Forvitin rauð - 01.12.1976, Page 23
23
Þeir vildu nýta þennan ódýra vinnukraft.
Grjotiö var rifið upp með haka úr fjörunni og
borið í bryggjuna, sem þarna átti að byggja.
Hún stendur enn hálfgerð.
Þegar Halldóra hafði unnið þarna við stans-
lausan grjótburð um tveggja vikna skeið, þá
kvaddi hún sár hljóðs, þegar konurnar voru að
borða grautinn einn morguninn og sagðist vera
akveðin 1 þvi að vinna ekki lengur í grjótinu
fyrir þetta lága kaup. Þetta væri svo erfið
vinna og fataslitiö mikið. Hún var ákveðin
i því að fara 1 kaupavinnu, ef hún yrði rekin.
Miðaldra kona, ólett, úr Breiðarfirði, sem
þarna var með vinnukonuna sína með sér, sagði
að þær skyldu þá allar standa saman sem einn
maður og leggja niður vinnu. Þetta var klukk-
an tíu um morguninn. Vinnustöðvunin stóð til
klukkan sex um kvöldið. Þá var samið við kon-
urnar. Kaupið var hækkað úr 12 auram upp í
15 aura á tímann í fiski og þær voru látnar
hætta í grjótinu. Þær Jónína Jónatansdóttir
og Bríet Bjarnhéðinsdóttir komu og töluðu við
Halldóru og vildu fá nánari fregnir af þessum
atburði.
Veturinn 1915-16 réði Halldóra sig á sauma-
verkstæði Lúðvíks Andersen og lærði þar karl-
mannafatasaum, eins og margar ungar stúlkur
í þá daga.
Halldóra vann við hjúkrun í 12 ár. Það af
vann hún í tvö ár £ Danmörku. Einnig vann hún
á Akureyri en lengst af í Reykjavík. Stundum
hjúkraði hún fólki, sem var á bænum að ein,
hverju leyti. Halldóra segist sérstaklega
muna eftir fjölskyldu í Skerjafirði. Það var
árið 1924 eða 1925. Konan hafði misst manninn
og sjálf var hún veik. Börnin voru fjögur en
aðeins tvö þeirra gátu verið á fótum í einu,
því þau vantaði föt. Þetta heimili vantaði
allt, bæði ætt og óætt. Halldóra fékk peninga
hjá bænum, keypti mat til heimilisins og saum-
aði föt á börnin. Og hún bætir við:
Tryggingarnar eru trúlega stærsti liðurinn
£ að bæta hag fólksins. Þær eru einhver besta
löggjöf sem hefur komist á en engin verið eins
misnotuð. Fólk ætti ekki að geta farið £
kringum lögin.
Halldóra keypti sér hús £ Sogamýri og bjó
þar árin 1936-50. Þar var hún með garð,hænsni
og kýr. Hún tók til s£n móður s£na aldraöa
og annað gamalmenni. Og um t£ma rak hún álna-
vöruverslun £ Sogamýrinni.
Árið 1951-52 kom Halldóra sér upp tvilyftu
steinhúsi með risi að Skipasundi 79. Hún vann
sjálf við að nagldraga og múrhreinsa. Hér býr
hún núna með uppeldisdóttur sinni. Hún er s£-
starfandi, prjónar og selur lopapeysur, og enn
saumar hún stundum fyrir fólk.
Það er deginum ljósara, að frásögnin af
lifshlaupi Halldóru Bjarnadóttur er efni £
heila bók.
Þegar við kveðjumst, spyr ég hvort hún hafi
aldrei gifst. Halldóra hlær dátt og segir:
- Nei, og ef ég hefði gifst, þá hefði ég al-
drei getað hugsað mér að taka aurana úr vasa
mannsins.
Mér finnst sem ég sjái fyrir mér litlu spræku
stelpuna, sem iðaði £ skinninu af löngun eftir
þv£ að fá að klifra upp £ skútumastrið forðum
daga, og ég spyr hvað hún mundi gera ef hún
væri aftur orðin ung. Og Halldóra svarar að
bragði:
- Ef ég væri ung £ dag, þá mundi ég mennta
mig.
Viðtalið tók Rannveig Jónsdóttir.
g.
og þú verkakona
hver hugsar nokkurn tfma um þig
enginn húsmæðraþáttur talar til þín
enginn "fyrirmyndarkonuþáttur" fjallar um þig
enginn gefur þér síðan kjél
og dansar við þig vals
biðmyndirnar eru ekki Um þig
draumar þínir fengnir að láni
þitt hlutskipti er slor og klám
börnin þín vitlaust hirt
ð þú sem sefur ekki fyrir tðmu veski
bú sem fyllir tossabekkina
er ekki þinn vitjunatími kominn?
leggðu frá þér borskinn
tv£hentu hnffinn
barki þjððfélagsins öskar.
Pétur Gunnarsson
Splunkunýr dagur útg.'73
/