Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1946, Blaðsíða 12
12 MOBÖDNBLADID Laugardagur 2. febr. 1946 * ÞANN 14. des. s.l. andaðist í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, eftir fárra daga sjúkdómslegu, frú Sigríður Ólafsdóttir, kona Kjartans Jónssonar, lyfsala þar á staðnum. Sigríður var næst yngsta barn Ólafs hjeraðslæknis Lár- ussonar í Vestmannaeyjum og konu hans, frú Sylvíu Guð- mundsdóttur frá Stóru-Háeyri. Eru ættir þeirra merkishjóna svo kunnar, að eigi þarf að rekja þær hjer. Sigríður fæddist 7. apríl 1918 að Brekku í Fljótsdal, þar sem faðir hennar var hjeraðslækn- ir, en fluttist þaðan með for- eldrum sínum árið 1925 til Vestmannaeyja, ólst þar upp og gekk, í unglingaskóla. Snemma byrjaði Sigríður að vinna fyrir sjer. Hún var starfs maður hjá Landssímanum í Vestmannaeyjum um tíma, en síðar í Reykjavík. Haustið’ 1942 giftist hún Kjartani Jónssyni lyfjafræð- ingi og fór með honum vest- ur um haf skömmu seinna. Dvöldu þau hjónin í Phila- delphia í rúmt ár og þar lauk Kjartan framhaldsnámi sínu. Eftir að þau komu aftur til landsins settust þau að í Reykja vík um skeið, en fluttu búferl- um til Stykkishólms árið 1945. Fátt hefir komið mjer eins á óvart og fráfall þessarar ungu konu. Hún var full af lífsfjöri og starfsþreki og fylgdi, henni jafnan hressandi blær hvar sem hún fór. Með Sigríði er fallin í val- inn elskuleg móðir 7 mánaða gamals drengs, frábær fjelagi eiginmanns og dóttir, sem hvert foreldri hefði mátt vera hreykið af. Það sem mjer þótti vænst um í fari hennar, var glaðværðin og hispursleysið. Við Sigríður áttum oft tal saman. Hún var ræðin kona og prýðisvel greind. Oft var hún hnittin í tilsvör- um, þegar gaman var ,.á ferð- um og hikaði ekki við að segja meiningu sína, gerði sjer ekki mannamun og hafði óbeit á öllum hjegómaskap. fuorð Glæsileg kona var Sigríður og húsmóðir með ágætum. Mun gestrisni hennar og hugsunar- semi jafnan verða við brugðið. Það mun hafa verið lítið um jólagleði í Arnardrangi, for- eldrahúsum Sigríðar, en þar stóð lík hennar .uppi um hátíð- ina og var hún borin þaðan til hinstu hvíldar þann 29. des. s.I. Um leið og jeg jeg-kveð þessa góðu kunningjakonu mína með ósk um velfarnað í nýjum heimi, sendi jeg manni henn- ar og foreldrum samúðar- kveðju í raunum þeirra. Auður Matthíasdóttir. Utvarpið 8.30 Morgunútvarp. 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.00 Dönskukensla, 1. fl. 19.25 Þingfijjettir. ' 20.00 Frjettir. 20.30 Leikrit: „Landafræði og ást“ eftir Björfcstjerne Björn- son (Soffía Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson,Inga Þórðardóttir, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Emilía Jónas- dóttir, Guðlaugur Guðmunds son. — Leikstjóri: Soffía Guðlaugsdóttir). 22.15 Frjettir. 