Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. febr. 1946 Reglusamur ( MAÐUH ( | óskar eftir einhverskonar 1 | framtíðaratvinnu. — Er | i vanur bifreiðastjóri. Hefi 1 | unnið við stórt verslunar- S = fyrirtæki. Tilboð sem til- § | greini vinnu, leggist á g | afgreiðslu blaðsins fyrir 5. i | þ. m., merkt „Reglusam- § | ur 5—46 — 401“. flmiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiimiiimiiimm mmmimmmmmiumimmmummmmmmmmiii Af sjerstökum ástæðum er i Til söiu I 3 síður týllkjóll, (nyr) og § tvenn kjólföt, önnur á i grannan, lágvaxinn mann, 1 hin á háan, grannann mann i Einnig gott karlmannsreið 1 hjól. Alt með tækifæris- | verði. Til sýnis frá kl. 6—8 S í kvöld. g wi.miunatKijHtnaMiríriíuniiiiiiniiimiimiimiiii. | Vestmannaeyingafjelagið í Reykjavík heldur AÐALFUND I i y |l sinn að Röðli, sunnud. 10. febr. 1946, kl. 2 e.h. FUNDAREFNI: k % ± ? Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. I Stúlka vön bókhaldi | skrifar ensku og dönsku, óskast á heildsölu- £ skrifstofu. Umsóknir, ásamt meðmælum, ef £. til eru, sendist í box 231. £ ^KKKh***^*^*W**MwM**I**W**I**H**H**H**»**H**#**X**H'hMmM**Mh*m,»h*hX***h***X'm’**' c ^X**H**^X**t**K**t»*W**K**t**M**>*H»*K**K**X**X**X**I**M**J**>»W**H**H**X»*H**H* £ _______________________ _ _ ______________________________ % 1 I I I C*»X**X**X**t**X**X**X**X**X*'X**X**X**X**X**X**X**i**X**X**X**X**t*%**X**t**X Skriistofustúlku vel pennafæra á nöfn og tölur, vantar nú þegar. Sigbjörn Ármann Njálsgötu 96. — Sími? 2400 og 3244. Afvinne ^m*m*h'*«*»*'««^ *:♦ **»♦•» »** ♦:» •*.' ♦:»♦:• ♦i**i**i* *!**•* *i* *x**x**x**x* *»**x**x**»* *•* *x**»* *** ‘ ■ i i I I | 1 í j í í V y f T f !:! Eitt af stærri fyrirtækjum bæjarins, vantar duglega vjelritunarstúlku, sem a. m. k. getur hraðritað, ís- lensku og er fullfær að skrifa ensku og dönsku. Eiginhandarumsókn, ásamt upplýs- ingum um fyrri störf, sendist afgr. Morgunblaðsins, sem fyrst. Umsækj andi auðkenni umsókn sína með — FLJÓTT — X**t*^X**XK**X*»X**X**X**X**X**X**X* Barnavinafjelagið Sumargjöf vantar ráðsman'n, frá 14. maí n. k. — Æskilegt er að umsækj- andi hafi kennaramentun og kunni bók- færslu. — Umsóknir ber að senda til for- manns Sumargjafar, Auðarstræti 15, fyrir 15. mars n. k. og gefur hann allar uppl. viðvíkj- andi starfi þessu. Reykjavík, 1. febrúar 1946. ~S>tjóm S>iwiarcýjapar 75 ára: Þórður Biarnason, kaupmaður ÞÓR0UR KAUPMAÐUR BJARNASON frá Reykhólum á 75 ára afmæli í dag. Vinir hans og venslamenn ætla að efna til afmælisfagnaðar fyrir hann í Tjarnarcafé á mánudag inn kemur. , í 40 ár hafa þau hjónin Þórð- ur Bjarnason og frú Hansína kona hans átt heima í Reykja- vík. Nema hvað þau um tíma voru búsett úti á Seltjarnar- nesi. Lengi vel var mannmargt á heimili þeirra, börnin mörg og gestkvæmt mjög, enda al- úð og gestrisni í ríkum mæli frá hendi húsráðenda. ★ Þórður er sonur merkisbónd- ans Bjarna Þórðarsonar á Reykhólum og síðari konu hans Þóreyjar Pálsdóttur. Þau eign- uðust