinn að hamra á því í mörg ár að verk- smiðjan fái geymslupláss, en árangurinn er ekki sjáanlegur. 1947 var komið anzi nærri því að hér risi hentug tunnugeymsla, en ekkert varð úr framkvæmdum hér, en í þess stað var hún byggð á Siglufirði. Við erum í einni hringa vitleysu með þetta allt saman. Við höfum geymslur út um allan bæ, alla leið úti á Dagverðareyri, það er ekki ofreiknað þótt ég segi að 8 til 10 krónur leggist á hverja tunnu vegna þessarar ráðs- mennskii, svo allii geía séð slík geymsla hefði gefa i aðra hönd, ef verið í byggingu árið 1947. — Ég skal setja upp fyrir þig dæmi, segir Björn. — Við tökum efni frá skipshlið, ökum því í geymslu í bænum eða út á Dag- verðareyri, sækjum efnið síðan í sömu geymslu og ökum því í tunnuverksmiðjuna, förum með tunnurnar í geymslu og sækjum þær þangað síðan og flytjum þær að skipshlið. Svona eru vinnu- brögðin í dag hjá okkur. Þá þarf að flytja allt úrgangsefni upp á Glerárdal, og brenna því þar. Ef þú ekur héðan frá verksmiðjunni til norðurs, þá er svo til öruggt, að þú ekur fram úr vörubíl, með fullbúnar tunnur á palli. Svo ef þú ekur áfram þá mætir þú öðr- um bíl á leið hingað með tunnu- efni, nú þá má sjá, ef horft er upp Spítalaveg, þriðja bílinn á leið upp á Glerárdal með úrgangs- efnið til brennslu þar. — Eitthvað að lokum, Björn? — Já, ég vil bara leggja á það áherzlu, að hér verður að byggja geymslu fyrir tunnurnar og þolir það ekki neina bið. Upplagt væri að fylla upp í dokkina hér við verksmiðjuna og reisa hana þar. Við þökkum samtalið og látum í ljós undrun okkar yfir öllum Björn Einarsson, verkstjóri. þeim vinnubrögðum sem þarna viðgangast við allan þennan hreppaflutning á tunnum á veg- um ríkisins. HS. Ingimar ber á tunnubotnanna. Þorsteinn Arnason læknir — Það vinna hér 44 menn í verksmiðjunni auk mín og véla- manns svo alls eru það þá 46. — Hver eru dagsafköstin? — Það kallast ekki góður gang- ur, ef ein tunna fæðist ekki á mín útu, eða 60 á klukkustund. Og nú um síðustu helgi var búið að smíða um 23 þúsund tunur, en alls er ákveðið að siníða 30 þús- und tunnur. — Hvenær á verkinu að verða lokið? — Meiningin er að þvi verði lokið 10. apríl. Að vísu er ekki til eins og er efni í allar þær tunnur, sem ætlað er að fram- leiða, en vonir standa til að efni í dag verður til moldar borinnj á Suðá'rkróki, Þorsteinn Árnason læknir. Þorsteinn fæddist í Bandaríkj-I unum árið 1922, sonur hjónannaj Heiðbjartar Björnsdóttur frá! veðra móti og Árna Daníelssonar,! kaupmanns á Sauðárkróki, enj fluttist barnungur með foreldrum sínum til íslands og ólst upp á heimili þeirra á Sjávarborg í Skaga firði. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og embættispróf í læknisfræði frá Háskóla íslands 1949. Að loknu kandídatsprófi, dvaldist hann um skeið við framhaldsnám í Banda- ríkjunurn, en gerðist síðan aðstoð- arlæknir héraðslæknisins á Sel- fossi, þar til honum var veitt Nes- hérað árið 1952. Þorsteinn var gæddur leiftrandi greind og ósérplæginni atorku- semi i námi og starfi, eins og frændur hans margir af Veðra- mótaætt. Námið var honum skemmtilegur leikur. sem hann minnisstæðan öllum þeim er þreytti af kappi og metnaði gagn kynntuzt honum náið, og. þó sér- vart sjálfum sér, og skipaði hann staklega okkur vinum hans og; því ávallt efstu sætin í skóla. Þrátt bekkjarsystkinum. Hann hafði til fyrir afburða greind og náms- að bera sérkennilegan þýðleika í hæfileika, voru þó aðrir þættir x framkomu og fasi ásamt einiægu, persónuleik hans, sem geröu hann' og fölskvalausu glaðlyndi, seml IX 1 gerði hann að ljúflingi í okkar hóp. í kringum hann var jafnan kátína og glaðværð í kunningja- hópi, enda bjó hann yfir fíngerðri og græskulausri kímnigáfu og hafði ávallt efni á að skopast mest að sjálfum sér eins og allir sannir húmoristar. Þorsteinn var einlægur maður og hrekklaus í viðskiptum sínum við aðra menn, en mikili tilfinn- ingamaður undir niðri og einn þeirra manna. sem ekkert mátti aumt sjá, án þess að vera þar ai- búinn til hjálpar Hann var því ávallt einkar vinsæli í starfi sínu sem læknir. Við Þorsteinn lásum saman undir stúdentspróf og héldum sam an áfram í læknadeildinni Þótt við dveldumst síðar langdvölum fjarri hvor öðrum um margra ára skeið. var eins og tíminn hefði staðið í stað, þegar fundur okkar bar sam- an á ný og tókum við þá jafnvel upp aftur þráðinn þar sem tai okkar hafði síðast endaf) Þorsteinn var drengu) góður 1 íslenzkustu merkingu þess orðs. og í brjóstum okkar bekkjarsystk- ina hans er nú strengur orostinn. þar sem hann er fallinn frá Þorsteinn var kvæntur Önnu Jóhannsdóttur frá Neskaupstað og áttu þau fjögur börn á unga aldri. Ég sendi konu hans og börn- um svo og öldruðum foreldrum hans hjartanlegustu samúðar- kveðjur. Jakob Jónasson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.