Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 2
MORGUIVBLAÐIÐ Laugardagur 11. nóv. 1950. IÞrjú ný mál fram á þingi T 'ILSTÖÐ VAÞJÓNUSTA LANDSSÍMANS JÓHANN JÓSEFSSON, Pjetur Ottesen og Finnur Jónsson flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um talstöðvj þjónustu landssímans. Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkis- fítjórninni að hlutast til um það við landssímann, að vjelbátum, •sem talstöð hafa, verði fram- vegis eins og hingað til látin í tje án endurgjalds vitneskja um veðurfar, sjávarlag, land- tökuskilyrði og annað, er máli skíptir fyrir öryggi þeirra. í greinargerð segir: Talstöðvar í bátum eru mjög til hagræðis og geta verið til mikils öryggis. — Það hefur reynsla undanfarinna ára full- sannað. Með tilstyrk þeirra geta menn og fengið skjótar en ella mundi margskonar upplýsing- ar, sem að gagni mega koma. Hingað til mun ekki hafa ver ið krafist sjerstaks endurgjalcjs fyrir slíka vitneskju, sem bát- arnir hafa fengið fyrir milli- göngu strandtalstöðvanna, en nu er sá háttur upp tekinn að krefjast sjerstaks gjalds í hvert sinn, er bátur leitar viðskipta við .þessar talstöðvar um þau eíni, er hjer að framan greinir, svipað og um almenn símavið- skipti væri að ræða. Flm. þessarar tillögu þykir þotta miður farið. Slíkar gjaldkröfur munu verða tii þess, að bátarnir leita rniklu síður sambartds við tal- stöð á laridi, og þannig rofnar nhnr+'n hoA ooTnVíon A onm öryggis Vegna er sjerstaklega æskilegt, að jafnan sje milli talstöðvanna á landi og bát- anna á hafi úti. Oft getur n'ægilega skjót hjálp til nauðstadds báts oltið á þvi. að þeir sem henni stjórna •úr landi, hafi góð sambönd við aðra báta, sem líklegir eru til að geta veitt aðstoð í slíkum tilfellum. Því á ekki að tor- velda bátunum yfirleitt sam- bandið við talstöðvar á landi. Talstóðvaþjónustunni er að- allega uppi haldið til öryggis fyrir sjómennina. Báíaútvegur- inn er nægilega skattlagður. þótt ekki sje því við bætt, að engar upplýsingar sjeu veittar frá talstöðvunum, bátunum til hagræðis og öryggis, nema fyr- ír sjerstakt símagjald í hvert fúnn. Þess vegna er þessi tillaga fram borin. NIDLBGREfÐSLA Á MJÖLK Lúðvík Jósefsson og Jóhann .Tósefsson flytja svohljóðandi till. til þingsályktunar: Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta niður- greiðslu á mjólk ná jafnt til allra staða á landinu, þar sem mjólk er seld í mjólkurbúðum. Greinargerð: Niðurgreiðsla á mjólk hefur farið fram í nokkur ár og ekki alltaf með sama hætti. Nú mun rúður'greiðslan vera hærri en nokkru sinni áður, eða nema 42 aurum á hvern nýmjólkurlítra. Sú tilhögun, sem nú er á nið- urgreiðslunni og hefur verið táðan 1945, skapar mikið mis- rjetti á milli landsmanna í þess um málum. Niðurgreiðslan nær nú aðeins til nokkurra staða, en aðrir staðir fá enga verð- læfckun á sinni mjólk. Þetta misræmi leiðir af sjer mjög mishátt mjólkurverð. — Sem dærni má nefna, að nú mun mjólkurlítrinn í Vestmanna- eyjum, sem ekki nýtur niður- jgreiðslu, vera um 70 aurum dýrari en í Reykjavík, sem nýt- ur niðurgreiðslunnar. Mismun- ur mjólkurverðsins er auðvitað ekki svona mikill yfirleitt, en víða er munurinn talsverður. Núverandi framkvæmd nið- urgreiðslunnar mun verá bund- in við það, að aðeins sje greidd niður mjólk í viðurkenndum mjólkurbúum. Slíkt er vitan- lega ósanngjai’nt, og sýnist eng in ástæða. að ekki sje á sama hátt hægt að greiða niður verð á mjólk til allra þeirra, sem mjólk selja í mjólkurbúðum. hvar svo sem þeir annars eru á landinu. Fje það, sem notað er til niðurgreiðslunnar, er