Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 2. febr. 1946 Hvar er öryggi sængurkonunnar? MARGT hefir verið rætt um það og ritað hin síðustu miss- iri, hver nauðsyn beri til, að auka öryggi fólksins, — ein- staklinga, stjetta og þjóða, og á hvern hátt best verði að því unnið. Hefir og mikið áunnist. Er þar fyrst að nefna slysa- varna starfsemina í landinu, mikið starf og þarft. Svo og tryggingarlöggjöfina, sem einn- ig er þjóðinni til ómetanlegs öryggis, svo sem sjúkrasamlög o. fl. Þegar minst er á Öryggi, mun flestum fyrst koma í hug sjó- maðurinn og sængurkonan. Um öryggi sjómanna hefir mikið verið rætt, en sængurkonan sjaldan nefnd. Tveír ágætii menn hafa þó gert öryggisleysi sængurkon- unnar að umtalsefni, R. Ásg. í ísaf. 22. nóv. 1944 og S. S. Þorm. 25. jan. f. á. Hafi þeir þökk fyrir. Eru frásögur þeirra svo átakanlegar, að seint munu gleymast. En síst má það gleym ast, sem annar greinarhöf. seg- ir, að þessar sögur hafa öll skilyrði til að geta endurtekið sgi, ef ekkert er að gert. En fleiri áþekkir, eða jafn- vel samskonar atburðir hafa gerst á þessu landi ,og það á seiustu árum. Og ekki hefir ver ið unt, að komast hjá að spyja: Hvar eru nú mannrjettindi lýð- ræðisins? Hvar er nú öryggi fólksins? Hefir mönnum sjest yfir, að sjá sængurkonunni fyr- ir öryggi, — henni, sem með þjáningum og lífshættu hefir alið þjóðinni og ættjörðinni nýa þjóðfjelagsþegna, — nýja kyn- slóð. — Sæmir þetta? Frá fornu fari hefir verið borin saman hætta sjómannsins og sængurkonunnar (eins og vikið var að áðan), og hefir það við rök að styðjast. — Fyrir hvorum tveggja er oft skammt milli lífs og dauða. Sagt hefir verið að íslenska þjóðin gæti ekki lifað, nema einhver hætti sjer út á sjóinn, þetta er sannleikur. En getur hún lifað nema einhver taki á sig þá áhættu, að ala henni sonu og dætur? Eins og sjálfsagt er og skylt hefir margt verið gert sjómönn um til öryggis, þó er það aldrei nóg. Þess vegna fagnar því all- ur landslýður, þegar einhverjar ráðstafanir eða framkvæmdir eru gerðar, sem auka öryggi sjómannsins. Má um þetta segja: „Þetta bar að gera, — en hitt ekki ógert að láta“. í ágætri ræðu á sjómannadag inn fyrir rúmum tveimur ár- um var komist svo að orði: „Minsta krafa, sem sjómaður- inn getur gert er sú, að honum sje sjeð fyrir góðu skipi, til þess að sigla á.“ , Mætti ekki með sama rjetti segja, að minsta krafa, sem sængurkonan getur-gert er sú, að þess sje svo vel gætt, sem verða má, að hún haldi lífi og heilsu?. Ferðast er nú um landið þvert og endilangt flesta tíma ársins, bæði að þörfu og óþörfu, og varið tíl þess ærnu fje og fyr- irhöfn. En ef kona elur barn, er stundum líkast því, að verið sje að vega og meta, hvað minst verður komist af með. Ýmsum kann nú að þykja þetta hörð ræða,. En, hve margir gætu lagt á hjarta og sagt: Hvorki þekki jeg neitt þessu líkt, nje heyrt um það. Skylt er nú að lögum, að hvert barn í landinu læri að synda. Gildir það jafnt úm pilta og stúlkur, og er það vel farið. Þetta er gert bæði til þess að aúka hreysti og mönnum til ör- yggis, ef þeir lenda í vötnum eða sjó. En unga stúlkan, sem fyrir fermingu lærði sund sjer til öryggis (samkv. lögum), hún hefir ef til vill giftst eftir nokkur ár og manni sínum stofn að heimili. Ef til vill á hún svo von á því, að verða móðir. En, — hvar er þá öryggið? Einkum ef hún er í sveit. Jú, þegar kon- an veikist, þ. e. tekur ljetta- sóttina, er ljósmóðirin sótt, og hafa þær að vísu margar verið góðar, og svo, ef Ijósmóðirin telur að um hættu sje að ræða umfram það, sem venjulegt er, — já, þá er nú farið að sækja lækni, hvort sem um skamman veg er að fara eða langan. Sje þetta í kaupstað. eða annars staðar, þar sem mjög skammt er til læknis, kemur hann von- andi eftir skamma stund, en sje þetta úti í sveitum landsins, einkum ef strjálbygt er eða langt til læknis, þá gegnir öðru máli. — Þá getur biðin eftir lækninum orðið löng, — hún hefir orðið margri sængurkon- unni bæði löng og ströng, og það svo, að kraftarnir hafa ver- ið þrotnir og lífinu lokið áður en