Morgunblaðið - 17.04.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.04.1947, Qupperneq 10
10 MOBGU N B L Apit) Finimtudaguj- 17. apríl 1947- Þorgeir Ibsen: Hugleiðingar um nýjun burnuskólu ú Akrunesi ÞAÐ mun vera í ráði, að nú 1 vor verði byrjað að byggja nýjan barnaskóla fyrir Akra- nesskaupstað. Ekki er það . seinna vænna, að hafist sje handa um úrlausn á þessu bráð nauðsynlega máli, þar sem hús- næðisleysi barnaskólans krepp- ir svo að kennslunni og allri framkvæmd hennar að óviðun- andi er. Leikmenn í skólamál- um, ekki síður en við kennar- ar, munu geta sjeðj að það er ógerningur að sætta sig við það ófremdar ástand öllu lengur en í. vetur, að kennsla eins og sama skóla fari fram í sex hús- um, sem liggja ekki á einum og sama stað heldur víðsvegar í bænum. Hjer ' við bætist, að kennsluskilyrði og reyndar öll skilyrði til skólahalds eru fyr- ir neðan allar hellur í flestum þessara staða. — Jeg, lset vera að fjölyrða frekar um þetta atriði, þar sem ófyrirsjáanlegt atvik, bruni gamla barnaskól- ans, olli því að grípa varð til þess óyndisúrræðis að leigja stofur víða í bænum, svo að mikill hluti Ijennslunnar fjelii ekki með öllu niður á þessu skólaári. Eftir því sem jeg best veit, hefir ekki enpþá verið ákveðið til fulls, hversu stór hinn nýi barnaskóli verði. En telja má víst, að þeir aðiljar, sem sjá um alla áætlun og framkvæmd þessa máls, gVri sjer Ijóst, að Akranes er ört vaxandi bær, og af þeirri ástæðu ve?ði skólan- um hæfilegur stakkur skorinii, bæði hvað snertir landrými og húsrými. Og sjálfsagt tel jeg, að skólinn verði þannig byggð- ur, að við hann sje hægt að bæta, þ. e. a. s. stækka hann, eftir því sem barnafjöldi eykst. í huga mínum gætir nokk- urs kvíða urr! það, hvemig þetta mál verði af höndum leyst. Spurningarnar vakna ein af annari. Verður vel eða illa vandað til byggjngarinnar? Verður hún þyggð. samkvæmt kröfu tímans um nýtísku eða fullkomið skólahús? Eða verð- ur til alls svo sparað og við neglur skorið. þegar til fram- kvæmdanna kemur, að hinn nýi skóli, er hann loksins rís af grunni, verði að verulegu leyti ófær um að gegna því hlutverki, sem honum er- ætlað sem upp- eldisstofnun. — Tíminn mun svara þessum spurníngum og leiða í ljós hversu úr rætist. En ástæða er til að ætla, að þetta geti brugðið til beggja vona, þar eð reynsla Islend- inga er sannarlega ekki langt á veg komin, hvað snertir bygg ingu góðra skólahúsa, þrátt fyr er það, að margar skólabygg- ingar hafi risið upp hin síðari árin. Of mikillar skammsýni og óraunhæfni hefir gætt í sam - bandi við byggingu margra skóla, og mætti koma með mý- mörg dæmi um það, þótt ekki verði hirt um að geta þeirra sjerstaklega hjer, væri þess þó ef til vill þörí. Það er meiri vandi og krefst meiri þekkingar og nákvæmni að byggja skólahús en aðrar byggingar yfirleitt. — Það er í mikið ráðist, þegar tekin hefir verið sú ákvörðun að reisa upp- eldisstofnun, svo sem skóla, af hvaða gerð sem er. Undirbún- ingur og áætlun að slíkri fram- kvæmd mun ávallt krefjast heilbrigðrar samvinnu og sam- eiginl. átaks uppeldisfræðinga; byggingarmeistara, kennara og heilsufræðinga (lækna), ef vel á að fara. I þeíjjum efnum mætt um við vel taka okkur Svíá og Bandaríkjamenn til fyrirmynd- ar, þajp sem sjeð er fyrir því, að byggingameistarar nýrra •skóla njóta ráða og hugmynda