Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 3. apríl 1965
TÍMINN
Hrólfur Ingólfsson:
Síldarflutningar
frá Austfjörðum
Alþingi ályktar . . .
Furðulegar umræður hafa að
undanfömu átt sér stað um síld-
arflutninga í stórum stíl af Aust-
fjarðamiðum til annarra lands
hluta.
Hér á eftir verður mál þetta
rætt lítillega og þá drepið á ýmis-
legt sem um það hefur verið tal-
að og skrifað.
Silfur hafsins er viðsjált.
Síldin hefur löngum þótt við-
sjál. Hún hefur gert menn auð-
uga og hún hefur líka gert menn
að öreigum. Hún hefur byggt upp
þorp og blómlega bæi. Síðan hef-
ur hún horfið i djúp hafsins og
komið fram á allt öðrum veiði-
slóðum, víðsfjarri hinum fyrri.
Margir staðir á Austur- og Norð
urlandi hafa orðið fyrir þessum
brögðum síldarinnar og enn er
hún söm við sig, það sýnir reynsla
síðustu ára.
Nokkur dæmi.
Norðmenn hófu að salta síld á
Austfjörðum löngu fyrir aldamót.
Sú síldarvinna átti ekki hvað sízt
þátt í-hinni miklu uppbyggingu á
Austfjörðum, t.d. Seyðisfirði,
beggja megin aldamótanna.
En einn góðan veðurdag flutti
síldin sig og nú til Norðurlands,
þar sem hún hefur e.t.v. verið bú-
in að vera áður, hvað enginn veit.
Og nú hófst mikil uppbygging
á Norðurlandi af völdum síldar-
innar, eins og áður á Austfjörð-
um. Siglufjörður varð miðstöð síld
ariðnaðarins í landinu og þar voru
byggðar söltunarstöðvar og verk-
smiðjur, margar verksmiðjur. Fjár
festingin hefur ábyggilega numið
háum fjárhæðum á þeirra tíma
mælikvarða.
Fyrir 18—19 árum fór að bera á
því, að síldargengd var minnkandi
á síldarmiðum norðanlands. Þessi
breyting var upphaf að löngum
síldarleysistíma, sem endaði með
því, a.m.k. í bili, að síldin hvarf
algerlega frá Norðurlandi og s.l.
ár veiddist þar alls engin síld.
Hins vegar brá nú svo við, að
síld fór að veiðast fyrir Austur-
landi og s.l. ár, sem var algert
metár í sögu síldveiðanna, veidd-
ist öll síldin á Austurlandsmiðum.
Þannig má segja, að á nokkrum
áratugum hafi síldin farið í hring,
því upphaf síldveiðanna var á Aust
fjörðum, síðan flytjast þær til
Norðurlands og standa þar
nokkra áratugi en nú virðist hún
hafa flutzt aftur til sinna fyrri
heimkynna. Austfjarða.
Þessar sveiflur skapa að sjálf-
sögðu erfiðleika.
Á sínum tíma hefur það ábyggi-
lega valdið miklum örðugleikum
hér eystra, þegar síldveiðarnar
iögðust af hér á Austfjörðum. Það
fer heldur ekki á milli mála, að
síldarleysið veldur mjög miklum
örðugleikum norðanlands, sérstak
lega á Siglufirði, þar sem mið-
stöð síldveiðanna norðanlands
var og meftallt athafnalíf byggð-
ist á sxldveiðunum. Það er þess
vegna ekkert undarlegt við það,
að rætt sé um einhverjar úrbætur
á atvinnuástandi í hinuin norð-
lenzku síldarbæjum — enda hef-
ur margt verið um það mál rætt,
þó minna virðist hafa orðið úr
framkvæmrlurr>
Nýjasta bjargráðið.
Nú hafa ýmsir „vísir“ menn j
fundið upp ráð til að rétta við
atvinnuástandið á Siglufirði og
kannski víðar norðanlands, en það
er að flytja síld í stórum stíl af
Austfjarðamiðum til Norðurlands
hafna og raunar víðar, þar á með-
al til Bolungavíkur og Reykjavík-
ur.
Mér finnst margi við þessa
nýju stefnu í atvinnumálum að
athuga og ekki síður málflutning
þeirra manna, sem eru þar aðaj
málflytjendum. Mun ég því hér á
eftir gera nokkrar athugasemdir
við hann. Síðan mun ég gera
nokkra grein fyrir uppbyggingu
síldariðnaðarins hér fyrir austan
og afköstum hans til síldarvinnslu.
Málflutningur Björns Jóns-
sonar, alþingismans.
