Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. febr. 1946 Æfing knattspyrnu- landsliðsins að hefjast 24 menn valdir úr Farið til Fngiands í septemberi KNATTSPYRNURÁÐ REYKJAVÍKUR hefir verið falið að sjá um æfingu landsliðsins íslenska með væntanlega kepni þess við danska landsliðið á komandi sumri fyrir augum. Hefir ráðið þegar hafist handa og valið úr 24 knatt- sþyrnumenn, sem líklegt þykir að til greina komi sem lands liðsmenn, og verða þeir sjerstaklega æfðir. Jón Þórðarson, formaður K. R. R., skýrði blaðinu frá þessu í gær, er það átti tal við hann. Þessir 24 menn, sem valdir hafa verið, eiga að mæta á fundi með Knattspyrnuráð- inu n. k. sunnudag í V. R.. kl. 2 e. h. — Eru þeir allir úr knattspyrnufj elögunum fj ór- um í Reykjavík: Val, Fram, Víking og K.R. og fara nöfn þeirra hjer á eftir: Anton Sig^ urðsson, Víking, Birgir Guð- jónsson, K.R., Björn Ólafs- son, Val, Brandur Brynjólfs- son, Víking, Ellert Sölvason, Val, Erlendur, Víking, Geir Guðmundsson, Val, Guð- brandur Jakobsson, Val, Gpnnar Sigurjónsson, Val, Hafliði Guðmundsson, K.R., Hafsteinn Guðmundsson, Val, Haukur Óskarsson, Víking, Helgi Eysteinsson, Víking, Hermann Hermannsson, Val, Jóhann Eyjólfsson, Val, Jón Jónasson, K.R., Karl Guð- mundsson, Fram, Kristján Óiafsson, Fram, Magnús Kristjánsson, Fram, Ólafur Hannesson, K.R., Sigurður Ólafsson, Val, Sveinn Helga- son, Val, Sæmundur Gísla- son, Fram og Þórhallur Ein- arsson, Fram. íslandsmeistaramótið í byrjun júní. Þá gat Jón þess, að íslands meistaramótið í knattspyrnu myndi fara fram í Reykj avík j snemma á sumrinu, sennileg' ast hefjast um mánaðarmót- in maí—júní. Er það gert með( það fyrir augum, að knatt-, spyrnufjelögin úti á landi geti sýnt mátt fjelaga sinna, ef einhverjir þeirra kæmu til greina í landsliðið. Kept við Breta. I Þá skýrði Jón frá því, að alt benti nú til þess, að ís- lenska landsliðið færi í knatt spyrnuför til Englands seint á suínrinu, eða í september.' Munu ísíendingarnir keppa þar 4—5 leiki við bestu „amatör“-lið Breta, m. a. Ox-' ford-liðið. Búninqur landsliðsins: 1 Í.S.Í. hefir nú stáðfest bún ing landsliðsins. Verður hann alblá peysg, hvítai’ þuxur, með bláum röndum og. rauð ir sokkar. „örsus” hinn ís- lenski — Gunnar Salomonsson NYLEGA HAFA BORIST fregnir af Gunnari Salomons , syni, sem kunnastur hefir | orðið erlendis undir nafninu „Ursus“. Hann hefir farið j víða um lönd og sýnt aflraun i ir. Hann tekur upp hesta, naut og jafnvel fíla, eða rek- ur nagla í gegnum járnplöt- ur með berum höndunum. Járnstengur og járnhlekki brýtur hann sem fis væri. Járnstengjur beygir hann eft ir vild með höndunum. Á planka, sem vegur salt á hnakka hans lætur hann s'tanda 6 fullorðna menn og oft endar hann sýningar sín- ar með því að lyfta tveimur fullorðnum hestum og fjór- um fullvöxnum karlmönnum í einu. Langar heim. Lárus Salomonsson, lög- regluþjónn, bróðir „Ursusar“ hefir nýlega fengið brjef frá Gunnari. Segist hann vera feginn er hann fær brjef að heiman. Hann reyndi að síma heim um jólin, en símatím- inn var upppantaður löngu fyrir fram. Hann hefir nú leigt Árósahöllina til 21 febr. og í marsmánuði býst hann við að sýna í K.B. höllinni í Kaupmannahöfn. í brjefi sínu segist Gunnar hafa æft sig í mörgum nýjum aflraunum. M. a. sviftir hann sundur tvenn spil með einu hand- taki. Orðrjett segir Gunnar: „Mín heilsa er góð og líðan og lífsgleðin stór, en bak við er alvara, grunur og efi og furða, yfir mínu æfintýralífi. Oft dreymir mig heim og sje vini mína, land og þjóð í mis jöfnu ljósi og lit og römm er sú taug er rekka dregur föð- ur túna til“. — Að lokum bið ur hann að heilsa öllum sín- um kunningjum. Heimilisfang hans er Rödd inggade 8, Köbenhavn. Frú Teresiá Guðrnuridsson hef verið sett veðurstofustjóri í stað Þorkels Þorkelssonar, sem ■v'eitt' hefir'vérið 'lhúsn tfrá 'érfib ætti með fullum launum. Svona eru þeir núna SVONA líta þeir núna út, forsprakkar nasista, sem eru í fang- elsi í Núrnberg. Hcss er á efstu myndinni til vinstri, Göring að borða, til hægri. Á neðri myndunum eru þeir Julius Streicher (til vinstri) og Franz von Papen. Rússneskur faðir eignast son (Eftir Yefim Urzkumsky, í blað inu „Krokodil“. útgefnu í Moskva 8. mars 1945). JEG VAR í sjöunda himni. Konan mín hafði fætt mjer son. Hvað er bað nú sem slík vera þarfnast mest þegar hún fer af fæðingarstofnuninni? Auðvitað reifi. En fyrst varð jeg að fá vott- orð um það hjá fæðingarstofn- uninni að drengurinn hefði fæðst og væri lifaffdi. „Þjer getið fengið reifann í Ráðleggingastofu kvenna“, var mjer sagt. I Ráðleggingastofunni var mjer tjáð: ..