þrettán börn og var Þórður þriðji í röðinni. En ellefu þeirra komust til full- orðinsára Nokkur bernskuár sín var Þórður í fóstri hjá sr. Ólafi Johnsen á Stað á Reykja- nesi. Ungur fór Þórður í Latínu- skólann, en hætti, er hann hafði lokið prófi úr 4. bekk. Hneigð- ist þá hugur hans mjög að verslun. Vorið 1889 rjeðst hann til verslunar Joh. Lange í Borg arnesi, en Thor Jensen var þar þá verslunarstjóri. Við þessa verslun vann Þórður í 16 Vi ár, til ársloka 1905. Þá var Thor Jensen löngu farinn þaðan. En eftirmaður hans var H. C. J. Bjerring. Er Bjerring fjell frá, vildi verslunareigandinn, að Þórður tæki við faktorsstöð- unni. Hafði Þórður haft þar hin margvíslegustu störf . á hendi, við verslunina heima fyrir, fjárkaup og farið í verslunar- ferðir, svonefnda „spekúlants- túra“ á ýmsar hafnir við Faxa- flóa. Hann mun vera meðal þeirra manna, sem lengst vann við þessháttar viðskifti í sum- arkauptíðum. Árið 19(h) giftist hann Hansínu Linnet úr Hafn- arfirði. Reistu þau bú í Borg- arnesi. Þegar Þórður hugsaði til að hverfa úr Nesinu, stóð Godt- haabsverslun Thor Jensen hjer með miklum blóma. Rjeðst Þórður þá til þessa fyrsta hús- bónda síns á ný og gerðist verslunarstjóri við Godthaab. Ári síðar gekk Thor Jensen í verslunar- og útgerðarfjelagið P. J. Thorsteinsson & Co. og yarð Godthaabsverslun ein deild í þessu fyrirtæki. Þórður hjelt áfram að vera faktor í Godthaab öll þau ár, sem P. J. Thorsteinsson & Co. starfaði, eða til ársins 1913, að það fjelag leystist upp, eftir að Thor Jensen hafði látið af stjórn þess. Ein af verslunum fjel. þessa er oftast í daglegu tali var nefnt „Miljónafjelagið“, var Bíldudalsverslun sú, er Pjetur Thorsteinsson hafði áður átt og rekið með miklum dugnaði. Bróðir Þórðar, Hannes B. Stephensen, hafði verið versl- unarstjóri þar. Hannes bar nafn Hannesar Stephensen prests að Innra Hólmi, en Bj^irni í Reykhólum var á unga Þórður Bjarnason. . aldri um tíma á heimili sr. Hannesar. Er eignir „Miljónafjelagsins“ voru seldar, keyptu þeir brseð- ur Þórður og Hannes Bíldudals verslun, en Hannes hafði á hendi forstöðu verslunarinnar. Þórður sat áfram hjer í Reykja- vík og hafði á hendi ýms við- skifti, einkum fiskútflutning aðallega sem umboðsm. fyrir erlend firmu, stundum fyrir eig in reikn. Annaðist hann þá út- flutning á alt að 10—12 fisk- förmum á ári. Þegar Bretastjórn lagði hald á útflutningsverslun lands- manna árið 1918, og skipa þurfti nefnd, til þess að annast útflutningsverslunina að öllu leyti, var Thor Jensen falin formenska þeirrar nefndar. En hann kvaddi sinn fyrri sam- verkamann Þórð Bjarnason til þess að hafa á hendi stjórn út- flutningsskrifstofunnar. Var Þórður þar skrifstofu- stjóri meðan sú nefnd starfaði, eða fram á árið 1921. Árið 1920 var hann kosinn í bæjarstjórn hjer í Reykjavík, og átti þar sæti til ársins 1926. Meðal þeirra mála, er hann vann þar_ að, var bygging verkamannaskýlisins við höfn- ina. Var hann því kunnugur vel, frá