Morgunblaðið - 02.02.1946, Síða 6

Morgunblaðið - 02.02.1946, Síða 6
6 M 0 R G U ÍTB L A Ð I Ð Laugardagur 2. febr. 1946 Svar til Jóns á Reynistað1 Gerfimenn oy rjettindi JEG SKRIFAÐI fyrir nokkru smágrein hjer í blaðið um bún- aðarmálasjóðinn og deilurnar í því máli. Jeg hafði þá eigi fengið blaðið frá 9. jan. með grein Jóns á Reynistað um þetta mál. En grein sú eins og ræður höfundar á Alþingi, er þannig vaxin, að jeg hlýt að svara henni. Sögu þessa máls þarf jeg ekki að rekja. Það hefi jeg áður gert og get því verið fáorður Um meginhluta greinar Jóns. Jón á Reynis^ð er einn af flutningsmönnum þess frum- varps sem tillaga mín um breyt ingu á lögunum er sprottin af og reynir hann að andæfa því að frumvarp það sje vantraust á núverandi landbúnaðarráð- herra. Þessi mótmæli koma að engu haldi, því eftir öll ósköpin, sem á hafa gengið, út af því ákvæði, sem um er að ræða, getur eng- inn sem fylgist með, litið öðru vísi á, en beinlínis sje um grímu klætt vantraust á ráðherrann að ræða. Það er og víst, að hefði Framsóknarmaður verið í þessu ráðherrasæti, þá hefðu engar at hugasemdir komið frá þeim mönnum sem mest hafa hamast út af þessLL.máli. Svo sjálfsagt þótti það á öllum valdatíma Framsóknar, að hvaðeina, sem landbúnað varðaði, heyrði und- ir yfirráð landbúnaðarráð- herra. „Ráðherrar koma og fara“, segir Jón og rjett er það, en það er líka svo um lögin, að þau koma og fara. Það er því ekkert auðveldara en afnema þessi skattalög, ef ný stjórn kæmi, sem menn óttdðust að væri óvinveittari landbúnaði en Pjetur Magnússon ráðherra, eins og Jón lætur sem yfir vofi. Málið verður að miða við yf- irstandandi tíma og flutnings- menn hafa gert það að stór- pólitísku máli og við stjórnarlið ar hljótum að taka það frá því sjónarmiði. Nú er helst að skilja á grein Jóns að 100 manna bænda- hátelið í Reykjavík sje eitthvert aukaatriði í málinu, enda þótt allir viti að frá hálfu Búnaðar- þings er það aðalatriðið. Skrif- stofubygging fyrir Búnaðarfje- lag íslands, sem frá hálfu Bún- aðarþings er aukabiti, þarf að koma. Það er alment vitað. En Búnaðarfjelag íslands hefir hingað.til fengið svo að segja alt starfsfje sitt úr ríkissjóði og á þessa árs fjárlögum er því ætlað 682 þús. krónur. Þetta er því nánast ríkisstofnun og rík- isins að annast byggingu yfir hana. Það hefði heldur engum komið í hug, að leggja almenn- an veltuskatt á afurðir bænda til þeirrar byggingar. Hótelið var og er aðal atriðið í krásinni og svo er næst að borga til Bún- aðarþings að þv,í leyti, sem það sinnir sjerhagsmunamálum hænda, eins og svo fagurlega er komist að orði í áætlun búnað- arþings, sem ætlar í það 30 þús. krónur. Raunar höfðurn við bændur, sem fjarstaddir erum, áður álit- ið, að alt það fje sem Búnaðar- fjelag íslands fær, ætti að fara í það að „sinna sjerhagsmuna- málum bænda“, og til þess er nú ætlað 682 þús. kr. Ef til vill er þetta misskilningur, en þann ig hefir nú alment verið litið á. í grein Jóns Sigurðssonar er á það minst, að samkvæmt til- lögu minni eigi enginn eyrir af búnaðarmálasjóði að fara „til sameiginlegra þarfa bænda“. — Samkvæmt því