Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 8
8 MORG U N B LAB IÐ Laugardagur 2. febr. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. •— Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. f lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tuttugu ára stríð NOKKRU fyrir bæjarstjórnarkosningarnar var um það rætt hjer í blaðinu, að liðin eru 16 ár, síðan andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins hjer í Reykjavík töldu sjer sigur vissan yfir meirihlutanum í bæjarstjórninni. Það var í janúar 1930, er Framsóknarmenn og Alþýðuflokk- urinn gerði sjer vissa von um, að fá í sameiningu meiri- hluta fulltrúanna. Síðan hefir það klingt við á fjögurra ára fresti meðal andstöðuflokkanna, að nú væri valda- tími Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurbæ úti. Þetta valdatímabil*, sem andstöðuflokkarnir ætluðu að láta enda í skyndi í janúar 1930, helst upp frá því, a. m. k. í 20 ár. Þegar síðari tíma menn athuga framþróun og sögu Reykjavíkur þetta 20 ára tímabil, er hætt við að dóm ur sögumanna verði allmikið á annan veg, en andstöðu flokkar Sjálfstæðismanna hafa talið fyrir kosningar á fjögurra ára fresti — og oft endranær. Það sem af er þessu tuttugu ára tímabili, hefir fólk- inu fjölgað um rúmlega 1000 á ári að meðaltali hjer í bæ. Svo margt fólk hefir flutst hingað, mörg árin, að fólksfjölgunin hjer hefir verið mun meiri, en fjölgunin á öllu landinu. Árið 1935 fjölgaði fólki hjer í Reykjavík t. d. um 111 manns, fyrir hverja 100 sem fjölgaði á land inu. Þó tók út yfir árið 1941, því þá fjölgaði hjer í Reykja vík rúmlega 150 fyrir hverja 100, sem fólksfjölgun þjóð arinnar nam. Höfuðorusta andstöðuflokkanna í Reykjavík hefir nú þegar staðið í rúmlega 16 ár. Líklegt er, að nokkurnveg- inn framsýnir menn í minnihlutaflokk.unum sjái nú fram á, að þetta geti orðið nýtt þrjátíu ára stríð. Andstöðuflokkarnir halda áfram sinni þrotlausu valdabaráttu. En þegar á alt er litið, munu menn kom- ast að raun um, að síðustu árin hefir sókn þeirra snúist í ljelega vörn. UNRRA kaupir ull RÍKISSTJÓRNIN hefir tilkynnt að hjálparstofnun sameinuðu þjóðanna hafi keypt hjer 400 tonn af ull með góðu verði. Eru það góð tíðindi. Því ullin frá síðustu þrem árunum sem ekki er not fyrir í landinu, hefir leg- ið hjer óseld. Er blaðið spurði að því í gær, hvort ekki myndi lík- legt, að hjálparstofnunin keypti meira af ull þeirri, sem hjer er til, var því svarað, að ull þessi, sem um er að ræða, hafi verið tekin upp í tillag íslensku þjóðarinnar til hjálparstofnunarinnar. Þegar íslendingar gerðust þátttakendur í hjálparstofn uninni UNRRA, var gengið út frá því, að tillagið yrði sem svaraði einum hundraðs hluta af þjóðartekjunum. Þær voru þá taldar vera 540 miljónir króna, og tillagið því 5.4 miljónir. Þjóðirj sem leggja í þenna sameigin- lega hjálparsjóð, miða yfirleitt tillag sitt við tekjur sín- ar á þenna hátt. Og þykir ekki mikið eftir ástæðum. Neyð almennings meðal margrá þjóða, sem mestar hörmungar hafa þolað í styrjöldinni, er svo mikil, að við sem höfum alið aldur okkar á íslandi, getum vart gert okkur í hugarlund, hvernig ástandið er víða. Kuldinn og klæðleysið er sumstaðar ennþá tilfinnan- legra en matvælaskorturinn. Og því eðlilegt, að svo gott j efni sem íslensk ull er til skjólfata, verði tekin til þess' að bæta einhversstaðar úr þessari neyð fólks. En við, Íslendíngar ættum sannarlega að hef jast handa um það,! að eigi þurfi heimsstyrjöld og klæðleysi meðal tug- , miljóna manna, til þess að ullin okkar komist í not. — ! Hefir Nýbyggingarráð tekið þetta mál til athugunar og undirbúnings og lagt drög fyrir, að íslenskir menn öfl- uðu sjer kunnleika í ullariðnaði, svo að gagni kæmi. — Takmarkið hlýtur að vera, að öll sú ull, sem hjer er fram leidd, verði unnin