Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ FIÐLUSNILLIIMGUR FRITZ KREISLER ÞANN 26. APRÍL 1941 gekk Fritz Kreisler fjar- huga út á götu eina í New York og varð undir vöru- flutningavagni. — Dögum saman lá hann milli heims og helju, því að höfuðkúp- an hafði brotnað, og auk þess hafði hann hlotið al- varleg innvortis meiðsli. — Mánuður leið, þar til lækn- arnir töldu hann úr lífs- hættu. Frú Kreisler beið milli vonar og ótta við sjúkrabeð mannsins síns, í fyrstu mundi hann ekki nokkurn hlut, en smám. sam an fór hann að ráma í at- burði úr sínu fvria lífi. — Hvort Kreisler yrði nokk- urn tíma fær um það að leika aftur á fiðlu, var spurn ing, sem allir biðu með eft- irvæntingu eftir að yrði svarað. Hendur hans höfðu ekki orðið fyrir meiðslum, en læknarnir óttuðust, að höfuðáverkinn myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sjer. Frú Kreisler, er vildi sem minnst láta bera á ótta sínum, ákvað að kom ast að raun um, hvernig þessu væri háttað, þótt hún yrði að beita brögðum. Dag nokkurn kom hún með fiðlu til mannsins síns. Eftir að hafa rabbað við hann stundarkorn, segir hún, eins og af tilviljun, að hún sje búin að gleyma ein- um þættinum úr fiðlukon- sert eftir Mendelssohn, og spyr, hvort hann vilji ekki rifja hann upp fyrir sig. Kreisler, sem grunaði ekkert, tók við fiðlunni og stillti strengina. Frúin beið með öndina í hálsinum. Það stóð ekki á svarinu. Hann ljek þáttinn með sömu vissu og töfrandi fegurð, og hann var vanur, áður en hann slasaðist. Hann lærði snemma að leika á fiðlu. ÞÓTT KREISLER næði undraverðri leikni þegar á unga aldri, vgrð hann ekki frægur maður fyrr en seinna á lífsleiðinni. Hanru fæddist í Vín árið 1875. — | Fjögra ára gamall gat hann leikið á litla fiðlu, sem hann átti. Fyrstu tilsögn fjekk hann hjá föður sínum, sem var læknir í Vín. Sex ára gamall innritað- ist hann í söngskólann i Vín og hefir enginn nemandi svo ungur hafið nám við þann skóla. Tíu ára að aldri vann hann gullverðlaun skólans og hjelt þá til hins fræga söngskóla í París — Paris Conservatoire — en þar voru honum einnig veitt verðlaun — Grand Prix — fyrir yfirburði sína í náminu. Fjórtán ára að aldri fór Fritz í fvrsta skifti til Ame ríku í fylgd með píanóleik- aranum Moriz Rosenthal. Kreisler getur varla varist brosi enn þann dag í dag, er honum verður hugsað til þessa ferðalags fyrir fimm- tíu og fimm árum. Meðal annars hjeldu þeir fjelagar hljómleika í bænum Butte EFTIR K. ANTRIM Flestir íslendingar munu kannast við fiðlusnillinginn Fritz Kreisler, því að eigi ósjaldan hljóma fiðlutónar hans hjer á öldum ljósvakans. Hjer gefst mönnum færi á því að kynnast honum dálítið nánar. Grein þessi birtist upphaflega í The Washington Post. í Montana, sem þá var upp- rennandi námubær. Kreisl- er bjóst við því, að ,,Cha- conne” eftir Bach, sem var á skránni, mvndi ekki eiga sem best við áhevrendur og ljek í stað þess lagið „Carni val í Vín”. Um nóttina var drengurin’n vakinn við það að barin voru bylmingshögg á herbergishurðina. Þegar hann opnaði, ruddist kúreki inn í herbergið með litlu dóttur sinni. Hann benti á númerið á skránni, sem hafði verið brevtt, og krafð ist þess, að fá að heyra það, eða hann skyldi fá að kom- ast að því fullkevptu, og fór um leið höndum um skammbvssuna sína. Kreisl- er ljek lagið. — Það var leiðinlegt, sagði kúrekinn og hvpjaði sig burt með dóttur sína. Ferðalagið bar sig varla fjárhagslega, og Kreisler sneri aftur heim til Vínar, vonsvikinn og ákveðinn í því, að gera ekki hljómlist- ina að ævistarfi sínu. Hann lagði fiðluna á hilluna um tíu ára skeið, lagði stund á læknisfræði og fagrar listir. Á þessum tíma gegndi hann herþjónustu um lögákveð- inn tíma. Það bljes ekki byrlega. ÁHUGI hans á hinu gamla hugðarefni slokknaði þó aldrei, og hann byrjaði aft- ur að leika, bæði í Evrópu og Ameríku. Árin liðu, án þess að færa honum fje eða frægð. Hann fjekk ágætt tækifæri, er honum var boð ið að leika fiðlukonsert eft- ir Beethaven með Philhar- moniuhljómsveitinni í Lon- don. En kvöldið, sem hljóm leikarnir voru haldnir, varð uppi fótur og fit í London. Þetta var á árinu 1900, þeg- ar Búastríðið stóð sem hæst og frjettir bár.ust um það, að hið fámenna breska setulið hafði brotist út úr umsátrinu um Mafeking. — Daginn eftir voru blöðin full frásagna um sigurinn — en ekki minnst einu orði á Kreisler. Honum gekk álíka erfið- lega að fá viðurkenndar tónsmíðar sínar. Árum sam an hafði enginn viljað gefa þær