Þjer verðið að fá vottorð hússtjórnarinnar, þar sem þjer eigið heima, um heim- ilisfestu, og einnig vöttorð um það að þjer þurfið á reifa að halda“. „Hver á að gefa það vott- orð“ spurði jeg. „Drengurinn?" „Vottorðið gefur móðirin“, var svarað. Og svo fór jeg til hússtjórn- arinnar og síðan í fæðingar- stofnunina til að ná í þessi vott- orð. f > i % : * ■. t • - l: • M i !' Þegar jeg kom aftur í Ráð- leggingarstofuna, þá fjekk jeg í staðinn fyrir þessi vottorð eyðublað fyrir nýtt vottorð. „Farið með þetta þangað sem I konan yðar vinnur“, var mjer sagt. , | Á vinnustað konu minnar var það fært inn í bók að hún hefði átt barn. Og með ný vottorð kom jeg nú blaðskell- ' andi til Úthlutunarskrifstofunn ar og fjekk þar seðil upp á barnsreifa. Jeg velti þessum græna út- hlutunarseðli fyrir mjdl’ og hugsaði: Hvað myndi nú alt þetta blessað skrifstofufólk gera, ef einhverjum hugkvæmd ist það að láta fæðingarstofn- I t unina leggja til reifa, eða af- henda úthlutunarmiða fyrir honum? Þegar sonur minn var viku gamall fór hann í nýja reif- 1 ann sinn og var útskrifaður af fæðingarstofriuninni og inn- skrifaður í heiminn. | „Hjerna er vottorð um að þjer þurfið að fá sápu“ var sagt að skilnaði og mjfer var fenginn blaðsnepill. ‘Ungi máð'úi’ittn :var 'kdmlnri Framhald á Jils. 12 „Fóslbræður" syngja á mánudag KARLAKÓRINN Fóstbræð- ur heldur samsöng í Gamla Bíó á mánudaginn kemur kl. 7,15. Á söngskránni eru 12 lög, bæði erlend og innlend. Einsöngvari kórsins er Arnór Halldórsson, en Gunnar Möller við hljóðfærið. Samsöngur þessi er fyrir styrktarfjelaga kórsins, en síð- ar mun kórinn vafalaust halda hljómleika fyrir almenning. — Grikkland Framhald af 1. síSa lægi, væri það, að kosningar gætu farið fram í landinu frið- samlega og á lýðræðislegum grundvelli. Kvað hann bresku stjórnina hafa leitað eftir og fengið loforð um hjálp Frakka og Bandaríkjamanna við lausn þessara mála, en Rússar hefðu neitað að eiga nokkurn hlut að máli. Hinsvegar væri það áber- andi, að Molotof leitaðist ætíð við að draga ástandið í Grikk- landi inn í allar umræður, og ekki síst í sambandi við mál- efni Rúmeníu ogoBúlgaríu. En að nágrannaríkjum Grikkja stafaði nokkur hætta frá þeim, hvað hann fjarstæðu. Grikkir vilja hafa Breta. Bevin vjek einnig nokkrum orðum að afstöðu grísku stjórn arinnar í þessu máli, og hvað hana hvað eftir annað hafa lagt fast að Bretum að vera kyrrir í landinu, svo að fram gætu far- ið lýðræðislegar kosningar sem fyrst. Fulltrúi grísku stjórnar- innar, sem talaði er Bevin hafði lokið máli sínu, tók í sama streng. Hvað hann breska her- inn aldrei hafa hlutast til um innanlandsmálefni Grikkja, en að það væri hinsvegar óhjá- kvæmilegt að hann dveldist þar enn um hríð. Alvara í ræðu Bevins. Töluverðs hita gætti í ræðu Bevins, og lagði hann áherslu á orð sín öðru hvoru með því að slá þumalfingri hægri hand- ar í borðið. Var augljóst á ræðu hans, að hann var gramur út í Rússa fyrir afstöðu þeirra og þá alveg sjerstaklega þau um- mæli Vishlnskys, að friðnum stafaði hætta af aðstöðu Breta í þessum málum. Alger þögn ríkti meðan hann flutti ræðu sína. FuIItrúi Grikkja talar. Þriðji ræðumaður í þessum umræðum var fulltrúi Grikkja, sagði hann að Grikkir óskuðu eftir því að Bretar væru með her í landinu og að þeir hefðu veitt Grikkjum mikla aðstoð. Bretar hefðu aldrei skift sjer af innanlandsmálum Grikkja ó beðnir, en hinsvegar sýnt Grikkjum margvíslega vin- semd. Harmaði fulltrúinn að þessar umræður skyldu hafa farið fram. Jamboreeklúbbur ísl. heldur aðalfund sinn næstkomandi mánudagskvöld í Þórs-café kl. 8.30. — Allir Jamboreefarar á- samt yngri og eldri R. S. eru beðnir að fjölmenna á fundinn, en þar verður m. á. rætt um þáljttqku ísþ §ká[ta í næsta al- heimsmóti skáta, sem verður háð á næsta ári í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.