Björn Júnsson og Ragnar Arn-
alds hafa flutt þingsályktunartil-
lögu urn flutning síldar i stórum
stíl og stofpun sildarflutningamið-
stöðvar. FrámsÖ^tiryða B.J. urfr'til
lögu þessa birtist i Þjóðviljan-
um 9. marz s.l. og er hún að ýmsu
leyti hin furðulegasta.
M.a. segir Björn, að flutningar
síldarinnar myndu spara hundruð
milljóna í fjárfestingu árlega í
verksmiðjum og vinnslustöðvum.
Ég spyr: „Hvar á að fjárfesta
öll þessi ósköp“?
B.J. segir, að ef ekki verði ráð-
ist í síldarflutninga eins og hann
leggur til, muni það fyrr eða síð-
ar koma niður á sjómönnum og
útvegsmönnum í lækkuðu síldar-
verði.
Þær litlu tilraunir, sem þegar
hafa átt sér stað með flutning á
síld frá fjarlægum miðum hafa
leitt það i ljós, að flutningskostn-
aður á hvert mál hefur numið frá
rúmum 40 krónum upp í 68 krón-
ur á hvert mál sildar.
Hver heldur Björn Jónsson að
hafi greitt flutningskostnað síldar
innar ef ekki sjómenn og útvegs-
menn í lækkuðu síldarverði?
Býst Björn Jónsson við því, að
kostnaður við síldarflutningana
verði greiddur á annan hátt en
þann, að hafa hráefnisverðið lægra
sem flutningskostnaðinum nem-
ur?
En vill Bjórn ekki vera svo vin-
samlegur að birta útreikninga sína
um það, á hvern hátt hann hyggst
hækka síldarverðið eða a.m.k. fyr-
irbyggja lækkun þess, með flutn-
ingi síldarinnar um óravegu?
Hvað viðvíkur fullyrðingum B.J.
um væntanlega fjárfestingu í síld-
ariðnaðinum, mun ég víkja sér-
staklega að því síðar í þessum
línum, en vil hér benda á það,
að ég fæ ekki betur séð, eins og
sakir standa, en að mesta fjár-
festingin sem nú virðist framund-
an í sambandi við síldarvinnslu,
sé fjárfesting í síldarflutningaskip
um. Eða hefur B.J .kannski ekki
reiknað með honum? Hann hefur
þá senhilega ekki gert sér grein
fyrir því, að aðeins eitt slíkt skip,
t.d. það sem verksmiðjan á Kletti
hefur fest kaup á mun, með breyt-
Hrólfur Ingólfsson
ingiun sndurbótum, kosta
álíka mikið og ný 20Ö0 mála sfld-
arverksmiðja, eða jafnvel stærri.
Og svo heldur maðurinn að síld-
arflutningar séu bjargræði til að
halda síldarverðinu uppi og spara
fjárfestingu
Bolungarvíkurævintýrið.
þrfáum árum var 'liyggð
síldaryerksmiðja í Boluiigqryík.
Éngán!Iieí ég fýfirhitl sem hefur
getað gefið mér skýringu á því
æfintýri að byggja þar síldarverk-
smiðju, enda ekki vitað um síld-
veiði þar nærlendis áratugum sam
an. Má segja, að verksrriiðja þessi
hefði verið mun betur sett hér
uppi á Fljótsdalshéraði, því síld-
arflutningar þangað yrðu ábyggi-
lega ódýrari en frá Austfjarðamið
um til Bolungarvíkur.
Hins vegar hafa fyrirmenn verk
smiðju þessarar haft uppi tölu-
verða tilburði og gerðu m.a. til
raunir með flutning síldar til verk
smiðjunnar í tankskipi s.l. sumar,
með aðstoð ríkissjóðs.
Tilraunir þessar gáfust að flestu
leyti illa. Hins vegar hefur verið
haldið uppi heilmiklum áróðri um
þær, en vandlega þagað um það,
hvað marga daga tók að losa skip-
ið og reynt að fara sem hljóðleg-
ast með það, að aldrei tókst að
ræma skipið til fulls með dælun-
um.
En þrátt fyrir það, að
verksmiðja þessi er byggð á al-
gerlega vonlausum stað hvað hrá-
efnisöflun viðkemur og þrátt fyr-
ir það, að tilraunir þær sem til
hráefnisöflunar voru gerðar s.l.
sumar mistókust algerlega — samt
á að halda þeim áfram og að
því er virðist auka þær.
Jón Kjartansson töfrar fram
60 milljónir.
Jón Kjartansson, fyrrv. bæjar-
stjóri á Siglufirði og nú varaþing-
maður, tók feginshendi • við til-
lögu þeirra Björns Jónssonar og
Ragnars Arnalds og birti Tíminn
útdrátt úr ræðu hans á Alþingi í
sambandi við málið.
