Morgunblaðið - 11.11.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. nóv. 1950.
MORGUTSBLAÐlb
*
Klukkan 7 árdegis i Kringlumýr
AUGLYSINGAR
JEG HELD mjer sje óhætt að
fullyrða, að auglýsingar í
blöðum gefi gleggri mynd
af fólkinu, sem semur þær
og les, en læsilegustu lang-
hundar um „ástand og horf-
ur“ á hverjum tíma.
Eftirfarandi auglýsing tal-
ar til dæmis sínu máli:
MÓVINNA
Kvenfólk, sem ráðið
er til móvinnu í
Kringlumýri og þar
stai'faði í fyrrasum-
ar, rnæti til vinnu
næstkomandi þriðju-
dagsmorgun kl. 7.
Annað kvenfóik, sem
1 ráðið er og starfa skal
~ að móþurkun, mæti
næstkomandi föstudag
kl. 7 árdegis inn í
Kringlumýri.
Guðmundur Þórðarson
verkstjóri.
Jeg rak augun í þessa aug-
lýsingu fyrir nokkrum vik-
um, er jeg blaðaði í Morg-
unblaðshefti frá 1919. Aug-
lýsing í sama dúr var nokk-
uð aftar í heftinu; þar aug-
lýsti móvinnslan „Svörður"
eftir „karlmönnum, stúlkum
og unglingum“ og bauð þeim
vinnu sumarlangt.
ENGIR STRÆTISVAGNAR
ÞESSAR auglýsingar vöktu
óneitanlega forvitni mína.
Þær birtust fyrir rösklega
þrjátíu árum. Heimsstyrjöld- '
inni .—- þeirri fyrri og „síð-
ustu“, eins og það var látið
heita — var nýlokið, og inni
í Kringlumýri, þar sem tug-
ir Reykvíkingar nú hafa garð
lönd sín, vann sýnilega múg
ur og margmenni a3 því lið-
langan daginn að taka upp
mó til vetrarins.
Og fólkið byrjaði að vinna
klukkan sjö! Getur nokkur
maður hugsað sjer annað eins
og því um líkt? Og ekki nóg
með það, og eins og til þess
að kóróna furðuvérkið: aug-
lýsingarnar bera það með
sjer, að fyrir einum litlum
þrjátíu árum fóru reykvísk-
ar stúlkur — já, kornungar
Reykjavíkurstúlkur og sum-
ar eflaust laglegar í þokka-
bót — inn í Kringlumýri á
morgnana til þess að vinna
þar við mótöku!
Þarf jeg að taka það
fram, að þær fóru ekki í
strætisvagni?
Jeg varð óneitanlega for-
vitinn, þegar jeg las þessar
áuglýsingar, og jeg fór að
spyrja Reykvíkinga, sem jeg
mætti, hvort þeir gætu ekki
sagt mjer eitthvað frá mó-
vinnslunni í Kringlumýri.
En jeg spurði vitanlega þá
eina, sem komnir voru yfir
fertugt.
HANN VAR FLOKKSSTJÓRI
JÓN EIRÍKSSON múrarameist
ari er kominn yfir fertugt. —
Jeg frjetti af honum af hrein
ustu tilviljun. Jeg var að'
tala við Þorkel Steinsson lög
.regluþjón um sprengjur og
sprengjuhættur og spurði
um leið og jeg kvaddi: Ekki
getur þú víst bent mjer á
einhvern, sem,var í mónum í
Kringlumýri eftir fyrra
stríð?
Og Þorkell svaraði: Hann
Jóp Eiríksson vat' þarna.
Jón var þar á ofan einn af
flokksstjórunum við mótök-
una. Hann segir svo frá:
— Jón Þorláksson stjórn-
l aði_ þessu fyrir bæjarins
E Morgunisiaðism
fyrir 30 árum
hönd. Þetta var 1918. Þá var
mjög mikil mótaka í Kringlu
mýri, en svo lagðist hún að
mestu niður. Mjer er ókunn-
ugt um auglýsingarnar frá
1919,.því að þá var jeg hætt
ur þessari vinnu.