22.20 Danslög til 24.00. Sjúklingar á Kópavogshæli hafa beðið blaðið að færa Lúðra sveitinni ,,Svanúr“, Sigurði Markan og frú, „þrem kátum körlum“ og Viggó Nataníelssyni bestu þakkir fyrir komuna. frá Skíðaráði Reykja- irfarandi til birtingar Blaðinu hefir borist eft- Á UNDANFÖRNUM árum hafa skíðaferðir farið mjög í vöxt. Frá ári til árs hefir meðalaldur þeirra, er þátt taka í skíðaferðum farið lækk andi, og nú er svo komið, að mikið af ungjlingum og skóla. börnum, á aldrinum 12—16 ára og jafnvel yngri^ tekur þátt í skíðaferðunum. Fyrir nokkrum árum var allur fjöldinn fullorðið fólk, og var þá sjaldgæft, að börn yæru í ferðunum, nema í fylgd með fullorðnum. Um orsakir þess ara breytinga skal hjer ekki rætt. Tilefnið til aðvörunar þessarar er það, að algengt er, að börn og unglingar, sem þátt taka í ferðunum, sjeu ekki nægilega vel út- búnir. Sama má raunar seg{ja um margt fullorðna fólkið, sem ekki hefir vanist ferð- unum og kynst því, hve fljótt óveður getur skollið hjer á á heiðum uppi. Sumir skíða- skálarnir liggja þannig, að nálega klukkustundar gang- ur er frá bílvegi, en þótt því sje ekki til að dreifa, hefir það einnig komið fyrir, að bílar hafa ekki komist til baka* til bæjarins vegna ó- veðurs, er skollið hefir á. Það hefir þráfeldlega kom ið fyrir, að illviðri hefir skollið á skyndilega. Enn hef ír hjer ekki hlotist slys af þessu. Má nokkuð þakka það því, hve hlutfallslega mikill hluti skíðafólksiss hefir ver- ið fullorðið fólk, sem vant er ferðunum, en nú er svo kom ið, að stundum eru mörg börn og unglingar fyrir hvern fullorðinn mann. Er þá»augljóst, að þótt allur vilji sje fyrir hendi, geta menn þessir ekki borið allan far- angjur þeirra, sem minnimátt ar eru, og auk þess lánað hlífðarföt og verið hjálpleg- ir á annan hátt. Foreldrar ættu því að hafa þetta hugfast: 1. Látið börnin ekki fara í skíðaferðir, nema veðurspá- in sje hagstæð. Veðurhæð og frostharka, er ekki sambæri- leg hjer í bænum og upp til heiða. 2. Látið börnin ávalt vera svo hlýtt klædd, eða hafa svo mikinn fatnað með sjer, að þau geti haldið á sjer hita, þótt illviðri geri. Það er erf- itt að gefa ákveðnar ráðlegig ingar um klæðnað, en bent skal á það, að nærföt úr ís- lenskri ull eru mjög hlý, jafnvel þótt fólk verði hold- vott. Ullarvettlingar, sem hægt er að hafa undir skíða- vettlingunum og ullarsokkar eru sjálfsagðir. Hettustakkur eða annað, er vel getur skýlt hálsi og höfði er mjög þýð- ingarrcíikið. Leitið ráðlegg- inga þeirra, sem vanir eru. 3. Börn þau, sem dvelja að næturlagi í skíðaskálunum, ættu eftir föngum að fara upp eftir með fyrstu ferðun- um, og alls ekki að fara með kvöldferðunum, svo að þau lendi ekki í myrkri. 4. Allir þeir, sem ekki eru þaulkunnugir og vanir, verða að gæta þess, að verða ekki viðskila við hóp, sem stjórn- að er af vönum mönnum. Börn ættu ekki að fara, nema einhver fullorðinn hafi ver- ið beðinn fyrir þau eða þá að þau biðji einhvern, sem með er í förinni, að verða sjer samferða. 5. Búið allan farangur sem best, áður en lagt er að heim an. Gerið farangurinn eins fyrirferðalítinn og unt er. Fyrirferðarmiklir pokar taka mikið á sig í fárviðri. Svefn- pokar verða að vera í vatns- þjettum pokum. Hafið bak- poka með burðargrindum. Forðist allan óþarfa farang- ur. Mörgum hættir við því, að taka mikið af gosdrykkj- Um með sjer. Þetta er þungt og næringarlítið. Ef drykkur er hafður með, ætti það að- eins að vera mjólkurpeli, kakó eða annar næringarrík- ur drykkur, og þannig um hann búið, að hann frjósi ekki á leiðinni. Takið ekki meiri farangur en þið eruð einfær með. Hafið allan far- angur í bakpoka eða spent- an á bakpoka, eða þá í vös- um eða litlum hliðarpoka. Engir lausir pinklar. 