Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1944. - KÆLING BRÆÐ8LIJ8ÍLDAR — í áliti nefndar þeirrar er ríkisstjórnin skipaði 1942 Eftir Gísla Halldórsson i. EKKI ALLS fyrir löngu er út komin bók, sem nefnist: ,,Rannsókn á rekstri síldar- verksmiðja ríkisins. Alit nefnd ar þeirrar, er ríkisstjórnin skip aði 12. nóv. 1942“. Er hún gef- in út af stjórn og framkvæmda stjóra síldarverksmiðja ríkis- ins í samráði við atvinnumála- ráðuneytið. Hefir bók þessi mikinn fróðleik að geyma fyr- ir þá, sem áhuga hafa fyrir rékstri síldarvefksmiðja og mun bókin fáanleg í bókaversl- un Sigfúsar Eymundssonar og kostar kr. 25.00. Með því að fram kemur í bók þessari hlutlaus álitsgjörð um kælingu bræðslusíldar, sem fram að þessu hefir um 7 ára skeið alment verið rædd meira af striti en viti, þá þótti mjer rjett að draga saman úr skýrsl- unni — sem aðeins mun koma fyrir fárra manna sjónir — þær helstu niðurstöður, er nefndin komst að, og er þessi útdráttur, er jeg skrifaði í vor, birtur í nýútkomnu 2. hefti tímarits Verkfræðingafjelags- ins. Eftir að hafa athugað og rök rætt hvaða árangri mætti ná með kælingu síldar, kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að það sje „mjög miður farið að ríkisverksmiðjurnar skuli ekki hafa gefið máli þessu frek ari gaum, en raun hefir á orð- ið“ I áliti nefndarinnar segir m. a. svo: „Hjer að framan hafa verið leidd rök að því, að veiðitöp skipaflotans s.l. sumars, vegna ónógra vinslu- og móttökuskil yrða, 'hafi ekki verið langt frá 550 þús. málum þann mánaðar- tíma, sem veiðihrotan stóð. Þó var skipastóllinn ekki helming ur þess, sem telja verður eðli- legt, ef venjulegt ástand ríkir. Svipaða sögu má segja frá öðr- um árum, þegar vel hefir veiðst. Það verður að telja útilok- að, að bygðar verði svo afkasta miklar verksmiðjur í hlutfalli við skipastól, að trygð sje stöð- ug móttaka í veiðihrotum. Og jafnvel í ljelegum veiðiárum hafa komið fyrir hrotur, sem orsakað hafa biðtíma hjá skip- um og þar með veiðitap. Það er yfirleitt viðurkent, að hægt sje að geyma síld lítt eða óskemda á framangreind- an hátt (í kæliþró) nægilega langan tíma, til þess að gagn megi verða að fyrir síldarverk- smiðjur, en þó verður tæplega sagt, að full vitneskja hafi feng ist um það, hve mikið þurfi að nota af salti og snjó, ef geyma á t. d. alt að tveimur mánuð- um, en á því getur verið full þörf. Því hefir verið haldið fram, að ódýrara sje að reisa nýjar verksmiðjur, en að byggja kæliþrær, til þess að bjarga sömu verðmætunum, en við teljum, að þar komi svo margt til greina, að því máli hafi ekki verið gerð full skil með því, sem um það hefir verið ritað. Til þess að verksmiðjur komi að sömu notum og þrærnar, mega sildarhrotur t. d. ekki vera mjög langar, heldur þurfa þær að vera dreifðar nokkuð jafnt yfir veiðitímann. Það virðist heldur ekki nóg að bera saman stofnkostnað einan. Reksturskostnaður kem ur vitanlega einnig til greina, og má benda á, að það er dýrt að halda verksmiðjur með full um mannafla og öðru tilheyr- andi, ef lítið sem ekkert veið- ist. Þótt allar síldarverksmiðjur á landinu hefðu verið reknar s.l. sumar, virðist að á hafi vantað um 28% afkastaaukn- ingu til þess, að móttaka síld- ar hefði ekki stöðvast í aðal- veiðihrotunni. Hefðu þá verk- smiðjuafköstin verið nálægt 50 þús. málum á sólarhring. Árin 1937 og 1939 áætlum