Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 14
14 MOEGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. febr. 1946 ÁSI EINUM t i r CJaylor CJa lci uue ÍÍ \ I é i "4lirðIIIIMIMlfllltnillllll4ltlllimil!!l*l«i!IICIIlllHI!lll<Mltllllllllllll'll<lll UMIMIMI1111111111111IMMM liMMIMIMMIIIMIMMmilHMMI IMIMMI Mfl IIIMMMIM MMIiaMM M I 11M MMMIM »11MM. 7. dagur ►,Jeg ætla að biðja þig, Je- rome, að kveða ekki upp neina sleggjudóma. Það er órjett- mætt, gagnvart Alfreð. Sjáðu til — hún bað hann ekki bein- línis um peninga handa sjálfri sjer. Hún bjó hjá bændafjöl- skyldu — Hobson að nafni. Það er án efa duglaust og einskis nýtt fólk, því að það gat ekki staðið í skilum með greiðslur á veðlánum þeim, sem það hafði tekið í bahkanum. Hobson hafði áður beðið Alfreð ásjár. Hann sagði, að það væri svo mikil ó- megð hjá sjer. En Alfreð vissi, að það var skylda hans að gæta hagsmuna þeirra, sem áttu inn stæður í bankanum. Hann gerði hóndanum aðvart um, að bank inn yrði að ganga að honum. En hann sýndi einnig veglyndi. Hann sagði honum, að bank- ínn myndi ekki ganga að hon- um, fyrr enn uppskerunni væri lokið ....“. ,,Svo að bankinn ætlaði ekki að ganga að honum fyrr en uppskerunni væri lokið! Þvílíkt veglyndi — drottinn minn! Það er sem jeg hefi altaf sag't — hann Alfreð er hreinasta við- uridur!“ Dotty roðnaði af reiði. „Jeg skil ekki, hvað það á að þýða að tala í þessum tón, Jerome. Ems og jeg sagði áðan, hafði Alfreð sínar skyldur við þá, sem áttu innstæður í bankan- ung. — og útlit var fyrir góða uppskeru. Það var ekki nema sanngjarnt, að þessi ræfill ynni við uppskeruna og greiddi eitt- hvað af skuldum sínum. Hann skuldaði bankanum meira en 300 dollara. Hann var svo ó- svífinn, að hann stak,k upp á því við Alfreð, að hann fengi að sitja áfram á jörðinni, sem leiguliði, og fer.gi hlut í arð- inum. En Alfreð var þegar bú- inn að fá kaupanda að jörð- inni. Hann vissi, hvað honum bar að gera“. „Og þá kom ungfrú Amalía til Alfreðs — og bað hann að miskunna sig yfir bóndann?“ Spurði Jerome. „Hvernig vissirðu það?“ spurði Dotty undrandi. Jerome hló. „Jeg er svo kænn, væna mín. En hvernig fór? Ljet Alfreð hrærast til meðaumkvunar ?“ Svipurinn á andliti Dotty breyttist — varð æstur og á- kafur. „Já! Af því geturðu ráð- ið, hve mikið vald hún hefir yfir honum. Hún smjaðraði fyr ir honum, blekti hann, tældi hann með. líkamsfegurð sinni. Hann ljet það gott heita, að bóndinn sæti áfram á jörðinni — eftir að hún hafði talað við hann. Og ekki nóg með það. Jeg býst ekki við, að þú trúir mjer, Jerome. Hann framlengdi veðið, gaf Hobson peninga, til þ'ess að hann gæti keypt meðöl handa konu sinni og börnum, sem voru veik — og sendi meira að segja lækninn okkar til þeirra! Finst þjer þetta ekki næsta ótrúlegt?" „Jú“, sagði Jerome rólega. „Mjer finst þetta mjög ótrú- legt — þar eð jeg þekki Al- freð“. Dotty varð sífelt æstari. „Þú hefir ekki enn heyrt alt, Jero- mei.Það lítur út fyrir, að þessi kona sje óvenju sFóttug. Hún sagði Alfreð, að hún væri veik — hefði ekki þolað að vaka yf- ir sjúkrabeði bóndakonunnar og barnanna hennar. Og hvað heldurðu að Alfreð geri? Sem formaður skólanefndarinnar skipar hann kvendinu að hvíla sig — og neyðir skólanefndina til þess að halda áfram áð greiða henni full laun!“ „Var hún í rauninni veik?“ Dotty hleypti brúnum. „Svo sagði hún. Jeg er á því, að hún hafi verið alheilbrigð“. Hún þagnaði andartak. „Alfreð var sífelt að reyna að vekja áhuga minn á högum fjölskyldunnar, og til þess að geðjast honum, heimsótti jeg þau einu sinni. Þá lá Amalía í rúminu. Hefir sjálf sagt verið lítið eitt kvefuð. Jeg vil ekki gera neinum órjett. Hún var veikluleg að sjá — en það hefir sjálfsagt ve i.i upp- gerð. Fjölskyldan virtist öll mjög hrifin af henni — en þú veist, hvernig fólk af þessari stjett hegðar sjer“. „Hvað var hún lengi veik?