Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
LAUGARDAGUK 3. aprfl lððS
MINNING
Gunnar Kristjánsson
varzlunarmaður
F. 1. 10. 1911.
D. 21-3. 1965.
í dag er kvaddur hinztu kveðju
Gunnar Kristjánsson verzlunarmað
ur, Granaskjóli 18. Hann andaðist
af hjartabilun fyrir aldur fram.
Gunnar var fæddur á Hjarðar-
bóli, Snæfellsnesi. Foreldrar hans
voru Ragnheiður Benediktsdóttir
og Kristján Þorleifsson sem lengi
bjó á Grund í Grundarfirði, Þor-
leifssonar í Bjamarhöfn, hins
mikla sjáanda og læknis. En sú
ætt er allkunn.
Gunnar ólzt upp'á Snæfellsnesi
við ýmis störf til sjós og lands.
Nokkru fyrir síðari heimsstyrj
öldina flutti hann til Reykjavíkur
og hóf að stunda verzlunarstörf,
sem varð hans ævistarf til dauða
dags. Síðustu ár starfaði hann
við heildverzlun Kristjáns Þor-
valdssonar & Co. Gunnar var öt-
ull starfsmaður og aflaði sér
fljótt trausts og vinsælda í starfi.
28. júní 1945 kvgentist Gunnar
Önnu Sveinsdóttur frá Fossi í
Staðarsveit og var það þeim báð-
um mikið hamingjuspor. Eignuð
ust þau fjóra syni sem enn eru á
uppfræðsluaidri, sá elzti 19 en sá
yngsti 8 ára.
Þau Anna og Gunnar byggðu
upp heimili sitt með gagnkvæmu
trausti og farsælu hjónabandi. Að
Granaskjóli 18 reistu þau fyrir
GULLFOSS
Framhald af 9. síðu
ans, stóð í sakleysi sínu hálf-
vegis á fætur til þess að líta
í kringum sig og glöggva sig
á staðháttum einum eða tveim-
ur viðkomustöðum of fljótt fór
kliður um vagninn, og allir
hristu höfuð til merkis um að
hér ætti ekki að fara úr. Að
lokum tók stúlka við hlið mína
á sig rögg og sagði: — _Nei,
nei, ekki hérna, ekki hérna.
Þú átt ekki að fara út fyrr en
næst. Það var ekki um annað
að gera en setjast aftur og láta
sem minnst á sér bera, en ís-
lendingurinn gat þó að minnsta
kosti verið öruggur um, að
hann yrði ekki látinn villast
í þessu ókunna og framandi
landi, til þess var hann allt
of vel þekktur.
Heimsigling frá Skotlandi
ætti að geta verið þægileg, og
sannarlega er allt gert af skips
ins hálfu til þess að svo megi
vera, en samvizka margra ger-
ir óþægilega vart við sig. Menn
ræða innkaup hver annars,
einn hefur verið prettaður og
látinn kaupa eitthvað allt of
dýru verði, en annar hefur
gert kostakaup. Það versta er
þó, að sú stund nálgast óðum,
þegar fundum manna ber sam-
an við tollverðina íslenzku, og
tilhugsunin ein getur haldið
vöku fyrir ýmsum. En tollverð-
ir kalla ekki ailt ömmu sína,
og láta sér ekki bregða, þótt
fólk sé með hátt í tug af tösk-
um, ef þar er ekki að finna
eitthvað, sem er allt of ólög-
legt! En er líka nokkur furða,
þótt menn óttist dómarana,
þegar þeir hafa kannski keypt
kápur fyrir allt lífið, skó, sem
jafnvel é götum Reykjavíkur
gaatu enzt árum saman. kjóla
og pils á hálfa fjöiskylduna, og
að lokum nokkra stóra blikk-
kassa fulla af ensku kexi á
hafnarbakkanum í Leith!
f.
nokkrum árum framtíðarheimili
sitt af litlum efnum en næmum
smekk og listrænu handbragði.
