Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7, Jóhann Sæmundsson: ð og athafnir 1. Umburðarlyndi náttúrunnar. HERRA BJÖRN L. JÓNS- SON veðurfræðingur ritar grein í Morgunblaðið 3. ágúst, er hann nefnir: Aumingja Jó- hann. Tilefnið er ritdómur eft- ir mig um bókina Matur og megin eftir Are Waerland, og birtist hann í Heilbrigðu lífi. Björn L. Jónsson hafði íslensk að bókina, en Náttúrulækn- ingafjelag Islands gaf han% út. I grein sinni telur Björn það fullkominn tilbúning minn og ranghermi, að Waerland bann- færi mjólkurost og telji hann skaðræðisfæðu á borð við kjtít, fisk og egg. Það er óþarft að geta þess, að aðfinslur mínar að bókinni beindust nær ein- göngu gegn fordæmingu höf- undar á öllum þessum- ágætu eggjahvítugjöfum, en fordæm- ing þeirra er rauði þráðurinn í bókinni. Þetta er kjarni máls ins, og jeg tel mjer skylt, al- mennings vegna, að svara greininni, þótt það hafi dreg- ist lengi, vegna fjarvistar minnar úr bænum. Áhugi fólks á jnanneldismál um er þegar töluverður og vaknandi. Fjöldi lækna og matreiðslukvenna hafa*stuðlað að því í ræðu og riti. Meðal þeirra lækna, er ótrauðast hafa barist fyrir bættu mataræði þjóðarinnar, hika jeg ekki við að telja Jónas Kristjánsson fremstan, þótt jeg leyni því ekki, að mjer þyki hann stund- um hin síðari árin ganga feti lengra en full rök eru fyrir. Með stofnun Náttúrulækn- ingafjelagsins hefir Jónas Kristjánsson gert tilraun til að gera fólkið sjálft, allan almenn ing, að áhugastímum og virk- um þátttakendum í baráttunni fyrir hollu mataræði fyrst og fremst, og þar með bættri heil- brigði. Tilgangurinn er því heilsuverndarstarfsemi. En til þess að fólkið geti orðið lið- tækt í slíkri starfsemi, bæði sjer og öðrum til gagns, þarf að fræða það. Það þarf að vita Og skilja, til þess að það taki rjetta stefnu. Með hinu talaða og ritaða orði, með fræðslunni, reyna forvígismenn Náttúrulækn- ingafjelagsins að móta stefnu almennings í manneldismál- um, en í athöfnunum, þ. e. framkvæmdum fjeiagsins, birt íst stefnan í verki. Sú ,,fræðsla“, sem bókin Matur og megin veitir, er með þeim hætti, að við sumu af því varð ekki þagað. Fordæming eggja- hvítuefnanna, einkum úr dýra- ríkinu, var of alvarlegt mál, ekki aðeins af heilbrigðis- ástæðum, heldur einnig af Jjjóðhagsástæðum. Ef hún væri á rökum reist, hlaut þjóðin að stefna að því, að útrýma kjöti, fiski, eggjum og mjólkurosti úr viðurværi sínu. Ennfremur hlaut hún að hætta að selja þessar vörur öðrum þjóðum, ef þær vóru eitur og orsök krabbameins. Það var siðferði- leg skylda. En væri kenningin Svar til Björns L Jónssonar 1. grein röng, eins og hún er, var jafn- sjálfsagt að vinna gegn því, að þessari fæðu yrði hafnað af þjóðinni. Það er margsannað mál, að eggjahvítuefnin eru lífsnauðsynleg, bæði börnum og fullorðnum. í meltingarfærunum leysist eggjahvítan sundur, fyrir á- hrif meltingarsafanna, í ein- faldari sambönd, sem nefnd eru amínó-sýrur. Menn þekkja um 22 slíkar sýrur og af þeim eru 10 ýmist lífsnauðsynlegar til viðhalds líkamanum, eða ómissandi til þess, að vöxtur ungviðis geti farið fram. Amínó-sýrurnar eru efniviður I hverri frumu líkamans, í j hverju einasta líffæri. Þær , endurbæta slit vefjanna við j starfið og eru líka efniviður- inn við nýsköpun frumna, meðan vöxturinn fer fram. Þær eru nauðsynlegar til þess, að sjálfir meltingarsafarnir geti myndast, sem eiga að melta fæðuna og gera líkam- anum kleift að hagnýta hana. Eggjahvítan úr dýraríkinu er yfirleitt enn fullkomnari og hentugri til þessara þarfa en eggjahvítan úr jurtaríkinu. Þó er eggjahvítan í kartöflum, blómkáli