Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. nóv. 1950. * í 6 Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. I lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. *„RothÖgg“ Alþýðuflokksins ALÞYÐUFLOKKURINN, pínu litli flokkurinn, lætur blað sitt segja þá speki í gær að gengisbreytingin á s.l. vetri hafi greitt vjelbátaútgerðinni „rothöggið“. — Ennfremur hellir blaðið sjer yfir ríkisstjórnina fyrir að láta togarana liggja bundna í höfn í 129 daga!!! Eru það álög á Alþýðuflokknum að grípa hvert tækifæri til þess að verða sjer til minkunar og eyðileggja traust sitt cg álit? Sú spurning er engan veginn óeðlileg. Hvert manns- barn á íslandi veit að ekki aðeins vjelbátaútgerðin heldur og öll útgerð í landinu og önnur framleiðslustarfsemi við sjávarsíðuna var komin í algert þrot þegar „fyrsta stjóm Alþýðuflokksins“ fór frá völdum. Við blasti stórfellt at- vinnuleysi og hrun. Þetta var myndin er við blasti þegar Alþýðuflokkurinn ljet af stjórnarforystu í landinu. Meðal verka þeirra stjórna, sem við tóku var að freista nýrra úrræða til þess að koma í veg fyrir vandræðin, sem við blöstu. Eitt þeirra var gengisbreytingin, sem var óum- flýjanleg og allir skynibornir menn sáu að varð að fram- kvæma. Á það hefur margsinnis verið bent, að stórfellt verðfall afurða okkar, aflabrestur og markaðskreppa hefur dregið nokkuð úr árangri hennar fyrir útgerðina. Hitt stendur þó óhaggað engu að síður að án gengisbreytingarinnar færi nú enginn togari á flot, enginn fiskur væri hraðfrystur og vjel- bátaútgerðin fengi 45—50 aura fyrir fiskkílóið í stað 75 aura nú. — Þetta vita allir að er óhrekjandi staðreynd. Það var heldur ekki ríkisstjórnin, sem stöðvaði togarana. Það er líka öllum ljóst. Það var hún, sem hafði forystu um að koma þeim á veiðar. **■ x „Rothögg” Alþýðublaðsins er þess vegna fyrst og fremst rothögg á það sjálft og flokk þess, sem mátti þó illa við slík- um höggum eftir útreiðina í kosningunum í fyrrahaust. Síð- an má segja að flokkurinn hafi legið í roti. En blað hans raknar þó öðru hvoru við til þess að segja staðleysur. Vandræði vjelbátaútgerðarinnar nú eftir aflabrest sex síldarvertíða verða ekki leyst með slíkum skrípalátum .og yfirborðshjali. En Alþýðuflokkurinn ætti ekki að ástunda slíka barsmíði á sjálfan sig. Hún er óholl og gæti jafnvel endað með ennþá verra rothöggi en kjósendur greiddu hon- um við síðustu kosningar. Innrásin í Tíbet KÍNVERSKIR kommúnistar halda áfram innrás sinní í Tíbet, enda er þar lítið um varnir. Allar líkur benda til að ínnan mjög langs tíma verði hertöku landsins, sem í margar uldir hefur verið sjálfstætt ríki, lokið. Þetta kalla kommún- istar „frelsun“ Tíbet undan oki „heimskapítalismans“!!! En þótt lítið sje um varnir í háfjöllum Tíbet og hernám landsins því tiltölulega auðvelt hefur innrás kommúnista þegar haft mikla pólitíska þýðingu. Indverjar líta mjög al- varlegum augum á þetta ofbeldi kínversku kommúnista- stjórnarinnar í Peking. — Við hernám Tíbet standa herir kommúnista við landamæri Indlands. Endá þótt landslag sje þar ekki vel fallið til hernaðaraðgerða og árása á Ind- land er Indverjum sú hugsun ekki geðþekk að eignast slíka „frelsara“ fyrir nágranna. Kínverskir kommúnistar hafa með þessu leikið freklega af sjer. Þeir munu að vísu ná Tíbet á sitt vald ef að líkum lætur og ekkert óvænt gerist. En þeir hafa spillt mjög fyrir sjer hjá fjölmennustu þjóð Asíu, auk Kínverja sjálfra. Þetta er því óheppilegra fyrir Kína-kommúnista sem það er vitað að Indverjar hafi undanfarið oft og einatt stutt mál- stað þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum og komið fram sem meðalgöngumenn milli þeirra og hins lýðræðissinnaða heims. Þannig hefur það t. d. verið skoðun Indverja að upptaka Sovjet-Kína í samtök Sameinuðu