hinna færustu skólamanna og heilsufræðinga, sem hafa hald- góða reynslu að baki í flestu því, er snertir fyrirkomulag og útbúnað á skólum. Enginn skynsamur útgerðar- maður mundi láta byggja sjer fiskiskip, hvorki í innlendri nje erlendri skipasmíðastöð, án þess að hafa áður gefið skipasmíða- stöðinni nákvæma lýsingu á því, hvernig hið væntanlega skip skuli útbúið, miðað við þá veiði eða veiðiaðferð, sem skipið ætti að notast við. Og þannig er það með bygginga- meistara, sem hefir verið falið að gera frumdrögin og teikn- ingu að nýju skólahúsi; hann á að njóta ráða og aðstoðar þeirra skólamanna, sem hafa reynsluna fyrir sjer í því, sem lýtur að skólabyggingum. Þessi tilhögun er nauðsynleg til að forðast óhöpp og mistök, sem annars kynnu að koma fyrir og það jafnvel hjá byggingameist- ara, er hefði á sjer gott orð sem ,,arkitekt“. Hvað gera ber, þegar nýr skóli er byggður. Um þetta atr- riði mætti skrifa langt mál, en hjer verður aðeins í stórum dráttum drepið á það helsta, hvað þessu viðvíkur. — Það er kunnara £n frá þurfi að segja, að umhverfið hefir mótandi sál- ræn áhrif á barnið. Af þessari ástæðu ætti skólanum að vera valinn hinn fegursti og besti staður í bænúm. Allir ættu að skilja, að þetta er ekki svo lítið atriði, þar sem skólinn er ann- að helsta dvalarheimili barns- ins um margra ára skeið. Landrými það, sem skólanum verður fengið, á að vera það stórt, að leijchvöt barnsins verði í engu skert. Vart getur herfi- legri mistök en þau, þegar skóla hefír verið ætlað of lítið land- rými, þar sem ógerningur reyn- ist að koma á skipulagðri leikja starfsemi í kennsluhljei. í leikj um barna á þröngu skólasvæði ríkir oftast óánægja og agaleysi þar sem „hvert rekur sig á annars horn“ eins og í vísunni stendur. Ekki ósjaldan er hið þrönga svigrúm orsök í árekstr um og pústrum, sem valda meiri eða minni mejðslum. Með nægilega stóru landrými um- hverfís skóla vinnst að minnsta kosti tvennt, sem hvort tveggja er mjög mikilvægtf annað er það, að barnið getur óttalaust og öruggt farið ferða sinna um skólasvæðið, frjálst og óþving- að, og svo hitt, að leikþörf þess er hægt að fullnægja í skipu- lögðum og þroskandi leik. -Þá skal lítillega vikið að sjálfri skólabyggingunni. I bók, sem .. stærsta kennarasamband Bandaríkjanna, The National Education Association, ljet gefa út árið 1925 um fyrirkomulag á skólum og heitir: Report of Committee on School House Planning, er getið um mörg grundvallaratriði — (bls. 16— 19) — sem hafa verður í huga og taka fullt tillit til, þegar ráðist er í að byggja skóla; þau helstu eru þessi: 1. Að byggingin pái tilgangi sínum sem uppeldis- og mennta setur. 2. Öryggi. Hjer er átt við líkamlegt öryggi, t. d. öryggi gegn eldshættu og öryggi fyrir umferð farartækja. Skólasvæði, sem liggja að götum, ættu ætíð að verá vel girt. 3»Hollusta. Húsakynni skól- ans og húsbúnaður mega ekki vera þannig, að heilsu nemenda og kennara geti stafað hætta af. Kennslustofur og reyndar allar aðrar stofur og svo gang- ar skólans eiga af þeirri, ástæðu að hafa næga birtu ásamt góðri loftræstingu pg hæfilegu rými. Sjá verður fyrir því, að skól- inn sje laus við allt bergmál, þar sem hinn stöðugi bergmáls- glymjandi gerir hvort tveggja að spilla kennslunni og trufla og veikja taugar þeir/a, sem við hann búa að staðaldri. 