tekið úr ríkissjóði, og eru það því allir landsmenn, sem raunveru lega standa undir þessari verð- lækkun. Það er því sanngjarnt, að allir njóti þessa jafnt, en nú- verandi misrjetti verði leiðrjett. Þessi þingsályktunartillaga er flutt í þeim tilgangi að fá þess- um málum kippt í lag. AUKNING DAGSKRÁRFJÁR ÚTVARPSINS Gylfi Þ. Gíslason, Stefán Jóh. Stefánsson og Haraldur Guð- mundsson flytja svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: ,,Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að skipa þriggja manna nefnd til þess að athuga fjármál og rekstur ríkisútvarps ins með það fyrir augum að leiða í ljós. hvort ekki sje unnt að verja meira fje til útvarps- efnis af tekjum þess en nú á sjer stað.“' í gremargerð segir að í fjár- laaafrv. fvrir 1951 sie aert. ráð fyrir að tekjur útvarpsins verði 4.8 millj. kr., en af því eigi aðeins að verja 1 millj. kr. til greiðslu fyrir útvarpsefni. — Kostnaður við frjettaþjónustu þó ekki talinn með. Þar segir og að með tiliLti til þess að dag- skrárkostnaðurinn sje aðeins rúml. 1/5 af heildarkostnaðin- um, virðist ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir, að hægt væri að auka dagskrárfjeð að óbreytt- um heildartekjum og að till. sje borin fram í því skyni að þetta verði athugað. Verði nið- urstaðan sú xað þetta sje ekki hægt komi mjög til álita að hækka afnotagjöldin og þá e. t. v. breyta algerlega um að- ferð við innheimtu þeirra. Ármann og Valur skildu jöfn ÞRÍR leikir fóru fram í hand- knattleiksmóti Reykjavíkur í gærkvöldi. Leikir þessir voru hver öðrum skemmtilegri og jafnari. Fyrsti leikurinn var milli 1R og Víkings. Lauk honum þann- ig að ÍR bar sigur úr býturo með 9:8. Annan leikinn ljeku Ármann og Valur. Lauk leiknum með jafntefli, 10:10. í hálfleik var, staðan 5:5. hálfleik var staðan 5:5. Loks mættust svo KR og Fram. Þar urðu þau óvæntu úr slit að KR sigraði með 8:5, Tvær umferðir eru nú eftir í mótinu. Verða næstu leikir leiknir á sunnudaginn kl. 8 e.h. Staðan í mótinu er nú þann- ig: L U J T Mörk St Valur 3 . 2 1 0 36:19 5 Fram 3 2 0 1 24:22 4 ÍR 3 2 0 1 20:25 4 Ármann 3 1 1 1 37:26 3 KR '3 1 0 2 22:35 2 Víkingur 3 0 0 3 23:35 0 Brjeí: Leikdómurinn um 9* Brúnu til múnuns“ riKjanna og kosningamar WASHINGTON, 10. nóv. — í skrifum sínum um úrslit kosn- inganná í Bandaríkjunum eru flest bandarísku blaðanna sam- mála um, að úrslitin muni ekki valda neinum stórvægilegum breytingum á utanríkisstefnu B andarík j anna. Samkvæmt síðustu tölum, sem þó eru ekki opinberar, fgngu demokratar 234 fulltrúa í fulltrúádeildinni og 49 í öld- ungadeild. Republikanar fengu 200 fulltrúa kjöi’na í fulltrúa- deild og 47 í öldungadeild. Álheimsíjeíag Guðspeki- nema 75 ára ALHEIMSFJELAG Guðspeki- nema verður 75 ára 17. nóv.- n. k. — Dagsins verður mihnst hjer í Reykjavík xneð hátíða- höldum í húsi fjelagsins og með dagskrá í Ríkisútvarpinu. 14. þing FFSI héfsf í gær Hörg mái bíða úrlausnar FJÓRTÁNDA þing Farmanna-.og fiskimannasambands íslands var sett kl. 13,30 í gær. 34 fulltrúar eru mættir til þingsins, en alls eiga 43 fulltrúar rjett til þingsetu. Mörg mál er sjávarútveg- inn snex’ta liggja fyi’ir þinginu. Forseti sambandsins, Ásgeir1 Sigurðsson, skipstjóri, setti' þingið með ræðu. ÞorsteinnJ Árnason vjelstjóri var kosinn' fundarstjóri, en fundarritari var kosinn Gils Guðmundsson. í gær fór einnig fram kjör í fastanefndir þingsins. Þá fór einnig fram fyrri umræða um nokkur dagskrármál. MÖF.G AÐKALLANDI MÁL Af málum þeim er fyrir þing inu iiggja, má nefna vitainál, hafnamál, landhelgismál, fisk- veiðamál, löggjöfina um hluta- tryggingarsjóð, menntun skip- stjóraefna og vjelstjóra, mál- efni Sjómannaskólans o. fl. Þingið heldur áfram í dag og' hefst sá fundur kl. 13,15 í Sjálf stæðishúsinu. HraðskákméS á morgun í Lisfamannaskáíasiym HRAÐSKÁKMÓT Afmælis- móts Taflfjelags Reykjavíkur fer fram í Listamannaskálanum n. k. sunnudag og hefst kl. 1,30 e. .h Áðup hefir vei’ið skýrt frá úrslitum í Afmælismótinu, nema I.