Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. sept. 1944. Fimm mínúina krossgáta 2), ag bóte MORGUNBLAÐIÐ Oddur Sigurðsson, Skál. sjötugur rr 15 Lárjett: 1 fjárinn —• 6 húsdýr — 8 dr egið í efa — 10 keyr — 11 tímarit — 12 tveir eins — 13 guð — 14 skel — 16 gabba. Lóðrjett: 2 nið — 3 taparðu •— 4 ögn — 5 vökvi — 7 drasl — 9 máttur — 10 for — 14 flan — 15 forsetning. Fjelagslíf ÁRMENNINGAR! Stúlkur Piltar! Tvent er nauðsyn- legt: Sjálfboðavinna í Jósefsdal og hlutavelta Ár- .nianns. Þeir, sem eru gæddir söluhæfileikuni og hafa sæmi legt útlit, aðstoða við hluta- veltuna, — hinir komi í Dal- 'inn. Farið laugardag kl. 2 og kl. 8. Magnús raular. FERÐAFJELAG ÍSLANDS ráðgerir að fara berjaför upp í Seljadal næstk. sunnudag., Lagt á stað kl. 10 árd. frá Austurvelli. Farmiðar seldir á föstudaginn og til hádegis á láugárdag í skrifstofunni í Túngötu 5. > 258. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5.10. Síðdegisflæði kl. 17.27. Ljósatími ökutækja frá kl. 20.25 til kl. 6.20. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- Apóteki. Næturakstur annast Bs. Bif- ; röst, sími 1508. f. O. O. F. 1 = 1269158V2 = 9 I. Unglinga vantar til að bera Morgunblaðið út til kaupenda við Túngötu, Víðimel og í Kapla skjóli. — Talið við afgreiðsluna sem fyrst í síma 1600. Tilkynning frá Sumargjöfinni Yegna þess að stjórni Sumargjafar hefir ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, tekist að fá rýmt hið leigða húsnæði í Suðurborg, sjer hún sig knúða til að hætta starfsemi yngstu deildar dagheimilisins þar frá 16. þ. m. að telja, þar til öðru vísi skipast. Stjórn Barnavinafjel. Sumargjafar. H Vinna STÚLKA með tveggja ára barn óskar eftir ljettri ráðskonustöðu. Uppl. í síma 5581 frá kl. 6—8. Ú tvarpsviðgerðarstof a mín er nú á Klapparstíg 16 (sími 2799). — Ottó B, Amar, útvarpsvirkjameistari. HREIN GERNIN G AR hfagnús Guðmundsson. Jón & Guðni. Sími 4967. HREIN GERNIN GAR Pantið í síma 4966. Magnús & Björgvin. Kaup-SaJa GÓÐUR BARNAVAGN óskast í skiftum fyrir kerru. Uppl. Seljaveg 33, 3. hæð. MINNIN G ARSP J ÖLD Barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. MINNIN G ARSP J ÖLD Frjálslynda safnaðarins fást hjá prestskonu safnaðarins á Kjartansgötu 4, Ástu Guð- jónsdóttur Suðurgötu 35, Guð- nýju Yilhjálms, Lokastíg 7, OVfaríu Maack, Þingholtsstræti 25, Versl. Gimli Laugaveg 1 Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og Sólmundi Ein- arssyni Vitastíg 10. best að auglysa I MORGUNBLAÐINU Sextug er í dag merkiskonan Helga Pjetursdóttir að Draghálsi í Borgarfirði. Hún er gift Bein- teini Einarssyni frá Litla-Botni. * Hafa þau eignast 10 börn og eru sjö á lífi, sem öll eru uppkomin. Hafa þau hjónin búið saman í næstum 40 ár og síðustu árin að Draghálsi, en í vor tók yngsti sonur þeirra, Sveinbjörn, við jörðinni og stendur hún fyrir bú- inu með honum, nýtur hann þar ágætrar aðstoðar umhyggju- samrar móður. Helga er mjög ern, ljett í lund og hlýleg í við- móti og mun mörgum, sem kynni hafa haft af henni, verða hugsað til hennar í dag með hlýjum hug. — Kunnug. Hjúskapur. Þ. 13. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sjera Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Ólafía Sigurbjörnsdóttir og S/sgt Robert Waara, golfkennari. ÚTVARPIÐ í DAG; 8.30 Morgunfrjettir. 