sú leið var á enda, eða skammri stundu síðar. Hugsið til mæðranna, sem auk líkamlegra þjáninga fer að renna grun í, að þær sjeu á förum, ýmist frá nýbyrjuðu æfi starfi eða hálfunnu, og ef til vill frá barnahóp. Það er öll- um þjáningum þyngra. Merk kona og ágæt sagði: — Það er enginn aftur kom- inn til þess að lýsa tilfinningum þeirrar móður, sem deyr frá barnahóp. — Hennar móðir dó eftir barnsburð frá 7 eða 8 börnum, og þessi kona mundi það og harmaði alla æfi. Hugsið til barnanna^— Barn, sem á unga aldri missir góða móður, er fyrirfram dæmt til að fara á mis við lífsins stærstu blessun, og er fullkomlega vafa samt, að nokkur mannlegur máttur geti bætt því það að fullu. Til þess að styðja þessi orð þarf ekki annað en minna á það, sem margsagt hefir ver- ið, að flestir bestu og mestu menn þjóðanna hafa átt góðar mæður, og notið umhyggju þeirra og áhrifa frá þeim leng- ur eða skemur æfinnar. Talsve*t er gert til þess að liðsinna munaðarlausum börn- um, og þyfti þó meira að vera. En er þess gætt eins og vert væri, að koma í veg fyrir, að börnin verði móðurlaus? En hvort heldur konan deyr að þrettánda barninu eða átt- unda, hinu fjórða eða fyrsta; og hvort sem þessir sorglegu atburðir gerast í bæ eða borg, í einum eða öðrum dal þessa lands, á annnesjum úti, eða í „hjarta landsins“, þá minna þeir á orðin, sem forseti Islands mælti í sinni ágætu ræðu á ný- ársdag f. á., og hann tók eftir Nordal Grieg: „Svo fámenn er þjóð vor, að hvér sá sem fellur er bróðir vor dg vinur“. — Af því, sem sagt hefir verið hjer að framan, má öll- um ljóst vera, að hjer þarf mik illa umbóta; hjer þarf nýjan skilning, nýjar framkvæmdir, nýja skipun þessara mála. Fyrsta og sjálfsagðasta ráðið til bóta er, að fjölga læknum í sveitunum. í öðru lagi, að bæta samgönguleiðirnar; því það er augljóst, að bættir veg- ir, og brýr á ár draga að mikl- um mun úr hættunni. Hvort tveggja þetta hefir verið rætt á Alþingi og utan þings, og með nokkrum árangri, en minni en skyldi. Enda hlýtur þetta að taka nokkurn tíma. Svo er og um aukið símakerfi og flug- velli, alt þetta hlýtur að taka langan tíma, mörg ár. En ör- yggisleysið, sem sængunkonur í sveitum landsins eiga við að búa, er svo hættulegt og hefir leitt til svo sorglegra atburða, að umbætur á því þola enga bið. * í þriðja lagi: Sje langt til læknis eða yfir óbrúaðar ár að jfara, eða ef von er á barni um það leyti árs, sem vegir og vötn er torfærast, — já, þá er ekki nema eitt ráð við því, að þegar fer að líða að þeim tíma sem von er á barninu, flytjist konan þangað sem læknir er, |eða í námunda við hann, t. d. til næsta kaupstaðar, og dvelj- ast þar, þangað til hún hefir alið barnið, og er aftur komin til fullrar heilsu. Ýmsir ann- markar fylgja þessu, en verður þó að teljast öruggara en eiga þá hættu yfir höfði sjer, að ekki náist í læ"kni í tæka tíð. Nokkrum sinnum hefir þetta verið gert og gefist ágætlega. Meðan unnið væri að gagn- bættri skipan þessara mála með bættum samgöngum og síma- kerfi, byggingu sjúkrahúsa o. fl., má ýmislegt gera til bóta. Til þess að koma í veg fyrir, eða að minsta kosti stytta hina hættulegu og miskunarlausu bið sængurkonunnar eftir lækn ishjálp, mætti benda á, að menn tækju upp þá reglu að senda eftir lækni strax eftir að konan hefir tekið jóðsótt- ina, þ. e. um sama leyti og sent er eftir ljósmóður. — Ef einhver skyldi nú halda, að þetta væri sú fjarstæða, sem engum manni hefði fyrr í hug nje hjarta komið, þá er því ekki þannig farið. Merkur ís- lendingur og ágætur, sem uppi var um síðustu aldamót, hafði tekið upp þá venju að senda altaf á sömu stundu eftir lækni og ljósmóður, þegar kona hans ól börnin, og þó fæðingin gengi hvert sinn svo vel, sem best mátti verða, var aldrei brugðið af þessari reglu. Væri sú regla nú upp tekin, að sækja altaf lækni strax auk Ijósmóður, mundi það oft bjarga lífi barns eða ljósmóður, stund- um beggja. Ýmsir munu þó hugsa sem svo, að oft yrði koma læknisins óþörf. Lengi mætti deila um það, því það fer eftir því, hverjar kröfur eru gerðar fyrir hönd