Notuðu þau vel sínar tómstundir
til að kljúfa þá erfiðleika, sem
ailtaf fylgja þeim framkvæmdum
að eignast sitt eigið þak. Þangað
var gott að koma. TH þeirra flutti
Sveinn faðir Önnu og hefur dvalið
þar eftir að hann varð ekkjumað
ur í meira en áratug..
Eg hygg, að þeir, sem kynntust
Gunnari séu sammála um það, að
þar fór sterkur persónuleiki og
traustur maður í hverju starfi og
hið mesta prúðmenni. Að félags
málum vann hann mikið og var
ósérhlífinn að leggja góðum mál-
um lið. Margir miðaldra Snæfell
ingar minnast þess er hann
skemmti með hljóðfæraleik á sam
komum þeirra og hirti þá lítt um
íyrirhöfn sína þó kaupið væri ekki
mikið né vinnutíminn fastákveð-
inn. Eftir að hann flutti til
Reykjavíkur spilaði hann tals-
vert í hljómsveitum við miklar
vinsældir.
í félagi Snæfellinga og Hnapp-
dæla vann hann mikið, sér-
staklega á síðari árum. Var hann
ávallt boðinn og búinn til starfs
til að sinna ýmsum tímafrekum
útréttingum fyrir félagið þegar
það þurfti á að halda sem oft kom
fyrir.
Gunnar var einn af þeim mönn
um sem gott var að blanda geði
við, en svo var og um föður hans.
Man ég vel að alltaf var það
stórviðburður er Kristján á Grund
kom suður í Staðarsveit, svo fróð
ur var hann og skemmtilegur, og
höfðingi í sjón og reynd.
Gunnar mun minnisstæður
þeim sem kynntust honum, því
hann setti svip á sitt umhverfi,
'hvort sem það var í fámenni
heimabyggðar eða fjölmenni höf
uðborgarinnar. Fyrir góða kynn
ingu viljum við vinir hans og
samferðamenn þakka.
Eiginkonu hans, börnum og öðr-
um ættingjum votta ég innileg-
ustu samúð.
Megi minningin um góðan
dreng vera þeim styrkur í þungri
raun.
Þórður Kárason.
Björk Unnur Halldórsdóttir
Fædd 7. júlí 1941 - dáin 12. febni
ar 1965.
Kveðja frá fjölskyldunni í Vatns-
dal í Fljótshlíð.
„Guð leiði þig, en líkni mér,
sem lengur má ei fylgja þér.“
Hugurinn fyllist af þökk til þín,
Þessi er hjartans bænin mín.
Guð leiði þig.
Fegurstu blómin eru viðkvæm
ust. Þegar þau birtast í yndisleik
sínum gleðja þau og lífga allt um-
hverfi sitt. En blómaævin er
skammvinn og stutt, þegar þau
falla til foldar aftur, verður allt
svo autt og dimmt á ný.
Eins var um æviskeið þitt, kæra
vlna. Það varð aðeins 24 ár — og
aðeins brot eitt af þeim stutta
tíma fengum við að njóta þeirrar
gleði og þeirrar birtu, sem þú
jafnan barst með þér, hvar sem
þú fórst. Því að þú áttir svo bjart
an, svo glaðan og hlýjan hug, —
svo jákvæða afstöðu til lífsins og
tilverunnar, —■ þrátt fyrir þrálát
og langvarandi veikindi þín, og
þjáningar, sem þú löngum máttir
þess vegna líða.
Það þarf styrk og hugrekki til
þess að bera þannig þungbær veik
indi, án æðru eða kvíða, en geta
þvert á móti um leið verið öðrum
til gleði og uppörvunar og hugar
styrkingar allt til síðustu stundar.
Þennan styrk og þetta hugrekki
áttir þú í ríkum mæli, og sannað
ist það bókstaflega í lífi þínu að
mátturinn fullkomnast í veik-
leikanum", því að þú veittir okk
ur öllum af þínum sálarstyrk, —
og af þinni óbugandi bjartsýni og
lífsgleði.
