Forvitin rauð - 01.12.1976, Page 19

Forvitin rauð - 01.12.1976, Page 19
Andrés Eiríksson Atvinnulýðræði ! á undanförnum árum hefur hugmyndin um "at- vinnulýðræði" víða skotið upp kollinum, ekki aðeins innan verkalýðshrey*fingarinnar, heldur einnig í röðum atvinnurekenda. Jafnt auðherrar sem skriffinnar verkalýðsforystunnar tala fjálg- lega um "nauðsyn þess að launþegum sé veittur réttmætur meðákvörðunarréttur í atvinnulífinu". .Forsvarsmenn "atvinnulýðræðisins" segja sem svo, að framleiðslan sé samspil tveggja þátta, þ.e. vinnu, sem komi frá verkamannum, og fjármagns, sem "vinnuveitendur" leggi fram. Þannig sé kraf an um "atvinnlýðræði" ésköp eðlilgg. Vitanlega má þé ekki hréfla við eignaréttinum. Hann er heilagri en indversk kýr. Það sem "gleymist" í slíkum röksemdaflutningi er, að það er vinnan, sem er uppspretta auðs-að það fjármagn, sem at- vinnurekendur leggja í framleiðsluna hafa verka- mennirnir skapað með starfi s£nu og kapítalistar nir slegið eign sinni á. Slíkt er ekki hægt að hindra í kapítalísku samfélagi, hvorki með hjálp "atvinnulýðræðis" né neins annars. Það verður einungis gert með því að koma á sósíalískum framleiðsluháttum. Sá röksemd hefur heyrst meðal þeirra, sem telja sig berjast fyrir sósíalisma, að "atvinnu- lýðræði" sé skref í átt að því marki. Nokkurs- konar hálfur sósíalismi. Við skulum aðeins staldra við og athuga hvort svo sé. "Atvinnulýðræði" er gjarnan í formi svokallað ra "starfsmannaráða'S þar sem stjðrnendur hafa áheyrnar- og tillögurétt, eða "samstarfsnefnda" með fulltrúum, bæði verkamanna og kapftalista. Valdsvið þessara nefnda og ráða er afskaplega takmarkað og raunverulegt vald er minna. Um er að ræða allskyns "meðákvörðunarrétt" aða "íhlut unarrétt" í málum, varðandi ýmsar aðstæður á vinnustað eða annað sem skiftir yfirleitt litlu máli. Þetta þýðir, að verkamenn geta rætt um málin við stjðrnendur, komið með sfnar tillögur ofrv., en æðstu völd eru eftir sem áður undan- tekningalítið í höndum eigendanna sjálfra. Þeir taka ekki mark á tillögum verkafðlks, nema þeir telji sjálfa sig græða á þeim. "Atvinnu- lýðræðið" hefur í reynd ekki orðið annað en skrípamynd af lýðræði. Ég ætla hér að taka eitt lýsandi dæmi um "at- vinnulýðræði", tilraun, sem framkvæmd var á miðjum þriðja áratugnum í Western Eleqtric Hawthorne- verksmiðjunni í Chicago. Ég tel elnmitt þessa tilraun sem dæmi, vegna þess að hán leikur stórt hlutverk í sögu "atvinnulýð- ræðisins" og átti mikinn þátt í að breyta við- horfi kapítalistanna til þess að sýna þeim fram á, að "lýðræði" borgar sig. Þessi tilraun, undir stjórn félagsfræðingsins Elton Mayos, beindist að áhrifum vinnuskilyrða, aðallega lýsingar, á afköst verkamanna. Það kom í ljós, að lítið sem ekkert samhengi var á milli þessara atriða. Hinsvegar jukust afköst til muna eftir að falast hafði verið eftir aðstoð starfsmanna og rætt við þá um vandamál rekstrarins. Skiptir þá engu hvernig lýsingu og öðrum aðstæðum var háttað. f lok tilraunarinnar var komið á nákvæm lega sömu ytri skilyrðum og höfðu verið upphaf- lega. Samt sem áður voru afköstin 25% meiri. Og ekki nóg með það. Sú óánægja sem ríkt hafði meðal verkamanna í upphafi var nú horfin. Niðurstaða Meyos var á þá lund, að kapítal- istarnir yrðu að breyta afstöðu verkamannanna til starfsins, þ.e. láta þá halda að þeir réðu einhverju, hefðu einhverja ábyrgð, væru meira en tannhjól í vél. Ef það yrði gert myndu verkamennirnir líta jákvæðari augum á vinnuna, afkasta meiru og jafnframt "haga sér skikkan- lega". Síðan þetta var hafa margar tilraunir sem þessar verið gerðar á sviði svokallaðri stjórn- unarfræði og niðurstaðan er alltaf sú sama. Aukin afköst og rólegra starfsfólk. Reynslan af "atvinnulýðræði" víða um lönd gefur einnig sömu niðurstöðu. "Atvinnulýðræði" er þannig tæki í höndum atvinnurekenda en ekki verkalýðsins. Eitt afbrigði "atvinnulýðræðisins" er það sem nefnt hefur verið "efnahagslegt lýðræði". Með því er átt við, að verkafólk eignist hlut í við komandi fyrirtæki og fái þannig hlutdeild í

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.