Forvitin rauð - 01.05.1976, Síða 18
Jiim ÆSAÆÐRA
Engar manneskjur hér á Islandi
eiga við eins erfið kjör að búa og
íátækar verkamannakonur. Það hefir
verið svo frá ómunatíð, að konan hef-
ir verið hálfgerður þræll mannsins.
I>ó nokkur bót sé á þessu ráðin nú
orðið, er ástandið samt enganveginn
viðunandi, til dæmis er sá andi ríkj-
andi meðal almennings, að ósæmandi
sé að konan geri annað en elda mat
og líta eftir börnum.
Fátæk verkamannakona er alls ekki
frjáls manneskja, hún er neydd til
þess að þræla frá morgni til kvölds,
eða réttara sagt fram á nætur, því
sjaldnast endist dagurinn, og þar við
bætist, að vaka yfir börnum á næt-
urna. Þessar konur eiga margar barn
á hverju ári, og vaxa þá erfiðleikarn-
ir að öllu leyti, bæði fjárhagslega og
rneð auknum störfum, sem öil lenda á
konunni, því hún er bæði: vinnukon-
an, barnfóstran og húsmóðirin. Frí-
stundir þekkir hún engar, hún getur
ekki einu sinni gengið. út sér til hress-
ingar, sem þó er nauðsynlegt, til þess
að viðhalda heilsunni, hvað þá að
hún geti sér til skemmtunar farið út
með manni sínurn, því þá er enginn
til að hugsa um bömin.
Margar af þessum konum búa í
þröngum og að öllu leyti slæmum í-
búðum, svo slæmum, að þær eru bein-
linis heilsuspillandi, sérstaklega fyrir
bömin. Mæðuraar mega sem sagt
horfa á þau taka í sig allskonar sýkla
í þessum pestarbælum, og eru þess
ekki megnugar að afstýra því á neinn
hátt, ekki einu sinni með því að veita
þeim holla og góða fæðu, til þess að
þeim aukizt mótstöðuafl. I»arnauppeld-
ið, sem ætti að ganga fyrir öllu öðru,
verður algjörlega á hakanum. Ekki af
því að móðirin vilji ekki gera betur,
heldur er hún tilneydd, hún hefir
engan tíma til að sinna þeim eins og
þarf.
Ilún er þeirri stund fegnust, þegar
hún getur fengið þeim eitthvað, sem
þau þegja við og oft eru þrengslin í
íbúðinni þess valdandi, að bömin eru
drifin út. En hvað tekur þá við? Að-
eins gatan með öllum sínum hættum
og óþverra. Móðirin getur ekki eina
stund verið óhrædd um líf og limi
barnanna, hún er sífellt milli vonar og
ótta, getuí alltaf búizt við, að eitt-
hvert bamið verði þá og þegar borið
dautt inn til hennar, dæmin eru henni
deginum ljósari með það.
Leikvellir fyrir böm eru hér bæði
litlir og að öllu leyti ónógir, hvað þá
barnaheimili, en mundi ekki þungum
áhyggjum vera létt af fátækum
mæðrum, sem enga möguleika hafa til
að líta eftir bömunum úti, ef til væru
barnaheimili, sem tækju við börnunum
strax á morgnana og móðirin gæti
vcrið algjörlega óhrædd um þau, jafn-
framt létti það af henni líkamlegu
erfiði.
Auðvaldsskipulagið er pannig, að af-
r.ám þess ætti engum að vera kær-
komnara en einmitt verkamannskon-
n*
>«bum upp
ur........
)rí!oma(tninu
J^or6\% Richardsdóiiir:
Sönqur i tilefni 24. okt. 75
Hvar ertu, félagi kona?
Hver ertu, móðir, kona?
Hvar ertu, húsmóðir ástkona vinnukona
hver ert þú i dag?
Ertu bara svona
af þvi að þú ert kona?
Ertu bara húsméðir
af þvi að þú ert mððir?
Eg spyr þig kona, þvi ég er kona:
hver ert þú i dag?
Ertu alltaf önnttm kafin?
Eiliflega skyldum vafin?
I þjóðfélaginu kúguð, kona.
Vill karlmaður þig bara svona?
Eg spyr þig kona, þvi ég er kona:
hver ert þú i dag?
unni, því margt. af því versta sem í
því er, kemur harðast niður á henni.
Atvinnuleysið, með öllu því böli sem
því fylgir, er ein afleiðing af þessu
vitfirta þ.jóðskipulagi. Skorturinn, sem
atvinnuleysinu er samfara, kemur til-
finnanlegast niður á konunni. Það er
hún, sem svöng hömin hiðja um mat,
sem hún ekki getur veitt þeim.
Og sú bæn sker hana sárara en
nokkur getur skilið, sem ekki hefir
re.vnsluna.
Á þessu þarf að ráða bót.
Verkamannakonur! Stöndum allar
fast saman og hristum af okkur þræl-
dómsokið.
Burt með kapítalismann, en vinnum
að sigri sósíalismans á Islandi.
Kona.
>essi grein er tekin úr
Nýju konunni málgagni kvenna-
deildar KOmmúnistaflokks Islands
l.tbl. Il.árg. 1933.
Hvar er þinn draumur, kona?
Hver er þin von, kona?
Hvar er þin barátta vilji og kjarkur, kona?
Hver ert þú i dag?
Láttu ekki sál þina sofna.
Eða likamann dofna.
Láttu ekki smá þinn rétt
af þvi þú ert i kvennastétt.
Bg segi það kona, þvi ég er kona.
Hver ert þú i dag?