Forvitin rauð - 01.05.1978, Síða 12

Forvitin rauð - 01.05.1978, Síða 12
HViiii m jLumwr? Rauðsokkahreyfingin hefur frá upphafi sætt margs konar gagnrýni úr ýmsum áttum. Þessi gagnrýni hefur oftast borið merki alls kyns fordóma og vanþekkingar og verið tjáð með sleggjudómum og staðlausum fullyrðingum. Þetta á sér fyrst og fremst skýringu í því að Rauðsokkahreyfingin - sem og aðrar kvenr- frelsishreyfingar síðari ára - hefur í mál- flutningi sínum vegið að rótum borgaralegs gildismats. þess gildismats sem birtist í einkalífi manna og á öðrum sviðum þjóðfé- lagsins. Flestir hafa sennilega heyrt því fleygt að rauðsokkar ráðist gegn friðhelgi einka- Xífsins, séu andvígar börnum, eigi við kyrr- ferðislega erfiðleika að etja og þar fram eftir götunum. Þessar raddir hafa í flest- um tilfellum komið úr herbúðum afturhalds- ins, frá þeim sömu sem dásama gæði borgara- skaparins og lífshátta hans. Þess vegna þótti okkur tíðindum sæta þegar viðlíka raddir fóru að heyrast frá samtökum einum hér í bæ sem kenna sig við byltingu: Einingarsamtökum kommúnista ml. Eitt ljótasta skammaryrðið sem þeir félagar hafa á takteinum yfir rauðsokka er "femínr- ismi" sem þeir þýða með orðinu kvenremba á íslensku. í þessari grein ætlum við að fjalla um hug- takið "femínismi" og þann skilning sem við leggjum í það. Hvað er femínismi? Á erlendum tungumálum þýðir orðið "feminism' (eða"feminisme") einfaldlega kvennabarátta. Allt frá upphafi kvennabaráttu hefur femínr- ismi greinst í ólíkar stefnur. Skörpust skil eru á milli stefnumiða borgaralegra femínista annars vegar og byltingarsinnaðra femínista hins vegar. Þegar hópar sem kenna sig við marxisma nota hugtakið fem- ínismi í neikvæðri merkingu eiga þeir við hina borgaralegu stefnu. Við teljum þetta ranga og ónákvæma notkun hugtaksins. Með þessu er verið að stimpla allar kvenna- hreyfingar sem kalla sig femínista (t.d. kvennahreyfingar í Frakklandi, Bretlandi og víðar) borgaralegar, án þess að fyrir því séu nokkrar forsendur. Við teljum það fráleitt að nota hugtakið á þennan hátt. Borgaralegir femínistar líta á kvenna- baráttuna sem baráttu fyrir formlegum laga- legum réttindum (t.d. álitu margir að jafn- réttislöggjöfin myndi leysa allan vanda hér á landi) og ýmsum umbótum innan ramma borgaralegs þjóðfélags sem stuðli að "jafn- stöðu" karla og kvenna. Markmið þeirra er að konur geti náð sömu stöðu og feður þeirra, eiginmenn og bræður. Að þeirra mati liggja rætur kvennakúgunar ekki í þjóðfé- lagsgerðinni sjálfri, og þeir telja ekki þörf á að breyta henni. Þeir hafna réttmæti stettabarattunnar, hafna afnámi einkaeigna- réttar, hafna nauðsyn þess að vegið sé að undirstöðum hinnar kapítalísku þjóðfélags- gerðar. Kvennabarátta borgaralegra femín- ista er eiginhagsmunabarátta í eðli sínu, þeir taka afstöðu með borgarastéttinni gegn hagsmunum alþýðukvenna. Þessi eru megineinkenni borgaralegs femínisma þó að hugmyndafræði hinna ýmsu hópa sem skipa sér undir merki hans geti verið ólík. Byltingarsinnaðir femínistar líta svo á að kvenfrelsi geti ekki orðið að veruleika innan ramma borgaralegs þjóðfélags. Kreppa kapítalismans bæði í hagrænu og félagslegu tilliti á núverandi stigi hans hnykkir á þessari staðreynd. Borgaralegt þjóðfélag byggist á alls kyns kúgun og misrétti. Þess vegna álíta byltingarsinnaðir femínr- istar að kúgun kvenna verði aldrei afnumin

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.