í landinu og úr henni gerð útgengi- leg vara. 1 vtlverji ólripar: IJR DAGLEGA LÍFINU Hcimsókn í Þjóð- leikhúsið. FYRIR NOKKRUM dögum fjekk jeg brjef frá Þjóðleikhús- nefndinni, þar sem lýst var óá- nægju yfir frásögn hjer í dálk- unum um kjallara hússins og dyragerð þar, sem kostað hefði j ærið fje og tíma. Brjef nefnd- j arinnar var það langt, að ekki j voru tök á að birta það í heild og ennfremur var sá galli á því, j að rætt var um margt, sem ekki kom þessum kjallara beint við. I En nú er það föst regla í þess- um dálkum að hafa jafnan það, sem rjettara reynist, og þess- vegna datt mjer í hug að ^ skreppa í heimsókn í Þjóðleik- | húsið og sjá, hvernig þar er. umhorfs. Einn nefndarmanna, Hörður Bjarnason arkitekt, kom með mjer í þessa heimsókn. Kola- eða veitinga- kjallari. ÞÁ ER BEST að byrja á kjall aranum, sem gaf tilefnið til að minst var á Þjóðleikhúsið. Kjall ari þessi er allmikill geimur. Þjóðleikhúsið var reist fyrir 18 árum. Þá var Hitaveitan ekki nema draumur örfárra manna, sem fæstir höfðu trú á. Þéss- vegna þurfti að gera ráð fyrir stórri eldiviðargeymslu nálægt miðstöð leikhússins, og það er þessi kjallari, sem um er rætt. Þegar Hitaveitan kom, varð eldiviðarkjallarinn óþarfur og einnig miðstöðvarherbergi.Þess vegna var það, að farið var að hugsa um, hvernig best mætti nota kjallarann og var ákveð- ið að koma þar fyrir veitinga- sal. Vegna þessara breytinga þurfti að setja fleiri dyr á kjall arasalinn og það hefir nú verið gert. Kostaði það talsverða fyr irhöfn, því veggir eru þykkir þarna niðri. Er þá þetta kjallaramál upp- lýst. Verkinu miðar vel áfram. ÞJÓÐLEIKHÚSNEFND hefir nú loksins tekist að fá nægjan- legt vinnuafl til þess að inn- rjetting leikhússins geti gengið greiðlega, en margt var eftir að gera og sennilegt, að leik- húsið verði ekki að öllu fuíl- búið fyr en á næsta ári, en þó vafalaust fyrir hálfrar aldar af- mæli Leikfjelags Reykjavíkur sumarið 1947. Almenningi er kunnugt um þær tafir, sem verið hafa á; byggingunni. Sumar sjálfráðar, en aðrar hefir ekki verið hægt að koma í veg fyrir. Þjóðleikhúsið var í byggingu, er heimskreppan skall á. Skemt anaskatturinn, sem átti að renna til byggingarinnar, var tekin til annars 1932, og það var ekki fyr en þjóðin fór að rjetta sig úr kútnum aftur fjár hagslega, að stjórnarvöldin treystu sjer til að láta nú ljúka byggingunni. En þá höfðu bresk hernaðar- yfirvöld tekið húáið fyrir vöru skemmu og fyrst er farið var fram á, að fá húsið rýmt, var því til svarað, að Islendingar hefðu látið hús þetta standa ó- j hreyft í 8 ár. Þessvegna gæti j ekki legið lífið á að fara nú að í ljúka byggingu þess. Þetta var! ekki sjerstaklega kurteist svar, j nje heldur sanngjarnt með öllu. Þó kom að því, að Bretai rýmdu húsið og byrjað var að innrjetta það. En ennþá var styrjöld og ekki hægt að ná í efni, sem þurfti til að fullgera bygginguna. Stórhuga verk. ÞEGAR MAÐUR gengur um Þjóðleikhúsið, jafnvel í því á- standi, sem það er nú, er hægt að sjá með hálfu auga, að það hafa verið stórhuga menn, sem rjeðust í að reisa þetta leik- hús fyrir 18 árum. Þeir áttu líka við margskonar erfiðleika' að stríða, en þeim mun verða j þakkað þeirra merka verk þótt j síðar verði. |p«ji■ onrinrii■ ■ ■ rr |inwimnmmrr>^ ''tivtnrfs arr . Mönnum hefir leiðst að sjá þetta stóra hús standa í Skugga hverfinu árum saman til einsk- is nýtt, en nú hefir það komið á daginn, að það sparast mikið fje fyrir að húsið skyldi reist á þeim árum, er verðlag var hjer lágt. Byggingarkostnaður- inn yrði annar nú, ef reisa ætti slíkt hús frá grunni. Hitt verða menn að sætta sig við — og þá ekki síst þeir, sem staðið hafa í broddi fylkingar fyrir því, að Þjóðleikhúsinu yrði komið upp, að verk þeirra sjeu gagnrýnd. Engin mann- anna verk eru fullkomin og vafalaust má