Morgunblaðið - 22.09.1949, Page 16
VEÐURUTLIT — FAXAFLÓI:
S- eða SV-kaldi.
Skýjað
sunnan til en ljettskýjað
aíYi t
Leitað eftir nýjum ráðum
til varnar íslandi.
(Sjá grein á bls. 9).
norðan til.
216. tbl* — Fimmtudagur 22. september 1949.
20 skip á leið inn með
10—12 þús. In. síldar
ÐAGURINN í gær, er vafalaust mesti afladagur síldarvertíð- !
arinnar í ár. í gærkvöldi voru 21 skip á leið til Siglufjarðar j
og Eyjafjarðarhafna með milli 10.000 og 12.000 tunnur síld- í
ar til söltunar. Þessa síld veiddu skipin öll á Grímseyjarsundi,
í gærdag, en þar hefur lítil sem engin veiði verið í sumar, svo
i
sem kunnugt er.
Tilbúið um áramótin.
936 verslanir
Byrjaði í fyrrakvöld
í fyrrakvöld kom síldin upp
á Grímseyjarsundi og voru þar
þá tvö skip. Sigurður SI og Á-
gúst Þórarinsson. — Fékk Sig-
urður 600 tn. og Ágúst 300 tn.
Þetta sama kvöld, þ- e. í fyrra-
kvöld, voru hin skipin öll sem
enn eiu á veiðum austur á
Þistilfirði og fengu þau öll góð
an afla.
í gær
Allur síldveiðiskipaflotinn
var á Grímseyjarsundi í gær
að tveim undanskildum er voru
á Þistilfirði. — Þau munu eng-
an afla hafa fengið. Aflahæstu
skip á Grímseyjarsundi, eftir
daginn í gær, voru Helgi Helga
son, Eyjum, með 1500 tunnur
síldar og Snæfell með sama tn,-
.fjölda. Hin skipin voru einn-
ig öll með mjög góðan afla.
Aldrei á þessu sumri hefir síld
in verið uppi jafn nærri Siglu
firði. Sum skipanna þurftu að-
eins að sigla tvo til þrjá tíma á
miðin.
!
Söltunarerfiðleikar.
Siglfiiðingar sáu fram á all-
mikla erfiðleika við söltun afl-
ans. Flest aðkomufólk er farið
heim og því augljóst að mikil
vinna verður þar fyrir.
Veiðin í fyrradag.
í fyrradag. fengu þessi skip
síld' á Þistilfirði: Fagriklettur
800 tn., Snæfell 120, Ingvar Guð
jónsson 450, Dagur 400, Særún
450, Straumey 300, Arnarnes 300,
Stjarnan 300, Víðir SU 300, Helga
300 og Helgi Helgason 100 tn.
Á Grímseyjarsundi.
Hjer á eftir fer yfirlit um afla
síldveiðiskipanna er voru á
Grímseyjarsundi í gær: Helgi
Helgason 1500 tn., Stígandi 200,
Njörður 300, Bjarmi 400, Sigurð-
ur 400, Snæfell 1500, Auður 600,
Álsey 300, Helga 500, Hannes
Hafstein 200, Ág. Þórarinsson
800, Arnarnes 300, Víðir 100,
Súlan 400, Ingvar Guðjónsson
300, Siglunes 250, Dagur 400,
Pólstjarnan 900, Straumey 200,
Narfi 600 og Sjöstjarnan var einn
ig á leið til Siglufjarðar með
góðan afla, en hve mikinn var
ekki vitað.
«>-
Frá iundi ríkisráðs-
ins ígær
Á RÍKISRÁÐSFUNDI 21. sept.
1949 skipaði forseti íslands:
Pjetur Eggerz Stefánsson
vararæðismann Islands í Brem
erhaven og Harry Otto Johnson
ræðismann íslands í Mexico
með aðsetri í Mexicoborg.
Á sama fundi setti forseti ís-
lands:
1. Bráðabirgðalög um breyt-
ing á lög nr. 56, 7. maí 1946,
um breyting á 1. nr. 80, 7. sept.
