Forvitin rauð - 01.05.1978, Síða 14
stúlkna er gegnsýrt þessum hugmyndum auk
þess sem þeim er miðlað gegnum kvikmyndir
ástarrómana og alls kyns hugmyndaiðnað.
Staðreyndin er sú að fjölskyldumynstrið
er til þess fallið að viðhalda afturhalds-
sömum hugmyndum um stöðu kvenna. Fyrir
konunni er eiginmaðurinn haldreipi sem
hún heldur dauðahaldi í. Undlr honum er
efnahagsleg afkoma hennar komin og hann er
tengiliður hennar við umheiminn. Börnunum
er kennt að líta upp til föður síns, þess
er krafist að þau sýni honum skilyrðis-
lausa hlýðni, en móðurinnar er að leysa úr
tilfinningalegum vandamálum þeirra. Þau
læra að karlmanninum séu allir vegir færir
en geta konunnar sé takmörkuð við ákveðin
svið. Karlveldishugmyndirnar ganga þannig
frá einni kynslóð til annarrar.
Samskipti fjölskyldumeðlima mótast öll
af ofangreindum afstæðum. Þetta mynstur
getur af sér togstreitu milli karla og
kvenna, barna og foreldra. Karlmaðurinn á
að vera "átorítet" fjölskyldunnar og hann
reynir að vera það samkvæmt þeim karlveld-
ishugmyndum sem samfélagið er gegnsýrt af.
En samhliða því sem hann nýtur góðs af
forréttindum sínum verður hann að gangast
undir hefðbundnar skyldur karla, að vera
hinn sterki, bæla niður tilfinningasemi,
og honum ber að vera framfærandi fjölskyld-
unnar - helst "góður skaffari". Hlutverk
hans er að öðlast viðurkenningu í atvinnu-
lífinu og á opinberum vettvangi.
Þetta hlutverkamynstur einkalífsins
gerir það að verkum að kona sem er að öðl-
ast vitund um undirokun sína verður oft að
berjast gegn hugmyndum eiginmanns síns.
Af þessum sökum hættir henni til að líta
á karlmanninn sem óvin sinn eða kúgara,
sem er rangt. Karlmaðurinn getur verið
þræll borgaralegra hugmynda sem beinast í
raun gegn báðum kynjum.
Á sama hátt og fjölskyldan hefur til-
hneigingu til að viðhalda ríkjandi hug-
myndafræði, hneigist hún einnig til að
viðhalda þeirri eignaskiptingu sem fyrir
er. Hver sá sem fæðist inn í þennan heim
er um langan eða skamman tíma háður þeim
skilyrðum sem fjölskylda hans býr við.
Hann fæðist í ákveðna þjóðfélagsstétt, í
örbirgð, velsæld eða eitthvað þar á milli.
Þetta hlutverk fjölskyldunnar að bera
algjöra ábyrgð á uppeldi nýrra þjóðfélags-
þegna í efnahagslegu og félagslegu tilliti
viðheldur hlutverkaskiptingu kynjanna,
viðheldur karlveldi og hneppir konuna í
fjötra. Það gegnsýrir öll samskipti fjöl-
skyldumeðlima. Þau byggjast ekki á gagn-
kvæmri ást og virðingu eða sjálfsögðum
rétti hvers og eins til að vera mann-
eskja. í raun grundvallast þau á sameiginr-
legum efnahag og á eignarrétti karlmanns
yfir konu og börnum, en það hindrar öll
heilbrigð og eðlileg samskipti fólks innan
fjölskyldunnar.
Hverra hagsmunir?
Nú mætti eflaust spyrja þeirrar spurn-
ingar af hverju fólk sættir sig við þessa
fjötraí Hver á hagsmuna að gæta í því að
ábyrgð á komandi kynslóð er varpað yfir á
herðar einstaklinga?
Þar ræður gróðasjónarmið kapítalismans
ferðinni. Sníkjudýr þjóðfélags okkar
reyna að sölsa undir sig sem mestan gróða
undir yfirskini frelsis einstaklingsins
sem er frelsi burgeisanna til arðráns.
Frelsi verkalýðsins felst í því að geta
selt vinnuafl sitt á "frjálsum" vinnu-
markaði og valið einn arðræningjann fremur
en annan. Ríkjandi stétt reynir þannig að
koma í veg fyrir allar ráðstafanir sem
gætu skert gróða hennar. öll félagsleg
þjónusta, allt sem heitir samfélagsleg
ábyrgð er þyrnir í augum gróðaaflanna.
Kúgun kvenna í elnkalífi og opinberu
lífi er viðhaldið af hugmyndafræði ríkj-
andi stéttar. Það er borgarastéttin sem á
hagsmuna að gæta í því sambandi. Með þessu
móti firrir hún sig samfélagslegri ábyrgð
og um leið sér sjálft kjarnafjölskyldu-
formið um að miðla bæði sálfræðilegri og
félagslegri kúgun frá kynslóð til kynslóð-
ar. Borgarastéttin á líka hagsmuna að
gæta í því að ala á sundrungu launafólks
vegna kynferðis, vegna litarháttar, vegna
þjóðernis.
Borgaralegir femínistar neita því að
f jölskyldan sem stofnun í kapítalísku san>-
félagi sé undirrót kúgunar kvenna og afnám
þess félagslega hlutverks sem hún gegnir
sé nauðsynlegt. Þess vegna er barátta
þeirra ekki raunveruleg kvenfrelsisbarátta.
Borgaralegir femínistar skilja ekki hið
raunverulega eðli kvennakúgunar. Þeim er
gjarnt að trúa því að konur geti leyst
vandamál sín á einstaklingsbundinn hátt.
Það er mótsagnakennt eðli kapítalism-
ans sem gerir það að verkum að aukin
tæknivæðing, aukin þörf á konum á vinnu-