Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. apríl 1965 TÍMINN n 24 tuttugu sinnum, en þannig lauk þessu ekki alltaf. Þá var honum stundum skipað að standa í keng, og styðja hönd- unum á jörðina og vera í þessum stellingum í lengri tíma. Þegar Yosh hafði einu sinni gengið svo langt að úlnliðs- brjóta einn fangann, skipaði hann honum á eftir að taka sér þessa stöðu. Aðrar aðferðir, sem notaðar voru við hegninguna voru að láta menn standa tímunum saman úti í sólskininu eða láta þá ganga í kringum búðirnar með trédrumb bundna við fætuma. Við allt þetta bættust svo hegningaraðferðir, sem voru alveg furðulegar, og Yosh fann upp á augnablikinu. Einu sinni, þegar hann rakst á Hollending, sem farið hafði upp í mangó-tré í fangabúðunum, skipaði hann svo fyrir, að maðurinn skyldi vera uppi í trénu alla nóttina, úr því að hann hegðaði sér á annað borð eins og api. Það kom oft fyrir, að liðsforingjar og undirliðsforingjar urðu að taka á sig hegningu vegna manna sinna, bæði þeir, sem voru yfir búðunum sjálfum, og þeir sem voru fyrirliðar vinnuflokkanna, og var þeim þá hegnt í augsýn allra mann- anna. Ég varð persónulega fyrir aðkasti meira en fimmtíu sinnum og á mismunandi hátt. Yosh beið oft mánuðum saman, þangað til honum gafst tækifæri til þess að kvelja fólk, sem honum féll sérstaklega illa við, svo barsmíðin fór ekki aðeins eftir glæpnum, sem átti að hafa verið framinn, heldur einnig eftír því, hver það var, sem framdi hann. Undir öllum eðlilegum kringumstæð- um voru vandarhöggin, sem útdeilt var milli tuttugu og þrjátíu. Flest höggin fékk einn úr okkar hópi, tvö hundruð og sjö högg með trékylfu. Hann lét ekki í sér heyra allan tímann og stóð enn uppréttur við síðasta höggið. Yosh varð meira að segja að gefast upp í þetta sinn — hann var of uppgefinn til þess að geta haldið áfram. Maðurinn, sem barinn hafði verið, var á sjúkralistanum í langan tíma á eftir, en hann naut mikillar virðingar Nippanna vegna hug- rekkis síns. Verðimir börðu oftlega mennina í vinnuflokkunum, þar sem þeir voru komnir, svo var sagt frá hýðingunni, þegar til búðanna kom að kvöldi og hún endurtekin, þótt líkamar mannanna væru enn helaumir eftir vandarhöggin fyrr um daginn. Eitt allra versta tilfellið var, þegar Hollendingur einn varð að þola þrjátíu og fimm högg frá verðinum, sem var með vinnuflokknum, og svo tveim klukkustundum síð- ar fjörtíu og átta högg hjá Yosh. Fanginn var enn með meðvitnund, þegar þessu lauk, en blóðið streymdi úr sár- um hans og læknarnir urðu að skera hann upp í sjúkra- húsinu til þess að gera að innvortis meiðslum hans. Sumir urðu nokkurn veginn tilfinningalausir fyrir þess- um óhugnanlegu atburðum, en ég gat aldrei horft á, án þess að mér yrði flökurt, á líkan hátt og þegar maður dett- ur skyndilega. Þetta var grimmd af þeirri tegund, sem við höfðum ekki komizt í kynni við áður, eða svo mikið sem getað ímyndað okkur að væri mögulegt, að einn maður gæti beitt annan. Allir brezku fangarnir höfðu tekið þátt í loft- árásum eða bardögum í landi, og voru þjálfaðir til þess að geta þolað ógnir styrjaldarinnar. En þessi meðferð á manns- líkamanum var þeim algjörlega ný, og dró mjög úr þeim kjarkinn. í bardaga getur maður venjulega svarað fyrir sig, ef á hann er ráðizt, eða að minnsta kosti falið sig, og sé heppnin með hefur hann miklar vonir um að komast und- an ómeiddur. En það var engin vörn gegn Yosh. Ef hann kom höggi á þig með kylfunni sinni, þá var það mjög sárt, og tækist þér ekki að standa á fætur aftur þegjandi, gat þetta átt eftir að verða enn verra. Undir öllum kringum- stæðum voru möguleikarnir á því að hljóta alvarleg meiðsl mjög miklir. Hið breytilega skp Yosh hafði það í för með sér, að mennirnir lifðu á sígjósandi eldfjalli í mannsmynd, eldfjalli, sem gaus skyndilega og vakti bæði skelfingu og kvalir. Þessu fylgdi taugaspenna fyrir menn, sem alltaf voru svangir og liðu þar að auki af alls kyns sjúkdómum og skorti, voru illa klæddir og þjappað saman i þröngum húsakynnum eins og skepnum, og hjá