Morgunblaðið - 14.12.1930, Side 22

Morgunblaðið - 14.12.1930, Side 22
22 MOPOTTNPrAFHfi Soraleg sál. 1 Tímanum, sem út kom 10. þ. m., birtist löng grein um „nýja“ varðskipið, eftir Jónas Jónsson dómsmálaráðherra. Enda þótt mín sje allmjög getið í grein þessari, að engu rjettilega, og þrátt fyrir það, að ráðherrann segir óvíða rjett frá staðreyndum, mundi jeg hafa leitt hana með öllu hjá njjer, eins og flest annað, sem frá þeim manni kemur, ef ekki bæri sjerstakt til. En í greininni er nokkuð það, sem mjer þykir ekki rjett að þegja við, enda þótt jeg leiði efni hennar að öðru leyti hjá mjer. Jeg skal þó fyrst aðeins drepa á það, að í hvert skifti, sem J. J. færir nýjar sannanir fyrir því, hver ógn honum stafar af mjer, fæ jeg ekki varist brosi. Þegar hann lagði 1 kosninga- leiðangurinn á varðskipunum í vor sem leið, bauð hann miðstj. Sjálfstæðisflokksins að senda málsvara flokksins með skij,- inu, hvern sem væri, annan en mig! Og nú, þegar einn nýlið- r ■ na, sem ráðherrann er ábyrg- ur fyrir, lendir í slíku öngþveiti, að bæði honum og ráðherranum verður svarafátt, þá sjer ráð- herrann mig þar aftur uppmál aðan eins og draug, sem of- sækir hann! Þetta er nú því broslegra scm skelfing J. J. er með öllu á- stæðulaus. Jeg hefi alls engan þátt átt í aðfinnslum hr. Gísta Jónssonar á kaupunum á varð- ekipinu, og vaí þessu máli yfit- leitt gersamlega ókunnugur, þai til jeg las blaðadeilur þeirra Gísla Jónssonar og Pálma Lofts sonar. Get jeg þessa til þess að sýna myrkfælni ráðherrans, en jafnframt vegna þess, að mjer þykir sanngjarnt, að Gísli njóti heiðursins af framtaki sínu. Hitt liggur í hlutarins eðli, að mjer þætti enginn vansi að, þótt satt væri, að jeg hefði hvatt til þess, að maður, ágæt- lega fróður í þessum efnum, rannsakaði og fletti ofan af gerðum ríkisstjórnarinnar og ný liða hennar. En um sjálf skipakaupin þyk- ir mjer rjett að geta þess, að enda þótt jeg væri málinu ó- kunnugur, þó hefi jeg nú sjeð nægilega mörg gögn á borðinu til þess að þora að fullyrða, að - er ómengað hneykslismál á ferðinni. Ríkið hefir tvímæla- laust greitt 60—70 þús. krónum meira fyrir skipið en hægt er að leiða líkur að, að sje sannvirði eða jafnvel, að eigendur slíkra skipa mundu krefjast fyrir þau. Þykir mjer að órannsökuðu máli rjett að gera ráð fyrir, að um skyssu sje að ræða, en þá líka svo stóra skyssu, að hvar- v£tna mundi varða stöðumissi hins seka. Og alstaðar þar sem almenningsálitið er óbrjálað mundi ráðherra til knúður að fyrirskipa rannsókn í málinu, ekki síst þegar skjólstæðingur og einkavinur hans ætti hlut að máli. Hjer á landi hafa aftur á rnóti þau undur gerst, að ráð- herrann víkur ekki þeim seka frá embætti, lætur ekki rann- saka kaupin, en gerist þar á ===== móti opinber verjandi sakborn- ings, með því að gefa út auka- blað af blaði sínu, og skrifa í það 7 dálka varnargrein, sem, aðeins sannar vilja ráðherrans til að svíkja embættisskyldu ,sína, því um það, hvort skip sje gott eða dýrty fara auðvitað allflestir nærri um, að J. J. er alls ekki dómbær. öllu má ofbjóða. Væntanlega líka oftrausti fylgisspakra sálna Jeg kem þá að því, sem veld- ur því, að jeg læt grein J. J. íi. mín taka. Á einum stað í greinin,ni standa þessi orð: „Eh þá dylgjaði sama blaðið, sem flu-tt hafði hugvekjur Gísla vjelstjóra, um, að varðskipin hefðu of snemma hætt leitinni. En ef til vill er skýringin auðfund- in. Varðskipin voru bæði í einu í leit sunnan við land. En togaraflotanum var fljótlega aímað, að nú væri tœki- ftzri. Úr kjördæmum Ólafs Thors, Jóns er stærra úrval af góðum jólagjöfum en nokkru sinni áður. Loftvogir Sjóna T e i k n i- |J[ fffimfl "1* V e ð u í a h o 1 d WmL laLiLJIl.