“ „Frá því um jólaleytið og langt fram á vor. Hún kom ekki aftur í slcólann, fyrr en síðasta mánuðinn, sem hann starfaði“. Jerome tók að ganga um gólf. „Nú hefir hún sennilega alveg gleymt Hobson fjölskyld- unni?“ „Öðru nær! Enn eitt dæmið um auðvirðileik hennar! Hún heimsækir þau altaf að minsta kosti einu sinni í viku, og fær- ir þeim mat“. „Hún og Alfreð vaka þá eins og góðir englar yfir velferð Hobson fjölskyldunnar!“ sagði Jeromt, og biturt bros ljek um varir hans. „Já! Það er alveg óþolandi! Af þessu geturðu sjeð, hve Al- freð vesalingurinn er langt leíddur". Jerome hjelt áfram-að stika fram, og aftur um herbergið. „Við verðum að athuga þetta rólega og skynsamlega“, sagði hann. „Vandamálið myndi ekki vera leyst, þó að við losnuðum við ungfrú Amalíu. Alfreð vill kvænast. Jeg efast um, að okk- ur takist að koma í veg fyrir, að hann kvænist þessari konu. En ef okkur hepnaðist það, myndi hann þegar fara að leita að einhverri annarri“. „Já“, muldraði Dotty, og roð inn þaut fram í kinnar hennar. Jerome nam staðar og horfði á hana. „Ef til vill yrðir þú fyr ir valinu, Ðotty. Einkum og sjer í lagi, ef þú gæfir honum í skyn, að það væri þjer ekki á móti skapi“. Dotty roðnaði enn meir. „Konur gera ekki slíkt og því- líkt“, sagði hún kuldalega. „Jæja? Mín reynsla er nú sú, að þær sjeu langtum snjallari karlmönnunum í því, að gefa í skyn — eh sitt af hverju. Þú gætir reynt, Dotty. Eða jeg. Jeg er alveg hissa á pabba, Hann veit, hvernig í öllu Jigg- ur, og samt hefir hann ekkert gert til þess að hafa áhrif á Alíreð“. „Þú ert sneyddur allri velsæmistilfinningu, Jerome!“ hrópaði Dotty, kafrjóð og vand ræðaleg. „Hefirðu nokkurn tíma heyrt getið um mann, sem er að burð ast með velsæmistilfinningu. eins og þú kallar það, þegar um peninga er að ræða? Það eru ekki nema hræsnarar og þeir, sem ekki vita aura sinna tal“. „Þú gætir ekki verið svo ó- skammfeilinn, Jerome — að -—, að skerast í leikinn“. Dotty reyndi að vera reiðileg á svip- inn, en Jerome greindi bæn og örlít.inn vonarsnefil í rödd hennar. Hann hló. „Hver veit, kelli mín! Það má vel vera, að jeg dæmi Alfreð ranglega. En mjer finst hann ekki nærri því nógu góður handa þjer, Dotty. Jeg botna ekkert í því, af hverju þú ert svona hrifin af honum“. Osjálfrátt rjetti hún höndina í áttina til hans. Hann settist á rúmstokkinn hjá henni og tók utan um hönd hennar. Hönd in var þvöl — og hann var aft- ur gagntekinn hlýjum tilfinn- ingum í hennar garð. Hann þrýsti hönd hennar. „Dotty á minn hátt hefir mjer altaf þótt vænt um þig. En við skulum halda okkur við efnið. Þegar Alfreð kvænist aftur, býr hann vitanlega hjer — og eftir nokkur ár verður ekki hægt að þýerfóta fyrir börnum hansALitið verður á þig sem einskonar ráðskonu •— einskonar æðri þjónustustúlku, sem í einu og öllu verður að hlýða skipunum hinnar nýju húsmóður“. Dotty rak upp örvæntingar- óp. „Jeg get það ekki! Ó, Je- rome, það er ekki hægt að ætl- ast til þess af mjer, að jeg hlýði skipunum þessarar hræðilegu kvenveru!" Hún huldi and- litið í höndum sjer og snögg- ir kippir fóru um álútar herð- ar hennar. „Hvernig stendur á því, að pabbi er svona hugs- unarlaus — jeg er þó einka- dóttir hans!“ Jerome vætti varirnar. Hann beið, þangað til hún var aftur orðin róleg. Þá spurði hann lágum rómi: „Hefirðu nokkra hugmynd um, hvernig erfða- skrá föður okkar er?“ BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Hagsýn húsmóðir byrjar strax í dag að færa heimilisreikning — því Heimiiisdaghókin fæst í öllum bókaverzlunum bæjarins. Kostar 5 kr. Stríðsherrann á Mars 2 rencjfasa g a Eftii’ Edgar Kiee Burrough*. 