Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 4
1. maí 1978 eru til pláss fyrir 10$ reykvískra
barna á dagheimilum, og síðan geta 20$ þeirra
til viðbótar fengið pláss á leikskólum part
úr degi. Nú vinnur mikill meiri hluti for-
eidra barna á þessum aldri utan heimilis, -
hvar er hinum 70$ búinn staður og hvað eru
foreldrar þeirra að hugsa eiginlega?
Dagheimilin eru eingöngu fyrir einstæðar
mæður og stúdenta og - NB það er yfirlýst
stefna borgarstjórnarmeirihlutans hér í
bæ að ekki skuli byggð dagheimili fyrir
aðra. Pláss þessi eru að auki rándýr og
langt fyrir ofan peningaráð þeirra hópa,
sem hér um ræðir.
Skólabörnin glatast og gleymast þó fyrst
fyrir alvöru, þau eru á tætingi út um allar
trissur vegna sundurslitins skóladags, og
afdrepin ekki á hverju strái og sjaldnast í
skjóli fullorðinna. Skólarnir lokast á hæla
þeirra þegar skóladeginum lýkur og"auka-
tímarnir" taka við. Skóladagheimili rúma
einungis um 1$ skólabarna.
Þannig er ástandið jafnvel þótt margbúið
sé að benda á að börn, sem dvalið hafa á
dagheimilum eru mun betur í stakk búin til
að aðlagast skólastarfi og félögum. Og jafrt-
vel þótt allir viti að þróuninni verður ekki
snúið við, einangrun kvenna inni á heimilum
er rofin, og þaar loka sig ekki aftur inni með
bönnum sínum af fúsum qg frjálsum vilja.
Mæðrauppeldi í kjarnafjölskyldu er á góðri
leið með að lenda á sorphaugi sögunnar hjá
Napóleon og risaeðlunum. Börn millibils-
ástandsins, börn dagmömmu, götunnar og
lyklanna blasa við, - er það þetta sem við
viljum?
BAKNAIIEIMILI,
KYLTINtíAll illl POKF
Af hverju rísa foreldrar ekki upp og láta
óskir sínar í ljós? ER þeim alveg sama?
Hafa þeir enga skoðun á því hvað börnum þeirra
er fyrir bestu? ER tímaskortur og vinnuálag
ástæðan fyrir því að þeir beita sér ekki?
Eða trúa foreldrar því enn að það sé óhollt
að setja börnin á barnaheimili? Gægist
kannski fram innræting foreldranna sjálfra
frá foreldrahúsum, að samhjálp og félagsleg
lausn á vandamáli sé af hinu illa? Líta
kannski foreldrarnir sjálfir á börn sem að-
skotadýr, sem þarf að reyna að bjargast frá og
koma í geymslu meðan þeir sjálfir brauðstrita
eða "vinna sér til upplyftingar?" Gleymdist
kannski í skólagöngu og uppeldi þessara
foreldra að innræta þeim ábyrga afstöðu og
áhuga á barnauppeldi? Nema ennú einu sinni
sé veri ð að spila á sektarkennd mæðranna -
þær vilji ekki geia úr þessu neitt opinbert
vandamál, allir viti jú hvernig mæður þær
eru, þessar konur sem fara út að vinna, skilja
börnin eftir í reiðileysi og heimta svo kannsk
barnaheimili í ofanálag?
Fólk bregst við þessu aðstöðuleysi með því
að eignast bara fasrri börn, en slíkt endar
í vinnuaflsskorti, sem leiðari Morgunblaðsin
hefur nú þegar úthellt tárum yfir. Foreldra:
leysa svo sín tímabundnu vandræði með prívat-
reddingum hjá dagmömmum, ömmum og barnapíum.
Það er kominn tími til að foreldrar og stjóri
völd láti sér skiljast að barnaheimili eru
hvorki lúxus né óþarfi. Þau eru sjálfsögð
krafa hvers foreldris, sem vill barni sínu
vel og hefur einhverja sjálfsvirðihgu, metnai
og sjálfsgagnrýni sem uppalandi. öll höfum
við okkar vankanta sem uppalendur, ef ekki
andlega, þá efnalega, sem sérþjálfaðir upp-
alendur og vel búin dagheimili geta bætt úr.
Markmið barnaheimila
Markmiðið með barnaheimilum, hvort ,sem eru
dagheimili leikskólar eða skóladagheimili,
ætti að vera að þroska barnssálina vits-
munalega, tilfinningalega og félagslega.
Að þessu markmiði þyrfti að vinna skipu-
lega, en ekki láta tilviljun ráða um útkom-
una af dvöl barnanna á þessum stofnunum.