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 íþróttaþáttur: Ávarp til sambandsfjelaga í. S. í. (Þor- geir Sveinbjarnarson). 21.50 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 27 í F-dúr eftir Mozart. 21.05 Upplestur: „Sagan af fal- lega, hvíta hestinum“ eftir William Saroyan (Hannes Sig- fússon). 21.25 Hljómplötur: Erna Sack syngur. 21.50 Frjettir. > 22.00 Symfóníutónleikar (plötur) a) Symfónía nr. 5 eftir Schu- bert, b) Fiðlukonsert eftir Spohr. Liszt. d) „Mazeppa“-symfónían eftir 1 DAG er heiðursmaðurinn. Oddur Sigutrðsson bóndi í Skál á Síðu, sjötugur að aldri. Oddur í Skál, eins og hann er kallaður venjulega, er Skaftfellingur að ætt og hefin nú búið rausnarbúi' að höfuð- bólinu Skál um 30 ára skeið. Aldrei hefir Oddur kvænst, en búið með systur sinni Guð- rúnu þar til hún ljest fyrir tveimur árum. Á öndverðri búskapartíð sinni tóku þau að sjer fósturbarn, Árna Kr. Árnason. sem nú býr að Skál ásamt konu sinni og börnum. Á hinni löngu æfi sinni hef- ir Oddur lítt borist á út á við, en Skaftfellingar minnast hans sem eins hins mesta at- orku- og myndarmanns í hjer- aðinu, enda hefir heimili þeirra systkina jafnan haft orð á sjer fyrir rausn og myndarskap í hvívetna. Þar sem Oddi mun lítt að skapi, að um hann sje ritað langt mál, þótt vel mætti það gera, læt jeg línur þessar ekki vefa fleiri, en óska honum, eins og aðrir Skaftfellingar munu gera, til hamingju með af- mælið og bjartra ellidaga .. Finnbogi Kjartansson. LO.G.T. ÞINGSTÚKA. REYKJAV. Fundur í kvöld kl. 8,30 í Templarahöllinni. .1. Stigveiting. 2. Skýrsla Vesturfararnefnd ar. 3. Erindi: Brynjólfur Tobí- asson, mentaskólakennari. Rukkunarhefti frá Morgun blaðinu (Laugavegur-neðri), hef ir tapast,. Finnandi góðfúslega skili því til blaðsins strax. 74 ára er á morgun Theodor Jensen, Hringbraut 150. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiim | Pontiac s mojdel ’41, til sýnis og sölu. | Uppl. á Háteigsveg 17, | vesturenda, efri hæð. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiim Lokaðí dag vegna jarðarffarar, kl. 12-4 Járnvöruverslun Jes Zimsen SYAVAR sonur okkar, andaðist á Landakoti í gærmorgun. Svava Þorsteinsdóttir. Ársæll Ámason. Litli drengurinn okkar, ÁRNI, andaðist 14 þ. mán. Hildur Ólafssdóttir. Hannes Árnason. Þórsgötu 17 A. Konan mín og móðir okkar elskuleg HREFNA KRISTJÁNSDÓTTIR andaðiát í Landakotsspítala 14. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjartur Jónsson og dætur. Jarðarför litla drengsins okkar, NILS ROBERT HALLING fer fram laugardaginn 16. þ. m. og hefst kl. 10. f. h. frá Dómkirkjunni. Kristín og Nils Hal'ling. Jarðarför STEFÁNS BJÖRNSSONAR sparisjóðsgjaldkera, fer fram laugardaginn 16. þ. mán. og hefst með húskveðju að heimili hins látna, Vallar- götu 12 Keflavík, kl. 2 e. h. Ferð verður frá Bst. Hreyfill, Reykjavík kl. 12,15. Kona og börn. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför konunnar minnar. NIKOLÍNU BJÖRNSDÓTTUR. Einar Eyjólfsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu. við andlát og jarðarför SESSELJU SÓLVEIGAR ÁSMUNDSDÓTTUR Gamla-Hrauni. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda Friðrik Sigurðsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðar-. för föður míns JÓNS JÓNASSONAR, Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Jón Kr. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.