4. Möguleiki til stækkunar. Skóli á að vera þannig stað- settur og byggður, að gerlegt sje að stækka hann eftir því sem þörf krefur vegna vaxandi nemendafjölda. 5. Hagræði og þægindi. Allt fyrirkomulag skólans á að vera eins fullkomið og unnt er. Hjer verður að fara saman hag- sýni og fyrirhyggja, ef vel á að takast. Skólinn á að vera vistlegur og þægilegur og þeim kostum búinn að auðvelt sje að halda honum hreinum og þrifa- legum. Allt sem er til hagræðis og þæginda, svo sem salerni, hreinlætisherbergi, fatageymsl- ur og annað þessháttar, skal haganlega og hæfilega fyrir- komið og be,ra vott um raun- hæfni (practicity) á hæsta stigi. 6. Varanleikj. Skólinn og allt sem honum tilheyrir á að verg byggt úr traustu og endingar- góðu efni, sem er gott til við- halds. 7. Fe^nrð og smekkvísi. Svip- ur skólans og yfirbragð, ytra og innra, á að lýsa látlausri fegurð og smekkvísi. (aesthetic fitness), án alls íburðar og tild- urs. Peningum, varið í því skyni að gera þetta sem best og full- komnast, er síður en svo á glæ kastað. Listræn, fögur bygg- ing mun ávallt gleðja augað, auk þess, sem hún slær menn- ingarljóma á umhverfi það, sern hún stendur í. Hjer hafa aðeins verið talin veigamestu atriðin, sem alls ekki verður gengið fram hjá af þeim, sem falið hefir verið það mikla hlutverk að gera frum- drögin og semja áætlun að fyr- irhuguðum skóla. Kennslustofur bóknámsins taka meira af rúmi barnaskól- anna en al-ýair aðrar stofur þeirra samanlagt. Þessar kenslu stofur hinna almennu náms- greina eru líka oftast bestu og vistlegustu herbergin, sem skól arnir hafa yfir að ráða. Segja má að þetta sje ekki nema eðli- legt. En við skóla framtíðarinn- ar á að skapa öðrum námsgrein um fullt eins góð og þægileg skilyrði og bóknámsgreinunurm Og hvað snertir húsakost, ætti ekki á nokkurn hátt að gera söng, leikfimi og handiðju lægra undir höfði en bóklegu námi. — Allt franr á síðustu tíma hafa þessar þrjár náms- greinar orðið ^ð sitja á hakan- um, vegna slæmra skilyrða og húsnæðisskorts. En síðustu ár- in hefir þetta tekið stakkaskipt- um til mikilla bóta, þótt enn skorti mikið á að viðunandi sje í mörgum af skólum landsins. Innan hvers skóla á að vera sjerstök stofa eða stofur fyrir söng- og „músik“-nám. Þessar stofur eiga að vera þannig úr garði gerðar, að þær sjái sem best fyrir þörfum söngkennsl- unnar. Þær eiga að vera svo vel einangraðar, að frá þeim berist enginn hávaði, sem myndi hafa truflandi áhrif á aðra kennslu, er færi samtímis fram í skólanum. — Jeg sá í Bandaríkjunum, árið 1945, nokkrar söngkennslustofur í fyrsta flokks barnaskólum. Þær voru einangraðar á svipaðan hátt og útvarpssalir. Það var alveg sama hversu hátt ljet í söng og hljóðfærum innan 'veggja þessara stofá; frá þeim barst aldrei háVaði, sem trufl- aði kennsluna í næstu stofum, þar sem fram fór bóklegt nám. Líkamsræk> varð fastur lið- ur á námsskrá skólanna með gildistöku íþróttalaganna frá 1940. Hver skóli þarf því að minnast kosti að eiga einn góð- an fimleikasal — búinn öllum íþróttatækjum og áhöldum, sem nauðsynleg þykja. Hjer skal ekki gerð sjerstök grein fyrir heppilegri stærð og tilhögun íþróttahúsa fýri. börn, þar sem sæmileg reynsla hefir fengist, hvað það snerti En það er þó ástæða til að minna á það, að valrast ber, aþ búningsklefar fimleikahúsa sjeu gerðir of litl- ir. Þá er