^L. f f S m á s j á r er o g Speglar. i ------ Valet rakvjelar. Gleraugna- umgerðir og falleg hulstur (má ef til vill skifta eftir jól.) Rakvjelar Tvíbura vasa- Leggið leið yðar um Bankastræti 4 og skoðið í gluggann í dag. Auðuns og víðar að rigndi niður kvörtunum um, að togarar sópuðu landhelgina. Drengskapurinn var ekki einungis fólginn í því að fá menn ti! að skrifa staðlausan róg um hið nýja skip. Meðan varðskipin voru að leita ■að einu af veiðiskipum þjóðarinnar, voru veiðiþjófarnir um leið komnir í landhelgina og höfðu breitt yfir nafn og númer. Vel höfðu þeir Ólafur Thors og Jón Auðun unnið fyrir kjcsendur sína, er þeir beittu sjer fyrir, að tog- aiaeigendur mættu óhindrað senda dul- málsskeyti til skipa sinna um hvenær hættulaust væri að koma í landhelg- ina. Aldrei hefir framkoma þeirra, er varið hafa veiðiþjófana í, landhelginni komið betur fram í birtuna heldur en nú, þegar togaramir hraða sjer í land- helgina meðan Óðinn og Ægir eru að leita að Apríl. Ef togurunum hefði ekki verið gjört aðvart með loftskeyt- um, myndu þeir alls ekki hafa vitað, að andhelgin væri í bili vamarlítil“. J. J. er nokkuð einstakur mað ur með það að koma öðrum á 5vart. Jeg hefi fylgst dálítið með honum í allmörg ár. Eft- 'r þá viðkynning er mjer full- ,'jóst, að hann er óhlutvandasti maður, sem jeg hefi kynst, um alla meðferð sannleikans. Jeg veit engan, sem til jafns við hann er alveg sama, hvort hanr ?egir satt eða logið, engan, sem á svipaðan hátt hefir tekið skjall og róg í sína þjónusiu, engan, sem lætur sig jafn ger- samlega engu skifta, hvaða vopnum hann beitir, einungis ef hann heldur, að þau bíti. En samt sem áður — þrátt fyrir þetta alt, beinlínis hnykti mjer við, þegar jeg las þessi framan- greindu orð. Það er nú ef til vill ekkert við því að segja, þótt dóms- málaráðherra landsins segi í op- 'nberu blaði, að togaraeigendur hafi símað skipstjórum á skip- um sínum að fara í landhelgi á ákveðnum tíma og þegar svo stendur á. Þó mundi þess nú krafist af öllum öðrum en| J. J., að þeir færðu sönnur á það. J. J. hefir í þessu einstaka sjerstöðu, sem hann fyllilega verðskuldar, og er ekki öfunds- verður af. En það er tíminn, seth útgerð- armenn eiga að hafa valið til ^ slíkra athafna, sem gerir að-, dróttanir J. J. svo svívirðileg- ar, að jeg segi það rjett eins og er: soralegri og ógeðslegri sál hefi jeg aldrei kynst og kynnist aldrei; það er jeg viss um. Svo J. J. heldur, að hann geti talið þjóðinni trú um, að um þessar mundir, einmitt þegar kvíðinn var að læsa sig um menn, — þegar allir, sem til þektu, voru milli vonar og geig- vænlegs ótta, um að ógurlegt slys hefði hent þjóðina, — að( þá hafi útgerðarmenn, mennirn- ir, sem utan aðstandenda þó vegna starfs síns og atvinnu ættu mörgum öðrum fremur að finna til, þá hafi þessi söfnuð- ur, og þá fyr3t og fremst jeg, hugsað um það eitt, &ð nú bæri vel í veiði, nú væri leikur að nota dauðaleitina til að senda togar- ana í landhelgi, því ef til vill fyndist Apríl, og þá væri verra að koma við landhelgisveiðum, og ef til vill gæti líka fyr en varði komist upp, að skipið hefði farist og 18 menn væru druknaðir, og