er ekkert af starfsemi búnaðarsambandanna sameiginlegar bændaþarfir. Er það í sjálfu sjer leiðinlegt að sjá slíkar fjarstæður frá greind um mönnum og mikilla svara' gegn slíku er ekki þörf. Ágrein- ingurinn er aðeins um það, hvort sjeu þýðingarmeiri sam- eiginlegar þarfir bænda: Hótel- bygging í Reykjavík eða jarð- rækt, húsagerð, leiðbeininga- starfsemi í búnaðarsamböndum og annað sem þau starfa að. Mjer þykir að vísu ekkert únd- arlegt við það, þó um þetta sje ágreiningur. Þar er jeg með búnaðarsamböndunum. Jón á Reynistað er bundinn við hótel- ið. Þar í liggur deilan. Þá kem jeg að því atriði í grein Jóns á Reynistað, sem gaf mjer tilefni til að svara, en það eru útreikningar hans. Þeir eru sýnilega gerðir til að blekkja bændur í hinum smærri búnaðarsaamböndum og þykir mjer því rjett að skýra málið. Samkvæmt tillögu minni á að skifta tekjum búnaðarmála- sjóðs milli sambandanna í rjettu hlutfalli við það, sem greiðist í hann á svæði hvers sambands, Þetta þýðir auðvit- að það, að þeir, sem greiða hæst an skatt, fá tekjurnar hæstar til síns sambands. Hinir sem lægsta skatta greiða, fá auðvit- að lægstar greiðslur. Það er ekki til þess ætlast, að þetta fje, sem náttúrlega eru ekki há- ar upphæðir, sje notað til eigna jöfnunar eða sem styrktarfje frá einu sambandi til annars. Ekki er nema gott um það að segja, að gerð sje grein fyrir því hvað ætla má að hvert sam band fái, en Jón gerir sjer hægt um hönd og reiknar út hvað þessar tekjur nemi á mann,' þar sem framleiðslan er mest og svo aftur þar sem hún er minst og kemst út frá því að þeirri nið- urstöðu, að þeir bændur verði fyrir miklu ranglæti sem eru í samböndunum er minst fá ,af 'því þar hefir verið greitt minst inn. Þessa röksemdafærsla sam- svarar því, að jeg eða aðrir bændur færu að reikna það út | hve vel okkur hefði getað liðið, , ef við hefðum allir tekið í arf jörð eins og Reynistað, með allri áhöfn og öðrum eignum. Slík röksemdafærsla væri æði lítils virði, eins og hin, að reikna út hve þetta eða hitt fátækt sam- band hefði átt að fá ef fram- leiðslan þar hefði verið jafn milíil sem í nágreinni Reykja- . víkur, þar sem alt er selt hæsta verði. Hvorutveggja er til þess fallið að skapa óánægju og öf- und. Aðra þýðingu hefir það ekki. Ef allir bændur væru eins efnaðir eins og t. d. bóndinn á Reynistað, þá ættu þeir til sam- ans 10—20 sinnum meira en er og ef öll sambönd í landinu væru á samskonar svæði, eins ' og er næst höfuðborginni, þá I væri skatturinn í búnaðarmála- sjóð mörgum sinnum hærri upp hæð en er, og þá fengju öll búnaðarsambönd álíka upphæð á mann. Þá stæðist höfðatölu- regla Jóns á Reynistað. Honum þykir lítið fyrir Bún- aðarsamband Vestfjarða að fá úr búnaðarmálasjóði um 30 þús. krónur, og honum þykir lítið fyrir Búnaðarsamband Vestur- Húnavatnssýslu að fá rúm 7 þús. kr. og sjálfsagt þykir hon- um lítið fyrir Búnaðarsamband Skagfirðinga að fá ekki nema nema rúmar 17 þús. krónur. Þessi sambönd öll fá þó hvern eyri af því fje sem bændurnir í viðkomandi hjeruðum láta í sjóðinn, en þau fá engan fá- tækrastyrk frá Búnaðarsam- bandi Suðurlands eða meðlim- um