Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 18
ml
Með þessu skrifi viljum við fara nokkrum
orðum um herferð Eikar m-1 (Einingarsamtaka
kommúnista / marx- leninista) gegn Rauð-
sokkahreyfingunni fyrstu þrjá mánuði þessa
árs. Okkur fundust vinnubrögð "dótturfyrir-
tækis" Eikar m-1, 8. mars hreyfingarinnar
svokallaðrar, svo auvirðileg, að við héldum
fyrst að best væri að ansa þeim ekki. Síðar
höfum við rekist á nokkrar manneskjur sem
lásu og trúðu rógsgrein 8. mars hreyfingar-
innar í Dagblaðinu 7- mars síðastliðinn.
Okkur þótti því rétt að gera nokkra grein
fyrir reynslu Rsh af hreyfingu þessari og
starfsaðferðum hennar.
1. Það fyrsta sem við sáum og heyrðum af
því sem síðar var kallað 8. mars hreyfingin
var dreifibréf þar sem nóg var um árásir á
Rsh. Þetta dreifibréf kom fram í janúarlok,
þegar við rauðsokkar vorum í óðaönn að und-
irbúa baráttufund þann 8. mars, sem er al-
þjóðlegur baráttudagur verkakvenna. Við vor-
um þá búin að vinna að því í mánuð að gera
8. mars að baráttuflegi. Yfirskrift dreifi-
bréfsins var "Gerum 8. mars að baráttudegiC
Undir það skrifaði einhver "Prumkvæðisnefnd".
1 dreifibréfinu segir:"Þegar minnst er á
kvennabaráttu dettur flestum í hug Rauð-
sokkahreyfingin og í framhaldi af því kjör-
orð sem beinast gegn karlmönnum, gegn heim-
ilinu og gegn barneignum.' Áróður sem þessi
er einkennandi fyrir þá hreyfingu þótt svo
þar hafi einnig starfað margar góðar bax1-
áttukonur." Síðar í bréfinu segir: "Mikil-
vægustu baráttumál okkar í dag eru: Gerum
verkalýðsfélögin að baráttutækjum( - Dag-
vistarrými fyrir öll börn( - Pulla atvinnu -
gegn f jöldauppsögnum.' - S jálfsákvörðunarrétt
kvenna til fóstureyðingaC
Það sem hér var talið samsvarar baráttu-
málum Rsh, og nægir að vísa til grundvallar
hreyfingarinnar í málgagni hennar Porvitin
rauð, desemberblaði 1976. Rsh hefur barist
og berst fyrir atvinnuöryggi, sjálfsákvörðun-
arrétti kvenna yfir eigin líkama, auk þess
sem hreyfingin leggur áherslu á bætta fél-
agslega aðstöðu foreldra og barna.
Það eina sem bætt var við baráttumál Rsh
AUMING
EIK -
voru þessar kröfur:" - Gegn stríðsfyrirætl-
unum risaveldanna: - ísland úr NATO - herinn
burt(" Þessar kröfur um baráttuna gegn risa-
veldunum tveim og afstöðuna til heimsvalda-
stefnunnar setti 8. mars hreyfingin jafrr-
framt á oddinn - eins og öll "dótturfyrir-
tæki" Eikar.
Við vitum vel að viðhorf til þessara
mála eru nokkuð ólík innan Rsh, þó svo allir
félagar í hreyfingunni séu andstæðingar
heimsvaldastefnu og herstöðva hér á landi.
Við viljum ekki sundra því góða samstarfi
og samstöðu sem ríkir innan Rsh um sjálfan
grundvöll hreyfingarinnar, kvennabaráttuna,
með því að fara að negla niður einhverja
ákveðna einstrengingslega skilgreiningu á
heimsvaldastefnu.
2. PÓlk, vinveitt Rsh, villtist á vegg-
spjöldum 8. mars hreyfingarinnar vegna þess
að á þeim var mjög áberandi merki, alþjóð-
legt tákn kvennabaráttu, sem eingöngu hefur
verið notað af Rauðsokkahreyfingunni hér á
landi. Fólk hélt því að hér fasri boð frá
okkur en uppgötvaði brátt að svo var ekki.
Með þessu fólki bárust okkur ýmsar sögur úr
herbúðum Eikar um Rsh, en það er erfitt að
höndla slíkan málflutning eða svara honum
á nokkurn hátt. Þeir sem beita slíkum vopnum
koma oftast meira óorði á sjálfa sig en þá
sem þeir eru að reyna að rægjaT
5. Þann 7. mars birtist svo í Dagblaðinu
(síðdegisblaði) svívirðileg grein, undir-
rituð af 8. mars hreyfingunni. Greinin bar
yfirskriftina "Borgaraleg kvenremba og þing-
ræðishyggja (svo() einkennir Rauðsokkahreyf-
inguna - segir 8. mars hreyfingin." Greinin
birtist daginn fyrir baráttufundi hreyfing-
anna tveggja, þannig að vonlaust var fyrir
Rsh að svara greininni og leiðrétta rang-
færslur hennar fyrir 8. mars. Þetta hljóta
að teljast heldur leiðinleg vinnubrögð.
Að nafninu til er greinin svar við athuga
semdum Jafnréttissíðu Þjóðviljans þ. ll.feb.
um dreifibréfið "fræga". 1 Dagblaðsgreininni
er vitnað í Jafnréttissíðuna og tekin upp
eftirfarandi klausa: "...þegar við fengum
dreifibréf frumkvæðisnefndar í hendur. Þar
segist nefndin hreint ekki geta hugsað sér
að vinna með Rauðsokkum. Rauðsokkahreyfingin
sé alveg rosalega borgaraleg sem sést best
á því að hún "ræðst gegn karlmönnum, barr>-
eignum (þeirra?) og fjölskyldunni"..."
ÉL mars hreyfingin snýr sér svo að þess-