sængurkonunnar um hjálp og öryggi. Það fer meira að segja eftir því, hverjar kröf- ur eiginmenn og heimilisfeður, Ijósmæður og jafnvel þjóðin sjálf gera til sjálfra sín um breyttri eða nýrri stjórnarskrá, mannúð, drengskap' og öryggi sem þjóðin væntir sjer mikils til handa sængurkonunni. Sagt hefir verið, „að þús- undir manna vinni að því að ljetta eða draga úr fæðingar- þjáningunum“. Eru nokkrar lík ur til þess að sængurkonur geti orðið aðnjótandi þess sem ávinnst í þessum efnum, nema læknis njóti við? í ágætri afmælisgrein um einn af merkum lækni þjóðar- innar var komist að orði á þá I leið, að þegar hahn kom til l sjúklinga sinna, og var farinn, jfundu þeir, að hann hafði skil- ið meira eftir hjá þeim en með- alaglösin á borðinu. Sjúklingn- um hafði aukist þrek og hug- rekki til þess að bera þjáningar og sjúkdóma. — Mundi ekki mörg sængurkonan þurfa þessa? Og, — hve oft er ekki náð í lækni til sjúklings, þó menn telji ekki að um hættu sje að ræða. En ef sængurkona á í hlut, mun langalmennast, að ekki er sóttur læknir fyr en í af. í hinni nýju stjórnarskrá ís- lands ætti að vera sjerstök grein um rjett og öryggi sængurkon- unnar og ungbarnsins, þar sem tekið er skýrt fram, að sjer- hver- kona, sem elur barn á ís- landi, eigi rjett á fæðingar- hjálp, og þess vegna sje skylt (að lögum) að sjá svo um, að læknir sje hjá hverri konu sem fæðir barn, — auk ljósmóður, — hvort sem konan er gift eða ógift, rík eða fátæk. Einhver kann nú að spyrja, hvernig þessum málum muni háttað hjá öðrum þjóðum. — Minna má á, að fyrir nokkr- um árum var þáverandi forsæt- isráðherra breska heimsveldis- ins talið það til gildis, að hann hefði bætt hag sængurkvenna. Vegna fámennis síns er ís- lensku þjóðinni hvert manns- lífið því meira virði, og í ann- an stað, — vegna þess, hve þjóðin er fámenn, er fremur lífsnauðsyn. Að þessu leyti er kleift að líta til með hverjum sængurkonan sett skör lægra einstökum, heldur en með milj- en flestir sjúklingar aðrir. Um ónaþjóðum. -—- Fámennið skap- það má vægast segja: „Löngu ar þjóðinni bæði rjett og skyldu. er mál, að afmá þennan blett“. Um öruggi sængurkonunnar hef Fleira mætti segja, t. d„ hve ir ísl. þjóðin ef til vill sjer- oft er erfitt fyrir sængurkonur stöku hlutverki að gegna í að fá góða hjúkrun, og er það þágu þjóðarinnar — ef hún eitt ærið vandamál, sem ráða þekkir sinn vitjunartíma. þarf bót á, en hjer er ekki rúm j Eins sannarlega og vjer trú- að ræða. j um því, að- kristin siðmenning Föst rök hafa verið færð að muni lifa °S lvsa 1 aldir íram því, að rjettmætt væri — inann- Þjóðum °S einstaklingum, — úðlegt og viturlegt — að lækn- 'og bera þetta guð-fagra nafn ir væri viðstaddur hverja barns með r^ettu’ . eins sannarlega ---- -- dagur upp renna, að mun sa fæðingu. En svo mun verða um þetta sem flest annað, að sitt með kristnum þjóðum þyki það sýnist hverjum, og þó að einn íafn-sjálfsagt, að læknir standi telji þetta mannúðarmál og vlð hvílu hverrar einustu konu’ hina mestu nauðsyn, kunna þeir sem fæðir barn’ eins °S nú ir sjálfsagt, að þar sje ljósmóð- lir. — Fórn þeirra mæðra, sem Löggjöf verður þess vegna að1blætt hefir út eða á annan hátt koma um öryggi sængurkon- 'lifið látið á Þessum vígvelli unnar og ungbarnsins. — (Hún 1 lífsins’ hefir Þá ekki orðið fil að finnast, sem líta á það öðr um augum. sje vígsla hins sólfagra orðs: mannhelgi). Einmitt nú á þessum tíma er einskis, — nje heldur böl barn- anna, sem mest hafa mist. — Því treystir þjóðin, að mál sjerstök og gild ástæða til þess um Þessum verði vel skiPað af að íhuga og ræða þetta mál, jhendi -löggjafans. vegna þess að nú er von á XX. t 4 | Kaupmenn! — Kaupfjelög! I Getum útvegað sælgæti frá Englandi. Fljót $ £ afgreiðsla. Lágt verð. Kaupendur leggi til | j£ innflutningsleyfi. f 9 V \Jepáí. f^ortiancl sími: 4197 og 1914. | I y 1 ? 2 ? i •f I ? ? ? ? ? ? ? v AUGLÝSING ER GULLS tGILDl Skrifstofustari Unglingspiltur, 18—20 ára, getur fengið at- vinnu á skrifstofu okkar. Garðar Gíslason h.f. Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.