127. utan múra borgarinnar sá jeg stórar fylkingar hermanna stefna að einu af hliðum hennar. Jeg þrýsti andlitinu út að glerinu, þorði varla að trúa mínum eigin augum. En að lokum gat jeg ekki lengur ver- ið í vafa og rak upp gleðióp, sem hlýtur að hafa hljómað hjákátlega í orustugnýnum, blóti og stunum þeirra, sem voru að berjast í dyrunum. Og jeg kallaði Tardos Mors til mín. Þegar hann kom til mín, benti jeg honum niður á stræt- in og á fylkingarnar, sem voru að koma, en yfir þeim blakti fáni Helium í heimskautsgolunni. Skömmu síðar hafði hver einasti maður í lof-therberg- inu sjeð þessa hughreystandi sjón, og slíkt fagnaðaróp glumdi við, að allur hinn forni turn skalf og nötraði. En við urðum að halda áfram að berjast, því þótt herir okkar væru komnir inn í Kadabra, þá var þó langt frá því að borgin væri fallin, og ekki heldur hafði atlaga' enn verið gerð að höllinni. Við hjeldum nú stiganum hver eftir annan, en hinir hvíldust á meðan og horfðu á hina hraustu landa vora, sem börðust á strætunum fyrir neðan okkur. Nú hafa þeir ruðst inn að hallarhliðunum. Þeir reyna að brjóta það niður með stórum trjám, sem þeir reka í hinar öflugu hurðir. Spjótadrífa hrekur þá aftur á bak. Hún kemur ofan af veggnum. 9 Aftur ráðast þeir fram, en árás mikils flokks af Okar- búum, sem ryðjast út úr næstu götu, leikur illa hina fremstu í fylkingunni, og mennirnir frá Helium falla fyr- ir ofureflinu, en berjast til hins hinsta. Þá er hallarhliðinu svift opnu og sveit úr lífverði jedd- aksins sjálfs, hinir hraustustu úr öllum hersveitum í Ok- ar, geysast fram, til þess að dreyfa hinum lömuðu fylk- ingum. Um skeið leit svo út, sem ekkert gæti afstýrt ósigri vorra manna, en þá kem jeg auga á stbran mann á miklum reiðskjóta, ekki hinum smávöxnu_ reiðskjótum „Býrðu í þessu húsi?“ „Jamm“. „Viltu að jeg hjálpi þjer upp stigann?“ ,,Jamm“. Góðviljaði náunginn rogaðist upp stigann með byrði sína, opnaði sömu hurðina og fyrst og ýtti honum inn. Um leið og hann kom að úti- dyrahurðinni, rakst hann á ann an næturfugl og virtist sá vera í mun verra ásigkomulagi dh hinir tveir. Hann ætlaði að fara að ávarpa hann, þegar sá fulli rak upp vein og hljóp til lög- regluþjóns, sem stóð við næsta götuhorn. „Lögregluþjónn! Lögreglu- þjónn! I guðanna bænum, lög- regluþjónn“, stundi hann upp, „verndið mig fyrir þessum manni. Hann hefir ekki gert annað í kvöld en bera mig upp stigann og fleygja mjer niður lyftugöngin". * Úr söguprófi í barnaskóla: Wellington vann mikinn sigur og þegar hann var búinn, hafði hann aðeins eina hendi og eitt auga, og hann horfði í gegnum kíkir með blinda auganu og sagði, að alt væri í lagi og að hann hefði unnið orustuna. Tveir Gyðingar settust að í smábæ nokkrum og stofnuðu fyrirtæki saman. Annar þeirra j fór til New York, til þess að kaupa vörur, en hinn var heima og gætti verslunarinnar. Eftir nokkra daga fóru reikn- ingarnir að streyma inn frá New York. Þeir voru á þessa leið: 24 dus. yfirfrakkar og 8 dus. ditto; 24 buxur og 4 ditto; 18 dus. hattar og 12 dus. ditto. Oll þessi ditto ollu þeim, sem heima sat, töluverðum áhyggj- um, og þegar vinur hans kom aftur frá New York, sýndi hann honum reikningana og spurði: „Hvað meinarðu eiginlega með því að vera að kaupa öll þessi ditto fyrir klæðaversl- un?“ „Keypti jeg ditto?“ spurði hinn. „Já, hjer eru reikningarnir“. „Jæja, þá hafa þeir svindlað á mjer í New York“. Svo hann sneri aftur til New York og komst að raun um það, að ditto þýddi „sama“. Hann fór því strax heim aftur, og vinur hans mætti honum á brautarstöðinni og sagði: „Jæja, Abie, gastu komist að því, hvað ditto er?“ „Já“, svaraði Abie. „Nú veit jeg hvað ditto er. — Jeg er l bölvaður asni, og þú ert ditto!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.