finna ýmislegt að Þjóðleikhúsbyggingunni. En vonandi er að alt fari vel og að leikhúsið komist upp hið allra fyrsta, eins fullkomið og frekast er unt. • Islendingar og styrjöldin. MARGT HEFIR skeð hjer á landi undanfarin ár, sem Is- lendingar hafa ekki hugmynd um. Morgunblaðið birti í fyrra- dag frjettir, sem vakið hafa'at- hygli um alt land. Fundist hafa fyrirætlanir Þjóðverja um inn- rás í íslánd. Þeir, sem þekkja nákvæmni Þjóðverja og skipu- lagshæfileika vita, að þar mun kenna margra grasa, sem væri fróðlegt og nauðsvnlegt fyrir Islendinga að vitæ Þá munu vera til skýrslur yfir þau skip, sem Þjóðverjar söktu fyrir okkur á styrjaldar- tímunum. Sum þeirra vitum við um, önnur ekki. Því eins og kunnugt er kom það fyrir, að skip okkar týndust í hafi og spurðist ekkert til þeirra síðan. Alt þetta þyrftum við að fá vitneskju um. Er undarlegt, að ekki skuli hafa verið sendur maður til Núrnberg (eins og stungið var upp á hjer í dálk- unum fyrir nokkrum vikum), og ennfremur myndu íslending ar geta fengið merkilegar upp- lýsingar í hermálaráðuneytinu og flotamálaráðuneytinu í London. wrs w mmtmwn iwnu A ALÞJÓÐA VEITVANGI • ■■■ m mmm n ■ a m • mmum+mm n ■« VB ummm a* a ■ • HIÐ GAMLA, örugga banka- fyrirtæki J. P. Morgan & Co. hefir lifað af marga kreppuna og býst við, að enn sjeu margs konar erfiðleikar á ferðinni. George Whitney, forstjóri fyr- irtækisins, sendi út ársskýrslu bankans fyrir nokkrum dögum og er einkar fróðlegt að sjá, hvernig hann lítur á framtíð- ina: „Það verður erfitt að koma þjóðinni aftur á rjettan kjöl velgengni og friðar, en með á- kveðnum vilja, skilningi og kunnáttu er það hægt. Við ætt- um ekki, eftir mestu styrjöld veraldarsögunnar, að búast við miklu of fljótt, jafnvel hjer í þessu landi hinna miklu nátt- úruauðæfa og tiltölulega al- mennrar velgengni. .... Við getum hinsvegar vænst þess, að hjer í Banda- ríkjunum fái menn tækifæri til að vinna og hægt verði að halda áfram á þróunarbraut fje lagsmála og fjármála. En fyrst og fremst ættum við að mega vonast eftir, að Ameríka verði áfram land frelsisins og tæki- færanna. „Fullkomin , framleiðsla og skifting friðarframleiðslunnar ætti að færa okkur að mark- inu, sem leitað er eftir, hvort hjeldur það er heldur eftirlit með verðbólgunni, ráðstafanir gegn verðhruni, góð laun og góður hagnaður, meira öryggi og betri lífsskilyrði, eða betri fjárhagsáætlanir og minkandi skuldir“. ,,En takmörkunum verður ekki náð, ef menn búast við meiru og meiru fyrir að leggja minna og minna að sjer, ef stjettarfjelög og atvinnurekend ur hugsa ekki um annað én sjálfa sig og hindra veginn til framleiðslu pg dreifingar, eða ef stjórnmálamennirnir vilja ekki ganga inn á minni eyðslu úr ríkiskassanum og telja, að taprekstur geti betur borið, sig nú, en á árunum 1930—1940. Afleiðingin af slíku getur aldrei orðið annað en lækkun á peningagildi okkar og þar með minni lífsþægindi meðal Bandaríkjaþjóðarinnar. „Heldur ekki þýðir fyrir þessa þjóð að einangra sig. Ef þjóðin á að blómgast, verðum við að hjálpa til að auka lífs- þægindin meðal annara þjóða og þar með auka markaðsmögu leika fyrir framleiðslu okkar erlendis. Við verðum að kaupa af öðrum þjóðum um leið og við seljum þeim. og við verð- um að vera reiðubúnir til að lána erlendum þjóðum fje og leggja fje í erlend fyrirtæki, við verðum að tryggja frið í heim- inum og sjá til, að haldin sjeu lög og reglur. .... Aðeins á þann hátt get- um við haldið þeim lífsþæg- indum, sem við höfum vanist í þessu landi“. (Samkvæmt Time). ÞAU ÞEKKTU HANA NEW YORK: — Þegar börn frú Laskowskys voru að skoða myndir af nýgiftum hjónum í dagblaði, þekktu þau að brúð- urin var móðir hennar. Faðir þeirra ljet taka hana fasta, þeg ar hveitibrauðsdögunum lauk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.