þjóðanna væri nauðsyn- legt skilyrði fyrir friðsamlegri lausn Kóreumálsins. Margt bendir til þess að Indverjar muni eftir innrás og ofbeldi kommúnista í Tíbet endurskoða þessa afstöðu súxa. VÍKm) ■>*.: ,-|R DAGLEGA LlFINU ÓHEPPILEGAR STRÆTISVAGNAFERÐIR ÞÚSUNDIR Reykvíkinga nota daglega stræt- isvagna bæjarins og byggja á þeim til að kom ast milli bæjarhverfa, að og frá vinnu sinni, eða í öðrum erindagerðum. Með hverju ári eykst þörfin fyrir strætisvagna og þeim fjölgar að sama skapi, sem fólkinu fjölgar í bænum og byggðin dreifist. Enn er þó í öllum aðalatriðum notast við hið gamla fyrirkomulag um ferðir vagnanna um borgina, en það er orðið úrelt og ríkir mikil óánægja hjá strætisvagnafarþegum í þessu efni. Þyrfti sem bráðast að taka upp hagkvæmara fyrirkomulag. Einn af lesendum Daglega lífsins lýsir óá- nægj'unni vel og gerir skynsamlegar tillögur til úrbóta í eftirfarandi brjefi: • LÆKJARTORG ÓHEPPILEG MIÐSTÖÐ Sæll og blessaður! ÞAKKA þjer fyrir dálkana þína úr „Víkinni“, þeir hafa oft komið mörgu góðu til leiðar, og nú ætla jeg að biðja þig um að koma á fram- færi áhugamáli mínu og margra annarra bæjarbúa. Það eru strætisvagnarnir okkar, sem jeg hefi í huga. Þurfi maður að komast austan úr bæ í vesturbæinn, eða öfugt, tekur það venjulega um 20 mín., þó aksturinn taki ekki nema um 10 mín. Stafar það af því að vagninn stansar svo lengi á Lækjartorgi. Svona er það nema á mesta annatímanum, þegar flestir eru á leið til eða frá vinnu, þá er vagninn 1—2 mín. lengur í ferðinni. Allir vagnarnir leggja af stað frá Lækjartorgi, en af því eru óþæg- indi fyrir marga bæjarbúa“. • TILLAGA UM BETRA FYRIRKOMULAG „ER EKKI betra fyrirkomulag að allir vagn arnir sem fara austur á bóginn byrji ferðina Vestur í bæ (Bráðræðisholti?) með viðkomu á Lækjartorgi, eða fyrir framan Kauphöll- ina, en þeir sem fara vestur og suður í bæ- inn byrji ferðina austur í bæ (Hlíðunum?), með samskonar stuttri viðstöðu á torginu? Mjer finnst það eina sem mælir á móti þessu, er það, að leiðirnar lengjast örlítið. fyrir vagnana sem aka í úthverfin, en það sem mælir með því, eru stóraukin þægindi fyrir flesta bæjarbúa. Auk þess mundi minka til muna hin mikia umferð kringum torgið og fergurð þess aukast að sama skapi með minnkandi „strætisvagnastandi“. TIL AUKINNA ÞÆGINDA „ÞETTA mundi spara fólki til muna að þurfa að skifta um vagna ef það þarf að komast á milli bæjarhluta. SÁ'rstaklega er æskilegt, að innanbæjarvagnarnir (Sólvellir, Njálsgata- Gunnarsbraut og hraðferðin Vestur- og Austurbær) færu ekki allar ferðirnar sama hringinn, heldur aðra hvora ferð en hina öf- ugt. Hvað þessum innanbæjarferðum við- kemur, ætti þessi nýbreytni engan aukakostn- að að hafa í för með sjer. Því ekki að reyna það? Fólkið vill það“. • EITTmrAÐ VERÐUR AÐ GERA AUÐSJEÐ ER, að brjefritari hefir kynnt sjer það sem hann er að skrifa um strætisvagn- ana. Er þó ekki þar með sagt, að tillögur hans beri að taka bókstaflega allar saman. Ef til vill hafa forráðamenn strætisvagnanna betri úrlausn og er gott eitt um það að segja, ef svo er. En mjer þótti rjett að hreyfa þessu máii, því núverandi fyrirkomulag er ekki gott og það hlýtur að koma að því að því verði breytt. Og því fyrr sem það yrði gert því betra. • FRJETTIR AF ÞÓRUNNI LITLU VIÐ OG VIÐ hefir verið reynt að láta les- endur „Daglega l'ífsins" fylgjast með Þórunni litlu Jóhannsdóttur, píanósnillingnum, sem er við nám í LOndon. Fyrir skömmu barst brjef frá kunningja okkar £ London, sem segir að Þórunni sækist námið vel og að fyrir skömmu hafi hún haldið hljómleika í Purley- hverfinu í London á vegum góðgerðarstofn- unar. Hafi henni verið tekið forkunnar vel á hljómleikunum. „Hróður Þórunnar litlu fer víða“, skrifar þessi kunningi í London, og er það til mik- illar ánægju okkur löndum