Og við finnum okkur auðugri and
lega fyrir hin stuttu en hugljúfu
kynni, er okkur veittust.
Og nú er leiðir skilja, viljum við
iaf hjarta þakka þér þetta allt. —
| Þakka þér fyrir þína elskulegu
framkomu, fyrir brosin björtu og
yndislegu, já fyrir allar þær hug
ljúfu minningar, er þú lætur eftir
þig í hugum okkar allra, og áfram
munu bera birtu þar, þótt skyggt
hafi yfir leiðum okkar um stund.
Og það skal þá einnig „huggun
harmi gegn að muna hve sál þín
var fögur og vel af guði gerð.-‘
Því getum við einnig fagnað
með þér yfir þeirri líkn og lausn,
sem fengin er, frá þjáningum og
þrautum. Og við biðjum algóðan
guð og föður okkar allra, að
styrkja, hugga og leiða ástvini
þína alla.
Hann leiði þig á sínum lífsins
og ljóssins brautum.
Ung í blóma, lífsins varstu
kölluð burt, frá vinum þínum,
Allt það góða og fegurð sástu
það ég finn í huga mínum.
Sextugur í dag:
Þorkell Guðmundsson
í dag er sextíu ára Þorkell
Guðmundsson fyrrverandi bóndi
og kaupfélagsstjóri á Óspakseyri í
Bitru, nú húsvörður hjá Samb.
ísl. Samvinnufélaga í Reykjavík.
Það er nú svo að á vissum
tímamótum í ævi manna vilja
brjótast fram endurminningar í
ríkari mæli en venjulega, einkum
ef þær eru þess eðlis, að þær
minni á æskuárin, og önnur vin
samleg kynni samferðamannanna.
Þannig er það með mig í dag, þeg-
ar Þorkell vinur minn fer að
klífa á sjöunda ævituginn. í til-
efni þess langar mig að festa
á blað, nofekra punkta úr lífi
þessa ágæta drengs.
Þorkell er fæddur að Melum
í Árneshreppi í Strandasýslu 3.
apríl 1905, sonur hjónanna þar
Guðmundar sál. Guðmundssonar
og Elísabetar Guðmundsdóttur
Péturssonar frá Ófeigsfírði, hins
kunna félagsfrömuðar, og sjósókn
ara. Þorkell er 1 af 12 systkin-
um er komust til fullorðinsára,
og sem öll eru hið mesta mynd-
ar- og dugnaðarfólk. Er dugnaður
og harðfylgi mjög áberandi í
þessum ættum.
Til fermingaraldurs dvaldi Þor
kell á heimili foreldra sinna í glöð
um systkinahópi, en þá flytur
hann til móðursystur sinnar Jens-
ínu Guðmundsdóttux á Óspaks-
eyri, og manns hennar Sigurgeirs
Ásgeirssonar fyrrv. skólastjóra
unglingaskólans á Heydalsá. Naut
hann hjá þeim hjónum ástríkí og
umönnunar eins og hann væri
þeirra sonur, og vann hann við
bú þeirra hjóna um allmörg ár.
Fljótt kom í Ijós að Þorkell
myndi ekki vorða neinn eftirbát-
ur frænda sinna hvað dugnað og
á'huga snerti, enda var hann ung
ur að árum, er hann tók að
mestu við forsjá búsins á Óspaks
eyri — og fórst það á allan hátt
vel úr hendi.
Á unglings og þroskaárum Þor-
kels, var stofnað ungmennafélag
í Óspakseyrarhreppi, varð hann
fljótt góður liðsmaður þar. Á
þeim árum var meiri íþróttaá-
hugi í sveitunum en nú, og var j Bitrunesi, enda hygg ég að hug-
þá keppt í ýmsum greinum, þar ! ur hans dvelji þar löngum, eftir
á meðal var kappsláttur hafður á ! að hann flutti til Reykjavikur.
mörgum skemmtisamkomum. Þar; Heimili þeirra hjóna var rómað
varð Þorkell oft sígurvegari bæði j fyrir gestrisni og rausn, enda fá-
innan síns félags og eins í keppni ir dagar, svo að gestir væru ekki
milli sveita, enda var hann hey- á Óspakseyri, og búst ég við að
skaparmaður með afbrigðum. svo verði hvar sem þau hjón
Þorkell kvæntist árið 1935 verða búsett.