þessari taugaspennu komst enginn. Spennan var svo mikil, að maður varð stöðugt var við hana og hægt var að finna um leið og Yosh hafði yfirgefið f anga- búðirnar og farið í bæinn. Næringarskortur og malaría draga úr líkamlegum styrk mannsins til þess að mæta hegningu, og vítamínskortur gefur undan jafnvægi taugakerfisins og af þessu leiðir, að það er erfitt fyrir menn að horfa á, þegar félagar þeirra eru pyndaðir. Allt þetta varð til þess að skapa stöðugt ör- .yggisleysi í fangabúðunum og andlegt og líkamlegt tjón, sem fangarnir biðu af þessum sökum leiddi marga þeirra til dauða. Samkvæmt upplýsingum, sem David Chubb hefur gefið, en hann var settur yfir brezka hópinn eftir að flestir liðs- foringjarnir höfðu verið sendir til Jövu árið 1943, versnaði ástandið, ef eitthvað var, eftir að þeir fóru. Yosh greip til fjöldahýðinga og David segir, að heilir vinnuflokkar eða íbúar heilla skála hafi fengið hýðingu vegna afbrots eins einstaks manns. MA8EI FYRRI KONAN HANS DENISE ROBBINS 28 aði fyrir okkur? spurði Conrad. Ég flýtti mér að leggja hönd- ina á öxl hans. — Komdu nú, við skulum syngja, sagði ég. En Conrad vék sér frá mér. — Mannstu það, pabbi? spurði hann aftur. — Já, ég man það, svaraði Es- mond stuttlega. — Farið nú að syngja! En geðhrifin töfrandi voru rof in. Ég var óstyrk þegar ég sett- ist við stóran flygilinn. Það var dásamlegt hljóðfæri og Conrad og Kate sungu sálmana —ekki alveg hreint þó. Esmond hrósaði þeim — að mínu viti ekki sérlega sann færandi. Svo sótti hann tösku, opnaði hana og tók fram nokkra böggla sem fengu börnin til að skríkja af kátínu. En hann sagði að þau mættu ekki opna þá fyrr en á jóladagsmorgun. Og svo rétti hann mér líka stóran pakka. — Til yðar. Ég hélt niðri í mér andanum. Gleðin hlaut að sjást berlega á mér, hugsaði ég, þegar ég leit á hann og stamaði einhverjum þakk lætisorðum. — Þér hefðuð ekki átt að gera það . . . ég bjóst ekki við .. . i —Þetta er ekkert, greip hann I fram í fyrir mér. — Aðeins smá viðurkenning vegna þess hvað þér hafið verið framúrskarandi góð við krakkana mína. Þau hafa haft , betra samvistunum við yður en 1 sjálfa yður rennur grun í. — Ég þakka innilega fyrir, sag- ði ég aftur og hélt dauðahaldi um böggulinn og velti fyrir mér hvað í ósköpunum væri í honum. Það skipti raunar ekki megin máli. Böggullinn var frá honum. Og með mína dýrmætu gjöf gekk ég að dyrunum. En þá fór Conrad aftur að tala um móður sína. Hann hafði ekki nefnt hana í marga mánuði, svo að ég býst við það hafi verið jólin sem fengu hann til að hugsa um hana. —Ungfrú Bray spilar betur en mamma gerði, finnst þér það ekki, pabbi? ! — Miklu betur, svaraði Esmond stuttlega og þegar hann sá hversu vandræðaleg ég varð bætti hann lágt við: — Takið þetta ekki nærri yður. — Nei, svaraði ég. Conrad og Kate voru komin út í ganginn. I— Mér þykir bara leiðinlegt . . — Það er ekkert til að minnast á, greip Esmond fram í fyrir mér. — Það er mjög eðlilegt að dreng- urinn tali um mömmu sína. Sér- staklega . . . þegar jólin eru að koma, hann man sjálfsagt síð- ustu jólin með henni. . . Hann hrukkaði ennið og kveikti sér í sígarettu og nú tpk ég eftir, hversu þreytulegur hann var. Hann blés frá sér reyknum og sagði hugsandi: — Börn eru heppin. Endur- minningar þeirra eru sjaldnast beizkju blandnar. Allt er svo eðli- legt og blátt áfram í þeirra aug- um. Þau fyrirgefa og gleyma fljótt. Eg vildi óska, að fullorðna fólkið gæti það líka. — Kannski börn gleymi sínum beizku minningum, vegna þess, að þau deila þeim venjulega með öðrum — það er ekki eins auð- velt fyri fullorðið fólk, sagði ég lágt. — Börn tala út um hlutina; og þar með verða erfiðleikarnir I minni. Esmond fór að ganga fram og aftur um gólfið. Hann hrukkaði ennið. — Það eru einstaka hlut- ir, sem maður verður að bera sjálfur og einn. Þér munduð ef til vill skilja tilfinningar mínar betur, ef ég gæti verið hreinskil- inn við yður, en ég get það ekki. —0, hirðið ekká um, hvað mér finnst, sagði ég fljótmælt. Þetta kemur mér heldur ekki