þá væri líka verra að koma við landhelgisbrotum. — Dauðaleit væri svo sem ekki hversdagshapp, svo skyldi grípa gæsina á meðan hún gæfist. Nei, svona djöfullegir mensk- ir menn eru ekki til, og. áður en jeg las grein J. J. hjelt jeg að það væru heldur ekki til menn, sem ætluðu öðrum slíkt. Jeg veit nú, að það er þó til und- antekning. Jeg veit ekkert um, hvort einhverjir togarar hafa verið að veiðum 1 landhelgi meðan á leit- inni stóð. Hitt veit jeg, að á þessu hausti hafa stjórninni bor ist stöðugar kvartanir um yfir- tioðslur í landhelginni. Hefi jeg oftar en einu sinni flutt klögu- mál kjósenda minna til ríkis- stjórnarinnar, og munu bæði sýslumaður Gullbr.- og Kjósar- sýslu og oddviti Gerðahrepps þráfaldlega hafa gert það sama. Hvort skip þessi hafa verið ísl. eða erlend er lítið hægt um að segja, fyrst og fremst af því að stjórnin lætur sjer annara um að snatta varðskipunum með gæðinga sína, og nota þau sem hressingarhæli fyrir dómsmála- ráðherrann, en að sinna lög- Fótsnvmusieðarnir kcma í öllum stærðum aftur á þriðjudaginn með Lyra. Fótspyrnusleðar eru bestu jólagjafir sem börn fá. „Veiðarfærauerslunin Geysir". mætum nauðsynjakröfum þeirra, sem harðast verða fyrir ágengni af landhelgisbrotum. En um það, hvort ísl. útgerðar- menn hafi notað dauðaleitina til að senda skip sín í landhelgi, verður hver að álykta eftir sínu innræti, og að því er varðar mig persónulega, get jeg gjarn an bætt því við, af því að að- dróttunum J. J. er sjerstaklega þangað beint, að af 5 togurum okkar lá einn í Englandi meðan leitin stóð, annar var á útleið þegar leitin hófst, sá þriðji lagði af stað til útlanda daginn sem leitin hófst, og tók þátt í henni, sá f jórði var á leið frá Englandi og kom upp að landinu síðla leitar og tók einnig þátt í henni. Eftir er þá aðeins einn, sem jeg hefði átt að „síma að nú væri tækifæri“ til landhelgis- veiða. Það var „Skallagrímur“, skipstjóri Guðmundur Jónsson, og býst jeg við, að allir trúi því, að okkur Guðmundi hafi verið annað ríkara í huga en landhelgisveiðar þá dagana. Gæti jeg vel rakið afskifti mín af leitinni, og hverjar til- lögur jeg gerði í þeim efnum, ef mjer þætti ekki bæði óvið- feldið og óþarft að vera að fjöl- yrða um, að formaður útgerðar- mannafjelagsins þegar svo stóð á, teldi útgerðarmönnum Ijúft og skylt, að leggja fram það sem í þeirra valdi stæði, og á- litið væri af sjófróðum mönnum a. m. k. reynandi. Þegar Forsetaslysið bar að höndum, notaði J. J. tækifærið M) þess að svívirða útgerðarm. á Alþingi, úr ráðherrastól. — Hann hefir þó að þessu sinni áll-mjög yfirstigið sínar fyrti Hæru húsmæður! Fyrir jólin ekki síður en endranær er yður áreiðanlega best að nota gólfgljáann MansioK Polish þá verða dúkarnir yðar skín- andi fallegir. Þá er spursmálslaust best á skóna yðar Cherry Blossom skóáburður sem heldur leðrinu mjúkn og vatnsþjettu. Fæst í öllmn helstu verslunnm ---....................=*i ávirðingar. Ef slík framkoma í'öðherra, í hugsun, orði og æði, opnar ekki augu manna, svo að blindir fái sýn, þá er þeim ekki við bjargandi. Ólafur Thors. Sjómannastofan. Samkoma í dag kl. 6. Allir velkomnir. Herópið og Ungi hermaður- inn, jólablöð, eru komin út, lit- prentuð með mörgum myndum og flytja fagrar sögur, kvæði og frásagnir um ýmisleg efni. Blöð- in eru prentuð í ísafoldarprent- smiðju og er allur frágangur ágætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.