•—- Þarna unnu tugir
manna. Vinnuflokkarnir,
þ'eir fastráðnu, voru að
minnsta kosti átta, og í hverj-
um flokki voru átta til tíu
menn — fjórir til fimm karl
menn og jafnmargar stúlkur.
Felix sálugi Guðmundsson
var verkstjóri, en svo var
flokksstjóri fyrir hverjum
flokki.
HÁLFTÍMI í MAT
— JEG MAN ekki betur en
vinnan byrjaði klukkan sex
á morgnana, og það vgr unn-
ið til sex að kvöldi. Svo var
eftirvinna. Jeg lagði venju-
legast af stað inneftir klukk
an fimm á morgnana og var
kominn heim u'm miðnjetti.
—- Maður hafði með sjer
bita. Þarna voru líka tjöld
handa flokkunum, til þess að
matast í og geyma í fatnað
og annað. Það var drukkið
kaffi klukkan níu og klukk-
an þrjú og á hádegi var borð
að. Matartíminn var hálf-
' tími.
— Mórinn var tekinn úr
geisistórum skurði. — Karl-
mennirnir unnu í skurðinum,
en kvenfólkið tók við món-
um á bakkanum og hlóð hon
um í kesti. Þegar búið var að
síga í kestinum, keyrði
vinnuflokkur mónum út og
kvenfólkið tók við honum
aftur til breiðslu og stakk
hann í sundur. Að haustinu
var mónum síðan ekið sam-
an og hlaðnir úr honum átta
til tíu metra langir kestir. En
bærinn sé um að koma hon-
um til kaupendanna og þá var
honum ekið til bæjarins í
stprum hripum á hestvögn-
um.
GOTT OG GLAÐLYNT FÓLK
— ÞAÐ VAR gaman að vinna
í Kringlumýrinni. Þarna var
saman komið gotf og glað-
lynt fólk, og það var vel unn-
ið. Þetta var óskaplegur
fjöldi. Þetta var fólk á öll-
um aldri og það var unnið
allt sumarið og fram í nóv-
ember.
um að ræða gimsteina-kven-
fólk, þótt eitthvað svolítið
ljótt gæti hrokkið upp ~úr
því þegar hnausarnir flugu
sem óþyrmilegast.
— Bærinn stóð fyrir mó-
tökunni þarna innfrá þetta
eina sumar. Mórinn þótti
ekki nógu góður. En hann
seldist allur — fyrir 50 kr.
hlassið að mig minnir. — Og
þarna fjekk mikill fjöldi
bæjarbúa kærkomna vinnu.
MIKILL SKORTUR
HVAÐ orsakaði þetta nú?
Hvað olli því, að tugir ef ekki
hundruð Reykvíkinga stóðu í
því heilt sumar og fram á
haust að taka mó í Kringlu-
mýrinni, þar sem eru kart-
öflugarðar nútímans?
Gi’ðbjörn Guðmundsson
prentari, sem þarna kom
nokkuð við sögu -— og sem
Jón Eiríksson vísaði mjer á
— segir, að hjer hafi verið
geisilegur skortur á kolum
og olíu í lok styrjaldar'nnar.
Kolin komust í yfir 300 krón
ur tonnið, og það varð bók-
staflega ekki á almennings
færi að kaupa kol til upphit-
unar.
Þeskvegna beitti bærinn
sjer fyrir mótökunni í
Kringlumýri, og ennfremur
uppi á Kjalarnesi.
Og bærinn gerði betur. —
Hann heimilaði bæjarbúum,
öllum bæjarbúum, sem vildu
og kærðu sig um, að koma í
Kringlumýrina á kvöldrn og
vinna þar fyrir eldiv.iði.
EINN GÓÐAN VEÐURDAG . ..
AÐFERÐIN var að ýmsu leyti
til fyrirmyndar. Það horfði
til vandræða, vegna þess að
fólkið gat ekki keypt kol.