og ýmissi jurtafæðu einnig góð og gild. Rannsóknir hafa sýnt, að í mjólkurosti og auðvitað í ost- efni mjólkurinnar, og skyri, eru hvorki meira nje minna en 20 amínósýrur, og meðal þeirra. allar þær, sem ómissandi eru. Hjer er ekki rúm til að rekja þetta mál nánar, en jeg vil benda áhugasömum lesendum á grein, er jeg ritaði í Andvara 1940 um næringarþörf manna, og er flest af því, sem þar er sagt, enn i gildi, svo langt, sem það nær. Það er væntanlega augljóst hverjum manni, að ,,fræðsla“ eins og þessar kenningar Waerlands, getur stofnað til heilsutjóns og vanþrifa, ef mark væri á henni tekið. Og það er. til auðtrúa fólk í öll- um löndum, er fer eftir kenn- ingum, sem barðar eru blákalt fram með ofstæki og nýtísku áróðurstækni, hvað sem öllum rökum líður, enda hafa margir heittrúarmenn i þessum efnum sýkst af eggjahvítuskorti er- lendis, með svipuðum einkenn um og algeng voru t. d. í Þýska landi og Austurríki í styrjöld- inni 1914-—1918, og orsökuð voru af eggjahvítuskorti og ljelegri fæðu. Fullyrðingar Waerlands um þessi atriði í Matur og megin, og raunar fjölmargt annað, eru settar fram með óskammfeilnu ofstæki og stórmenskubrjálæði í senn. Hann fullyrðir, að hann geti trygt hverjum manni full- komna heilbrigði — 100% heil- brigði — til hárrar elli, ef regl- um hans um mataræði sje fylgt. Menn, sefn þannig tala, eru hættir að leita, hættir að knýja á og leita sannleikans, því að þeir þykjast þegar hafa höndlað hann. Er frekari fram fara að vænta, ef allir menn tryðu því, að fullkomnuninni væri þegar náð, lengra yrði ekki komist? Nei, kyrrstaða yrði afleiðingin og raunar aft- urför, því að lífið í kringum manninn heldur áfram að þró- ast, og manninum ríður á að aðhæfa sig þróuninni af fremsta megni, ef hann á ekki að verða undir í baráttunni. Waerland telur sig hafa lyk- ilinn að fullkominni heilbrigði í höndum sjer. Honum liggur þungt hugur til manna eins og Pasteurs, því að „með honum kom gerilsneyðingaræði8“ (bls. 70), sem þó hefir bjargað miljónum manna frá tauga- veiki, berklum, barnaveiki, blóðsótt og Öðrum sjúkdómum, sem geta borist með mjólk. ,,Jeg hefi sýnt fram á, að ger- ilsneyðing hefir í för með sjer krabbamein", segir eitt vitnið (bls. 136). Waerland skopast að vonum að öllum, sem „dútla við hlægilegar tilraunir“, af því að þeir hafa ekki öðlast al- visku hans. Ekki hefði hann eytt tíma í að finna súlfalyfin, sem reynast svo vel við lungna bólgu óg mörgum öðrum sjúk- dómum, eða penicillin, sem gef ur svo góð fyrirheit, þótt reynslan sje enn ekki mikil. Ekki hefði hann fundið K- bætiefnið, sem getur bjargað ungbörnum frá blæðingar- dauða eða ævilangri örorku og hindrað lífshættulegar blæð- ingar í ákveðnum tilfellum. Síst hefði hann fundið það í fiskimjtíli, afurð þeírrar for- dæmdu skepnu, sem er aðal- orsök krabbameins. Ekki hefði mjöl úr ’ lúsernum (alfalfa) komist til virðingar fyrir hans tilstilli sem Öflugur K-bætiefn- isgjafi og mjög mikilvæg heilsuverndarfæða fyrir t. d. vanfærar konur, til þess að koma í veg fyrir ungbarnagulu og blæðingar hjá ungbörnum, sem oft geta orðið hættulegar. Ekki hefði hann leitað þessa bætiefnis í eggjarauðu, sem er auðug að því, en hann i;eynir hins vegar að fæla fólk frá að neyta eggja, með því að ráð- leggja lesendum sínum að láta egg liggja í nokkrar vikur eða mánuði og athuga, hvað gerist. Og sjá: „ódaunninn og við- bjóðslegt útlit eggsins er verk rotnunargerlanna“ (bls. 24). Nýfædd börn búa í fyrstu ein- göngu að þeim forða af þessu bætiefni, sem þau liafa hlotið frá móðurinni og geymist í lifr inni, að talið