út. Loks bauðst \it- gefandi nokkur til þess að kaupa öll verkin — sex að tölu — fvrir 25 dollara stykkið. Kreisler hafnaði boðinu. Nokkru síðar skrif- aði Hugo bróðir hans hon- um, en hann var ágætur celloleikari, að hann gæti ekki haldið áfram náminu sökum peningaskorts. — í heimsstyrjöldinni fyrri að nafn hans komst á hvers hann varir í Bandaríkjun- um. Þar sem hann var for- ingi í varaliði Austurríkis- hers, var hann kallaður í herinn, þegar er stvrjöldin skall á. Hann tók þátt í bar- dögum, særðist og var levst ur úr herþjónustunni á fyrsta ári styrjaldarinnar. Blöðin í Bandaríkjunum birtu gleiðletraðar fyrir- sagnir: „Kreisler fallinn”, ..Kreisler mun aldrei leika framar”. Seint á árinu 1915 aug- |! lýsti Kreisler hljómleika í i Carnegie Hall í New York. i Aðgöngumiðarnir seldust upp á skammri stundu. — Kreisler var þá fertugur. Hann var haltur og gekk við staf inn á leiksviðið. Fagn- aðarlætin voru með fádæm- um. og hann varð að bíða í fimmtán mínútur, áður en hann gat byrjað. Hann hafði verið alveg eins góður fiðlu leikari fyrir tíu eða jafnvel tuttugu árum. Hvernig stóð þá á þessum gauragangi? Fjöldinn hafði fyrst og fremst komið til þess að sjá Kreisler sendi honum þá og hylla stríðshetju. En á tónsmíðarnar sex, og bað þessu eina kvöldi komst hann að selja þær og eiga j Kreisler í flokk þeirra lista- peningana. Eitt þessara j manna, sem fá um 3000 doll verka er hið fræga Caprice ara fyrir hverja hljóm- Viennois. leika. Fritz Kreisler. Hann barðist í heimsstyrj- öldinni. ÞÓTT KREISLER kæmi hvað eftir annað fram á sjónarsviðið í Ameríku, tókst honum aldrei að safna að sjer stórum hóp aðdá- enda. Það var ekki fvrr en Mótbyr. HANN varð aftur að setja fiðluna á hilluna, þegar Bandaríkin fóru í stríðið. Á hljómleikum, sem haldnir voru eftir að vopnahlje var samið, til ágóða fyrir Rauða Krossinn, kom það Wallace í (hungking _ .,___,»—J Þegar Wallace, varaforseti Bandaríkjanna var í Chunk- ing fyrir skemstu, tók hann þátt í handknattleik með ame- rískum liðsforingjum þar. Myndin sýnir hann að þessari íþrótt fyrir hvað eftir annað,» að uppgjafahermenn ruddust inn í salinn, slökktu ljósin og kölluðu hann Húna. Það var enn þá nokkur beiskja í mönnum, er hann kom aftur fram á sviðið í Carnigie Hall 1918. Hann hóf leik sinn, og fiðlutón- arnir, sem hljómuðu um salinn, virtust vera þrungn ir von, ást, hugrekki, sigri eftir baráttu og friði. Þeir virtust vilja sýna hverjum einum viðstöddum, að lífið getur verið fagurt og göf- ugt. Franskur fiðluleikari, sem ekki hafði talað við Kreisler síðan 1914, hóf húrrahrópin og flýtti sjer eftir konsertinn á fund Kreislers til þess að faðma hann að sjer. Kreisler er nú orðinn Bandaríkjaþegn og hefir ekki komið til Þýskalands síðan Hitler tók þar við völdum. Nazistar tóku heimili hans skammt frá Berlín eignanámi. — Þar missi hann öll sín listaverk, sem honum hafði tekist að safna á langri ævi. Leyndardómur Kreislers. LEYNDARDÓMURINN við leik Kreislers er sá, að það er eitthvað persónulegt við hann. Hann virðist með leik sínum eiga mjög auð- velt með að komast í náið samband við áheyrendurna og það þótt um æðri músík sje að ræða. Kona nokkur lýsti áhrifunum, er hún varð fyrir með þessun^. orð- um: „Mjer finnst hann leika fyrir mig einaA^ Starfsbræður hans öf- unda hann af því, hve lítið hann þarf að æfa sig. Rach- manihoff, sem æfði sig tím- unum saman á hverjum degi, sagði eitt sinn: „Kreisl- er þarf ekki að æfa sig, hann ■ heldur svo marga konserta" Kreisler segist beita sjer til hins ýtrasta, þegar hann æfir sig, og að sjer hæfi ein klukkustund á dag til æf- ina. Hann getur æft hvar sem er og án fiðlu, með því að lesa músíkina eða leika hana í huganum. Á þennan hátt hefir hann oftar en einu sinni lært tónverk í járn- brautarvagni og leikið það á konsert á eftir í fvrsta skiftið. Hann leikur næstum því eins vel á piano og á fiðlu, ennfremur cello og guitar. Honum er flest til lista lagt á þessu sviði, alt nema að syngja. Þegar hann ber því við, er það til mesíu leiðina fvrir frú Kreisler. Hann hefði sjálfsagt getað orðið frægur stærðfræðingur, því hann l er einn af þeim fáu, er geta útlistað kenningar Einstein. Danskur kapteinn fellur í Finnlandi. Danskur kapteinn, Einar Arnold Detlevsen, fjell í bar- dögum í Finnlandi 29. júlí s. 1. Hann var einn þeirra fáu dönsku liðsforingja, sem enn börðust með Finnum. — (Skv. danska útvarpinu hjer).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.