Ef dæma má eftir þessari ræðu
J.Kj. er þáð bersýnilegt, að hann
fylgist illa með þessum málum.
Skal ég nefna dæmi.
Jón talar mikið um það, að
ekki hafi tekizt að salta uppí samn
inga s.l. sumar. prátt fyrir hina
miklu síldveiði, og telur ástæðuna
þá, að ekki hafi verið saltað fyrir
norðan, því austfirzki síldariðn-
aðurinn hafi ekki ráðið við að
salta það magn sem þurfti.
Þetta er alrangt. Hér eystra var
hægt að salta miklu meira en gert
var, þ.e.a.s. ef meira af síldinni
hefði verið söltunarhæft, en hún
var svo sorglega léleg til söltunar,
vegna þess hversu smá og misjöfn
hún var. Þetta er ástæðan fyrir
því að ekki var saltað upp í alla
samninga, en hvorki skortur á að-
stöðu né vinnuafli. Enda má
benda á það, að þrátt fyrir hina
miklu síldveiði, var atvinna við
síldarsöltun hér eystra, mun lak
ari í fyrra en árið áður. Þó var
oft ráðizt í að reyna að salta af
bátum með síld, sem ekki reynd-
ist hafa nema 30% söltunarnýt-
ingu eða jafnvel minna. Mætti
nefna- tölur þessu til sönnunar.
Jón Kjartansson telur, að ef
þessi síld, sem alls ekki var hæf
til söltunar hefði verið flutt norð-
ur í „æfðar hendur,“ hefði það
gefið þjóðarbúinu 60 milljónir
króna í auknar gjaldeyrirstekjur.
Ekki er öll vitleysa eins. En geta
má þess til gamans, að Tíminn
varð svo hrifinn af þessum mál-
flutningi Jóns, að í forystugrein
blaðsins næsta dag var lagt út af
þessum merkilegu útreikning-
um har.s
Furðulegar ráðstafanir stjórn-
ar Sfldarverksmiðju ríkisins.
Viðtal við Svein Bened-iktsson.
í Morgunblaðinu 13. marz s.l.
birtist alllangt viðtal við Svein
Benediktsson formann stjórnar
Síldarverksmiðja ríkisins (S.R.).
f viðtali þessu gerir S.R. grein
fyrir afköstum síldarverksmiðj-
anna á Austurlandi, og væntan-
legri aukningu á þessu vori. Hér
er t.d. áformað að verja 43 millj-
pnum króna til framkvæmda við
verlcsyjlðjuna; sgm ,§.R. eiga :hér.
Verða afköst hennár áukin: úr
5Ó’óp'‘ riiálum á sólarhring'lupp í
7500 mál, þróarrými úr 22000 mál-
um í 55000 mál, en auk þess verða
bæði lýsis og mjölgeymslur aukn-
ar verulega. í þessu sambandi
má geta þess, að hér á Seyðisfirði
er líka verið að byggja nýja síld-
arverksmiðju, sem á að afkasta
2000—2500 málum á sólarhring,
ásamt tilheyrandi þróarrými. Af-
kastaaukning verksmiðjanna hér
verður því 4500—5000 mál á sólar
hring frá fyrra ári.
En svo kemur rúsínan i pylsu-
endanum, því S.B segir. ,að m.a.
eigi að nota hið aukna þróarpláss
við verksmiðju S.R. á Seyðisfirði,
til þess að auðvelda og tryggja
síldarflutninga til Norðurlands-
hafna, sem manni skilst að eigi
að auka frá því sem verið hefur.
Nú upplýsir S.B. það í viðtali
þessu, að s.l. ár, sem var algert
metár , sögu síldveiðanna. hafi
S.R. flutt 90 þús. mál síldar frá
Seyðisfiröi jg norður.
Á því leikur nokkur vafi, að
þörf hafi verið á þessum 90 pús-
und mála flutningum, en það leik
ur enginn vafi á því, að ef búið
hefði verið að framkvæma í fyrra
alla þá aukningu á vinnsluafköst-
um auk geymsluaukningar, sem
nú á að framkvir-jjia. þá befSi alls
ekki þurft að flytja héðan eina
einuslu síldarbröndu.
Hugleiði maður þetta, getur nið
urstaðan ekki orðið nema á einn
veg: Annaðhvort þurfti ekki að
verja 43 milljónum króna í verk-
smiðju S.R. hér, hvað þá byggja
nýja, eða ekkert þarf að flytja
af sfld héðan eftir þessa afkasta-
aukningu. miðað við svipað afla-
magn og s.l. ár. En að gera hvort
tveggja þetta er hrein vitleysa.