þess og líkar Jóni það sýnilega illa. — En það væri ástæða til fyrir alla bændur í þessum samböndum aQ spyrja Jón á Reynistað og fjelaga hans þeirar spurningar: Hvað þeir mundu fá mikið af fje búnaðar- málasjóðs, ef hann og Fram- sóknarmenn rjeðu því, að leggja meginhluta fjárins í hótel í Reykjavík? Að öðru leyti þykir að sinni eigi þörf að svara umræddri grein, enda er málið til um- ræðu áfram. Jón Pálrnason. Notuð dönsk I betristofuhúsgögn j yfirdekt með plussi, tvísettur sófi og þrír Chesterfield stólar, tvö coctail borð, eitt kring lótt og 4 ferðakistur, amerískar til sölu. — Upplýsingar gefur Sigbjörn Ármann, Njáls- götu 96, sími 2400. Varðarhúsinu, sími 3244. Nýkomið KJÓLAEFNI í miklu úrvali o. fl. AÐALBÚÐIN, Lækjartorg. | x-:—x-:~x—:-x-:-x-x-:—:—x~:-x—:-x-x~:-:**:-x-:->,> I MORGUNBLAÐINU frá 4. des. síðastliðnum er grein með þessari fyrirsögn eftir kunn- ingja minn, Árna B. Björnsson. Jeg sá ekki greinina fyr en und ir jól, því hún hafði komið út meðan jeg var erlendis, og vegna anna og veikinda hefi jeg ekki haft aðstöðú til þess að taka hana til nánari athug- unar fyrr en nú. En af því að Árni virðist bæði hafa fengið rangar upplýsingar og vera æði ókunnugur "þeim málum, sem hann skrifar um í umræddri grein, og ekki er ósennilegt, að einhverjir kunni að taka hana alvarlega, frá svo vel þektum borgara, þá tel jeg rjett að gera við hana nokkrar athugasemd- ir. Árni segir, að ákveðinn mað- ur, sem unnið hafi í 5 ár við bifvjelaviðgerðir, hafi sótt um að fá að ganga undir próf í þess ari iðn, en fengið synjun, og einnig hafi hann farið til skóla- stjóra Iðnskólans og sótt um að fá að ganga undir próf í iðn- teikningu bifvjelavirkja, en fengið synjun. Ef hjpr er átt við skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík, þá er hjer rangt með farið; til hans hefir þessi maður ekki komið með slíka málaleitun og því enga synjun fengið. Það mun heldur ekki vera rjett, að hann hafi unnið 5 ár að bifvjelavirkjun, en það er ekki aðalatriði málsins. Jeg vil ekki neita því, að ó- kunnugum kunni að virðast það eðlilegt og rjett, að notuð yrði sú þekking og æfing, sem hinir svonefndu „gerfismiðir" (ekki gerfimenn) hafa fengið við iðn- aðarvinnu á undanförnum styrjaldarárum, meðan hörgull er á starfskröftum í flestum greinum iðnaðarins, óg að þeir yrðu látnir njóta þeirrar æfing ar og fá full rjettindi með ljett- ara móti en aðrir. En þeir, sem eitthvað hafa fylgst með í þess um málum, vita, að það er langt frá því, að hjer sje um einfalt mál að ræða, og þessvegna kom mjer það sjerstaklega ókunn- uglega fyrir, að greindur iðn- aðarmaður skyldi skrifa um- rædda grein. Það er mikið rjett hjá Árna, að greindir unglingar og þeir, sem hafa góða undirbúnings- mentun, geta lært iðngreinar á miklu styttri tíma en hinum til- skylda námstíma. Jeg lærði sem stúdent rennismíði á 6 mánuð- um. En það er ekki nóg að læra undirstöðuatriðin, aðal- aðferðirnar. Nemandinn þarf æfingu, þjálfun, öryggi. Það næst ekki nema á löngum starfstíma. Nemandinn þarf einnig að kynnast sem flestum fyrirbrigðum í iðninni, fleiri en þeim, sem fyrir