því hann var verslun- arstjóri í Godthaab, hve óhent- ugt það var verkamönnum, sem unriu á eyrinni, að hafa ekkert skýli til sinna aínota og engan samastað. Meðan Þórður var í bæjar- stjórn, vann hann nokkuð að endurskoðun fyrir bæinn, enda þaulvanur bókhaldi og reikn- ingsglöggur. Á kreppuárunum eftir heims styrjöldina fyrri söfnuðust mildar verslunarskuldir við Bíldudalsverslun, er ekki tókst að innheimta, svo verslun þeirra bræðranna lenti í fjár- þröng, „enda þótti okkur betra, að einn liði fyrir alla, en allir fyrir einn“, sagði Þórður eitt sinn, er þetta barst í tal. Síðan Þórður hætti verslun- arrekstri, hefir hann haft á hendi bókhald og endurskoðun fyrir ýms fyrirtæki hjer í bæ. ★ Þegar jeg heimsótti Þórð á dögunum á heimili þeirra hjóna við Nýlendugötu, var hann önn um kafinn við endurskoðun reikninga og hafði sýnilega sama starfsþróttinn, sem á sínum ungu dögum. Þó mintist hann á, að hann væri orðinn gamall, finnur það kannske einkum af því, að börnin eru „öll flogin úr hreiðrum“, eins og hann orðaði það. „En það besta við ellina, sagði hann er, að eiga barnaláni að fagna og að gam- an sje að líta til baka“. En maður þarf ekki lengi að tala við Þórð til þess að finna, að hann • er einn af þeim, sem hefir ánægju af að endurlifa í ruganum liðna tíma. Hann hefir altaf sjeð björtu hliðarnar á til verunni og komið auga á það, sem getur gert mönnum glatt í geði, Mestan hluta æfinnar hefir Þórður verið goodtemplari, gekk fyrst í stúku þegar hann var 13 ára. Þá stúku stofnaði Pjetur Eggerz að Reykhólum. Hún hjet ,,Sigurflugan“. Árið 1902 stofnaði Þórður stúku í Borgarnesi er hjet Borg. Hefir hann verið goodtemplari síðan. En skemmt sjer og öðrum prýði lega, hvar sem er, á manrfamót um, engu síður en þeir, sem verða „samkvæmishæfir" sök- um glaðnings. Þórður hefir alla sína daga verið mikill starfs- maður, reglusamur mjög, hjálp fús og greiðvikinn, trygglynd- ur við vini sína og vel látinn af öllum er við hann hafa skift í smáu og stóru. Hann horfir nú, eins og hann segir, með ánægju til liðinna daga, með þakklæti til konu , sinnar og barna, sem öll kepp ast um að gera honum lífið sem ljettast og með eftirvæntingu til hinnar yngstu kynslóðar fjölskyldunnar, sem sýnir, að dugnaður og listrænir hæfileik ar ættarinnar dafna vel við breytt og bætt skilyrði í land- inu. V. St. Hveiti frá Ástralíu til Evrópu London í gærkveldi: MATVÆLARÁÐHERRA Ástralíu hefir tilkynnt, að sam kvæmt beiðni Attlee, forsætis- ráðherra, muni Ástralíumenn senaa eins mikið af hveiti sínu og þeir geta misst, til landa í Evrópu, þar sem matvælaskort ur rílcir. — Talið er að þetta muni nema um 5 miljónum skeppa á yfirstandandi ári. — Einnig munu Ástralíumenn senda önnur matvæli til Evrópu eftir því sem þeir geta. — Reuter. £.s. „Anne“ fer hjeðan um miðja næstu viku (um England) til Kaupmanna- hafnar og Gautaborgar. Vörur tilkynnist skrifstofu vorri sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.