Svo að bæjaryfirvöldin geng
ust fyrir mótekju, rjeðu
fjölda manna til vinnunnar
og leyfðu auk þess fjölskyldu
feðrum og öðrum, sem kærðu
sig um, að nota frístundir
sínar til þess að afla sjer
eldiviðar. Mórinn var að
vísu ekki góður, en hann
var sannarlega betri en ekki
neitt.
Og bæjarbúar tóku þessu
með þökkum. Guðbjörn
segir:
— A vinnustöðvum í
Reykjavik var yfirleitt hætt
að vinna klukkan sex, og
I FRASOGUR FÆRANDI
— Það var oft glatt á
hjalla. Og þetta var ekki
slæm vinna, og vafalaust var
hún heilnæm, svona úndir
beru lofti. Það var prýðilegt
að vinna við þurrmóinn, en
í miklum rigningum varð
maour að vera vel gallaðu''.
Þá var þetta blaut vinna og
heldur óþrifaleg eins og ger-
'ist.
— Stúlkurnar kl^eddu sig
líka eftir vinnunni, engu síð-
ur en karlmennirnir. — Þær
voru í gúmmístigvjelum og
oiíupilsum og olíutreyjum,
eins og við fiskþvott. Það
veitti ekki af. Þær fengu
stundum hnausana í magann
eða brjóstið upp úr skurðin-
um, og ekki var þetta alltaf
óviljaverk. En það var gert
í glensi. Og yíirleitt var hjer
með því að hafa hraðann á,
gat maður verið kominn
inn í Kringlumýri klukkan
sjö. Maður flýtti sjer heim
til sín ,hafði fataskipti .í
snarkasti og gekk svo inn-
eftir..
— Kringlumýrin var öll
undirlögð. Bærinn lagði til
verkfærin og þarna komu á
kvöldin menn úr öllum stjett
um._ til þess* að. bjarga sjer.
Fastráðnu flokksstjórarnir
fylgdust svo með því, hve
lengi. hver maður vann, og
það var fafert í bækur sem
innstæða hvers og eins. Og
einn góðan veðurdag að haust
inu uppgötvaði maður, að
kominn var stóreflis móstafli
heim í hlaðið.
—- Það vannst auk þess við
þessa mó-vinnslu, scgii Guð-
björn ennfremur, að þarna
var óþveramýri gerð að
góðu landi. Mýrin var þurk-
uð upp. En skurðirnir voru
mjög djúpir, líklegast eitt-
hvað á fjórða meter á dýpt.!
Að vísu var síðar rutt ofati í1
þá að einhverju leyti— þeir|
þóttu háskalegir skepnum, til j
dæmis á vetrum — en parna ]
vannst samt tðlsvert lar.d.
EF AUGLÝST VÆRI í D.4G . .
OG ÞETTA er þá, i mjög
stuttu máli, sú vitneskja, sem
jeg hefi aflað mjer um mó-j
vinnslu í Kringlumýri, síðan
jeg rak augun í auglýsinguna
í Morgunblaðsheftinu frá
1919. Jeg hefi reynt að ná íj
ljósmyndir af þessari starf-
semi, en árangurslaust. Þó |
er líklegt, að einhver eigi j
slíkar myndir, og gaman i
væri að birta þær núna.
Hjer er um að ræða merki
lega framkvæmd af bæjarins
hálfu, og gaman til þess að*
hugsa, hve myndarlega Reyk
víkingar snerust við þessu
vandamáli. Þá vantaði eldi-
við og þeir fóru og sóttu hann
og grófu hann upp úr jörð-
inni í Kringlumýri. Og það
var líf og fjör í tuskunum,
segia þeir, sem þarna voru,
og fólkið var ekkert að
barma sjer. — Kannske mátti
það ekki vera að því.
En skyldi þetta — eitthvað
þessu líkt. í þessum ,,anda“
á jeg við — vera framkvæm-
anlegt í dag? Nú eru að vísu
strætisvagnarnir komnir til
sögunnar, svo að tiltölulega
auðvelt yrði að komast í
vinnuna, bæði fyrir þá, sem
stunduðu hana frá morgni
til kvölds, og svo hina, sem
tækju til þess frístundirnar
að kvöldinu.