Með búskapnum hafði Þorkell
á hendur ýms önnur störf, þar á
meðal póstafgreiðslu, símaþjón-
ustu, hreppsnefndar- og skattá-
nefndarstörf.
Árið 1942 var Kaupfélag Bitru
fjarðar stofnað, var Þorkell þá
ráðinn kaupfélagsstjórí og hafði
það starf á hendi þangað til að
hann flutti frá Óspakseyri. Áður
var hann við afgreiðslustörf um
nokkur ár hjá Útibúi Kf. Hrútfirð
inga á Óspakseyri.
Starf Þorkels við
Bitrufjarðar ásamt
manni hans Magnúsi
syni á Þambarvöllum var með
þeim hætti rekið á óeigingjaman
hátt að til eíndæma má teljast —
og sem gerði það að verkum að
þetta litla kaupfélag þoldi á all
an hátt hlutfallslegan samanburð
við stærri félög, hvað verðlag og
rekstrarafkomu snerti.
Þorkell er maður tryggur í
lund, og vinfastur og með afbrigð
um greiðvikinn. Hann er alltaf
boðinn og búinn að reka erindi
fyrir sína gömlu sveitunga , í
Kaupfélag
meðstarfs-
Kristjáns-
Ástríði Ingibjörgu Stefánsdóttur
frá Kleifum í Gílsfirði hinni á-
gætustu konu, enis og hún á ætt
til. Eiga þau 4 efnilega syni, Sig
urgeir, Stefán, Ingimar og Gylfa.
Bjuggu þau hjón á Óspakseyri til
ársins 1961 er þau fluttu til
Reykjavíkur og Þorkell tók við
húsvarðarstarfi hjá Samb. ísl.
Samvinnufélaga. Er mér kunn-
ugt um að hann er vinsæll í því
starfi.
Unnur mín, þú reyndir mikið,
stríðið langa fylgdi þér.
Nú er runnið æviskeiðið
þrautir allar liðnar hér.
Sárt í harmi þungt í huga
Björkin fagra féll svo skjótt
svona er með blessuð blómin
þau fölna á einni hélunótt.
Nú er komin hinzta kveðjan
minningarnar þerra tár,
Svona er hún kærleiks keðjan
og tímar lækna okkar sár.
Við sjáumst næst á sólarlandi
vorið bjarta blómum stráð
felum guði. hans er vandi
hans er vilji, bezt hans ráð.
Eg vil svo að endingu þakka
þér Þorkell minn fyrir hugljúf
kynni allt frá æskuárum okkar,
og ánægjulegt samstarf á ýmsum
sviðum fyrr og síðar. Þá vil ég
einnig þakka allar ánægjustund
imar á heimil ykkar, og óska
þess að þar megi ríkja farsæld
og gleði um_ ókomin ár.
Ólafur E. Einarsson.
SKÁLDSAGA
Framhald af 5. síðn.
gegn, jafnvel í skopstælingunni.
Ef ti1 'dll er það að þakka
óákveðinni afstöðu höfundar-.
ins til söguhetju sinnar, að bók
in er jafn skemmtileg aflestr
ar og raun ber vitni. Eftirfar-
andi tílvitnun er ef til vill tákn
ræn um afstöðu höfundarins:
„Þó að ég hverfi einhvern
tíma undan merkjum Fenste
makers verður það ekki af því,
að ég hafi misst. trúna á hann.
Þvert á móti. Eg kynni að
öðlast svo mikla trú á hann að
ég gæti misst trúna á sjálfan
mig, en það þolum við ekki.
Það er spurningin um sjálfs-
bjargarviðleitnina og etokert
annað.“