Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 3
3
Starfið hefur veri ð hressilegt í vetur,
ekki síst eftir jól. Sex hópar hafa starfað
reglulega og nýir hópar eru í uppsiglingu
þegar þetta er skrifað. Sá hópur sem mesta
vinnu hefur lagt af mörkum - að öðrum
hópum ólöstuðum - er verkalýðsmálahópur sem
sá um skemmtilega og mjög áheyrilega dagskrá
í Félagsstofnun ..stúdenta 8. mars . Undirbún-
ingsvinnan að dagskránni var mjög tímafrek,
en hópurinn hafði erindi sem erfiði og öðl-
aðist ómetanlega reynslu um leið. Dagskráin
er nú komin út í bókarformi með söngtextum
og heimildaskrá, mjög handhæg til að nota í
félögum og á vinnustöðum. Auk þess má benda
skólafólki á bókina ef það vill fræðast um kjör
verkakvenna fyrr og nú, það er ekki ýkja
mikið að finna um þau efnl í kennslubókum.
Annar hópur sem vert er að geta sérstaklega
er ráðgjafarhópur svonefndur. í honum eru
m.a. læknir, félagsráðgjafi og lögfræðinemi,
og hópurinn hefur safnað upplýsingum um sitt
hvað sem fólk hefup leitaö til okkar með.
Þegar þetta er skrifað eru í ráðgjafarmöppu
upplýsingar um fóstureyðingar, getnaðarvarnir
jafnréttislögin, félagsmálastofnun og dag-
vistun barna, en í vinnslu eru kaflar um
hjónaskilnaði og kynsjúkdóma. Mappan með
þessum upplýsingum liggur frammi í Sokkholti,
sem er opið milli 5 og hálf 7 alla virka daga
nema laugardaga.
Á síðasta ársfjórðungsfundi, sem var haldinn
3- apríl, kornu fram margar hugmyndir um fram-
tíðarverkefni. M.a. var ákveðið að viðhalda
og efla söngsveit þá sem stóð sig svo myndar-
lega 8. mars, og ætlar Olga Guðrún Arnadóttir
að nýta tónlistarmenntun sína í hennar þágu.
Þar var líka afráðið að stofna hóp til að sjá
um þýðingu á dönsku handbókinni Kvinde kend
din krop. Hanna Hallsdóttir, sem er búsett í
Danmörku, ætlar að þýða bókina, en hópur hér
heima ætlar að fara yfir þýðinguna og staðfæra
hana eins og þurfa þykir.
Einnig var stofnaður hópur til að lesa sér
til um og kanna kynferðislegt ofbeldi gagrt-
vart konum og leshringur til þess að vinna
upp bókalista og útbúa lesefni handa nýliðum.
Nánari upplýsingar um hópana hanga uppi í
Sokkholti.
Rauðsokkahreyfingin hefur ekki haft umsvif í
útgáfumálum vegna fjárskorts og varfaarni í
peningamálum. Fjárhagsstaða hreyfingarinnar
er hins vegar heldur góð um þessar mundir og
standa vonir til að hún batni enn með ágóða
af þessu blaði og 8. mars-bókinni. Það er
sannarlega nóg sem hægt væri að skrifa um,
þýða og gefa út um baráttumál rauðsokka, því
bækur um þau efni eru fáar til á íslensku.
Til daanis vaari full þörf á því að gefa út
vekjandi bók handa nýliðum með bókalista og
heimildum, bók sem líka mætti dreifa í efstu
bekki grunnskóla og á vinnustöðum.
Um miðjan mars gekkst miðstöð fyrir fundi
um fjölskylduna. Þar hélt Inga Huld Hákonar-
dóttir fróðlegt og skemmtilegt erindi fyrir
troðfullu Sokkholti, og umræður á eftir voru
líflegar. Á ársfjórðungsfundinum kom fram
áhugi á að vinna úr hugmyndunum sem Inga Huld
hafði kveikt hjá fólki og ákveðið að beina
dagvistarmálahóp að fjölskyldumálum.
í miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar eru nú þær
Dóra Guðmundsdóttir, gjaldkeri (31123),
Álfheiður Steinþórsdóttir (35714), Guðrún
Kristinsdóttir (26458), María Jóna Gunnarsdóttir
(30053), Lára Halla Maack (25226), örbrún
Guðmundsdóttir (85490), Valgerður Eiríksdóttir
(2o627), og Sigríður Jóhannsdóttir (81499).
Símanúmer hreyfingarinnar er 28798.
útgefandi:
Rauðsokkahreyfingin, Skólavörðustíg 12,
Reykjavík. Sími 28798.
Að útgáfu blaðsins unnu að þessu sinni
Guðrún Ágústsdóttir
Guðrún ögmundsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
Valgerður Eiríksdóttir
og örbrún Guðmundsdóttir
fyrir utan alla höfundana sem skrifuðu í
blaðið og lögðu í það mikla vinnu. Merktar
greinar eru á ábyrgð höfundanna.
Forsíðu teiknaði Margrét Einarsdóttir.