Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 21

Forvitin rauð - 01.05.1978, Page 21
II Maður verður oft að neita börnunum um það sem þau langar í. Mér finnst hræðilegt að þurfa alltaf að neita þeim um það sem aðrir fá. Þau hljóta að finna til þess að þau fá ekki það sem önnur börn fá. Þess vegna hef ég reynt að fá betur laun- aða vinnu, svo þeim finnist þeim ekki alltaf vera ýtt til hliðar eða að þau séu öðruvísi en önnur börn. Maður hefur ekki orku til að vera alltaf fullkominn. Stundum hef ég ekki þrek til að hjálpa börnunum við heimanámið og fylgjast með því að þau lssri það sem þau eiga að læra heima. Þau verða að reyna að standa á eigin fótum, geri þau það ekki má skrambinn hafa það. Ég hef talað við kennarann um námið - hún segir að maður eig i ekki að þvinga börnin. Það er erfitt að vera móðir og sjá um allt. Endarnir ná ekki saman... Stundum verð ég svo þreytt og leið á öllu saman. Ég þori ekk: að hugsa um framtíðina. Eins og ástandið er núna lækka bara launin, allt annað liækkar. í og með finnst mér ræstingarstarfið ágætt. Stærsti gallinn er sá að við eigum að gera allt of mikið fyrir þessi laun, sem við fáum. Ræsting er alltof illa borguð. Eftir- litskonan er ágæt, hún gerir það sem hún getur, en það er gersamlega sambandslaust við æðri staði. Þeir segjast ekki geta borgað meira... félagið hafi gert svo lélegan samning, að við getum ekki fengið meira. En við eigum að vinna jafnmikið og áður. Ég skil ekki hvernif þeir reikna það út. Við verðum að kasta til höndunum og svíkjast um við hreingerninguna, samt er tíminn of stuttur. Það er hræðilegt að þurfa að vinna illa. Maður getur alveg eins látið ógert að fara í vinnuna. Ég hef það á tilfinningunni að ég verði að forða mér áður en einhver starfsmað- ur kemur og sér hvað ég hef gert. Maður þor- ir varla að sýna að maður hafi verið þarna og gert hreint og þess vegna þori ég ekki að tala við aðra á vinnustaðnum. Við erum tvær, og á fimm tímum eigum við að þrífa kaffistofur, klósett, ganga, tröpp- ur og baðherbergi á níu stöðum. Allt er þett£ grútdrullugt - þetta er jú óþrifalegur iðn- aður. Við klárum þetta ekki á fimm tímum, við erum að í sex, stundum sjö tíma - þrátt fyrir hroðvirknina. Þeir hafa lofað að greiða okkur aukalega, en við höfum ekkert fengið ennþá - og það lítur ekki út fyrir að við fáum neitt. Mig hefur alltaf langað til að verða bif- vélavirki. Ég hef lengi ætlað í vinnumiðiun- ina til að sækja um fullorðinsfræðslu. En það er sjálfsagt ekkert kvöldnámskeið um bíla. Ég er með fjögur börn. Færi ég í skóla á daginn þyrfti ég húshjálp, og þá faaru öll launin mín í hana. Á hverju eigum við þá að lifa? Konur eru skapaðar til að vera heima og hugsa um börnin, hugsa um að karlmaðurinn fái það sem hann þarf - það er það eina sem konur eiga að fást við, eða ekki ber á öðru að minnsta kosti. Karlinn þarf að fá matinn og það þarf að hengja upp þvottinn. Þannig sé ég hlutina. Mörgum finnst að konan eigi að vera heima. Síðast í gærkvöldi heyrði ég það, þá sagði ein við mig:"Sá sem á smábörn á að halda sig heima á kvöldin. Hún á ekki að vera að dand- alast úti heldur vera heima og passa börnin sín." En það er ekkl alltaf svo auðvelt. Ég skúra til hálf tíu. Elsta stelpan, sem er tólf ára, passar þann minnsta. Þau eru inni frá kl. 7 og horfa á sjón- varpið - þau ættu ekki að trufla neinn á meðan. Börnin verða að bjarga sér sjálf - þau elda matinn, leika sér og gera við. Það er alls staðar drasl, óhreinn leir, leikföng og föt út um allt þegar ég kem heim. Stundum er aðkoman þannig að ég sest bara niður og horfi á vesaldóminn. Hvar á ég að byrja? En mér finnst að börnum eigi að líða vel heima hjá sér. Ég á ekki margt sem mér er sárt um. Ég get heldur ekki verið að skamm- ast alltaf. Einhvers staðar verða þau að vera, og ég vil ekki að þau séu úti þegar ég er að vinna. Maðurinn minn hjálpar ekki mikið til. Áður var hann hjálplegur - nú þvær hann bara upp endrum og eins. Auðvitað finnst mér þetta óréttlátt, því ég þarf að vinna tvöfalda vinnu. En honum finnst að svona eigi þetta að vera. Honum finnst það kvenmannsverk að þvo upp og þrífa. Það er ekki karlmannsverk að standa við eld- húsbekk eða ryksuga, segir hann.

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.