nauðsynlegt, að í sam- bandi við baðklefa sje sjerst. klefi, þar sem nemendur geti þerrað sig að loknu baði og síð an farið þurrir inn í búnings- klefána. Því miður er langt frá því, að handiðja og verklegt nám eigi sjer eins veglegan sess og vert væri í barna- og unglingaskóla kerfi okkar Islendinga. Að sumu leyti má segja, að þetta sje vegna skorts á sjermennt- uðum kennurum. En hitt mun þó algengara, að skilyrði til verklegrar kennslu sjeu næsta aumleg innan margra skóla, vegna húsnæðis- og áhalda- leysis. Úr þessu verður að bæta, þegar nýir skólar eru byggðir. Verklegt nám þarf að auka innan skólanna. Og það á að vera raunhæft og hafa hagnýtt gildi fyrir nemandann. Það á að vera annað og meira en lítil- fjörlegt föndur við óraunhæfa hluti, sem koma barninu og ung lingnum að litlu eða engu haldi; í lífinu. A margan hátt á verk- lega námið að vera börnum og unglingum haldgóður undirbún ingur að væntanlegri þátttöku þeirra í atvinnulífi þjóðarinnar. En til þess að þetta geti orðið, þarf hver sá skóli, sem rís nýr af grunni, að vera þeim kost- um búinn, að verklega náminu hafi verið þar hæfilegur stakk- ur skorinn, hvað' snertir hús- rými og nauðSynlég áhöld. Aumur er sá skóli, sem ekki. á sæmilegt bókasafn. Barna- skólar, engu síður en framhalds og sjerskólar, þurfa að eiga góð og aðgengileg bókasöfn ásamt lestrarsölum, þar sem nemend- urnir geta unað í frístundum við lestur góðra bóka, undir eft- irliti og umsjón kennara. Bandaríkjamenn kalla skóla- bókasöfnin hjörtu skólanna, enda er yfirleitt' vel búið að bókasöfnum bandarískra skóla,. lægri sem æðri. Og þannig ættu íslendingar, sem tvímælalaust'. standa Bandaríkjamönnum framar sem bókmenntaþjóð, að virða og meta skólabókasöfn sín og forðast að gera þau að hornrekum innan skólanna vegna ills aðbýmaðar og hirðu- leysis Lestrarsalur er nauðsynlegur við hvern skóAa. Velgefnum og bókhneigðum börnum, sem hafa- erfiðar heimilisástæður og lítið næði til lestrar heima hjá sjer, mun það kærkomið að geta leit- að í lestrarsal skólans til að lesa sjer ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar eða leysa úr náms. verkefnum næsta dags. Við nokkra stærri barna- skóla landsins hefir verið tek- in upp sá skynsamlegi siður að ráða hjúkrunarkonur — til að annast eftirlit með hreinlæíi barnanna og fýlgjast með heil- brigði þeirra. — Það má telja sjálfsagt, að við hinn nýja barnaskóla Akraness verði ráð- in hjúkrunarkona. Skólinn þyrft'i því að hafa Sjerstaka stofu fyrir hjúkrunarkonuna og Starfsemi hennar. í þessari stofu yrðu geymd nauðsynleg hjúkrunargögn, sem hverjum skóla er skylt að hafa. í sam- bandi við þessa sjúkrastofu ætti' nauðsynlega að vera ljóslækn- ingastofa, þar sem þau skóla- börn, er með þyrftu, gætu geng- ið í ljósböð yfir vetrarmánuð- ina. Auk kennslustofa fyrir al- mennar námsgreinar og þeirra, sem nú hafa verið nefndar, á hver skóli að hafa samkomu- sal, skrifstofu fyrir skólastjóra, kennarastofur og herbergi fyr- ir húsvörð og umsjónarmann. Tveir skólar í stað eins. Plest- ir þeir, sem jeg hefi átt tal við um skólamálin á Akranesi, hugsa sjer, að þar verði á næst- unni aðeins reist eitt barna- skólahús. En jeg vildi óska, að forráðamenn skólamálanna tækju það til rækilegrar at- hugunar, hvort ekki væri hyggi Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.