Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 19

Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 19
19 ari klausu af miklum ákafa en lítilli rök- hyggju. í dreifibréfinu var sagt að kvenna- barátta hér á la ndi hefði fyrst og fremst verið "leidd af mennta- og yfirstéttarkonum" og þegar við það bætist áður tilvitnuð klausa úr dreifibréfinu er okkur kannski ekki láandi þótt við fáum þá hugmynd að Eikarar séu að stimpla okkur "rosalega borgaralegar". Enda reyna þeir að rökstyðja það í Dbl.greininni á tvennan hátt. í fyrsta lagi segja þeir:"Rsh hefur enga stjórn eða ákvörðunarvald en í forystu hafa staðið mennta- og yfirstéttarkonur og virka útá við sem stjórn þótt hún sé ekki formlega kosin af meðlimum hreyfingarinnar." Við vitum ekki hvers lags endemis rugl og vitleysa þetta er.' Það er alveg rétt að Rsh hefur enga stjórn vegna þess að allt skipu- lag hreyfingarinnar beinist gegn valdslegri uppbyggingu en reynir þess í stað að byggja á virku lýðræði. Ákvörðunarvald hafa árs- fjórðungsfundir og allsherjarfundir, sem boðað er til. En miðstöð hreyfingarinnar, sem er formlega kosin af félögum, hefur framkvæmdavald. Miðstöð virkar hins vegar hvorki inn á við né út á við sem "stjórn" hreyfingarinnar. Ef Eikarar eiga við þær sem skrifa á Jafnréttissíðu Þjóðviljans eru þær konur aðeins einn starfshópur Rsh. Þær koma fram undir eigin nöfnum, og skrif þeirra eru á þeirra eigin ábyrgð en ekki Rauðsokkahreyfingarinnar. Við vitum ekki hvað 8. mars hreyfingin á við þegar hún talar um "yfirstéttarkonur". í Rsh eru engar konur sem við getum kallað "yfirstéttarkonur". Það er hins vegar rétt að innan Rsh starfa menntaðar konur. Tilraun 8. mars hreyfingarinnar til að gera það tor- tryggilegt að í Rsh starfi menntafólk er til þess eins fallið að ala á þeim hugmyndum, að menntað launafólk og ófaglært launafólk geti ekki staðið saman í baráttunni gegn auð - valdinu. í öðru lagi reyna þeir að rökstyðja stað- hæfingar sínar frekar með dæmum úr málgagni Rsh - Forvitin rauð. öll dæmin, nema eitt, eru tekin úr janúar- og maíblaði árið 197^- Fyrstu vikuna í mars komu sendimenn 8. mars hreyfingarinnar niður í Sokkholt. Þeir fengu þar öll blöð Rsh, upplýsingar um skipu lag og stefnu hreyfingarinnar og upplýsingar um sögu hennar. Auk þess hafa konur í Eik starfað með Rsh hér áður fyrr (það eru væntanlega "góðu baráttukonurnar " sem talað var um í dreifibréfinu). 8. mars hreyfingin hafði því fullar upplýsingar um það, _að haustið 1974 klofnaði Rsh, borgaralegir fem- ínistar gerjgu út en stefna hinna róttæku varð ofan á. Að vitna í Forvitna rauða fyrir þessi umsklptl og gera ummæli í fjög- urra ára gömlum blöðum að stefnu Rsh hér og nú er svo lágkúruleg sögufölsun að manni getur ekki annað en blöskrað. Grein Eikar- anna lýkur svo á þessari rökleysu, sem er eins og allir sjá ekki tilboð um samstarf - heldur tilboð um að ganga úr Rsh og í Eik m-1: "í grein Rauðsokka stendur "að 8. mars hreyfingin geti hrelnt ekki hugsað sér að vinna með Rsh..." Þetta er ósatt. Þetta stendur hvergi í drelfibréfinu. Þar sem Rsh hefur engan grundvöll né heldur stjórn eða ákvörðunarvald þá þýðir það einfaldlega það að ekki er hægt að snúa sér til Rsh sem heildar. En auðvitað geta einstaklingar og hópar innan Rsh tekið þátt í starfi 8. mars hreyfingarinnar á þeim grundvelli sem við höfum markað okkur. Um þennan grundvöll er hreyfingin til orðin og ekkert hægt að makka um hann. Við hvetjum allar baráttukonur im>- an Rsh að taka afstöðu til grundvallarins og koma til starfa undir þessum kjörorðum.." to.s.frv. Eins og hér hefur komið fram er þessi Dagblaðsgrein Eikar full af rangfærslum og beinum álygum. Það má segja að sú sósíal- íska hreyfing sem þarf á svona vinnubrögðum að halda hljóti að vera býsna örvæntingar- full og bágstödd. Þess vegna ætti kannski að vorkenna "aumingja Eik" og láta þar við sitja - en við töldum ókleift að líta fram- hjá málflutningi samtakanna gegn Rsh. Það er leitt tll þess að vita, að nokkur maður skuli hafa trúað þeirri vitleysu sem þar var á borð borin. Rauðsokkahreyfingin hefur það markmið að vinna að öflugri og sjálfstæðri kvenfrelsis- hreyfingu hér á landi. Það er augljóst að Eik m-1 er ekkert hrifin af því. Þeir taka það til bragðs að setja á fót "dótturfyrir- tæki" undir merki kvennabaráttu og í nafni þess"pólitíska hreinleika" sem þeir álíta sig hafa til að bera. Þessi einangrunar- og klofningsstefna er síðan réttlætt með held- ur hæpnum rökum eins og hér hefur verið sýnt fram á. Verkalýðsmálahópur Rsh.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.