við. — Kæra litla Sheyily — er það nú ekki? Hann brosti allt í einu blíðlega og undur hlýlega til mín. — Jú, ég vona það geri það. Ég roðnaði og vissi ekki, hvað ég átti að segja eða gera. Þess vegna dró ég mig í hlé og fór á eftir börnunum inn í setustof- una. Ég horfði á stóra fallega jóla- tréð við gluggann. Það var fag- urt og skínandi tré en við höfð- um ekki fengið að taka þátt í að skreyta það. Lafði Warr hafði set ið í stólnum sinum og gefið Yv- onne fyrirmæli. Undir trénu lá heill haugur af jólagjöfum, það voru gjafir tii allra í húsinu og þjónarnir meðtaldir. Það var meira að segja ein til mín líka, þótt ég vissi, að Monica Warr hafði ekki gefið mér hana með gleði. Ég sá Esmond ekki meira þetta kvöld. Það var samkvæmi fyrir fullorðna fólkið og ég fór snemma í rúmið. En áður en ég fór upp, sagði lafði Warr mér, að Sophie de la Nette kæmi í heimsókn aft- ur fljótlega. — Bróðir minn er allur annar maður, þegar hún er hérna. Ég vona af ‘öllu hjarta . . . en þér vitið hvað ég vona, er það ekki ungfrú Bray? — Jú, ég veit það, svaraði ég rólega. Eg opnaði ekki böggulinn, sem Esmond gaf mér fyrr en morguninn eftir . . . hann var þungur . . . hvað var eiginlega í honum. Eg vaknaði snemma um morg- uninn. Ég settist upp í rúminu og greip pakkann. Ég notaði langan tíma til að leysa bandið og fjarlægja pappírinn. En loks iá pappírinn á gólfinu og ég starði frá mér numin á Hljómsveita- verk eftir Elgars „The Dream of Gerontius.“ Það var glæsilega inn bundið í blátt skinn með hand- prentuðum silfurbókstöfum. Þetta hafði mig alltaf Iangað til að eiga, en ég hafði aldrei haft ráð á að kaupa það. Ég þekkti tónlistina mjög vel og þótti hún undrafög- ur. Esmond vissi það, því að við höfðum einu sinni talað um þetta. Hann hafði sjálfur oft stjómað þessu verki. Á saurblaðið var skrifað: Til Sheylly Bray Með beztu kveðjum Frá Esmond Torrington. Mjög formleg orð, en þau hlýj- uðu mér vissulega. Eg hélt fast utan um gjöfina, unz ég heyrði hláturinn í Kate og vissi að böm- in kæmu inn til mín eftir augna- blik. Eg gat ekki deilt gleðinni' yfir gjöf minni með neinum ekki einu sinni þeim, og því flýtti ég mér að leggja hana til hliðar, Það eina sem skyggði á gleði mína, var að ég gat ekkert gefið hon- um á móti. I fyrsta lagi hafði ég ekki ráð á að kaupa neitt af því, sem ég hafði viljað, og í öðra lagi fengi lafði Warr örugglega alvar- legt kast, ef ég dirfðist að gefa hon um þó ekki væri nema örlitla jóla- gjöf. Eftir ánægjulega stund með Kate og Conrad fórum við niður til morgunverðar. Esmond borð- aði ekki með okkur eins og hann var vanur, þegar hann var heima. Eg gerði því ráð fyrir að hann væri þreyttur og vildi sofa út. En hann fór með okkur í kirkj- una og það gramdist lafði Warr og sendi samstundis sir Austen einnig með. Ég kraup við hlið mannsins, sem ég elskaði og ég bað fyrir honum. Ég bað að hann mætti verða hamingjusamur aftur, vegna þess, að é§ vissi, að hann var það ekki. Eg vissi, að það sem hafði komið fyrir konu hans, veik ekki úr huga hans og veitti hon- um ekki sálarfrið. Þegar við komum út úr kirkj-. I unni fékk ég að vera ein með honum andartak og ég flýtti mér að þakka honum fyrir gjöfina. — Hún var alveg yndisleg. Ég get ekki lýst, hvað mér þótti vaent um þetta. —Það gleður mig, sagði hann. Eg man, að þér vorað svo hrifn- ar af þessu verki. Einn góðan veðurdag skal ég kenna yður, hvernig á að lesa verkið. — Ó, það væri skemmtilegt, hrópaði ég. Ég kom seint niður til hádeg isverðar. Þegar ég flýtti mér yfir forstofuna áleiðis að borð- stofunni leit ég sem snöggvast á málverkið af Veronicu Torring- ton. — Ó, Veronica, hvíslaði ég ofurlágt. Hvernig gaztu verið gift honum og gerðir hann ekki ham- ingjusaman. Hvað gerðist? Hvað gerðist milli ykkar? Ég átti eftir að fá svör við þessum spurningum og fleirum, sem brunnu ósagðar á vörum mér. Ég varð vitni að því,þegar hulu leyndardóma var lyft og sannleik- urinn um líf og dauða Veronicu Torrington kom í Ijós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.