koma á fyrsta námstímanum og viðvaningum eru fengin í hendur. Þetta hjelt jeg að Árni, sem gamalí læri- meistari, vissi. Við þetta er hinn langi námstími miðaður, og svo vitanlega við hitt líka, að sum- ir nemendur eru lítt þroskaðir; þegar þeir byrja nám, 16 ára gamlir, og fara ekki að læra og skilja iðnina, fyrr en eftir 1—2 ára starf í henni, jafnvel þótt kenslan sje í engu van- rækt. Jeg efast um, að Árni eða nokkur annar vildi taka að sjer að draga nemendurna í dilka og segja, að þessi þurfi ekki nema 2 ár, annar 3 ár og þriðji 4 ár til þess að læra sömu iðn. Eða treystir Árni sjer til þess að segja við þá ca. 1550 ungl- inga, sem nú eru við iðnnám: „Þið eigið að læra í 2—4 ár, mismunandi eftir greind og lægni, og fá nemendakaup, ljúka iðnskólaprófi (eða kann- ske við eigum að sleppa því?), og taka svo sveinspróf, sem er bara kák. En gerfismiðirnir, sem líka eru ca. 1550, og hafa starfað við einföldustu verkin án verulegrar tilsagnar í jafn- langan tíma, gegn fullu kaupi (frá verkamannakaupi upp í nýsveinakaup) og án skóla- náms, þeir mega ganga undir sveinspróf strax, og það próf er ekki kák, og fá sömu rjett- indi og þið, að ykkar námi loknu? íslendingar eru yfirleitt lág- tækir menn og jeg tel víst, að margir af gerfismiðunum sjeu bestu smiðsefni. Hitt er vitan- lega firra, sem enginn, er vill láta taka sig alvarlega, getur leyft sjer að halda fram, að þeir sjeu betri smiðir en nokk- ur þeirra, sem lært hefir. Enda var það svo, að fjöldi þeirra meistara og verkstjóra, er urðu að nota gerfismiði á stríðsár- unum, kvörtuðu sáran í mín eyru undan vinnubrögðum þeirra. Og þetta á ekki síður við í bifvjelavirkjun en öðrum greinum. Nei, gerfismiðirnir eiga vissu lega engan rjett og því síður kröfu á hendur þjóðfjelaginu eða iðnlöggjöfinni hvað iðnrjett indi snertir. Þeir hafa fleytt rjómann ofan af í atvinnulíf- inu, bæði börið saman við iðn- aðarmenn og verkamenn. Hitt er annað mál, að það er þjóð- hagslega hyggilegt, að hagnýta sem best þá tækni, sem þeir hafa aflað sjer á þessum ár- um, og eru til þess aðallega tvær leiðir, og er hvorug þeirra allskostar rjettlát gagnvart iðnnemum eða iðnaðarmönn- um. Er önnur leiðin sú, að þeir geri námssamning til styttrr tíma en annars er lögákveðið, og nytu þeir þá bæði hærra kaups og styttri námstíma en reglulegir iðnnemar. Er því þessi leið talin altof ranglát og yfirleitt bannfærð af öllum iðnaðarmönnum. Hin er sú, að þeir geri námssamning til fulls lögmælts tíma, en njóti kunn- áttu sinnar og þroska í því, að fá hærra kaup en byrjendur, og er sú leið oftar farin. Iðnlöggjöf okkar er ekki steinrunnari en það, að ná- grannaþjóðir okkar eru að taka hana til fyrirmyndar á ýmsum sviðum. Annars hefir verið þyrlað upp svo miklu mold- ryki um hana hin síðari ár, að jeg tel rjett-að taka það til at- hugunar þegar tími vinst til. Helgi Hermann Eiríksson. Sex fórust LONDON: Amerískt flug- virki fórust nýlega nærri Frank furt í Þýskalandi. Rakst ílug- vjelin á fjallshlíð. Áhöfnin, 5 manns og einn farþegi, beið bana, en vjelin eyðilagðist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.