Forvitin rauð - 01.05.1978, Side 17
__________________________________________ 17
óvinir alþýdunnar...______________________
niður sjálfstætt framtak verkafólks í bar-
áttu af ótta við að það muni ógna hagsmunum
hennar. Allri ákvarðanatekt er samviskusam-
lega haldið innan forystuliðsins, og ekki
er einu sinni haft fyrir því að halda fé-
lagsfundi nema þegar þarf að samþykkja eitt-
hvað, svona formsins vegna.
Hver er svo afleiðingin? Jú, hinum al-
menna félagsmanni finnst baráttan sér óvið-
komandi og jafnvel tilgangslaus. Hann er
opinn fyrir áróðri íhaldsins gegn allri bar-
áttu og fyrir því að verkalýðshreyfingin
geti aldrei neitt. Allskyns svikarar og
stéttasamvinnumenn tróna í æðstu embættum
verkalýðshreyfingarinnar, og þeir fáu sem
eru meðvitaðir um nauðsyn baráttunnar og
að eitthvað sé haagt að gera, eru sem hróp-
andinn í eyðimörkinni.
Stéttasamvinnan og undansláttur á öllum
sviðum hefur unnið verkalýðnum ómælt tjón.
Baráttugleði og stéttarvitund eru í algeru
lágmarki og afleiðingarnar láta ekki á sér
standa. Fyrir nú utan það að þetta hefur
rutt stéttsvikurum framabrautina innan
verkalýðshreyfingarinnar hefur þetta valdið
síversnandi lífskjörum almennings, auknu
vinnuálagi og minnkandi kaupmætti.
ÞÓ ber að geta þess að síðustu tímar eru
aldrei þessu vant ekki verstir. Nú virðist
baráttusinnum hafa vaxið fiskur um hrygg,
svo að afstaða þeirra er greinilega farin
að segja til sín í starfi og stefnu verka-
lýðshreyfingarinnar. Þar má nefna sem dæmi
Nýja hreyfingu og framboðið í Dagsbrún.
Fólk er farið að gefa verkalýðsfélögunum
meiri gaum en áður, og það er nauðsynlegt
að styrkja þessa viðleitni eins og kostur
er.
Tvöfalt meiri kúgun
Mörg verkakvennafélög hafa staðið sig illa
í baráttunni og forysta þeirra hefur sýnt
sig í því að vera algerlega óhæf. Ekki er
það þó vegna þess að konur séu almennt séð
lélegri baráttumenn en karlar. En kúgun
þeirra er tvöfalt meiri, þær vinna tvöfald-
an vinnudag og hafa því litla reynslu og
lítinn tíma til félagsstarfa. En ástandið
er orðið alveg óbaarilegt og við svo búið
má ekki standa. Við konurnar verðum að rétta
úr kútnum og gefa okkur tíma til að berjast
fyrir okkar sjálfsögðu mannréttindum og
fyrir endurreisn verkalýðsfélaganna úr
þeirri laagð sem þau eru nú í.
Verkafólk, tökum höndum saman gegn
stéttasamvinnu, það sem gildir er:
STÉTT GEGN STÉTT.'
18.1.1978, Guðrún Helgadóttir