Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
LAUGARDAGUR 3. apríl 1965
ARLIS II
Framhaia aí 1. síðu.
að dvölin á Arlis yrði um tveir
tímar, en sökum veðurs á Kefla
’ííkurflugvelli varð úr að blaða
mennirnir dvöldu á eynni í sólar
hring. Eins og skýrt hefur verið
Rest hest knddar
Endurnýjuni aömlu sængurnai
eigum dún is fiðurheir ver
æðardúns- gæsadíinssængui
»p kodda ai ýmsum stærðum
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig .t — Simi 18740
(Örfá skrei trá Laugavegi)
AurIvsíö í límanum
frá, þá fara þarna fram nákvæm
ar veðurathuganír, dýptarmæling
ar, mælingar á reki íseyjunnar,
rannsóknir á hafinu, rannsóknir
á sjávardýrum og sjávarhita og
svona mætti lengi telja. Sökum
þess hve sunnarlega íseyjan er
komin er gert ráð fyrir að vísinda
mennírnir og mælitæki þeirra
verði flutt af Arlis innan mánað
ar.
Heimsóknin til íseyjunnar var
í alla staði mjög ánægjuleg og
fróðleg. Vísindamennirnir sýndu
gestunum helztu tæki og skýrðu
verkefnin, sem þeir unnu að. Þar
sem tíminn styttist óðum hjá þeim
er unnið svo til myrkranna á
milli enda margt ógert enn. Dval-
armenn eru nú óvenjumargir, eða
um tuttugu, en það er vegna þess
að verið er að undirbúa brott
flutningana. Vanalega eru þarna
um 12 tíl 15 menn í einu, megnið
af þeim eru vísindamenn frá hin
um ýmsu háskólum í Bandaríkj
unum, auk þríggja vísindamanna
frá Japan. Þá eru þarna aðstoð
armenn, þar af fjórir Eskimóar
frá Alaska.
Fréttamenn notuðu tímann vel
til að kynnast sem bezt viðfangs
efnum vísindamannanna. Vegna
þess, að dvalartíminn lengdist ó-
vænt, notuðu þeir tímann einnig
til að kanna umhverfið. Veður
var mjög gott, bjart og stillt, en
tuttugu stiga frost, sem ekki þyk-
ir hart á þessum slóðum. Þar sem
ekki er gert ráð fyrir gestagangi
á Arlis II, urðu fréttamenn að
hreiðra um sig í nótt á gólfinu í
matstofunni, að einum undanskild
um. Blaðakona Morgunblaðsins,
Elín Pálmadóttir, var með í för-
ini, en hún er fyrsta konan, sem
stígur fæti sínum á íseyjuna, enda
var henni tekið með kostum og
kynjum.
Nánar verður sagt frá þessari
heimskautaferð íslenzku blaða-
mannann til íseyjunnar Arlis II
hér í blaðinu eftir nokkra daga.
VOPNAFJÖRÐUR
Framhald af 16 síðu.
Inni á Bakkaflóa er einnig tals-
verður ís, svo og undan Digra-
nesi. Vopnafjörður er að mestu
leyti íslaús, svo og Héraðsflói,
og aðeins íshröngl er á Borgar-
firði eystra. fs liggur að landi við
Almenningsfles og Gletting, og
síðan er íshröngl suður með landi,
suður undir Gerpi ,en við sáum
ekki ís þar fyrir sunnan, enda var
þar þoka. ístungan er um tíu mílur
á breidd út af Gletting, en mjókk-
ar éftir því, sem sunnar dregur.
Seyðisfjörður virðist vera sæmi
lega fær eins 8g er, og Þór fór
þangað í dag, og Norðfjarðarflóinn
virðist vera vel fær, ef farið er
sunnan til í honum. Eg tel, að
unnt ætti að vera að brjótast til
Vopnafjarðar, eins og nú er .
Þröstur kvað svo líta út sem
mjög lítil hreyfing hefði verið á
ísnum, nema hvað hann hefði
heldur dreift úr sér fyrir Norður-
landi. Hann kvaðst telja unnt að
sigla til Grímseyjar, einkum ef
fyrst væri farið austur undir Mán-
áreyjar og svo þaðan út. Þröstur
kvað þá ekkert kvikt hafa séð í
ísnum, utan mikinn svartfugl við
Hornið.
BERLÍN
Framhald af 1. síðu
sagði í Bonn, að vestur-
þýzka þingið muni nota rétt
sinn til þess að halda fundi
í Vestur-Berlín á sama hátt
og austur-þýzka þingið kem-
ur saman til fundar í Aust-
ur-Berlín. Á þingfundi þess-
um verður Ludwig Erhard,
kanslari, og flestir vestur-
þýzku ráðherrarnir.
Tilkynnt var í Austur-Berl
ín í dag, að sovézkar og
austur-þýzkar herdeildir
muni halda heræfingar fyr-
ir vestan Berlín dagana 5.
—11. apríl, og er talið, að
þetta sé einnig gert vegna
hins fyrirhugaða fundar
vestur-þýzka þingsins í
Vestur-Berlín.
