Forvitin rauð - 01.12.1976, Síða 10

Forvitin rauð - 01.12.1976, Síða 10
10 l - aflar sér menntunar á kostnað konu sinnar sem er menntuð og vinnur fyrir honum með sérhæfðu starfi, en finnur sér síðan lífsförunaut "við sitt hæfi" -álítur vinnu sína verðmætari og mikil- Vægari en vinnu konu sinnar.og mikil- vægari en velferð konu sinnar og barna - auðmýkir og drottnar yfir undirmönnum sínum og finnur þannig til valds síns og getu - hefur unun af því að njóta virðingar kvenna í röðum undirmanna sinna þegar þær skjálfa á beinunum af ótta við hann - notfærir sér stöðu sína sem yfirmaður til að komast yfir konur sem eru undir hann settar á vinnustað - drottnar yfir, ráðskast með og mis- notar undirmenn sína, jafnt konur sem karla, vegna þess að honum finnst hann ekki standa sig í stykkinu sem karlmaður eða á framabrautinni, - krefst hærri launa en konur hafa og vinnur því gegn launajafnrétti kynjanna - fær konurnar á vinnustað sínum til að annast öll húsverk, elda mat, hita kaffi gera umhverfið notalegra og fara £ sendiferðir - er andvxgur því að konur gangi inn x hefðbundin karlmannaströf - er gagnrýnni á störf kvenna en karla - heldur að verkaskipting kynjanna eigi sér líffræðilegar orsakir ("konum fellur betur einhæf vinna") - beitir sér gegn því að konur komi sér áfram, verði stjórnendur, bjóði sig fram til þings ofrv. - setur fjarvistir kvenna fram sem rök gegn því að þær séu látnar gegna ábyrgð- arstöðum eða yfirleitt ráðnar í vinnu og hugsar aldrei út í að hann þarf aldrei að vera heima sjálfur þegar börn- in veikjast - er andvígur frjálsum fóstureyðingum og telur að karlmenn hafi yfirleitt betri skilning á konum og vandamálum þeirra en þær sjálfar - kallar konur "móðursjúkar", "kelling- ar", "hækjur", "gæsir", "merar","mellur" "píur","skuð" og öðrum niðurlægjandi kynferðisfasískum nöfnum - verður reiður, hræddur, móðgaður, pirraður þegar kona hans eða vinkona fær áhuga á starfsemi rauðsokka - reynir að koma í veg fyrir að eigin- konan sæki jafnréttisfundi eða umgang- ist aðrar konur - reynir að draga úr áhuga konu sinnar á jafnréttismálum með því að kalla þær konur sem þeim sinna "rauðsokkusubbur" "lesbíur", "móðursjúkar kellingar" eða "karlmannahatara" - er fullur fordóma um konur og heldur að félagsleg staða kynjanna sé líffræði- leg ákvörðun - ekki viðurkennir algera og raunveru- lega frelsun konunnar og stuðlar ekki að henni - með starfi. e.CLAUS CALUSEN Þröstur Haraldsson þýddi. ég elska þig ég elska þig sem birtist £ þessum formum eru ekki morgnarnir erfiðir á síðustu snúningunixm hver getur á fimmtíumínútum hámað í sig morgunmat farið í bað burstað tennurnar skyggt augun Xitað varirnar eplað kinnarnar málað sig £ framan enginn nema þú það blundar £ þér þúsundtonna reiði það vaknar í þér éstöðvandi reiði þegar þú springur munu öll form veruleikans f ölna draumar þínir eru lognir og gvuð hjálpi þeim sem hafa skorið þér stakk sett stút á munninn á þér gert þig að kynferðislegu dundri Pétur Gunnarsson Splunkunýr dagur útg. '73

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.