við, að burðarmagn skipastólsins hafi verið um tvöfalt meira en s.l. sumar. Hefði svipaður skipastóll og árin 1937 og 1939 stundað veiðar s.l. sumar, eru því líkur til þess, að verk- smiðjuafköstin hefðu þurft að vera alt að 100 þús. málum á sólarhring, til þess að ekki hefði orðið losunarstöðvun. Nú er talað um 30—40 þús. mála aukningu, og mun mörgum þykja um miklar fyrirætlanir að ræða. En hvenær verða þess ar aukningar fullgerðar, og hve stór verður skipastóllinn þá orðinn? Þessu mun enginn geta svarað með nokkurri vissu. En aðgætandi er, að enda þótt alt þetta hefði verið komið til framkvæmda, þá hefði senni- lega vantað enn á um 20 þús. mála afköst á sólarhring, til þess að hægt hefði verið í sum- ar að fullnægja jafnstórum skipastóli og veiðar stunduðu 1937 og 1939. Nefndin telur útilokað, að svo mikill verksmiðjukostur komi nokkurntíma til mála í hlutfalli við skipastólinn, að trygð sje þrotlaus móttaka í veiðihrotum. Þess muni langt að bíða, að nokkuð í þá átt eigi sjer stað. Vill hún því benda á, að full nauðsyn sje til þess að athuga vandlega alla mögu- leika til bættra móttökuskil- yrða við síldarverksmiðjurnar. Það getur ekki hjá því far- ið, að stóraukning á verksmiðj um eða bygging kæliþróa, ef ráðlegt þykir, hafi kostnað í för með sjer, sem ekki er trygt að endurgreiddur fáist í ljeleg- um veiðiárum. En þær eru líka ótaldar þær miljónir, sem ekki hafa komið til skila vegna skorts á móttökugetu hin góðu árin. Vandinn er sá að rata meðalveginn með byggingu verksmiðja og aðrar aðgerðir, sem til mála korpa. Menn virðast ekki á eitt sátt ir um það, hvort kæliaðferðin eigi rjett á sjer kostnaðarins vegna. Nefndin telur, að úr þessu verði að fá skorið á tryggan hátt af hæfum, óvil- höllum mönnum. Eðlilegast hefði verið, að ríkisverksmiðj- urnar hefðu haft þar forystu á hendi, í framhaldi þess, sem þegar var byrjað. Nefndin telur rjett að geta þess, að síðan Gísli Halldórsson ljet af starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri ríkisverksmiðj- anna hefir enginn af.stjórnar- meðlimum S. R. borið fram neina tillögu um framhald á kælitilraun þeirri, sem G. H. gerði árið 1937. Hver svo sem niðurstaðan kynni að hafa orðið, telur nefndin það mjög miður far- ið, að ríkisverksmiðjurnar skuli ekki hafa gefið máli þessu frekari gaum en raun hefir á orðið“. II. Framanrituð ummæli nefnd arinnar skýra sig sjálf. I greinargerð frá stjórn verksmiðjanna, er var send rík isstjórninni, segir enn fremur svo: „Enda þótt afköst verksmiðj anna hafi vaxið svona mikið, hefir komið greinilega í ljós, að ennþá vantar mjög mikið á, að nægilegur verksmiðjukost- ur sje fyrir hendi til þess að taka við bræðslusíldarafla flot ans í góðum veiðiárum“. „Samkvæmt útreikningi Jóns Gunnarssonar framkvæmda- stjóra hefði afli síldveiðiflot- ans sumarið 1940 getað orðið a.m.k. 75% meiri, hefði hann ekki tafist frá veiðum sökum losunarbiða og veiðibanna. Síðar í sömu skýrslu segir svo: „Fram til ágúst teljum við að afli viðskiftaskipa síldarverk- smiðja ríkisins, sem eru með 71 síldarnót, hefði getað orðið 80—100% meiri en hann er orðinn, ef skipin hefðu haft tafarlausa löndun. Afurðir úr því magni, sem síldarverksmiðjur ríkisins voru búnar að taka á móti 8. ágúst, námu 8900 tonnum af mjöli og 9500 tonnum af lýsi, eða að útflutningsverðmæti rúmum 12 miljónum króna. Vegna