6. Gætið þess, að skíðaút- búnaður sje í lagi áður en lagt er að heiman. Athugið að skíðaböndin passi við skíðaskóna. Það er erfitt að lagfæra sldðabönd í myrkri og hríðarveðri. i t t t — Rússi eignas! son Framh. af t>ls 2. á 7. mánuð áður en þetta þlað breyttist í sápuspil. Það hafði þó ekki legið um kyrt þennan tíma. Fyrst varð það að fara til hússtjórnarinn- ar, þaðan til Ráðleggingarstof- unnar, þaðan til Barnavernd- arnefndar, síðan aftur til hús- stjórnarinnar. Eftir það varð það að fara til vinnustöðvar móðurinnar, þaðan til Úthlut- unarskrifstofunnar, þaðan til vinnustöðvar föðursins, síðan aftur til Úthlutflnarskrifstof- unnar og að lokum til fæðing- arstofnunarinnar. En það fór þetta ekki sjálf- krafa. Ónei, faðirinn varð að fara með það í alla staðina. Til þess eru feðurnir. Aftan á vottorðið var prent- að: „Alla sápumiða skal afhenda beint frá fæðingarstofunni. For- seti úthlutunarskrifstofunnar, A. Kuznetzov“. En undir þetta var letrað: „í fyrstu fæst sápu- miði afhentur út á þennan seðil þar sem allir aðrir úthlutun- armiðar eru afhentir“. Ólæsi- leg undirskrift. Jeg fekk sápuna — að lok- um. En jeg geymi vottorðið og þegar sonur minn er orðinn sjór og farinn að vinna, þá ætla jeg að fá honum það og segja: „Rífðu þetta, sonur minn, og aldrei á ævi þinni skaltu gefa út slík vottorð með slíkum áletr. unum. Reyndu að koma fram við meðbræður þína eins og það sjeu menn“. Í^I!llllllll!llllllll!llllllllllin!llll!HIIIII!lllllimillllllllllllllllllllllllilllllllllllllll!llllll!!lllllllll!llllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllll!l!|||[HIIIII|||||!l!|||||||||ini||||||||||||!l!lllllílllllllll!l!llllllllllllllll!l|||||||||||||||||||||[illllllllllllll[II!lllll[!llllllil|||||||||||l!||||||||||[|[|||||||i||!||||||||||||H3 | X-9 a ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwinii - Eftir Robert Sform | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmimmimmmmmimmmmmmimmimmimmmmmmimmiimrni I OOM'T KNOW (4OW V0U STAV OUT CP KLINK, QPEA&Y...WÉ OAN'T TAKE OIANCES 1 NOvV, ATRE'5. vVMAT WEU DO------- x r C/VION, "DREAMER”' THEY DIDN'T PO&T A BULL WITM TMc CAR. LET'5 410VE IN AND LOAD UP! Munroe: — Skollinn sjálfur. Og jeg sem ljet líta eftir hjólbörðunum í dag. Jeg vona nú samt að X-9 standi sig þangað til jeg Jcem. — Snjáldri: Svona nú, Glámur við skulum fara í vagninn. Það er ekki nokkur maður nærri. — Glámur: Ekki skil jeg hvernig stendur á því, að þú ert ekki í tugthúsinu Snjáldri, við getum ekkert átt á hættu. Nú skal jeg segja ykkur hvernig við skulum fara að . . . . Nokk- urum mínútum síðar: — X-9: Þá eru þeir að brjóta innsiglið á vagninum, og nú hefir tíminn komBð, eins og rostungurinn sagði, til þess að fara að skift- ast á skotum og vinna þannig fyrir daglegu brauði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.