Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.04.1965, Blaðsíða 16
Gistihýsum fjöig- ar að Húsafelli XJ—Reykjavík, föstudag. Á s. I. sumri voru reist tvö Mtil gistihýsi skammt frá Húsa- felli, og notfærði fjöldi ferða. manna sér þessi litlu snotru hús. Nú er ætlunin að reisa tvö til viðbótar á sömu slóðum, auk þess sem upp verður komið sér- stöku húsi fyrir snyrtiherbergi, böð og þess konar. Kristleifur Þorsteinsson bóndi á Húsafelli tjáði fréttamanní blað sins fyrir skömmu, að nú ætti að koma upp tveim nýjum gistihús um fyrir sumarið, skammt frá þeim tveim, sem fyrír eru núna, og gáfu góða raun í fyrrasumar. Þá er einnig ráðgert að byggja sérstakt hús fyrir snyrtiherbergi, böð og þessháttar, og verður heitt vatn leitt þangað, au'k þess sem lögð verður hitaveita í öll fjög ur gistihýsin. Húsafellsbæirinr eru hitaðir upp með heitu vatni, sem fæst nokkurn spöl frá bæn um, og nú á að leggja heitavatns leiðslu út að gistihýsunum, sem eru skammt frá bæjunum. Húsin Framhald á 14. sihu MOSFELLS- KIRKJA VlGD Á SUNNUDAG Sunnudaginn 4. þ.m, kl- 14 víg ir herra Sigurbjöm Einarsson biskup nýja kirkju að Mosfelli í Mosfellssveit, en þar var sein- asta kirkja rifin og lögð niður að haustnóttum 1888. Nýja kirkjan Framhald á 14. síðu Ráðstefna SllF í RevkianesWæmi Ráðstefna SUF um efnahags-, verkalýðs- og húsnæðismál, hefst f Félagsheimilinu, Kópavogi, í dag, laugardag, kl. 2 e.h. og verð- ur fram haldið sunnudaginn 4. apríl kl. 2 e.h. Framsögumenn verða Jón Skaftason ,sem ræðir um efnahagsmál, Jón Snorri Þor- leifsson, sem ræðir um verkalýðs- mál og Hannes Pálsson, sem ræð- ir um húsnæðismál. Framsóknar- menn! Mætið vel og stundvíslega. FRAMSÓKNARFÉLAG AKRANESS FRAMSÓKNARFÉLAG AKRA- NESS heldur skemmtisamkomu í félagsheimili sínu Sunnubraut 21, i stóð að reyna að ná skipinu á flot I sunnudagskvöldið 4. apríl kl.íklukkan fjögur í dag á flóði, enj 8:30. jþá var komin það mikil bræla. að! Til skemmtunar: Framsóknar-j frá því var horfið. Mun reynt að vist og kvikmyndasýning. Öllum j nýju að ná skipinu á flot þegar heimill aðgangur. istórstreymt verður. Allvongóðir um björgun Donwoods SK-Vestmannaeyjum, föstudag. Þót talið væri á sínum tíma að útilokað yrði að ná togaranum Donwood, sem strandaði hér undir| Heimakletti, nokkru sirnni á flot: aftur, eru menn nú orðnir allvon-1 góðir um að það muni takast. Hef-: ur undanfarið verið unnið að þvíl að þétta skipið og mun framlestin og fiskilestin vera orðnar mikið I til þéttar, en hiins vegar er enn mikill leki að vélarrúminu. Til Árekstur við Austur-Grænland EJ—Reykjavík, föstudag. í dag kom hingað til Reykja víkur norski báturinn Pioner frá Álasundi og er hann tals vert beyglaður á stjórnborða. Þegar blaðamenn TÍMANS komu um borð í dag, kom í ljós að báturinn hafði Ient í árekstri við þýzkan togara við Austur-Grænland fyrir þrem dögum. Pioner er gamall hvalveiði- bátur, en stundar línuveiðar við Austur-Grænland- Skip- stjórinn er norskur, en meðal skipverja eru fimm Færeying ar. Skipverjar tjáðu blaðamönn um Tímans, að þeir hefðu ver ið að veiðum við Austur-Græn