er. Þessi forði barnsins fer minkandi, þrátt fyrir móðurmjólkina, þangað veðurfræðings til venjulegur gerlagróður hef ir myndast í þörmum þess, en þá tekur bætiefnið að mynd- ast þar. Og það eru gerlar, sem búa það til með starfsemi sinni, ekki „sýrugerlar“, heldur „rotnunargerlar“. Jeg hefi rakið þessa sögu til að sýna, að jaínvel „rotnunar- gerlar“ hafa heilsuverndarhlut verki að gegna. og vinna starf, sem stuðlar að því, að fleyta ungbarninu yfir örðugasta hjallann og tryggja þannig framhald mannlífsins. Þetta þrent: Sulfalyfin, peni- cillin og K-bætifnið hefir mönnum tekist að uppgötva eftir að Waerland öðlaðist al- viskuna og væri ófundið enn, ef allir hefðu trúað honum í blindni og hætt að leita. Náttúran er ekki ofstækis- full. Hún lætur sýrugerla og rotnunargerla lifa hlið við hlið, bæði í innyflum manna og dýra og í jarðveginum, þar sem þeir breyta lífrænum leyf- um jurta og dýra þannig, að þær geti orðið hráefni í nýtt líf, haldið lífinu við. Hún er svo umburðarlynd. að liún lofar mannöpunum, dý’rum hins „mikla innvortis- hreinleika", sem Waerland er að reyna að stæla, að smakka egg, fuglaunga og skordýr, já, meira að segja flær, sem geta verið úttroðnar af svartadauða bakterium. Hún er jafnvel náðug Bac- illus Welchii og lofar honum að lifa í innyflum grasbita, þótt hvorki jeti þeir kjöt eða fisk, nje ræni fuglaeggjum. Það er nærri víst, að hún lofar „Bacillus Welchii“ að haldast við í kálgarðinum hjá Waer- land og skreppa snögga ferð ofan í hann sjálfan með hrá- um, óskrældum kartöflum og hráum matjurtum, þótt hvorki borði hann kjö't, fisk nje egg. Þessi gerill, sem Waerland ljisir svo hryllilega, lifir sem sje í venjulegum jarðvegi, sem er hið eðlilega heimkynni hans, að talið er. Hann finst því oft í mjólk, vatni, ryki og innyflum manna og dýra. Hann veldur ekki innyflasjúk- dómum, svo að kunnugt sje, og það er ástæðulaust fyrir fólk að óttast ósoðið grænmeti, sem er miklu hollara en soðið. þótt það viti, að hann kunni að slæðast með. * Með útgáfu bókarinnar Mat- ur og megin hefir Náttúru- lækningafjelagið boðað almenn ingi ofstækisfullar kenningar um fæðutegundir, sem ís- lenska þjóðin hefir neytt í rík- um mæli frá upphafi og átt hægast með að framleiða. Þess ar kenningar styðjast ekki við rök, en eru barðar fram með blekkingum og fáránlegum fullyrðingum. Þótt heilsuvernd artilgangur fjelagsins sje lofs- verður, helgar hann ekki að beitt sje slíkum meðulum gagnvart almenningi, sem stendur varnarlítill gegn •öllu slíku. Fjelagið getur notið sannmælis og viðurkenningar fyrir það, sem það gerir vel og miðar til góðs, en jafnsjálf- sagt er að víta opinberlega það, sem miður fer. Þeir, sem ekki þekkja ann- að til fjelagsins og starfs þess en þessa bók Waerlands, líta svo á, að hún boði stefnu fje- lagsins, og er það að vonum. En þegar stefna fjelagsins birt- ist í athtífnum þess, hafnar það með tíllu þeim kenningura Waerlands, er jeg vítti í rit— dómi mínum. 45 ára verður í dag frú Re- bekka Þorsteinsdóttir, Lágholts- veg 2. iMiiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMttiiiiim = m = Fleiri og fleiri húsmæður =§í nota I Steril \Jaób i = Gísli Halldórsson h.f. ií = =l 1 Austurstræti 14. Sími 4477. a iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiih Það er vegna þess að þessi fæða er svo holl, og örðugt me.n að fá aðra kornvöru sem byggir jafn vel upp líkamann. Og það er áreið- anlegt að engin kornvara hefir jafn gott bragð nje jafn góðan keim eins og 3-mínútna hafraflögurnar. 3-minute OAT FLAKES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.