1942, um kosningar til Alþing-
is. —
2. Bráðabirgðalög um breyt-
ing á lögum nr. 51/1940 um
gengisskráningu og ráðstafanir
í því sambandi.
Ennfremur var staðfest breyt
ing á reglugerð fyrir Háskóla
íslands nr. 47, 30. júní 1942, þá
var ennfremur fullgiltur milli-
ríkjasamningur milli Islands,
Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svíþjóðar um gagnkvæma
veitingu lífeyris.
Á sama • fundi var þeim
Magnúsi Pjeturssyni hjeraðs-
lækni í Reykjavík veitt lausn
frá embætti frá 1. jan. n.k. og
Kolbeini Kristóferssyni hjeraðs
lækni í Þingeyrarhjeraði veitt
lausn frá embætti frá 1. nóv.
n.k. að telja.
Frá ríkisráðsritara.
Viija reka júgéiiavíj úr
PRAG, 21. sept. — Á fundi í
alþjóðlega blaðamannasamband
inu, sem nú er haldið í Prag
bar ungverski fulltrúinn fram
tillögu um að Júgóslavíu skuli
vikið úr sambandinu. Rússneski
fulltrúinn Judin studdi þessa
tillögu. Hjelt hann ræðu og
sagði, að allir júgóslavneskir
bla 'amenn væru fasistar.
Sjersiakar lokasýn-
ingar á vinsæluni
myndum
AUSTURBÆJARBÍÓ hefur á-
kveðið að taka upp þann hátt,
að hafa sjerstakar lokasýningar
á þeim myndum, sem vinsæl-
ar hafa orðið. Munu þá loka-
sýningarnar verða ein til tvær,
eftir því sem aðsóknin verður
að hverri mynd.
í fyrradag tók Austurbæjar-
bíó þetta fyrirkomulag upp er
það sýndi myndina: Þess bera
menn sár. — í kvöld verður
sýnd þar gamanmyndin Ofvit-
inn með Niels Poppe. Báðar
þessar myndir verða sendar
hjeðan með næstu ferð „Drottn
ingarinnar“.
jer i
í HAGTÍÐINDUM ER FRÁ því
skýrt, að hjer í Reykjavík hafi
árið 1948, verið hjer í Revkja-
vík 936 verslanir. er skiftast
þannig, að heildsölu -og um-
boðsverslanir eru 193, en smá-
söluverslanir 743.
Af smásöluverslununum eru
41 fiskbúð og 75 mjólkurbúðir.
Matvöruverslanir eru 162 og
fjölgaði þeim um sjö á árinu,
vefnaðarvöruverslanir eru 165,
þeim fjölgaði um tvær á árinu
1948. Verslanir þær, er versla
með ýmsar vörur, eru 123. Skó-
búðirnar og járnvöru- og bygg
ingarvöruverslanir eru fæstar,
20 að tölu í hvorum flokki.
ALLRI VINNU við Þjóðleikhúsið miðar nú vel áfram.’ Sam-
tal við Hörð Bjarnason formann byggingarnefndar um gang
verksins, er á 11. síðu blaðins.
Karlmenn flelrá en konur
Hagiíéindin skýra írá mannfjöldanum 1948
HAGTÍÐINDIN, sem nýlega eru komin út, skýra frá því,
að um síðustu áramóti hafi íbúar landsins verið 138.502 að
tölu og hafði fjölgað um 2.567 manns á árinu 1948. — í 11
kaupstöðum landsins búa 80.764. í sveitum landsins búa 57.738
og í 31 kauptúni og þorpi búa 17/427 manns. — Karlmenn eru
nú fleiri en konur.
Myndabók fyrir börn
KOMIÐ er í verslanir mynda-
heftið ,,Dýrin“. Er það ætlað
börnum og hefir inni að
halda myndir af ýmsum
villidýrum. Fylgir hverri mynd
vísubrot eftir Freystein Gunn-
arsson, skólastjóra og einnig
bókstafur hvers dýrs fyrir sig,
svo sem L fyrir Ljón, T fyrir
Tígrisdýr og H fyrir Hljebarði.
