Forvitin rauð - 01.05.1978, Blaðsíða 9
myrk er HEI-BIIV
9
aldri, hún liggur dauðadrukkin undir þeim
sem hafa vilja - og næstu heigi er hún komin
aftur.
Sp.: Af hverju í ósköpunum fara þær svona
með sig?
Sv.: Ég veit það ekki. Ég hef stundum
hugsað um það - því að það er óhuggulegt
að heyra hvernig strákarnir hlæja að þeim.
Kannski er þetta eins konar örvænting,
þessar konur eru ekki lengur útgengilegar á
almennum kvennamarkaði - lífi þeirra sem
kynvera, og það er kannski eina lífið sem
þær þekkja, er að ljúka - og þetta er ef til
vill einhvers konar staðfesting á því að
þær gangi ennþá.
Sp.: l>etta er hræðilega sorglegt.
Sv.: Já - og ég get sagt þér margar sögur í
sama dúr. Einu sinni var hringt upp á Völl
og beðið um einhvern stað, sama hver væri,
og þá var dauðadrukkin kona í símanum sem
bókstaflega orgaði: "Sendiði okkur karl-
menn". Þetta endaði með því að þrír strákar
fóru með leigubíl í þetta tiltekna heimilis-
fang. Þar voru þá fimm konur á aldrinum
50-70 ára, drukknar og svo aðgangsharðar að
strákarnir sögðu að þetta hefði verið eins
og hver önnur martröð. Einn þeirra hellti
ofan á sig viskýi og þegar "hans kerlingar"
ætluðu að hjóla í hann þóttist hann vera við
það að fara að gubba og flýði svo stuttu
seinna þegar dömurnar voru dauðar af fylleríi
og hættar að fylgjast með honum.
Reglurnar ná ekki til yfirmanna
Sp.: Hvað segirðu um afstöðu yfirvaida
þessara mála?
Sv.: Ja - eins og allir vita var bannað að
hafa svarta menn á Vellinum til langs tíma.
Þetta voru vinsamleg tilmæli íslenskra
stjórnvalda og þá hafa þeir örugglega verið
að hugsa um blóðblöndun. Svo var hætt að
setja litar-athugasemdir við ameríska her-
menn, árið 197J>> eftir að stjórnarskrá
Bandaríkjanna var breytt, þá gátu ameríkart-
ar ekki lengur orðið við hinum vinsamiegu
tilmælum íslenskra yfirvalda. Svartir kanar
eru hins vegar aðvaraðir sérstaklega og sagt
að vera viðbúnir ofboðslegu kynþáttahatri
íslendinga.
Konurnar sem sækja fastast á Völlinn eru
stundum stoppaðar af í hliðinu og snúið við.
Samt er alltaf fullt af þeim þarna upp frá
eins og sjá má af því að lögreglan hefur
stundum gert rassíur á Vellinum og dröslað
blindfullum konum útúr bröggunum og út fyrir
hliðið - og svo bless - þið getið gengið í
bæinn ef ykkur sýnist svo.
Það er útgöngubann á kanana sjálfa eftir
kl. 10 á kvöldin - en þetta bann nær bara til
óbreyttra hermanna - ef þeir eru í fylgd með
háttsettum - þá fá þeir að fara. Og eins
og allir vita er hægt að fara í kringum
þessar reglur eins og allar aðrar reglur
sem ekki eru taldar skipta neinu höfuðmáli.
Rauðsokkahreyfingin hefur látið prenta
kortið her að ofan með mynd eftir Sig-
rúnu Eldjárn. Það fæst hjá hreyfingunni
1 Sokkholti, 1 Bokabuð Máls og menningar
og Bóksölu stúdenta.