MOSFELLSKIRKJA
Framhald af 16. síðu.
■ er ekki stór, en forkunnar vönd
uð og að ýmsu nýstárleg í snið
um. Hefir Ragnar Emilsson arki
| tekt teiknað kirkjuna og ráðið
| gerð hennar innan stokks og utan.
j Til þessarar kirkju er stofnað
[ með sérstökum hætti. Þegar Stef
án Þorláksson hreppstjóri í
Reykjadal féll frá árið 1959,
kvað hann svo á í erfðaskrá sinni,
j að þorrí eigna sinna skyldi renna
J í sjóð til að reisa að nýju kirkju
í að Mosfelli. Var þessi gjöf hans
tvímælalaust verðmætari en
flestar aðrar, sem gefnar hafa
verið frá upphafi byggðar á fs-
landi. Hluta þessara eigna hefir
verið varið til að reisa nýju kirkj
una.
GISTIHÝSIN Á HÚSAFELLI
Framhald af 16 síðu.
eru burstlaga og eru svefnpláss
fyrir sex menn i hverju húsi með
góðu mótí, en eina nóttina á sl.
sumri gistu 20 manns í húsunum,
og þótti fara vel um sig.
Margir fagrir og sérkennilegir
staðir eru í nágrenni Húsafells,
sem ferðalangar hafa gaman af
að skoða Má þar nefna Húsa-
| fellsskóg, Surtshelli marga fagra
1 staði niður með Hvítá, auk þess
sem stutt er upp að jöklum, og
áreiðanlega hægt að vera á skíð
j um i einhverjum sköflum fyrir
- neðan jöklana á sumrin.
D R A K A vírar og kaplar
OFTAST FYRIRLIGGJANDI
Plastkapall: 2x1,5 qmm 3x1.5 — 2.5 — 4 og
6 qmm 4x1,5 — 2,5 — 4 og 6 qmm
Gúmmíkapall: 2x0,75 — 1 qmm — 1,5 qmm.
3x1.5 — 2,5 og 4 mm 4x4 qmm.
Lampasnúra: Flöt-sívö) v " lrórn úmsir litir
2x0,75 qmm.
Ídráttarvír 1.5 qmm
DRAKAUMBOÐIÐ
Raftækjaverzlun Islands n >
Skólav 3. símar 17975/76.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Ríkisútvarpið
Tónleikar
ENDURTEKNIR
í Háskólabíói sunnudaginn 4. apríl kl. 15
Stjórnandi: Dr. Róbert Abraham Ottósson
Efnisskrá. BACH: MAGNIFICAT
STRAVINSKY. SÁLMASINFÓNÍA
Einsöngvarar og söngsveitin Fílharmonía.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar Austurstræti og bókabúðum Lárusar Blöndal Skóla
vörðustíg og Vesturveri.
Úrskurðlr og leiðbemingar
um söluskatt
hefur Skattstofa Reykjavíkur gefið út og látið
prenta í bókarformi. Bókin er ti! sölu á Skattstof-
unni, söluskattsdeild. Einnig er hægt að panta
bókina hjá skattstjórum utan Reykjavikur.
SKATTSTJÓRINN I REYKJAVIK
SÍLDARFLUTN.
Framhald af 6. síðu
að bæta úr atvinnuleysinu nyrðra,
sem þeim hefur mistekizt að fram-
kvæma með öðrum hætti.
Þetta er kannski allt skiljan-
legt, en við hér á Austurlandi get-
um ekkki sætt okkur við þessa
lausn málanna og verðum að lík-
indum að gera gagnráðstafanir.
Gagnráðstafanir eru auðveldar ef
samstaða næst um þær, en líklega
yrðu þær að vera dálítið ákveðn-
ar, kannski harkalegar. En hvað
skal gera þegar flotinn birtist til
að taka síldina frá vinnslustöðvun
um hér og flytja hana til fjar-
lægra hafna .Það jafngildir því, að
taka frá okkur aðal lífsbjörgina.
Ég geri heldur ekki ráð fyrir
því, að sjómönnum og útgerðar-
mönnum um land allt þyki sann-
gjarnt, að þeir verið látnir borga
atvinnubætur á hinum og þessum
stöðum, með því að láta taka fleiri
krónur af sílarverðinu, til þess að
hægt sé að flytja síldina milli
staða og skapa atvinnu við vinnslu
hennar á stöðum fjarri veiðisvæð-
unum.
Eðlilegri lausn.
Fáir munu hafa betri aðstöðu
til að skilja ástandið í hinum norð
lenzku síldarbæjum, en einmitt
við Austfirðingar, því við erum
gagnkunnugir slíku atvinnu-
ástandi, enda datt engum í hug
að flytja síld til okkar, meðan
hún enn dvaldist á miðunum norð
anlands. En við getum ekki fellt
okkur við þá aðferð sem virðist
eiga að hafa stöðum þessum til
bjargar. Hins vegar virðist mér
aðrar ieiðir færar og miklu eðli-
legri í framkvæmd en síldarflutn-
ingar.