Er sennilegt, að þetta kenni
börnum að þekkja stafina og
opni kannski um leið fyrir þeim
nýja heima um tilveru einkenni
legra dýra út um víða veröld.
Heftið er ljósprentað hjá Litho-
prent.
Gromyko etjórnar.
MOSKVA — Þar sem Grom-
yko, varautanríkisráðherra fer
ekki á allsherjarþing S. Þ. í New
York, er talið, að hann veiti utan-
ríkisráðuneyti Rússlands for-
stöðu á meðan Vishinsky skrepp
ur til Ameiíku.
Kaupstaðirnir.
Fjplmennustu kaupstaðirnir
eru: Reykjavík með 53.384 íbúa,
Akureyri með 6.761 íbúa, Hafn-
arfjörður 4.699, Vestmannaeyj-
ar 3.501, Siglufjörður 3.103,
ísafjörður 2.830, Akranes 2.500,
Neskaupstaður með 1293 íbúa,
Sauðárkrókur með 992 íbúa,
Ólafsfjörður 938 og Seyðis-
fjörður 763 ibúa.
Fjölmcnnustu sýslurnar.
Gullbringu- og Kjósarsýsla
er fjölmennasta sýsla landsins
og telur 7793 íbúa, þá kemur
Þingeyjarsýsla 5758, Árnes-
sýsla með 5508, Eyjafjarðar-
sýsla 4369, S. Múlasýsla með
4139, ísafjarðarsýsla ^70,
Húnavatnssýsla 3417 og Snæ-
fellsnessýsla með 3150 íbúa.
Á árinu 1948 var Keflavík
fjölmennasta kauptúnið á land
inu, en það öðlaðist ekki kaup-
staðarjettindi fyrr en á þessu
ári sem kunnugt er. — íbúar
í Keflavík eru 2.067 talsins. —-
Næst fjölmennast er Húsavík
með 1.213 ibúa. — Hin kaup-
túnin og þorpin telja flest milli
300 og 400 íbúa. Á Þingeyri í
Dýrafirði búa 319 manns en fá-
mennasta þorpið telur 314 í-
búa og er það Hnífsdalur.
í Hagtíðindunum segir svo
In. a.:
Við bæjarmanntölin í Reykja
vík voru alls skrásettir 53.836
manns árið 1947 og 55.037 árið
1948, en þar af voru taldir eiga
lögheimili annarsstaðar 2.146
árið 1947 og 1.653 árið 1948.
Þegar þeir eru dregnir frá, kem
ur fram heimilisfastur mann-
fjöldi í Reykjavík!
Þegar borin eru saman árs-
manntölin 1947 og 1948, þá
sjest, að mannfjölgun á öllu
landinu árið 1948 hefur verið
2.567 manns eða 1,9%. Er það
mun minni fjölgun heldur en
árið á undan, 1947. Þá var hún
3.185 manns eða 2,4%, en 1946
var hún aðeins 1.8% og 2.0%
árið 1945.
Árið 1948 hefur fólki í kaup-
stöðum fjölgað um 2.269 manns
eða um 2.9%. En í sýslunum
hefur fólki fjölgað um 298
manns eða um 0.5%. í Reykja-
vík hefur fólki fjölgað um 1 694
manns eða 3.3%. í 8 af hinum 1
kaupstöðunum hefur fólki fjölg
að, en fækkað í 2, ísafirði og
Seyðisfirði.
BERLÍN — Mjög þykir ábóta-
vant öryggisútbúnaði í námum
þeim í Slesíu þar sem Rússar láta
Þjóðverja vinna nauðungarvinnu
við uraníumgröft. Nýlega hrundi
námuveggur og gróf inni 27
fanga.
Rússar mófmæla inn-
göngu ífala í A.-banda-
lagið
MOSKVA, 21. sept. — Rúss-
neska stjórnin hefur sent stjórn
um ítalíu, Bretlands, Frakk-
lands og Bandaríkjanna orð-
sendingu, þar sem hún lýsir því
yfir, að hún telur inngöngu
Ítalíu í Atlantshafsbandalagið
brot á friðarsamningum. Þeir
hafa áður sent líka orðsendingu
og er þetta ítrekun.