Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
tíminn
LAUGARDAGUR 3. apríl 1965
Alfreð Þorsteinsson skrifar frá Nyköping:
Oruggur sigur í
fyrsta leiknum
ísleizka unglingalandsliðið vann það finnska með 20-14.
Alf. — Nyköping.
íslenzku pilfarnir voru öruggir sigurvegarar í fyrsfa leik sínum í Norðurlandamóti ungl-
inga í Nyköping, sem hófst í gærkvöldi. Þeir mættu mjög taugaóstyrkir til leiks og gekk illa
í fyrri hálfleik. í hálfleik var staðan þó 9—6 íslandi í vil. í síðari hálfleik var taugaóstyrk-
ur fokinn út í veður og vind, og skoraði Island fljótlega átta mörk meðan Finnarnjr skoruðu
einungis tvö mörk. Staðan var 17—8 og úrslitin ráðin. Lokatölur urðu svo 20—14. Það
voru einkum Geir Hallsteinsson og Hermann Gunnarrson, sem sköruðu framúr í íslenzka lið-
inu. Hvað eftir annað komu þeir finnsku vörninni úr sambandi og skoruðu. Þá voru báðir
markverðirnir, Finnbogi Kristjánsson í fyrri hálfleik og Einar Hákonarson í síðari hálfleik,
góðir.
Nyköpmg á Falstri, þessi um
það bil tuttugu þúsund manna
danska borg, hefur verið í hátíða
skapi vegna Norðurlandamóts
unglinga og meðfram helztu göt-
unum hefur danski fáninn blakt-
að við hún í blíðskaparveðri í dag.
íslenzku piltarnir hafa kunnað vel
að meta góða veðrið, en hins veg-
ar ekki að sama skapi aðbúnaðinn.
Þeim er gert að búa í frekar
litlum sal í kjallara skólahúss,
sem er á næsta leitfl við íþrótta-
höllina í Nyköping. Síðastliðna
nótt var ekki þægilegt fyrir þá
að sofa á köldu steingólfi með
þunnt ullarteþpi sem ábreiðu.
Þægindi voru lítil, t.d. emgin
herðatré að fá til að hengja upp
föt sín og fleira mætti telja.
Ekki þýðir að fást um það, etn
segja verður eins og er, að þessi
aðbúnaður er fyrir neðan aliar
hellur og bitnar jafnt á öllum
þátttökulöndunum, þvi piltarnir
búa allir í þessum sama kjallara.
Sjálft mótið hófst í nýrri íþrótta-
höll í Nyköping kl. 20.15 eftir
dönskum tíma, en þá gengu lið
allra landanna fylktu liði inn í
salinn. Setningarathöfnin var fá-
brotin og voru þjóðsöngvar ekki
leiknir. Eftir stutt hlé hófst svo
fyrsti leikur mótsins, sem var milli
Svíþjóðar og Noregs. Honum lauk
með jafntefli með 14 mörkum
gegn 14. í hálfleik var staðan 8—5.
Finnbogi Kristjánsson
— varði vel í fyrri hálfleik
Mótmæli Islands
tekin til greina
Alf—Nyköbing, föstudag.
Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, var upp-
haflega ákveðið, að íslenzka liðið á Unglingameistara-
móti Norðurlanda léki sína fjóra leiki á tveimur dög-
um, það er tvo leiki á laugardag og sunnudag. fslenzku
fulltrúarnir, Axel Einarsson og Valgeir Ársælsson, mót-
mæltu þessu, þar sem ísland lék á mótinu í fyrra fjóra
leiki á tveimur dögum. Mótmæli þeirra voru tekin til
greina, og leikur því íslenkza liðið sinn fyrsta leik
í kvöld gegn Finnum. Á laugardag verður leikið við
Dani, en Svía og Norðmenn á sunnudag. Þessi breyt-
ing verður tvímælalaust til hagsbóta fyrir íslenzka liðið.
Á fundi handknattleiksleiðtoganna kom fram sú tillaga
að næsta mót yrði háð á íslandi næsta ár. en íslenzku
fulltrúarnir töldu ,að hin nýja íþróttahöll yrði ef til
vill ekki fullgerð fyrir þann tíma, sem mótið á að fara
fram, og verður mótið háð í Finnlandi næsta ár.
Leikurinn við Finna.
