Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 8
 8 LAUGARDAGUR 3. ai*il 19« TÍMINN IBjarni heitir hann og er Þorbergsson, yngsti farþeginn meö Gull- fossi á heimleiðinni, Hann er ekki nema eins og hálfs árs, og fáir jafnaldrar hans geta státað af því að hafa fengið að taka í stýrið á flaggskipi flotans. Aðstoðarmaðurinn er Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri. Gullfoss kom til Færeyja i þessari ferð og tók þar um hundrað Færeyinga, sem hugðust fara til vinnu á íslandi. Þessi prúðbúnu hjón komu um borð með syni sínum til þess að kveðaj hann, og fengum vlð að taka af þeim myndina, sem er hér að neðan í fylgd með Kristjáni Aðalsteinssyni skipstjóra. (Tímamyndir FB) GULLFOSS MED GLÆSTUM BRAG Vetrarferðum m.s. Gullfoss er nú senn lokið, og ísleml- ingar verða að bíða næsta hansts til þess að geta notið sumaraukans svokallaða með því að taka sér far með þessu flaggskipi íslenzka flotans, en vonandi gefst líka mörgum kostur til slíks á vetri kom- anda. x Blaðamaður Túnans brá sér í eina af vetrarferðum Gull- foss fyrir nokkru. Reyndar var varla hægt að segja, að þar hefði verið um sumarauka að ræða, því langt var liðið á vet- ur, en öllu heldur mátti nefna ferðina vorboða. Merki þess, að vorið væri í nánd, fundum við farþegarnir þó varla fyllilega fyrr en á heimleiðinni, þegar skipið kom við í Færeyjum, en þar var þá stillilogn og vor- hlýjan lá í loftinu. En þrátt fyrir allt veður, gott eða vont, er áreiðanlegt. að það er hverjum manni upp- lyfting að bregða sér smáhring með Gullfossi. Þó skyldu menn vera þess minnugir, að það er ekki úr vegi að hafa með sér fáeinar sjóveikispillur, hvað sem öllu öðru líður. Það get- ur komið sér vel. Tíðum leggur Gullfoss leið sína til Hamborgar í vetrar- ferðunum, en þó eru á því undantekningar, og svo fór, að við lentum i Gautaborg í stað Hamborgar Þótti mörgum mið ur, að skipið skyldi ekki fara til borgar St. auli, en ólyg- inn sagði okkur þó, að ef vel hefði verið að gáð, hefði mátt finna næturklúbba í Gauta- borg, sem opnir eru langt fram eftir nóttu. Vel má þó vera, að þeir hefðu ekki staðizt sam- anburðinn við þá þýzku, en á því fékkst engin sönnun, þar sem enginn gat frætt okkur um hvar þessa dýrðlegu staði var að finna. Það hefði held- ur ekki veitt af, að emhver hefði leiðbeint- mönnum um það, hvernig auðveldast var að komast upp í borgina, þar sem GuIHoss lá alllangt þar frá, sem aðalverzlunarhverfið var að finna, og ekki var að þvi að spyrja, að þangað fýsti flesta. Þegar heim átti að halda varð flestum á að taka leigu- bíla, og þótt búast megi við. að menn hafi verið á mjög svipuðum slóðum, kostuðu bíl- arnir mjög mismikið, jafnvei svo, að einn varð að greiða helmingi meira en annar, og þóttist sá viss um, að bílstjór inn hefði ekki válið skemmstu leið til skips. Siglingin frá Gautaborg i Kaupmannahafnar var skemmtilega kyrrlát í saman burði við það, sem verið hafði á leiðinni til Gautaborgar héð- an að heiman. Kunnu menn vel við, hve lítið skipið rugg aði, og sáust nú flest andlit við matborðið. Mátti ekki seinna vera fyrir þá, sem fara ætluðu af í Kaupmannahöfn og hefði verið verr farið heima setið, ef þeir hefðu ið að vera í koju alla leiðin, og missa við það af dýrðlegum kræsingum, sem daglega voru á borð bornar fyrir farþega. Því miður var maturinn svo góður, að marga var farið að dreyma óiþægilega oft um soðna ýsu og skyr, þegar leið að ferðalokum, og enginn áfelldist skipstjórann í þau skipti, sem hann lét ekki sjá sig við matborðið, og |runur, sem síðar var staðfestur, var á, að hann hefði brugðið sér í fyrirmannamessann, til þess að borða jafn ófínan mat og saltkjöt og baunir geta talizt á lúxusskipi Ýmislegt var gert til þess að drepa tímann á meðan Gull foss var á siglingu milli landa. Til voru þeir, sem biðu þess óþreyjufullir dag hvern, að ákveðnu horni í setustofu skips ins væri upplokið, og þótti fyrirhafnarminnst að sitja þar yfir gullnum veigum. Aðrir reyndu sig hins vegar í skák, spilum og öðru slíku. Meðal farþega voru skipsmenn af Susana Reich, sem liðaðist í sundur á Raufarhöfn í vetur, eins og lesendur minnast. Þeir sátu löngum yfir hornskák, og var hún tefld af meiri ákafa, en íslendingar eiga yfirleitt að venjast, enda voru skipverjar flestir Spánverjar, æstir og ákaflyndir mjög. Margir voru þeir, sem vörp- uðu öndinni léttara, þegar lagt var frá bryggju í Kaupmanna- höfn eftir fimm daga dvöl þar. Þóttust þeir hafa staðið sig vel í að eyða sem minnstu af gjald miðli sínum, enda reið á miklu, að eiga eitthvað eftir, þegar til Leith væri komið. Augljóst var bar líka á öllu, að kaupmenn voru ekki vanir því, að þang- að kæmu auralausir og vesæl- ir íslendingar. Þeir eru áreið- anlega ekki margir Edinborg- arbúarnir, a.m.k. ekki þeir, sem kaupsýslu stunda, sem ekki vita nákvæmlega hvaða dag Gullfoss ber að garði, og engan skyldi furða á því, ef einn góðan veð- urdag kæmi í ljós að verðlag verzlana miðaðist að einhverju leyti við þessa daga á alman- akinu. Að minnsta kosti höf- um við sannfrétt ,að einn kaup- maður neri saman höndunum Farþegarnir eiga ekki alltaf auðvelt með að ákveða sig og velja úr kræslngum kalda borðsins á Gullfossi!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.