Og þó? Skyldu margir
gefa sig fram, ef auglýsing-
arnar um móvinnuna, sem
birtust í Morgunblaðinu fyr
ir 30 árum, sæjust á 3. siðu
blaðsins í dag? Hugsið ykkur
bara:
„... . Annað kven- .
fólk, sem ráðið er og
starfa skal að móþurk-
un, mæti næstkomandi
föstudag kl. 7 árdegis
inn í Kringlumýri. .“.
Klukkan sjö árdegis! Og
inn í Kringlumýri! Og að
taka upp mó! Nei, nú dám-
ar mjer ekki!
G. J. Á.
Rúmíega 4 þús. farþepi'
um Kefíavík í okfóber
í OKTÓBER mánuði 1950
lentu 334 flugvjelar á Keflavík
Urfiugvelii. Miililandaflugvjel-
ar. voru 275. Aðrar lendingar
voru. íslenskar flugvjelar, svp
og björgunarflugvjelar vallar-
ins. Með flestar lendingar rnilli
landaflugvjela voru eftirfar-
andj fjelög:
Flugher Bandaríkjanna, 142,
Trans-Canada Air Lines, 27;
Air France, 21; KIM Royul
Dutch Airlines, 14; British
Overseas Airways Corp., 11;
Trans-World Air.lines, 11; —•
Pan-American Airways, 10;
Seaboard & Western, 10; Lock-
head Aircraft Overseas Corp.,
9. — Einnig flugvjelar frá
Royal Canadian Air Force,
Royal Air Force, Curtiss-Reid,
Flugfjelag íslands, SAS, Sa-
bena. Dutch, Covernment, Fly-
ing Tiger, og Trans-Ocean Air-
lines, 20. — Samtals 275 lend-
ingar.
Farþegar með millilandaflug;
vjelunum voru 4.107. Til Kefla
víkurflugvallar komu 161 far-
þegi. Frá Keflavíkurflugvelli
fóru 211 farþegar.
Flutningur með millilanda-
flugvjelunum var 172.512 kg.
Flutningur til íslands vrar
32:789 kg. Flutningur frá ís-
landi var 2.354 kg.
Flugpóstur með flugvjelun-
um var 38.845 kg. Flugpóstur
til Keflavíkurflugvallar var 511
kg. Flugpóstur frá Keflavíkur-
flugvelli var 243 kg.
Meðal farþega sem um flug-
völlinn fóru, voru eftirtaldir:
Flugkappinn Charles A. Lind-
bergh, landvarnarráðherra
Frakklands, Jules Moch, breski
hershöfðinginn McCready,
franski balletflokkurinn, Russo
de Monte Carlo, Biggs hershöíð
ingi, Vincent, ofursti, áður yf-
irmaður bandaríkjahers á ís-
landi 1946.
Brefar vilja ekki j
fá þá
LONDON, 10. nóv. — Franska
atomfræðingnum Frederic Jol-
iot-Curie og ítalska sósíalistan-
um Pietro Nenni hefur veríil
neitað um dvalarleyfi í Eng-
landi.
Þessir menn voru meðai
þeirra, er taka áttu þátt í „frið-
arþinginu“ svokallaða í Shef-
field.
Aegiýsliig
frá Vsrðgæslastjóra
Það fólk, er kann að hafa keypt efni í ,.svuntusett“
í versluninni Öldugötu 29, hinn 3. þ. m. eða síðar, er
vinsamlega beðið að hafa samband við skrifstofu Verð-
gæslustjóra, Skólavörðustíg 12, sími 81336
napeiif
Opna í dag nýja matvöruverslun á Fálkagötu 2, undir
nafninu SVEINSEÚÐ. Allar fáanlcgar nýlsnduvörur —
Áhersla lÖgð á hreinlæti og góða afgreiðslu Giörið >vo
vel að reyna viðskiptin strax í dag.
SVEINSBÚÐ — Sími (=528
Sveinn Guðlaugsson.