land fyrir þrem dögum. Storm ur var en gott skyggni. Pioner var að bakka, þegar þýzkur togari kom á nokkurri ferð fyrir aftan þá Lentt þýzki tog- arinn á Pioner aftarlega á stjórnborða og renndi meðfram allri hlið hans. Er norski bát urinn noklkuð skemmdur, stýr- ishúsið skemmdist stjórnborðs megin. Dyrnar Inn í stýrishús ið þeim megin mölbrotnaði og dyrakarmurinn lagðist sam an að ofan. Þá beyglaðist dekk ið einnig nokkuð stjórnborðs megin. Þýzkí togarinn mun ekkert hafa skemmst. J Siglingaleiðin til Vopnafjarðar fær? M!B—Reykjavík, föstudag. , Þresti sagðist svo frá: Við flug- I.andhelgisgæzlan gekkst fyrir j um frá Horni og austur um, og áll í-könnunarflugi í dag og náði blað j inn, sem sigla má um við Horn, ið tali af Þresti Sigtryggssyni,! er um sex mílur frá landi og ligg skipherra, skömu eftir að hann j ur þaðan i vestnorðvestur og inn kom hingað. Ekki hafa orðið mikl- j með Ströndunum. Skyggni var ar breytingar á ísnum við landið,! ekki gott á þessum slóðum, en það < | þó virffist hann heldur hafa greiðzt og Þröstur telur ekki útilokað að sigla megi nú norður til Vopna- fjarðar og einnig telur hann, að fært sé með gætni að Hraunhafn- artanga. sem við sáum, virtist ísinn heldur gisnari en þegar Stapafellið og Herðubreið sigldu þama um. Ætti sigling að vera þama heldur skárri nú en þá. ís er að sjá um allan Húnaflóa, nema rétt með landinu austan til. ísinn er 4/10—5/10 að þéttleika. Á siglingaleið fyrir öllu Norðurlandi er jakastangl og stakar spangir, og aðalísinn liggur um sex til átta mílur undan annesjum. Þar fer hann aftur að þéttast. Eg álít siglingafært austur að Hraunhafn. artanga, sagði Þröstur. Þistilfj'örð ur er lokaður og fullur af ís, og ekkert hægt að komast út fyrir þann ís, eftir því, sem við sáum. Framhald á 14. síðu Litli-Hvoll / Merkurreisu PE—Hvolsvelli, föstudag. íbúar í Hvolsvallarkauptúni vöknuðu við nýstárlega sjón f morgun, þegar eitt elzta hús stað- arins var allt I einu komið upp á dráttarvagn, og fréttir bárust um, að ferðhnni væri heitið inn á Þórs- mörk. Austurlciðamenn hafa kcypt þetta hús ,og áforma að flytja það dag inn í Húsadal f Þórs- 4 Verið að flytja Litla-Hvol (Ljósm. S.l.) mörk, en þar skal skinna það allt upp og nota síðan fyrir farþega, sem ferðast með Austurleið h.f. Hús þetta var byggt árið 1932 af ísleifi Sveinssyni, trésmiða- meistara á Hvolsvelli handa Sig- urði Sveinbjarnarsyni, sem þá var bifreiðarstjóri hjá Kaupfélaginu á Ilvolsvelli. Margir hafa búið í þessu húsi, og eiga sjálfsagt góðar endurmin- ingar um vem sína þar, en nú er aðeins skarðið eftir ,eins og þeg- ar búið er að fjarlægja framtönn, og minnir á að allt er í heiminum hverfult. Austurleiðamenn ætla sér eki að fara hinn venjulega veg með „Litla-Hvol‘, heldur inn aura og yfir Markarfljót, — og er von- andi, að þeim takist að koma ,,gripnum“ „heim í heiðardalinn". í dag. Sjálfsagt eiga þá margir eftir að una þar hag sínum vel í sumar og drekka þar bleksterkt morgun- kaffi meðan sólin er að þerra náttfallið af ilmandi birkinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.