hennar erlendis og heiður fyrir föðurland hennar“. Happdrætti Háskóla íslands 11. flokkur Kr. 25,000,00 17694 17801 18093 18240 18263 11897 11914 11944 12006 12009 16703 18377 18379 18535 19057 19091 12052 12055 12067 12084 12107 19313 19374 19974 20092 20472 12162 12247 12270 12464 12466 Kr. 5000,00 20563 20776 20805 20889 20900 12636 12667 12732 12847 12867 8827 9359 21072 21190 21240 21423 21428 12973 13087 13126 13214 13259 21447 21627 21653 21739 22317 13262 13280 13325 13507 13509 Kr. 2000,00 22677 22600 23041 23081 23475 13586 13795 13815 13849 14024 1344 7784 15022 16597 16957 23527 23548 23710 23897 23926 14128 14130 14175 14219 14255 18302 18771 21440 21994 22360 24034 24231 24302 24539 24773 14309 14400 14404 14480 14526 14557 14601 14607 14625 14681 Kr. 1000,00 Kr. 200,00 14724 14746 14852 14946 15067 1539 2339 7436 8467 10750 21 80 97 123 125 15369 15520 15604 15629 15691 11739 12299 13218 14686 14741 150 189 342 356 380 15696 15715 15740 15832 15892 168£7 18213 20163 20897 383 515 535 556 592 15894 15904 15970 16029 16200 1226 1228 1320 1337 1483 16463 16466 16710 16728 16752 Kr. 500,00 1540 1579 1595 1607 1697 16808 16856 16893 17003 17064 942 1447 1903 2307 3623 1762 1790 1808 1875 1887 17129 17140 17141 17175 17186 4476 5746 6037 6417 7908 2093 2103 2254 2488 2524 17304 17336 17343 17421 17446 10159 10227 10923 11351 12347 2572 2660 2675 2681 2699 17525 17545 17546 17607 17667 12514 12703 13308 15634 15699 2712 2748 2785 2956 3042 17711 17802 17857 18122 18144 15870 16251 18225 18330 19507 3056 3104 3106 3150 3204 18146 18203 18264 18343 18417 20713 21139 22390 22646 24790 3293 3311 3323 3434 3474 18498 18530 18547 18679 18770 3480 3530 3572 3654 3771 18823 18916 18920 18953 18981 Kr. 320,00 3790 3825 3863 3964 3996 18988 19015 19141 19195 19256 579 638 863 876 913 4056 4118 4120 4125 4224 19336 19379 19504 19628 19695 1187 1282 1646 1653 1842 4232 4246 4285 4377 4394 19818 19831 19835 19846 19929 1956 2124 2554 2639 3048 4493 4571 4708 4722 4734 19989 19991 19992 20014 20050 3125 3267 2410 3528 3933 5018 5138 5212 5293 5326 20144 20214 20230 20235 20281 4019 4098 4339 4365 4645 5374 5396 5439 5566 5576 20286 20507 20579 20654 20670 4697 4806 4853 5873 5061 5705 5853 5935 6053 6135 20690 20746 20761 20848 21046 5078 5213 5299 5430 5470 6174 6241 6402 6444 6525 21296 21312 21330 21336 21366 5582 5602 5790 5867 5872 6713 6749 6770 7029 7031 21541 21579 21619 21675 21711 5981 6033 6221 6605 6729 7041 7119 7139 7248 7364 21805 21808 21852 21909 21924 6812 6817 6874 7140 7185 7423 7479 7539 7691 7712 21993 22313 22335 22421 22542 7305 8127 8144 8179 8598 7763 7800 7822 7906 8052 22586 22688 22712 22806 22918 8610 8744 8845 8858 8886 • 8173 8333 8368 8414 8543 22928 22936 23167 23188 23223 8895 9009 9076 9422 9461 8611 8866 8882 8884 8898 23278 23300 23359 23507 23677 9482 10449 10456 10640 10752 9022 9056 9194 9208 9349 23792 23830 23891 24102 24122 10805 10961 11301 11574 11672 9371 9395 9511 9548 9621 24204 24272 24650 24685 24692 11750 11808 11868 12272 12331 9788 9870 9956 10104 10132 24797 24886 24949 24984 12346 12436 12513 12716 12744 10255 10276 10307 10343 10345 (Birt an abyrgðar). 12788 12914 13021 13188 13440 10401 10526 10533 10608 10671 VÍNARBORG: — Uneverska 13451 13470 13528 13591 13700 10675 10694 10700 11021 11049 ríkisstiórnin er nú bvriuð að 13748 13830 14083 14388 14449 11069 11127 11203 11214 11256 selja allar eignir ungverskra 14599 14667 15363 15513 15734 11367 11419 11426 11455 11460 borgara í Austurríki, það er aö 16580 16598 16726 16765 17102 11491 11525 11575 11661 11682 segja þeirra, sem enn eru bu- 17246 17281 17362 17580 1763011705 11779 11802 11894 11896 settir i Uiígverjalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.