-flokki. Þar varð Frey- steinn Þorbei’gsson efstur með IOV2 vinning. Annar var Jón Einarsson með 10, 3. Ingimund- ur Guðmundsson með 9 V2 / 4. Gunnar Gunnarsson með IVz og 5.—8. Hákon Hafliðason, Eiríkur Marelsson og Ásgeir Þ. Ásgeirsson allir mcð 7 vinninga. LEIKDÓMARA yðar, Sigurði Grímssyni, verða skyssur á í grein sinni um Brúna til mánans á fimmtudag. Eftir að hafa lofað Gunnar Eyjólfsson að makleikum fyrir leikstjórn hans, segir hann: .... „leikur hans er að mörgu leyti góður, en málfar (diktion) hans er afleit“ (sic) .... og „veldur því, að það sem hann segir nær ekki tökum á áheyrendum — verður áhrifalaust með öllu“. Ekki getur leikur nokkurs leikara verið „að mörgu leyti góður“, ef það sem hann segir er „áhi’ifalaust með öllu“. Það myndi stríða gegn heilbrigðri skynsemi. Sönnu er næst, að höf- undur greinarinnar viti ekki hvað hann er áð segja, enda rugl- 'ar hann einnig saman málfari Gunnars og diktion hans, leggur sömu merkingu í óskyld hugtök. Málfar þýðir mál, stíll, orðaval. Diktion er frambui’ður hins tal- aða orðs: mæli. Nú er Gunnar Eyjólfsson þekktur að mjög vönd- uðum framburði, enda hljóðfræði lega vel menntaður. Það kemur líka í ljós, að greinarhöfundur á^ hvorki við málfar nje fram- burð, heldur við málhreiminn, sem er þriðja hugtakið, sbr. setn- inguna: „Eitt er víst, að íslenskt er málfar hans ekki“ og „ef til vill er hjer um ensk áhrif að ræða“. Þá er það spurningin — hvað hefur Sigurður Gi’ímsson eiginlega heyrt, sem hann á svona bágt með að koma orðum að og gera sjer grein fyrir? Það verður að hafa það hug- Xast, au oiguiuui ÁjriiiiibSOxi oi' ai- inn upp við leiklist eins og hún gerðist hjá Leikfjelagi Reykja- víkur í Iðnó. Fyrir nokkru fór hann til Englands. Þar er leiklist- in æði frábrugðin Iðnó, ekki síst að því leyti, að það er hið talaða orð á lciksviðinu sagt en ekki sönglað. Þegar hann rumskar allt 1 einu við það, að Iðnó-söngurinn er horfinn og í hans stað kominn hreimur hins talaða máls, þá skol ar upp úr undirvitund hans end- ui’minningunni um það, sem hann heyrði í Ennglandi, og nið- urstaðan verður: Málfar (dik- tion) er ekki íslenskt .... það er ef til vill enskt. Þá er eitthvað bogið við mat Sigurðar á hinum góðkunna leik- ara Lárusi Ingólfssyni, sem hann kveður áhorfendur hafa hlegið að „í tíma og ótíma“, auk þess að vantað hafi „festu í leik hans og dýpt (perspektiv) í persón- una.“ Hjer gleymir hann bæði því, að hann er sjálfur í sama mund að atyrða leikhúsgestina fyrir ótímabært fliss, og hinu, að það er einmitt Lárus, sem einna best tekst að kæfa þesskonar hlátur. Eins og margir góðir leik- arar hefur Lárus nefnilega bæði kímnigáfu og næma tilfinningu fyrir hinu sorglega og brjóstum- kennanlega og sannar hann það ekki síður í þessu hlutverki held- ur en í Arngrími holdsveika. Þá er það dýpt (perspektiv). Sigurð- ur verður að forláta mjer, þó að jeg staldri enn við íslenskt orð, þýtt á dönsku eða öfugt. Á hann við dýpt (á dönsku dybde) eða fjarvídd ( á dönsku perspektiv)? Annað er lóðrjett, hitt er lárjett. Þessa gátu hefur mjer ekki tek- ist að ráða. Bjarni Guðmundsson. ★ RITSTJÓRI MORGUNBLAÐS- INS hefur gefið mjer kost á að sjá ofanritað brjef Bjarna Guð- mundssonar. Þar eð mjer þykir gæta þar nokkurs misskilnings, leyfi jeg mjer að taka, þetta fram: Eins og háttvirtur brjefritari veit að sjálfsögðu eins vel og jeg, eru það mörg atriði er til greina koma er dæma skal um leikaf- rek manna. Eitt þessara atriða er það hversu leikarinn fer með það, sem honum er lagt 1 munn, annað hreyfingar hans og lát- bragð á sviðinu, þi’iðja svipbrigðl hans o. s. frv. Alt stuðlar þetta að því að móta persónuna eins og hún er frá hendi höfundar- ins. Gunnar Eyjólfsson gerði þessum atriðum ágæt skil, — öll- um, nema flutningi textans. Var því fyllilega rjettmætt, að kveða svo að orði, að leikur hans værl að mörgu leyti góður, — þrátt fj'rir þennan ágalla. | Um orðin „málfar" og „dik- tion“, sem jeg notaði í leikdóml mínum, get jeg verið stuttorður. í orðabók Freysteins Gunnarsson- ar er oi’ðið „Diktion“, þýtt mál- færi, — framburður o. fl., en jeg segi „málfar" og finnst mjer þar næsta mjótt á mununum. Og varla held jeg að það sje mikil goðgá'er jeg læt orðið „diktion“ — framburður, einnig ná yfir málblæ og áherslur. Um það má | vafalaust deila. Jeg er ekki mál- fræðingur og fullyrði ekki neitt um hvort það sje í’jett eða rangt. 'Aðalatriðið er það, að Bjarni Guðmundsson (og jeg vona aðr- I ir) hefur skilið rjett hvað fyrir , rnjer vakti; sem sje að finna a<3 málblæ og áherslum leikarans, ep 'jeg tel hvorttveggja óíslensku- I legt. Ekki skal jeg bera brigðup á hlj.ófræðilega menntun Gunn- 1 ars Eyjólfssór.ar, en sú menntura hans hefur enn ekki komið' hon- j um að haldi á leiksviðinu. Er jeg ekki einn um bessa skoðun, —- ótalmargir hafa rrtinnst á þetta við mig og í Alþýðúblaðinu 5. þ. m. getur Loftur Guðmundssón um hinn „breska, áhersluhreim,“ sem haíi lýtt leix urunnars áður. Þá er það mjög að ásíæðulausn j er brjefritarinn reynir að láta i t það skína að smekkur minn sje svo bundinn við „sönglið“ í Iðnó , að það hafi villt fyrir mjer í dómi mínum um málsmeðferð , Gunnars Eyjólíssonar. Er það því ástæðulausara þar eð jeg er eini ] leikdómarinn, að minnsta kosti á sxðari arum, seiii hefur vitt þettu jvíðfræga „söngl“, sem ríkjandi j var í Iðnó um langt skeið og enm eimir eftir af. | Þá er það Lárus Ingólfsson, sem i brjefritarinn ber svo mjög fyrir jbrjósti. Jeg efast ekki um, að jLárus er ágætur listamaður á sínu sviði og er jeg í því efnl j öldungis ósammála þeim mönn- j um, sem í blöðunum hafa viljað 1 gera lítið úr hæfni hans sem leik J tjaldamálara. En Lárus hefur, að : mínum dómi, enn ekki sýnt að hann sje gæddur verulegri leik- {gáfu. Þó fór hann ekki þarmig jmeð hlutverk sitt í „Brúnni tii mánans," að ástæða væri til að t hlæja að honum í hvert sinn sem hann sýndi sig á leiksviðinu. — Þar sem jeg í leikdómi mínum ,, tala um ag vanti dýpt (perspek- jtiv) í persónu þá, sem Lárus leik- |ur, á jeg vitanlega við það, að jhann sýni aðeins yfirborð persón unnar, en ekki það sem á bak jvið býr, — skapgeíð hennar og! jinnra líf. Býst jeg við að hátt- virtur brjefritari hafi einhvern tíma áður sjeð þcssi orð notuð á sama hátt, og þá skilið til fulls hvað við var átt. Sigurður Grímssom Júgósla?ar vllja sjer- staka „sáttanefnd rr LAKE SUCCESS, 10. nóv. — Stjórnmálanefnd allsherjar- þings S. Þ. ákvað í dag að fresta umræðunj um júgó- slavneska tillögu, þar sem stungið er upp á því, að komið verði á fót sjerstakri „sátta- nefnd“ til þess að ganga á milL í alþjóðlegum deilumálum, 1 — NTBí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.