Sfldariðnaðurmn á Austfjörð-
um, f járfesting og afköst.
Eftir að síldin fór að veiðast
hér eystra. hefur risið hér upp
þrótt- og afkastamikill silda^íðn-
aður. Síldarverksmiðjur • eru*’r nú
starfræktar á flestum fjörðum frá
Bakkafirði til Djúpavogs, þar sem
ný verksmiðja er í byggingu. Alls
munu 11 verksmiðjur verða starf-
ræktar á Austfjörðum í sumar og
verða afköst þeirra ca. 32 þúsund
mál á sólarhring. Er hér um að
ræða allverulega aukningu frá því
á s.l. ári og m.a. fjölgar verksmiðj
unum um tvær. Auk þess starfa
hér á fjörðunum um 30 síldar-
söltunarstöðvar og eru sumar
þeirra mjög afkastamiklar, enda
hafa nokkrar þeirra saltað yfir 20
þúsund tunnur í góðu síldarári.
Að sjálfsögðu liggur mikið fé
bundið í öllum þessum miklu fram
leiðslustöðvum og skiptir það efa-
laust hundruðum milljóna. Má t.d.
nefna það, að eftir fyrirhugaðar
breytingar og stækkanir mun verk
smiðja S.R. hér á Seyðisfirði, kosta
ca. 100 milljónir króna, en það
er sennilega hærri upphæð en all-
ar verksmiðjur S.R. á Siglufirði
hafa kostað, enda eru þær allar
eldri og byggðar á miklum mun
cdýrari tímum.
En þeim milljónum, sem varið
hefur verið í síldariðnaðinn hér
eystra virðist ekki hafa verið illa
varið, síður en svo, enda var unn-
ið í þessum stöðvum úr nær 2
milljónum mála og tunna á s.l.
ári, og ætti að vera hægt að gera
betur nú í sumar, eftir afkasta-
aukninguna sem nú er unnið að.
En livers vegna þá flytja sfld-
ina burt?
Þegar maður nú tekur í hendi
sér alla þá þætti síldarmálanna,
sem ég hef minnzt hér á og virði
þá fyrir mér, þá er eðlilegt að
sú spui'ning vakni: Hvers vegna á
að flytja síldina burtu frá þeim
vinnslustöðvum, sem næst liggja
miðunum?
Það er vitað, að búið er að verja
hundruðum milljóna í fjárfestingu
í þágu síldariðnaðarins á Aust-
fjörðum, endá liggja síldarmiðin
við bæjardyrnar hjá okkur.
Það er vitað, að þessi síldar-
iðnaður á Austfjörðum afkastar
a.m.k. 2 millj. mála og tunna af
síld, sbr. það sem gerðist hér árið
1964.
Það er vitað, að fjárfesting í
síldariðnaðinum á Austfjörðum er
margföld á við kostnað síldariðn-
aðarins á Siglufirði.
Það er vitað, að flutningur síld-
arinnar til vinnslu á fjarlægum
slóðum kostar fleiri tugi króna á
hvert síldarmál, og að sá kostnað-
ur hlýtur að koma niður á síldar
verðinu í einni eða annarri mynd.
Hvers vegna á þá að rýra kost
sjómanna og útvegsmanna og
alls síldariðnaðarins á Austfjörð-
um, með því að skipuleggja flutn-
inga á síld í stórum stíl til fjar-
lægra staða með ærnum tilkostn-
aði?
Tilgangurinn.
Mér finnst ég eygja ýms sjónar-
mið sem þarna eru að verki. Að
sjálfsögðu finnst manni það dá
lítið hjákátlegt, að þörf sé á því,
að flytja síld til Reykjavíkur, til
vinnslu þar, en landsbyggðin er
nú einu sinni sú mjólkurkýr.
sem reynzt hefur Reykjavík einna
dropasælust, svo þetta er ekkert
meira en svo margt annað. Hins
vegar leyfi ég mér að efast stór-
lega um það. að ráðamenn
í Reykjavík hefðu lánað Aust-
firðingum 20—30 millj. króna til
að kaupa skip, sem ætlað hefði
verið til þess að flytja síld frá
Reykjavík til Austfjarða.
Flutningur síldar til Bolungai'-
víkur er nauðvörn manna, sem
búnir eru að gera regin vitleysu
með byggingu síldarverksmiðju á
þessum stað.
Flutningur síldar til Norður-
lands, sem aðallega yrði til Siglu
fjarðar, er örvæntingarfull til-
raun úrræðalausra manna, þing-
manna og annarra. til að reyna
•• ***■ Framhald á 14. síðu