Ég hef áður drepið á það, að
síldarflutningaskip kostuðu mikið
fé, t.d. 20 til 30 milljónir króna,
sbr. skip verksmiðjunnar á
Kletti. Eigi að kaupa mörg slík
skip er upphæðin ekki lengi að
stækka. Væri nú hætt við þessi
skipakaup hlyti að vera unnt að
verja svona eins og hundrað
milljónum af skipakaupafénu til
þess að byggja upp atvinnufyrir-
tæki á þeim stöðum, sem nú eru,
verst settir. Þetta væri miklu eðli
legra, hagkvæmara, heiðarlegra og
umfram allt skynsamlegra, en að
eyða fé í það að skaða síldariðn-
aðinn á Austfjörðum og Austur-
landi í heild, jafnframt því sem
á síldarútveginn væru lagðar þung
ar byrðar.
Við Austfirðingar myndum held
ur ekki sætta okkur við slíka með-
ferð. Einu síldarflutningarnir sem
mér finnst koma til greina er að
fiytja eitthvað af síld milli staða
til að fyrirbyggja of löng löndun-
arstopp.
Alþingi ályktar. — Niður-
lagsorð.
Ég hef nú sýnt fram á það, að
austfirzki síldariðnaðurinn er of
afkastamikill og of dýr, til þess
að forsvaranlegt sé að veita iion-
um slíkt tilræði og nú virðist
stemmt að með skipulögðum burt-
flutningi á því hráefni, sem hann
hlýtur að byggjast á.
Ég hef líka sýnt fram á það,
að það eru of dýrar atvinnubæt-
ur að ætla sér að láta austfirzka
síld bæta úr atvinnuleysi norðan-
lands og vestan.
En ef forsvarsmenn þessara
staða, geta alls ekki fundið aðra
lausn á vandanum en flutning á
síld héðan og þangað, þá vildi ég
mega benda þeim á það í fullri
vinsemd, að einfaldasta og ódýr-
asta lausnin og alveg eins skyn-
samleg og hin, væri sú, að Björn
Jónsson og Jón Kjartansson og
félagar þeirra beittu sér fyrir sam
þykkt nýrrar þingsályktunartillögu
um málið og gæti hún hljóðað eitt
hvað á þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á rík
isstjórnina að hlutast til um það,
að síld sú sem nú heldur sig á
Austfjarðamiðum, flytji sig á mið-
in fyrir norðan land hið fyrsta
og eigi síðar en 1. júlí 1965.
Á VÍÐAVANGI
Framhald af 3. síðu
ið frá sér fara um þetta mál.
Það skyldi þó aldrei eiga eftir
að ske, að augu Vísisritstjórans
opnist enn betur fyrir íslenzk-
um sjónarmiðum alúmín-
verksniiðjumálsins. Það væri
ekki lítið fagnaðarefni. Ýmsir
eru að geta sér þess til, að
honum hafi ofboðið svo blinda
Eyjólfs Konráðs, er hann
hlýddi á ræðu hans á stúdenta-
fundinum sem fundarstjóri, að
hann tók að eygja skímu.
KU KLUX KLAN
Framhald af 3. síðu
úr því fóru áhrif hennar að
minnka mi&ið. í kringum 1930
voru félágsmenn orðnir um
30-000, og þeir sem eftir .voru í
kringum 1939 voru ásakaðir fyrir
að vera í tygjum við nazista. Ár-
ið 1944 reyndi stjórnin að rukka
hreyfinguna um ógreidda skatta,
að upphæð 686.000 dollara, sem
orsakaði að hreyfingin hætti all
snögglega.
í kringum 1950 fór svo aftur
að bera á þessum ’ ófögnuði, sem
síðan hefur farið ört vaxandi. í
dag er álitið að KKK-hreyfingin
sé í 30—40 deildum, og meðlim-
irnir eru a. m. k. 35.000. Þeir
halda áfram fyrri háttum að fela
sig á bak við hvíta kufla og
fremja glæpi sina að næturlagi.
Nú hefur þjóðinni ofboðið glæpa
starfsemin og Lyndon Johnson ætl
ar sér í eitt skipti fyrir öll að
stemma stigu við Ku Klux Klan
hreyfingunnj. Það er von allra að
hægt verði að útrýma þessu glæpa
félagi, sem frekar hefði átt heima
aftur í fornöld, en í nútíma þjóð-
félagi.
ÞAKKARAVORP
Hjartanlega þakka ég öllum mínum rnörgu vinum og
ættingjum. sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu
22. þ.m. Sérstaklega þakka ég félagskonum Hringsins
í Stykkishólmi, sem héldu mér veglegt samsæti og gáfu
mér stórar gjafir.
Guð blessi ykkur öll.
Kristjana V. Hannesdóttir.
MóSir okkar og tengdamóBlr
Kristín Mensaldersdóttir,
lézt aS heimili sínu Bergl, Keflavík 1. apríl s.l.
Fyrir hönd dætra og tengdasona.
Nikulaj Elfasson, Kristjana Jóns