íslenzku piltarnir mættu tauga-
óstyrkir til leiks og voru lengi að
finna sig. Geir Hallsteinsson skor-
aði fyrsta markið og litlu síðar
skoraði Hilmar Björnsson 2:0.
Finnsku leifcmennirnir voru líka
lengi að finna sig, en tókst þó
fljótlega að jafna hlut sinn og
skora tvö mörk, 2;2 .íslenzka vörn
in opnaðist illa í bæði skiptin, en
í því fólst aðal-veikleiki varnar-
innar og má það rekja til að-
stæðna í þröngum Hálogalands-
salnum, þar sem íslenzkir hand-
knattleiksm. þurfa ekki að verja
eins homin og í stórum sal. Á
12. mín (leiikið er tvisvar sinnum
25 mínútur) sfcoraði Hermann
Gunnarsson 3:2 fyrir fsland,
brauzt fallega upp í hægra hom-
ið, og Gísli Blöndal skoraði svo
4:2. Enn átti léleg vörn í hornun-
um þátt í því, að Finnar jöfnuðu,
en þeir skorðuð tvö næstu mörk.
Síðarí hluti fyrrí hálfleiks
var vel leikinn af hálfu ís-
lenzku piltanna ,og höfðu þeir
náð í hálfleik forystu, 9:6. f
síðari hálfleik mættu piltarair
svo ákveðnir til leiks, og voru
ekki lengur taugaóstyrkir.
Kaflinn fram á miðjan síðari
hálfleik var mjög góður, og þá
Getr Hallsteinsson (t.v.) og Hermann Gunnarsson voru beztu menn
íslenzka liðsins og komu finnsku vörninni úr sambandi.
var sigurinn tryggður með
átta mörkum, meðan Finnarnir
skoruðu einungis tvisvar sinn.
um og var staðan þá orðin
17:8 — níu marka munur. Und
ir lokin missti íslenzka liðið
örlítið tökin á leiknum, en sigri
liðsins var aldrei ógnað. Loka-
Gísli Blöndal
tölur urðu sem fyrr segir 20:14i
Mörk íslands skoruðu; Geir
5, Hermann 4, Jón, Hilmar og
Ágúst 3 hver og Gísli 2.
Ekki er gott a ðsegja, hvað ís-
lenzku piltunum tekst í þessu
Norðurlandamóti, — eða í leikj-
unum ,sem eftir eru, — það háir
þeim greinilega, að þeir eru óvanir
stórum velli. Sérstaklega á þetta
við um vömina, þar sem homin
eru mjög opin, en í dag leika ís-
lenzku ,-ltarnir gegn Dönum, og
hefst leikurinn kl. 15.30 e. dönsk-
um tíma, en nánar verður hægt að
segja frá þeim leik í sunnudagsbl.
ERLENT LÍFTRYGG-
INGAFÉLAG
FB-Reykjavík, miðvikudag.
Erlent líftryggingafélag, The
International Life Insurance Com-
pany Ltd., hefur ákveðið að opna
útibú hér á landi, og verður það
væntanlega gert eftir einn til einn
og hálfan mánuð. Aðalumboðs-
maður félagsins hér á landi verð-
ur Konráð Axelsson.
Tilgangur félags þessa er að
annast hvers konar líftryggingar,
en það hefur hins vegar ekki með
höndum neinar aðrar tryggingar.
Mun starfsemin verða byggð á
nokkuð öðrum grundvelli en
þeirra tryggingafélaga, sem hér
eru starfandi, en hin nýja tegund
trygginga, sem þarna verður fáan-
leg, er mjög að ryðja sér til rúms
erlendis, að því er Konráð Axels-
son safði í viðtali við blaðið.
Heimili og varnarþing félagsins
er í Englandi, en það hefur um-
boð í öðrum löndum, m.a. í Lux-
emburg.
Fyrir tæpum mánuði var opnuð ný verzlun í Hraunsholtshverfinu, þar sem verzlunin Ás hafði áður ei+t
af útibúum sínum. Nýja verzlunin heitir Garðakjör. Eigandi hennar er Gísli Ingólfsson. Þarna er verzlað
með allar almennar vörur og nýlenduvörur Þetta er eina verzlunin á stóru svæði, en verzlunarþörf
þarna hefur verlð leyst með bílum Heims=ndingar eru á döfinni í Garðakjöri, sem er hin vistlegasta verzl-
un, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. (Tjmamynd KJ)