skorts á síldarverk- smiðjum (eða þróm? innskot G. H.) hafa því verðmæti, sem nema alt að þessari upphæð, gengið úr greipum síldarverk- smiðja ríkisins og viðskifta- manna þeirra á þeim 4 vikum, sem liðnar eru af síldveiðitím- anum. Þar sem veiðin er ennþá í fullum gangi og verksmiðjurn- ar hafa ekki undan að taka á móti, má búast við að tapið af þeim sökum muni nema miklu hærri upphæð í vertíðarlok". Verksmiðjustjórnin talar að- eins um auknar verksmiðjur, en minnist ekki þá möguleika að veita síldarhrotunum mót- töku í hagkvæmar geymslu- þrær. Menn veiti því athygli, að stjórnin telur, að veiðin hefði orðið 80—100% meiri, ef ekki hefði sökum plássleysis orðið að stöðva uppskipun síldarinn- ar. Telur stjórnin þetta veiði- tap á 4 vikum nema alt að 12 milj. króna! Ef skoðun sú er rjett, sem jeg hefi árum saman rökstutt, að. hægt sje að auka móttöku- getu síldarverksmiðjanna alt að því 50% með því að gera verksmiðjunum fært að liggja með 1—2 mánaða birgðir af bræðslusíld í einföldum þróm, eða jafnvel bingjum, einangr- uðum aðeins fyrir sól og úr- komu, þá er það óafsakanlegt sinnuleysi, svo að ekki sje meira sagt, af verksmiðjustjórn inni að hagnýta ekki þessa að- ferð. (Sbr. Ægir 9. blað, 33. árg. 1940). Sje skoðun mín hinsvegar röng, þá er jafn ófyrirgefanlegt að reyna ekki að afsanna hana“. III. Síldarverksmiðjur ríkisins eru stærsta og þýðingarmesta iðjufyrirtæki landsmanna. Um þetta fyrirtæki hafa löngum staðið harðvítug átök og stjórn þess sætt margskonar árásum og stundum órjettmætum. Svo er hinsvegar að sjá, sem meiri friður sje nú um þetta fyrir- tæki en oft áður og væri ósk- andi, að hann gæti haldist sem lengst. Til þess að svo megi verða þarf stjórn fyrirtækisins og framkvæmdastjóri að hafa augun opin fyrir hverskonar umbótum, sem að gagni geta komið og takast á hendur að hafa forgöngu í þeim rannsókn um og tilraunum, sem vitan- lega hljóta ætíð að kosta nókk- uð fje, en sem e.t.v. geta gefið þjóðinni margfaldan arð. Ein af þessum tilraunum á að vera kæling bræðslusíldar. Ef takast má að kæla og geyma síld t. d. í 2 mánuði í ódýrum þróm með góðum árangri, eins og tilraunin frá 1937 benti fast lega til, þá á að athuga þá möguleika út í æsar. Að þrærn ar þurfi að vera dýrar, held jeg að sje mesti misskilningur, og hefi jeg jafnvel látið mjer detta í hug, að hægt væri að komast af án nokkurra þróar- bygginga — en hauga síldinni upp líkt og kolum í kolabing, með þar til gerðum krana, jafn framt og hún væri ísuð. Yrði þá að sjá þessum bing fyrir einhverri yfirbreiðslu til vernd ar gegn sól og úrkomu. En ýmsir aðrir möguleikar kunna og að vera fyrir hendi. I þeirri von, að stjórn síld- arverksmiðjanna láti nú verða af því næsta sumar að gera víðtækar tilraunir um kæli- geymslu síldar — en undirbún ing að þeim- tilraunum þarf að hefja nú þegar — vil jeg ljúka máli mínu með því að óska hinum nýja framkvæmdastjóra síldarverksmiðjanna, Magnúsi Blöndal, alls góðs í því starfi, er hann nú tekur við. Yeit jeg, að undir þá ósk mína taka all- ir viðskiftavinir verksmiðjanna og aðrir þeir, er þekkja Magn- ús. Reykjavík, 8. sept. 1944. Fínmuldum ís blásið yfir síldina í forþró kæliþróarinnar, árið 1937. Gísli Halldórsson verkfr. Þannig var síldin söltuð í hauga — óvarin fyrir sól og regni — sumarið 1942.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.